Þjóðviljinn - 18.09.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Rainbow Warrior
Mitterrand vísvitandi blekktur?
Carles Hernu varnarmálaráðherra (t.v.) og Pierre Lacoste yfirmaður leyniþjón-
ustunnar - Le Monde segir að Lacoste hafi fyrirskipað að Rainbow Warrior
skyldi sökkt og að Hernu hafi senniiega vitað um það fyrirfram en leynt
forsetann því!
París - Hið virta franska dag-
blað Le Monde sló þvi upp á
forsíðu í gær að varnarmála-
ráðherrann, Charles Hernu, og
tveir háttsettir herforingjar,
annar þeirra ráðgjafi Mitterr-
ands forseta, hafi vitað um eða
jafnvel fyrirskipað sprengjutil-
ræðið í Auckland sem sökkti
Rainbow Warrior, skipi Græn-
friðunga, og grandaði einum
úr áhöfn þess.
Blaðið bætir því við að Hernu
hafi haldið þessu leyndu fyrir
forsetanum sem og Bernard Tric-
ot, embættismanninum sem falið
var að rannsaka hugsanlega hlut-
deild frönsku leyniþjónustunnar í
sprengjutilræðinu.
Le Monde telur að þetta mál
gefi haft alvarlegar afleiðingar
fyrir Mitterrand og stjórn hans. í
því sambandi minnir blaðið á um-
mæli forsetans sl. sunnudag þeg-
ar hann svaraði blaðamönnum
því til að örlög Rainbow Warrior
væru smámál og að hann vissi
ekki meira en þeir um hver hafi
sökkt því.
Charles Hernu varnarmálaráð-
herra gaf út yfirlýsingu í gær-
Bonn - Njósnahneykslið sem
valdið hefur miklu fjaðrafoki í
Vestur-Þýskalandi síðan í byrj-
un ágúst tók á sig nýja mynd í
gær þegar tilkynnt var að
Herta-Astrid Willner ritari á
skrifstofu Helmut Kohl kan-
slara hefði flúið til Austur-
Berlínar og væri grunuð um
njósnir í þágu Austur-
Þýskalands.
Talsmaður Kohl sagði í gær að
rannsókn væri hafin á hugsan-
legum njósnum Willner. Heim-
ildir innan stjórnarinnar segja að
hún hafi haft aðgang að leyni-
legum upplýsingum um áætlun
stjórnarinnar um uppbyggingu
kjarnorkuvera og ýmis hátækni-
mál, þám. svonefnda Eureka-
áætlun um tæknisamstarf Evróp-
uríkja.
Talsmaður kanslarans, Fried-
helm Ost, sagði að Willner hefði
unnið á skrifstofu kanslarans í 12
ár og var hún ritari í deild innan-
landsmála. Hann skýrði frá því
að eiginmaður hennar, Herbert
Adolf Willner, væri einnig kom-
inn til Austur-Þýskalands og að
rannsókn væri hafin á hugsan-
legum njósnum hans. Herbert
Adolf var á stríðsárunum í SS-
sveitum nasista en lenti í fanga-
búðum í Sovétríkjunum að stríð-
inu loknu. Árið 1949 slapp hann
þaðan og settist að í Áustur-
Þýskalandi en flúði árið 1961.
Hann starfaði lengi sem ráðgjafi
samstarfsflokks Kohl, FDP, á
sviði utanríkis- og öryggismála.
Síðast vann hann á rannsókna-
stofnun sem tengist FDP.
Þetta er í fyrsta sinn sem njósn-
amálin tengjast sjálfum kanslar-
anum en þeir njósnarar sem af-
hjúpaðir hafa verið fram að þessu
störfuðu fyrir forseta Sambands-
lýðveldis og efnahagsmála-
ráðherrann að ógleymdum Tie-
REUTER
Umsjón:
ÞRÖSTUR HARALDSSON
kvöldi þess efnis að hann hefði
ekki vitað af sprengjutilræðinu
fyrirfram. Þar sagði einnig að
dge yfirmanni gagnnjósnadeildar
leyniþjónustunnar. Sósíaldemó-
kratar sem eru í stjórnarandstöðu
kröfðust þess á sínum tíma að
Höfðaborg, Washington og víðar
- Lögregla í Höfðaborg skaut
gúmmíkúlum og beitti táragasi
til að dreifa hundruðum nem-
enda, foreldra og kennara sem
safnast höfðu saman við skóla
í útborginni Athlone til þess að
krefjast þess að hann verði
opnaður aftur.
Þúsundir af fólki af „lituðum“
kynþáttum söfnuðust saman við
skóla borgarinnar sem var lokað í
síðustu viku með þeirri röksemd
að öryggi nemenda væri ekki
tryggt vegna óeirðanna. Að sögn
lögreglu voru 107 nemendur og
66 fullorðnir handteknir í gær.
engin stofnun sem heyri undir
varnarmálaráðuneytið hafi verið
viðriðin tilræðið gegn Rainbow
innanríkisráðherrann, Friedrich
Zimmermann, yrði látinn víkja
úr embætti vegna njósnamálanna
en þingið hafnaði þeirri kröfu.
Fólkið reyndi að hefta för lög-
reglu með því að reisa vegatálma
sem síðan var kveikt í.
í nágrenni Jóhannesarborgar
hleypti lögregla af úr haglabyss-
um og beitti táragasi gegn svört-
um unglingum. Fjórir hvítir
menn hófu í gær þriggja vikna
hungurverkfall til þess að leggja
áherslu á kröfu sína um að yfir-
völd hætti að beita hersveitum
gegn íbúum blökkumanna-
hverfa.
Innrás suðurafríska hersins í
Angola hefur kallað á mótmæli
frá ýmsum löndum. Háttsettur
embættismaður í Washington
vefengdi þær ástæður sem stjórn
Warrior.
í greininni í Le Monde segir að
tveir froskkafarar úr franska
hernum hafi komið sprengjunni
fyrir ogsíðan komist úr landi með
flugvél. Þessir tveir eru ekki
nefndir í skýrslu Tricots en að
sögn blaðsins var parið sem nú
bíður dóms í Auckland tengiliður
milli þeirra og þremenninganna
sem komu á skútu til Auckland
og höfðu með sér sprengjuna.
Blaðið segir að froskkafararnir
tveir hafi hlýtt boðum deildar-
stjóra í frönsku leyniþjónustunni
sem aftur hafi hlýtt boðum Pierre
Lacoste, yfirmanns þjónustunn-
ar, DGSE. Beiðnin um að gripið
yrði til aðgerða gegn Rainbow
Warrior hafi hins vegar komið frá
Henri Fages aðmírál sem fram í
júní í sumar gegndi embætti yfir-
manns á tilraunasvæði frakka á
Mururoa-rifinu í Suður-
Kyrrahafi.
Þá segir blaðið að Charles
Hernu varnarmálaráðherra og
tveir af æðstu yfirmönnum
franska hersins, Jeannou Lacaze,
sem var yfirmaður landhersins
Eftir að uppvíst varð um
Willner-hjónin settu sósíaldemó-
kratar að nýju fram kröfuna um
afsögn Zimmermanns.
Suður-Afríku gaf fyrir
innrásinni. Að sögn hennar fór
herinn inn í Angola til að elta
uppi skæruliða SWAPO sem
sagðir eru hafa í huga að hefja
bylgju hermdarverka í Namibíu.
Embættismaðurinn sagði að
stjórnvöldum í Washington væri
ekki kunnugt um að nein slík
hryðjuverk væru í bígerð og hann
bætti því við að bandaríska
stjórnin harmaði innrásina. „Við
viðurkennum ekki rétt neins til
að gera fyrirbyggjandi innrásir,
allra síst ef þær eru gerðar frá
landssvæði sem haldið er í trássi
við lög,“ sagði hann.
fram í júní í sumar, og eftirmaður
hans, Jean Saulnier, sem áður var
ráðgjafi Mitterrands forseta, hafi
annað hvort gefið fyrirskipun um
tilræðið eða í það minnsta vitað
um það áður en það kom til fram-
kvæmda.
Franskir þingmenn hafa
brugðist harkalega við þessari
frétt Le Monde. Stjórnarand-
stöðuþingmaðurinn Jean
Francois-Poncet fyrrum utan-
ríkisráðherra sagði td.: „Þetta er
hræðilegt. Ég trúi þessu ekki.
Enginn hefur rétt til að blekkja
forseta lýðveldisins. Hér er ekki
um að ræða hvort ráðherrann
segi af sér, málið snýst um
landráð.“
Le Monde segir að Tricot hafi í
rannsókn sinni verið leiddur á
falskt spor auk þess sem rann-
sókn hans hafi mætt mótspyrnu í
dóms- og innanríkisráðuneytinu.
Hann hafi því ekki getað annað
en skilað þeirri skýrslu sem hann
gerði. Tricot lét hafa það eftir sér
að skýrslunni birtri að hann kynni
að hafa verið blekktur.
Annað franskt blað, vikublað-
ið Canard Echaine, skýrði frá því
í gær að á borði forsetans lægi
skýrsla þar sem fram kæmi að
franska leyniþjónustan hefði gef-
ið skipun um að sökkva Rainbow
Warrior. Hins vegar hafi sú
skipun verið dregin til baka.
Skýringin á því að skipinu var
sökkt sé því annað hvort sú að
lágt settir leyniþjónustumenn
hafi farið út fyrir verksvið sitt eða
að útsendarar annars lands
„sennilega Bretlands" hafi verið
að verki í þeim tilgangi að skaða
hagsmuni Frakka á Kyrrahafi.
Ónœmistœring
Foreldrar
gripnir
ótta
Bonn - Skólayfirvöld i Vestur-
Evrópu standa í ströngu um
þessar mundir vegna nem-
enda sem hafa eða eru taldir
hafa smitast af ónæmistær-
ingu. Eru viðbrögðin mjög
misjöfn eftir löndum.
í gær bauð menntamálaráðu-
neyti þýska ríkisins Baden-Wurt-
temberg börnum með ónæmis-
tæringt' upp á einkakennslu
heima fyrir. Talsmaður ráðu-
neytisins sagði að skólar ríkisins
væru ekki taldir „hættusvæði“
hvað snerti smit en meðan svo
lítið væri vitað um sjúkdóminn
hefði verið ákveðið að bjóða upp
á einkakennslu.
í Belgíu hafa tveir bræður frá
Zaire verið útilokaðir frá einka-
skóla í Briissel vegna þess að þeir
bera með sér veiruna sem veldur
ónæmistæringu. Talsmaður belg-
íska menntamálaráðuneytisins
sagði í gær að þessi ákvörðun
skólans væri ónauðsynleg og bæri
vott um hræðslu. Drengimir
væru ekki smitberar og svo kynni
að fara að þeir fengju aldrei sjúk-
dóminn.
í Bretlandi héldu foreldrar
fimmtíu barna í grunnskóla í
Hampshire börnum sínum
heimavið í gær vegna þess að í
skólanum er níu ára gamall
drengur sem fékk mótefni við
ónæmistæringu þegar honum var
gefið blóð en drengurinn er
dreyrasjúklingur. Heilbrigðisyf-
irvöld segja að drengurinn sé
ekki með sjúkdóminn og valdi
engri smithættu.
Vestur-Þýskaland
Kohl einnig flæktur í njósnamál
Margaret Thatcher hefur ekki viljað fara að fordæmi ýmissa vestrænna ríkja og beita Suður-Afríku refsiaðgerðum, ekki
einu sinni eftir að Reagan fór inn á þá braut. Hér segir hún við ameríska vininn: - Nei, Ronnie, mér finnst hyggilegast að
sitja hér sem fastast og tala hreint út.
Suður-Afríka
Skólum lokað með táragasi
Miðvikudagur 18. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13