Þjóðviljinn - 18.09.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 18.09.1985, Page 14
VtÐHORF Sihanouk og fjöldamorðin í Kampúseu Ríkisstjórn Pols Pots var við völd í Kampúscu frá miðju ári 1975 til loka árs 1978, en þá var henni steypt með aðstoð Víet- nama. A þessum þremur og hálfa ári tókst henni að koma um þrem- ur af rúmlega átta milljónum íbúa landsins fyrir kattarnef, ýmist með beinum morðum, vinnu- þrælkun eða svelti. Enn, tæplega sjö árum síðar, er hún viður- kennd sem eina lögmæta stjórn landsins á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Það gerist einkum fyrir stuðning Bandaríkjastjórnar og leppa þeirra víðs vegar um heim m.a. ríkisstjórnar íslands. Noro- dom Sihanuk, titlaður „þjóð- höfðingi Kampúseu” er alþjóð- legur sendifulltrúi ríkisstjórnar Pols Pots. Hann cr nú mættur til leiks til að treysta vináttuböndin við leppana á íslandi. Smáupprifjun Talið er að í Víetnamstríðinu hafi um 1 milljón Víetnama og 600.000 Kampúseumanna verið drepin og nokkrar milljónir til viðbótar limlestar eða hlotið var- anleg líkamleg örkuml. Kampúsea varð fyrst alvarlega fyrir barðinu á Bandaríkjaher, þegar Nixon ákvað skömmu eftir að hann varð forseti að gera innrás í landið í apríllok 1970. Eins og kunnugt er liggur Kam- púsea að syðri hluta Víetnam og höfðu skæruliðar þjóðfrelsis- hreyfingarinnar (FNL) þar aðset- ur. Skömmu áður hafði Banda- ríska leyniþjónustan staðið á bak við valdarán, sem velti Sihanouk þáverandi konungi Kampúseu úr sessi. Hann hafði fram að þessu reynt að vingast við alla og halda landi sínu utan við hernaðarátök. Til dæmis leyfði hann FNL að nota Ho-Chi-Minh stíginn og höfnina Sihanoukville til birgða- flutninga. Nýja rfkisstjórnin í Phnom Penh, sem var undir for- sæti Lons Nols, vingaðist strax við Bandaríkjastjórn, sem studdi hana hernaðarlega. Þar með hafði víetnömsk alþýða eignast nýjan óvin. Sihanouk var á sí- felldum þeytingi um allan heim en dvaldi þess á milli í Peking og fylgdist spenntur með framgangi skæruliða, sem nutu stuðnings Kínverja. eftir Gylfa Pál Hersi réttdræpir hvar sem í þá náðist. Þannig er talið að í upphafi tíma- bilsins hafi læknar verið um 500 talsins og læknastúdentar um 3500. í lok tímabilsins voru lækn- hættu. Bandaríska heimsvalda- stefnan var staðráðin í að stöðva byltingarþróunina í Indókína. Kínverska skrifræðið var komið í heilagt bandalag við Bandaríkja- „Við megum aldrei gleyma glæpaverkunum í Víetnam og Kampúseu. Við verðum að draga af þeim rétta lœrdómau. Bandaríski sendiherrann í Sa- igon læddist burt af þaki sendi- ráðsins með þyrlu 30. apríl 1975 og þar með lauk beinum af- skiptum Bandaríkjahers í Víet- nam. Hálfum mánuði áður, eða nánar tiltekið 17. apríl, komu skæruliðar (Rauðu Khmerarnir) til Phnom Penh við mikil fagnað- arlæti íbúanna. Þeir voru fegnir að vera lausir við Lon Nol, strengbrúðu Bandaríkjastjórnar, og ánægðir með að vera lausir við stríðsrekstur Bandaríkjanna og loftárásir þeirra. Ríkisstjórnin var undir forsæti Pols Pots. Þegar sama daginn og Pol Pot komst til valda fyrirskipaði hann að allir íbúarnir (tvær milljónir talsins) yfirgæfu höfuðborgina samstundis, meira að segja spítal- arnir voru tæmdir. Hermenn ríkisstjórnar Lons Nols sem gáf- ust upp sjálfviljugir voru um- svifalaust skotnir á staðnum. Sömu sögu er að segja um þá sem komið höfðu nálægt fráfarandi ríkisstjórn, skrifstofumenn og aðrir. Þá var Rauðu Khmerunum mjög í nöp við menntamenn og alveg sérstaklega lækna sem voru arnir orðnir 50 og læknastúdentar um 720. Landamœra- erjur Samfélagið var skrúfað nokkr- ar aldir aftur í tímann. Nú áttu allir að vera bændur. Komið var á fót þrælaskipulagi og blóðugar hreinsanir áttu sér stöðugt stað. Þessa ógeðfelldu sögu er óþarft að tíunda hér. En á þeim þremur og hálfa ári sem böðlar Pols Pots voru við völd voru um þrjár milljónir manna drepnar beint eða óbeint. Þegar ríkisstjórnin komst til valda voru íbúar Kam- púseu átta til níu milljónir talsins, en í árslok 1978 voru þeir orðnir rétt rúmlega fimm milljónir. Kín- verska ríkisstjórnin sá Pol Pot fyrir vopnum. Fljótlega eftir að ríkisstjórn Pols Pots komst til valda hófust landamæraerjur milli þeirra og Víetnama. Pol Pot kom upp miklum her við landamærin og ávinningar byltingarinnar voru í stjórn eftir heimsókn Nixons, bandalag sem beindist gegn Ví- etnömsku byltingunni. Því ákvað ríkisstjórnin í Hanoi að gera innrás í landið í lok ársins 1978 í samvinnu við Kampúse- anska kommúnista, svokallaða Khmer Viet Minh. Innrásar- hernum var fagnað gífurlega og reyndist tiltölulega létt verk að stökkva her Pols Pots á brott. Við tók uppbygging efnahagsins, menntun alþýðu og almenn endurreisn landsins. Þrátt fyrir mikla erfiðleika hefur þessu mið- að vel. Heilum fimm mánuðum eftir að Pol Pot náði völdum sneri Sihanouk aftur til Kampúseu. Honum var tekið fálega og hvarf hann aftur á braut í apríl 1976 og varfjölskyldahanstekin aflífi. A árunum 1978-1980 reyndi hann árangurslaust að byggja upp þriðja aflið. Árið 1981 hvöttu Kínverjar ákaft til sameiningar allra afla sem börðust gegn stjórninni í Phnom Penh. Síðan hefur Sihanouk verið alþjóðlegur sendifulltrúi Pol Pot stjórnarinn- ar. Styðjum byltinguna Pol Pot stjórnin var hrakin frá völdum í janúar 1979. Hún er enn tæplega sjö árum síðar fulltrúi Kampúseu hjá Sameinuðu þjóð- unum, fyrst og fremst fyrir til- stuðlan Bandaríkjastjórnar og vina þeirra s.s. íslensku ríkis- stjórnarinnar. Spurningin snýst ekki einungis um diplómatísk réttindi. Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar alþjóðastofnanir dæla pen- ingum í herlið Pols Pots. Kam- púseumenn hafa hins vegar afar takmarkaðan aðgang að peninga- stofnunum, þrátt fyrir geypilega þörf. Þetta hlyti að breytast með breyttum diplómatískum réttind- um. Kampúseumenn verða eink- um að reiða sig á aðstoð Víet- nams, Sovétríkjanna og Kúbu. Byltingin í Víetnam var Kúbön- um mikilvæg, þar sem hún létti þrýsting bandarísku heimsvalda- stefnunnar á Kúbu á sjötta ára- tugnum. I framhaldi af því sem hér hefur verið rakið verður að lýsa and- styggð á komu þessa „þjóðhöfð- ingja”, stuðningsmanns fjölda- morðingja, og krefjast þess að ríkisstjórn íslands hætti nú þegar stuðningi sínum við stjóm Pols Pots hjá Sameinuðu þjóðunum. Tillaga um slíkt ætti að koma fyrir alþingi og barátta fyrir kröfunni ætti að hefjast nú þegar. Ég er einn af mörgum sem gerðist róttækur í andófinu gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjanna í Víetnam. Við skuldum víet- nömsku byltingunni slíka bar- áttu. Við megum aldrei gleyma glæpaverkunum í Víetnam og Kampúseu. Við verðum að draga af þeim rétta lærdóma. 17. september 1985 Gylfi Páll Hersir P.S.: Þegar ég slæ þessar línur inná ritvélina mína heyri ég sjón- varpið fræða mig á að Sihanouk hafi snætt kvöldverð í boði ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Þar þykir mér kjaftur hæfa skel. LESENDAHORNIÐ ÞJÓÐVILJA- RÁÐSTEFNA Ráöstefna um stöðu Þjóðviljans í dag verður haldin laugardaginn 21. sept. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 18.00. Öllum félögum Utgáfufé- lags Þjóðviljans og Alþýðubandalags- ins er velkomið að sitja ráðstefnuna. Dagskrá: 1. Þjóðviljinn og ný viðhorf í fjölmiðlun. Gísli B. Björnsson 2. Fjárhagur Þjóðviljans og útbreiðsla. Guðrún Guðmundsdóttir 3. Blað og hreyfing. Össur Skarphéðins- son 4. Þjóðviljinn og landsbyggðin. María Kristjánsdóttir Ráðstefnustjóri: Mörður Árnason Útgáfufélag Þjóðviljans Alþýðubandalagið r Teigahverfið íbúamir ættu að skammast sín Svo mikið liggur við hjá meiri- hluta íbúa Teigahverfisins í sam- bandi við hús Verndar að þessar persónur leita jafnvel eftir aðstoð sálfræðinga og lækna og leggja þessa ómerkilegu tillögu fyrir borgarstjórn. Sá maður sem reynir allt sem hann getur gert á jákvæðan hátt fyrir félagssam- tökin Vernd, Björn Einarsson, stendur nú ásamt öðrum já- kvæðum aðilum í baráttu gegn þrýstihóp sem ekki virðist hafa áttað sig á hinni raunverulegu mynd hinnar jarðnesku tilveru, þröngsýni ásamt lélegri dóm- greind er látin sitja þar í fyrir- rúmi. Félagssamtökin Vernd hafa verið með tvö hús, á Skólavörðu- stíg og vestur á Ránargötu; þaðan hafa engar kvartanir komið, ekki frá neinum sem þar býr, það virð- ist engin sérstök átylla koma þar til greina, þar hefur allt gengið á friðsamlegan hátt. íbúar Teiga- hverfisins tala um að átta vist- menn komi þar til greina; hver er svo vitlaus í þjóðfélaginu í dag að hann festi kaup á stóru húsi og láti svo helming af því standa Björn Einarsson og aðrir hjá Vernd hafa unnið gott starf, segir Þorgeir í bréfi sínu. autt. Hvað eru margir íbúar í mörgum af þessum fínu húsum í Teigahverfinu. Ég hugsa að það sé óhætt að nefna allavega töluna tuttugu. Nú ætla ég að víkja að því sem viðkemur fangelsinu á Litla- Hrauni og sem eins á við um hegningarhúsið á Skólavörðustíg 9. A þessum tveimur stöðum hafa menn úr yfirborðskenndarstétt þjóðfélagsins sitið inni en klíku- skapur sem ætíð hefur verið mjög áberandi í dósmkerfinu hefur bjargað nokkrum af þessum náungum frá langri fangelsisdvöl, en þeir sem minna hafa gert þeir hafa litla undanþágu fengið. En fyrir erfiða og harða bar- áttu Björns Einarssonar og ann- arra aðila sem hafa ráðin hjá fé- lagssamtökunum Vernd í dag hefur orðið þó nokkur breyting til batnaðar sem því atriði við- kemur, en eins og sést á þessu Teigahverfismáli núna þá geta neikvæðu öflin enn í dag jafnvel fengið, þó ótrúlegt sé, meirihluta borgarstjórnar á sitt band og spurningin er hvort félagssam- tökin Vernd nái tilgangi sínum með húseignina á Laugateig 19. Ég vil að endingu taka það fram að Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar og þeir læknar og sálfræðingar sem ekki eru nafn- greindir á undirskriftalistanum ættu allir að skammast sín. Þorgeir Kr. Magnússon 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 18. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.