Þjóðviljinn - 18.09.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Gu&mundur Þorbjörnsson lengst til vinstri
hefur skallað, frönsku varnarmennirnir og mark-
vörðurinn eiga ekkert svar. Valur hefur tekið for-
ystuna, 1-0. Mynd: E.ÓI.
Valur-Nantes
Evrópukeppni
Besti Evrópusigurinn!
Lárus skor-
ar á Möltu
Guðmundur Þorbjörnsson skoraði tvívegis, sigurmarkið
tveimur mínútum fyrir leikslok, ogValurvann2-l. Stórgóður leikurValsmanna.
Óvœntasti ogfrœknasti sigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni
Reykjavik, sept 17, Reuter -
Valur (Iceland) beat Nantes (Fra-
nce) 2-1 (halftime 0-0) in a UEFA
Cup first round first leg tie to-
night.
Það var ekki fyrr en maður las
þetta fréttaskeyti frá Reuter í
gærkvöldi að maður áttaði sig
fyllilega á því sem gerst hafði á
Laugardalsvellinum skömmu
áður. íslandsmeistarar Vals sigr-
uðu franska félagið Nantes, lið
sem varð í öðru sæti frönsku 1.
deildarkeppninnar sl. vor og er
nú í 2.-3. sæti, lið sem státar af
þremur fastamönnum í franska
landsliðinu, já í franska landslið-
inu sem er Evrópumeistari. Það
er fyllsta ástæða til að taka undir
orð hins rólega Ian Ross, þjálfara
Vals, eftir leikinn er hann sagði
við mig: „Ég vona bara að íslend-
ingar nái að skynja hversu þessi
úrslit eru stórkostleg.“ Sjötti
sigurleikur íslensks félagsliðs í
Evrópukeppni - og jafnframt sá
langóvæntasti og fræknasti.
Bjartsýnin var svo sem ekki
óhófleg eftir fyrstu 20 mínúturn-
ar. Valsmenn voru taugastrekkt-
ir, sérstaklega yngri mennirnir,
og þorðu greinilega ekki að
pressa hina lipru Frakka framar-
lega - hræddir um að verða spil-
aðir uppúr skónum. Og strax á 6.
mínútu fengu Frakkar óbeina
aukaspyrnu á versta stað - á
miðjum markteig Vals! Stefán
Arnarson hafði varið fallega skot
frá Amisse. Hann lagði boltann
niður af gömlum vana og Sævar
Jónsson ýtti honum til hans.
„Nýja reglan leyfir þetta ekki,
maður verður að senda boltann
útfyrir teiginn,“ sagði Stefán.
„Annars var okkur kynnt þessi
regla hálftíma fyrir leikinn og við
Sævar misskildum hana,“ sögðu
hann og Sævar. En Frakkar
klúðruðu þessu upplagða færi.
Valsmenn fóru að sækja í sig
veðrið eftir 20 mínútur og komust
að því að Frakkarnir voru ekki of
öruggir ef þeir voru pressaðir
uppvið eigin vítateig. Við þetta
gjörbreyttist leikurinn og upp frá
þessu áttu Valsmenn í fullu tré
við hina sterku mótherja sína.
Magni Pétursson gaf tóninn
með hörkuskoti rétt framhjá á
22. mín. eftir fyrirgjöf Vals Vals-
sonar og á 33. og 36. mínútu
dúndruðu Heimir Karlsson og
Ingvar Guðmundsson naumlega
framhjá frönsku stöngunum. En
ekkert mark hafði verið skorað
þegar hinn frábæri norski dómari
Thime flautaði til leikhlés.
Seinni hálfleikur hófst með
stórókn Valsmanna. Á 49. mín-
útu lék Heimir innað marki en
varnarmaður bjargaði í horn á
síðustu stundu. Hilmar Harðar-
son tók hornspyrnuna, á mark-
teignum nær var Guðmundur
Þorbjörnsson og skallaði fallega í
netið, 1-0. „Varnarmaðurinn
sem stóð fyrir framan mig missti
boltann yfir sig. Ég átti von á að fá
markmanninn í mig en varð
hvergi var við hann,“ sagði Guð-
mundur.
En aðeins þremur mínútum
síðar sljákkaði í rúmlega 2000
áhorfendum. Amisse komst að
endamörkum vinstra megin og
sendi inná markteig þar sem hinn
leikni Jose Toure skallaði óverj-
andi í markið, útvið stöng, 1-1.
Átti gamla sagan að endurtaka
sig, íslenskt lið komið með for-
ystu á Laugardalsvelli, bara til að
tapa henni niður?
Valsmenn gáfu sig ekki við
þetta. Mikil spenna ríkti allt til
leiksloka, sigurinn hefði getað
fallið hvoru megin sem var. Le
Roux þrumaði af 30 m færi og
Stefán mátti hafa sig allan við að
verja á 71. mín. og á 81. mín. var
Amisse í dauðafæri á markteig en
hitti ekki boltann.
Svo kom stóra stundin. Á 88.
mínútu tók Grímur Sæmundsen
aukaspyrnu frá vinstri. Þvaga,
boltinn út til Hilmars Harðarsonar
sem skaut. „Boltinn stefndi fram-
hjá en ég náði að taka hann við-
stöðulaust á lofti og það var
ólýsanlegt að sjá hann í mark-
inu,“ sagði Guðmundur sem
þarna skoraði fyrstu tvö mörk sín
í Evrópukeppni. Aðeins tvær
mínútur eftir, Valsmenn héldu út
án teljandi erfiðleika - stórkost-
legur sigur var í höfn.
Guðmundur stóð svo sannar-
lega undir því álagi sem fylgir titl-
inum Knattspyrnumaður ársins.
Allra augu voru á honum og hann
brást ekki - það var alltaf hætta í
hinni sterku vörn Nantes þegar
hann fékk boltann og hann átti
hverja snilldarsendinguna á fætur
annarri. Guðmundur hefur
sennilega aldrei verið betri á
löngum ferli sínum. Annars á allt
Valsliðið hrós skilið. Eftir fyrstu
20 mínúturnar var allt fallið í rétt-
ar skorður, Valsliðið lék af sömu
festunni og örygginu og færði því
íslandsmeistaratitilinn í síðustu
viku.
„Þeir voru linir“
„Þetta var geysilega erfitt, þeir
eru mjög tekniskir og halda bolt-
anum vel. Maður þurfti alltaf að
vera á tánum. En okkur tókst að
hemja þá, þeir fengu engin sér-
stök færi. Það kom mér á óvart
hve linir þeir voru í tæklingum,
aðeins le Roux var grimmur og
hraður. Ef þeir leika eins úti get-
um við staðið okkur vel, en verði
þeir grimmari megum við búast
við öðrum og erfiðari leik,“ sagði
Grímur Sæmundsen fyrirliði
Vals.
Guðni Bergsson var dálítinn
tíma að átta sig á muninum á 1.
deildarleik og Evrópuleik en lék
mjög vel eftir það. „Maður var of
kaldur í byrjun, ég áttaði mig
ekki á hvað þeir eru snöggir. En
það var frábært að sigra í fyrsta
Evrópuleiknum,“ sagði Guðni.
Ian Ross var rólegastur allra að
vanda, og sem fyrr „ánægður
fyrir hönd leikmanna.“ Og
spurningunni hvort síðari leikur-
inn í Nantes yrði ekki erfiður
svaraði hann á dæmigerðan hátt:
„Við skulum njóta sigursins í
kvöld - það er nógur tími til að
hafa áhyggjur síðar!“
-VS
Lárus Guðmundsson skoraði
mark þremur minútum fyrir
leikslok þegar Bayer Uerdingen
sigraði Zurrieq 3-0 á Möltu í Evr-
ópukeppni bikarhafa í gærkvöldi.
Funkel skoraði hin tvö mörkin, á
8. og 35. mínútu.
Slavia Prag sigraði St. Mirren
frá Skotlandi 1-0 í UEFA-
bikarnum í Prag. Aðrir leikir í
Evrópumótunum fara fram í
kvöld - nema viðureign Fram og
Glentoran á Laugardalsvellinum
næsta laugardag.
-VS
Valsmenn
Heimir
tegnaði
Heimir Karlsson tognaði illa á
fæti eftir gróft brot franska lands-
liðsmiðvarðarins Yvon Le Roux í
leik Vals og Nantes í gærkvöldi.
Hann yfirgaf völlinn á 59. mínútu
en í gærkvöldi benti allt til þess að
hann væri hvorki brotinn né með
slitin liðbönd. -VS
Evrópukeppnin
ÍA-Aberdeen
Á Laugardalsvellinum í dag kl. 18
Silfurlið íslandsmótsins í knattspyrnu 1985, IA, tekur á móti skosku
meisturunum Aberdeen á Laugardalsvellinum kl. 18 í dag. Þetta er
fyrri viðureign félaganna í Evrópukeppni meistaraliða og annar stór-
leikurinn á Laugardalsvellinum á rúmum sólarhring.
ÍA velgdi Aberdeen, þáverandi Evrópubikarmeisturum, rækilega
undir uggum í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1983. Þá vann Aberde-
en heppnissigur, 2:1, á Laugardalsvellinum en liðin skildu síðan jöfn í
Aberdeen, 1:1. Þetta er einhver albesta frammistaða hjá íslensku félagi
í Evrópukeppni, og Skagamenn eru staðráðnir í að standa sig jafnvel
gegn þessu fræga skoska félagi í þetta skiptið.
— VS
Miðvikudagur 18. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15