Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 3
FRETTIR Matarskatturinn Tundrar öllum malum Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Verður að hindra söluskattsáform stjórnvalda Ef stjórnvöld ætla að fylla upp í fjárlagagatið með því að leggja söluskatt á matvöru þá er með slíkum álögum verið að ráð- ast með tvöföldum þunga á Iág- tekjufólk í landinu og nánast tundra öllum forsendum til þess að hægt væri að koma saman ein- hverjum hlutum í komandi samn- ingum. Þess vegna þarf að hindra þessi áform,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við Þjóðviljann i gær. ASÍ og BSRB hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem krafist er að stjórnvöld hætti við öll áform um innheimtu sölu- skatts af matvælum og varað við slíkum árásum á kjör almenn- ings. „Það skiptir öllu að koma í veg fyrir að þessar hugmyndir stjórnvalda nái fram og því töld- um við rétt að vara harðlega við Matarskatturinn Buliandi ágreiningur um söiuskattinn Stefán Valgeirsson alþingismaður: Vil útiloka möguleika á söluskatti á matvöru. Hefur verið rœttsem hugsanleg tekjuöflunarleið. Steingrímur Hermannsson: Þessi hugmynd kemur ekki frá mér. Guðmundur Bjarnason: Málið er á viðkvœmu stigi Það hefur alltaf verið okkar stefnumið, að jafna kjörin í þjóðfélaginu og það er ofar mín- um skilningi ef það verður gert með því að setja söluskatt á mat- væli. Fyrir mitt leyti vil ég útiloka þann möguleika gjörsamlega, sagði Stefán Valgeirsson þing- maður Framsóknarflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær. Þingflokkar ríkisstjórnar- flokkanna fjölluðu um hugmynd- ir ríkisstjórnarinnar um fjárlög fyrir næsta ár á fundum í gær. Ríkisstjórnarfundi var frestað upp úr hádegi þar sem ekki náðist samkomulag um einstök atriði en var haldið áfram síðdegis. Þing- flokksfundir stóðu fram á nótt, en umræðum var frestað. Þingmenn Framsóknarflokks- ins tjáðu blaðinu, að stefnt yrði að því að hvergi yrði skorið nið- ur, en ýmsar hugmyndir væru ræddar til tekjuöflunar fyrir ríkis- sjóð. Þar á meðal er hugmynd sem m.a. Steingrímur Her- mannsson hefur reifað í fjölmiðl- um um að setja söluskatt á mat- væli. „Það heftir verið rætt um að mæta lækkun á tekjuskatti með því að leggja söluskatt á matvæli, eða að skattleggja stóreignir sér- staklega en það er mjög erfitt að tjá sig um þetta meðan þetta er enn á vinnslustigi," sagði Stefán Valgeirsson. „Ég býst ekki við að það komi fram ákveðin tillaga um söluskatt á matvæli,“ sagði Páll Pétursson í samtali við blaðið í gær. „Þetta er á mjög viðkvæmu stigi eins og er og það er ág- reiningur manna á meðal um ein- staka þætti. Söluskattur á ma- tvöru hefur verið ræddur sem hugsanleg tekjuöflun en það er margt fleira í deiglunni hvað það varðar," sagði Guðmundur Bjarnason. „Hugmynd um að leggja sölu- skatt á matvæli er ekki frá mér komin, ég kannast ekki við það,“ sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Þjóðviljann í gær. gg þeim og ég treysti að menn taki tillit til þeirra varnaðarorða. Söluskattur á matvörur kemur lang verst við þá sem eru tekju- lægstir og nota því hlutfallslega mest af sínum tekjum í matvörur og þá einkanlega fjölskyldufólk. Forsætisráðherra hefur talað um einhverja hækkun á fjöl- skyldubótum á móti en það er ljóst að hér eiga ekki að eiga sér stað nein slétt skipti heldur ætla stjórnvöld að fylla upp í fjárlag- agatið með þessum álögum á al- menning. Ef þetta nær fram þá mun það tundra öllum málum varðandi komandi ár og ég sé ekki hvernig ætti að vera hægt að búa við slíkt. Ásmundur sagði jafnframt að þróun verðlagsmála síðustu vikur væri geysilega alvarlegur hlutur. „Þessi reynsla sýnir að það er ekki hægt að gera samninga til meira en 2ja-3ja mánaða nema að þeim fylgi traust verðtrygging -með einhverjum hætti. f Kauptrygging hlýtur því að vera krafa komandi samninga númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að menn eigi naumast annan kost,‘ forseti ASÍ. sagði -*g- SAFIR Fundur í kvöld Fyrsti fundur SAFÍR hópsins, starfshóps aðstandenda fatlaðra á Reykjanesi á þessu starfsári verður í kvöld 18. september í fé- lagseiningu verndaða vinnustað- arins Orva í húsakynnum Hjúkr- unarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20.30. Markmiðið er að aðstandend- ur fatlaðra geti hist og rætt málin en þeir sem vilja fá nánari upplýs- ingar um starfsemina skrifi nafn sitt, heimilisfang og síma á blað og sendi til eftirfarandi heimilis- fangs: SAFÍR hópurinn Digrane- svegi 12, 200 Kópavogur. Skattalögreglan KomunTút úr greninu Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri t.h. og Skúli Eggert Þórðarson deildarstjóri kynna fyrirhugað úthlaup skattrannsóknarmanna á fréttamanna- fundi í gær. Mynd- E.ÓI. Skattrannsóknarstjóri Garðar Valdimarsson hefur ákveðið að framkvæmd verði skyndi- könnun á bókhaldi rúmlega 400 fyrirtækja á höfuðborgarsvæð- inu og á Norðurlandi eystra á næstu vikum. Rannsakað verður hvort fyrirtækin hafa farið eftir þeim reglum sem gilda um skyld- uskráningu á nótum, reikningum og öðrum bókhaldsgögnum. „Það hefur vissulega borið á því að mönnum er boðið uppá nótulaus viðskipti. Við erum vel búnir undir þessa athugun og væntum þess að hún gefi okkur þýðingarmiklar upplýsingar um hvernig ástand mála er almennt og innan hverrar atvinnugreinar fyrir sig auk þess sem þessi að- gerð hafi almenn áhrif,“ sagði Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri á fyrsta blaða- mannafundi sem embætti skatt- rannsóknarstjóra hefur boðað til. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem embættið tilkynnir fyrirfram um úthlaup og rannsóknir á bók- haldi fyrirtækja. Þau 400 fyrirtæki sem verða tekin til athugunar eru valin sam- kvæmt úrtaki úr hópi rúmlega 3.700 fyrirtækja úr 27 atvinnu- greinum sem eru skyldugir til að gefa út reikninga í viðskiptum sínum við neytendur. Rúmlega helmingur fyrirtækjanna sem lentu í úrtakinu eru í Reykjavík um þriðjungur á Reykjanesi og afgangur í Norðurlandi eystra. 18 skattrannsóknarmenn munu sjá um bókhaldsúttektina og verða niðurstöður úr henni kynntar al- menningi síðar í haust. „Við erum komnir með vind í seglin og höfum góðan mannafla auk þess sem áhugi almennings á skatteftirliti hefur aukist og það er alls ekki ólíklegt að þetta al- menna eftirlit muni í sumum til- fellum geta gefið tilefni til frekari rannsókna," sagði skattrann- sóknarstjóri í samtali við Þjóð- viljann í gær. ->g- Námsstefna AB Frá afla til afurða Alda Möller: Mun tala um tvífrystingu og hollustugildi fisks Alda Möller er meðal þeirra sem munu flytja erindi á námstefnu sem Alþýðubandalag- ið mun efna til næstkomandi sunnudag um nýja sókn í atvinnu- líflnu. Þjóðviljinn hafði samband við Öldu og spurði hana að því um hvað erindi hennar fjallaði. „Ég kalla erindið „Frá afla til afurða" og ég ætla að tala um möguleika á tvífrystingu fisks, bæði frá gæðasjónarmiði og með tilliti til atvinnusjónarmiða. Við höfum verið að rannsaka þetta á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins undanfarið og munum halda því áfram. í öðru lagi ætla ég að fjalla um möguleika á að selja fisk sem einstaka hollustufæði í ljósi nýrra niðurstaðna úr rann- sóknum á næringargildi fisks. Það hefur komið í ljós að fisk- neysla getur komið í veg fyrir vissa sjúkdóma og ég álít að selja eigi fisk meira sem hollustufæði. Það hafa birst greinar í læknatím- aritum um þetta erlendis og þetta er sérstaklega tengt því að í fiski eru ákveðnar fitusýrur sem talið er að verndi fólk gegn kransæð- asjúkdómum." -vd. Umferðin Tveir létust á Norðurlandi Talsvert var um slys nú um helgina og þar af voru tvö bana- slys á þjóðvegum á norðurlandi, annað á Öxnadalsheiði og hitt á Hraunum í Fljótum. Slysið á Öxnadalsheiði varð rétt fyrir hádegið á laugardaginn. Fólksbifreið á leið vestur valt og lést ökumaður hennar, Eygló Vilhjálmsdóttir, 18 ára gömul. Með henni í bflnum voru þrír farþegar en þá sakaði ekki alvar- lega. Aðfaramótt sunnudagsins fór jeppabifreið út af veginum hjá Hraunum með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, Ólafur Björnsson, lést nær samstundis. Ólafur lætur eftir sig konu og fjögur börn. Nafn drengsins sem stunginn var til bana fyrir utan Villta tryllta Villa aðfararnótt laugar- dagsins er Þorvaldur Þorvalds- son. Hann var 15 ára gamall. Miðvikudagur 18. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.