Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 8
MENNING Tónleikar Contra- tenór og sembal Laugardaginn 21. sept. n.k. munu þeir Rodney Hardesty, co- untertenor og Ted Taylor, pianó- og semballeikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins. Tón- leikarnir verða í Austurbæjarbíói og hefjast kl. 14.30. Guðný .Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Kristján Þ. Steph- ensen, óbóleikari, Pétur Jónas- son, gítarleikari og Pétur Þor- valdsson, sellóleikari aðstoða við tónlistarflutning á þessum tón- leikum sem eru sérstaklega helg- aðir Tónlistarárinu og Afmælis- ári Bachs og Hándels. Á efnis- skránni eru aríur eftir Bach og Hándel og tvö nútímaverk annað eftir Richard Rodney Bennett og hitt eftir Philip Glass. Rodney Hardesty og Ted Tayl- or eru báðir bandarískir, en Ro- dney Hardesty lærði í Bretlandi og hefur mjög sjaldgæfa rödd, sem hefur ekki oft heyrst hér á landi. Counter-tenor rödd hefur tenorblæ en liggur á raddsviði alt- raddar, og er raddbeiting allt 9 A HEIÐURSLAUN Brunabótafélags íslands 1986 í tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags íslands 1. janúar 1982, stofnaöi stjórn félags- ins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands. Stjórn BÍ veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Regl- urnar fást á aðalskrifstofu BÍ að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir sem óska að koma til greina við ráðn- ingu í stöðuna á árinu 1986 (að hluta eða allt árið) þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 1. október 1985. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Sagan endursögð Rodney Hardesty contratenór heldur tónleika í Austurbæjarbíói á laugar- dag. annars eðlis en „falsett“ söngur. Miðar á tónleikana verða seld- ir við innganginn. Á miðvikudagskvöld heldur Rodney Hardesty fyrirlestur í Tónlistarskólanum Skipholti 37. Mun hann útskýra og tala um contratenórrödd, raddbeitingu og þjálfun. Rodney mun segja frá tónlist sem hefur verið skrifuð fyrir þessa raddtegund og syngja nokkur lög. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ofurhugarnir. Austurbæjarbíó. Bandaríkin 1983. Leikstjóri: Philip Kaufman. Handrít: Philip Kaufman (eftir bók Toms Wolfe). Kvikmynda- taka: Caleb Deschanel. Tónlist Bill Conti. Aðalhlutverk: Sam Shepard, Scott Glenn, Ed Harris, dennis Qua- id. Hér gefur að líta sannsögulega mynd úr nýliðinni tíð, upphafi geimferða. Farið er allt aftur til ársins 1949, á flugstöð hersins í Texas, þegár kappsfullir flug- menn, margir hverjir orustuflug- menn úr heimsstyrjöldinni, reynslufljúga nýjustu og hrað- fleygustu vélum Bandaríkja- manna. Þegar Chuck Yaeger rýfur hljóðmúrinn í byrjun mynd- arinnar markar það upphaf geim- aldar í vissum skilningi og þegar fréttist af tilraunum Rússa með geimflaugar verður málið sam- stunds stórpólitískt og ráðamenn vilja allt til vinna að ná forskoti Rússa. Geimferð^stofnunin lætur fara fram viðamiklar prófanir á hæfni flugmanna og úr þeim hreinsun- areldi stíga sjö menn sem næstu árin verða mestu hetjur Banda- ríkjamanna og þótt víðar væri leitað. Einn var sá maður sem öllum kom á óvart að ekki var valinn til prófunar, en það var Yaeger hinn djarfi. Látið er að því liggja í myndinni að valdamönnum hafi þótt hann of sérvitur og sjálfstæð- ur í skoðunum, en opinberlega kom hann ekki til greina vegna þess að hann hafði ekki háskóla- próf. Samkvæmt skilgreiningu ofurhuganna eru flugmenn frjáls- ir og hugdjarfir einstaklingshyggjumenn sem verða að reiða sig á eigin mátt og megin og myndin gerir það að til- gangi sínum að sýna hvernig geimferðaáætlunin beislar þessar frelsiselskandi verur og notar sem peð í pólitísku valdatafli við ósýnilegan óvin. Yaeger er ævinlega nálægur í myndinni sem áhorfandi, en að- aláherslan er á sjömenningunum og áralangri veru í geimferðastöð NASA sem var svo helgur staður að eiginkonur þeirra máttu ekki stíga þar inn fæti. Ráðamenn birtast í ýmsum kómískum smá- hlutverkum - þar ber hæst klám- hundinn alræmda, Johnson, sem síðar varð forseti. Ekki síður furðulegir eru vísindamennirnir hjá NASA sem allir tala með sterkum þýskum hreim. („Okkar þjóðverjar eru betri en þeirra þjóðverjar“, segir hlæjandi geimfari eitt sinn við annan, og er þá að tala um kapphlaupið við Rússa). Atburðirnir eru raktir af smá- smugulegri nákvæmni og þarna eru m.a. sviðsettir langir blaða- mannafundir sem NASA efndi til og þar sem sjömenningarnir sitja fyrir svörum. Leikstjórinn hefur brugðið á það ráð að lofa þessum atburðum að halda sér og dram- atisera hvergi, né þjappa saman. Við það reynir mjög á leikarana sem í flestum tiívikum eru að leika fólk sem enn er lifandi og í atriðum sem kannski eru enn til á sjónvarpsupptökum. Túlkun Ed Harris á John Glenn er frábær, að hinum ólöstuðum. John Glenn var vinsælastur þeirra geimfaranna og málglað- astur á fundum. Hann hafði ein- stakan hæfileika til þess að blása nýju lífi í gamlar klisjur með ein- lægni sinni svo blaðamenn ærðust af hrifningu. Svo vildi til, fyrir þá sem hafa sjúklegan áhuga á slíku, að nokkru áður en þessi mynd var gerð kom hinn raunverulegi John Glen.n fram í dagsljósið eftir langt hlé. Hann gerðist tíður gestur í sjónvarpsþáttum þar sem hann talaði um reynslu sína af áratugs baráttu við áfengissýki og alvar- lega geðveiki. Ofurhugarnir rekur fyrstu ár geimferðanna, þegar keppnin við Rússa var sem æðislegust og geimferðir allar með tilrauna- sniði. Henni lýkur með ferðinni þegar Cooper fór nokkra hringi í kringum jörðina. Það var í síð- asta sinn sem geimfari fór einn síns liðs út í geiminn. Þarmeð er frumherjatímabilinu lokið og um leið lokast sá rammi sem myndin setur sér. Ljóð Image Ljóð eftirThorVilhjqlmsson íenskri útgófu. Myndir eftir Örn Þorsteinsson. Örn Þorsteinsson Akureyri Tenór- tónleikar í Borgar- bíói Páll Jóhannesson tenórsöngv- ari og Ólafur Vignir Albertsson halda tónleika í Borgarbíói á Ak- ureyri fimmtudaginn 19. sept- ember kl. 19. Á efnisskránni eru þekkt ís- lensk sönglög og þekktar aríur úr ítölskum óperum eftir Verdi, Puccini og fleiri. Thor Vilhjálmsson og Örn Þorsteinsson hafa í samein- ingu gefið út ensku útgáfuna af Ijóðabókinni Ljóðmynd. Ljóðin eru eftir Thor en Örn myndskreytti. Bókin var gefin út í tilefni Ljóðlistahátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu og hún heitir Image. í ensku útgáf- unni eru nokkur ný Ijóð og nokkrar nýjar myndir. „Ljóðin eru ekki bundin myndunum en þó eru tengsl á milli,“ sagði Thor Vilhjálmsson. Bókin er aðeins til í 250 tölusett- um eintökum og kostar kr. 700. Hún verður til sölu í Galleri Borg, Gallerí Grjót og líklega víðar. Thor sagði að bókin væri tilvalin til að gefa erlendum vin- um. 1 kvöld verður á dagskrá sjón- varpsins 20 mínútna programm, svo kallað kvikmyndaljóð. Þar les Thor Vilhjálmsson ljóð sín á meðan birtast á skjánum skúlp- túrar, lágmyndir og teikningar eftir Örn. „Fólk ætti endilega að horfa á þessa ljóðadagskrá, því þá getur það horft á Dallas, sem er næst á eftir, með hreina áru. Þátturinn okkar getur vonandi varið fólk fyrir Dallasmengun- inni,“ sagði Thor. Spor í spori Eigum við von á einhverju fleiru á næstunni frá ykkur? „Já, það er ýmislegt í bígerð. Við eigum eftir að bralla eitt og annað saman. í vetrarbyrjun kemur út bók eftir okkur sem nefnist: Spor í spori. Myndirnar eftir Örn verða í lit og unnar í silkiprenti.“ f lokin vildi Thor taka fram að á Ljóðlistarhátíðinni var sam- þykktur stuðningur við Tarkof- t * 4 Thor Vilhjálmsson gefur út Ljóð- myndir sínar á ensku. skí. Allir viðstaddir skrifuðu undir plagg þar sem Gorbashov er beðinn um að leyfa barni Tark- ofskí hjónanna að fara úr landi. Undirskriftalistinn verður birtur víða um heim og einnig verður hann sendur Gorbashov. SA 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 18. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.