Þjóðviljinn - 24.09.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Síða 9
VKDHORF Einkaskóli er annað en skóli með foreldraábót Innlegg í umræðu um einka- skóla á aðalfundi Skólastjórafé- lags íslands, 7. sept. s.l. Svonefndir einkaskólar eru nú talsvert til umræðu hér á landi. Við erum með einkaskólum og við erum á móti einkaskólum. I þeirri umræðu finnst mér mikil- vægt að ræða sjálft hugtakið „einkaskóli“, faglegar forsendur einkaskóla og siðferðilegar og faglegar skyldur kennarastéttar- innar sem leiðanda skólaþróunar í landinu og þá í þessu efni sem hér ræðir sem öðrum. Hvað er einkaskóli? Einkaskóli er að mínu mati skóli sem ekki er ríkisrekinn, skóli sem stofnað er til t.d. vegna áhuga aðstandenda hans á ákveðnum kennslufræðilegum forsendum, þ.e. skóli með sér- hæfðan kennslufræðilegan bak- grunn. Þessar ákveðnu forsendur geta verið nýjungastarf, sbr. ís- aksskóla, sem stofnaður var árið 1926 til þess að gera tilraun með forskólakennslu byggða á ákveð- inni skólastefnu, kennslufræði og vinnuaðferðum. Aðrar forsendur geta verið ákveðnar skoðanir eða ákveðin lífsviðhorf, t.d. trúar- skoðanir, en það á við um Landa- kotsskólann og skóla aðventista. Þcir sem stofna til slíkra skóla bera þá sjálfir kostnaðinn af því að hafa þennan áhuga, skoðun eða lífsviðhorf. Landakotsskól- inn var stofnaður fyrir erlent söfnunarfé og byggði á þeirri hefð kaþólsku kirkjunnar að stofna til skóla í löndum þar sem hún rekur trúboð. (Skólinn hefur nú verð styrktur af ríkinu frá ár- inu 1972). Þannig eru einka- skólar í öðrum löndum. Meti yfir- völd menntamála tilraun einka- skóla gagnlega fyrir menntakerf- ið í heild er ekki nema eðlilegt að ríkið styðji starfsemi hans. En að sjálfsögðu þarf slíkt mat að byg- gjast á faglegum forsendum. Þannig fór ríkið að styrkja ísaks- skóla árið 1940. Sú vinna sem þar var lögð fram kom öllu skólakerf- inu til góða, enda varð skólinn æfingaskóli fyrir Kennaraskóla íslands. Skólinn sem varð tilefni þess- arar umræðu, ríkisrekni grunn- skólinn sem hlotið hefur heitið Tjarnarskólinn, er enginn einka- skóli samkvæmt áðurnefndum skilningi eða þeim skilningi sem lagður er í heitið private school, Privatschule, o.s.frv. í öðrum Iöndum. Hann er ríkisskóli með foreldrauppbót eða foreldraábót, réttar nefndur uppbótarskóli eða ábótarskóli eða eitthvað annað. Það er villandi að nota hugtakið einkaskóli um Tjarnarskólann. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér fyrirfinnast slíkir ríkisskólar með ábót ekki í öðr- um löndum og því er þessi hér séríslenskt fyrirbæri. Hverjar eru forsendur Tjarnarskólans? Þegar spurt er um tilgang og markmið skólans er trúlegt að skilningur sé mismunandi hjá þeim sem reka skólann, þeim sem nota hann og þeim sem gáfu leyfi fyrir rekstri hans. Ljóst er að skólinn hefur engan sérhæfðan kennslufræðilegan bakgrunn. Fyrir stofnun hans eftir Gerði G. Óskarsdóttur voru ekki gerðar neinar kennsluf- ræðilegar áætlanir með ýtar- legum rökstuðningi fyrir verð- andi sérstöðu. Því var ekki staðið fagmannlega að verki af yfirvöld- um menntamála þegar leyfið var veitt. Leyft var að nota almanna- Ekki verður annað séð en hér séu grímulaus öfl frjálshyggjunnar að baki. Allt á að verða „einka-“, þá verður miklu betra að lifa - fyrir suma,a.m.k. Þeirsem veittu leyfi til stofnunar skólans eru að inn- leiða lögmál markaðarins inn í skólakerfið á ári (36.800 nem- endur í grunnskólum í fyrra, hver greiðir 28.500 - 3.176 á mán.) eða 80.000,- kr. á mánuði á hvern bekk (25 manna). Það munar um minna! Það fé fengist ef allir kennarar breyttu öllum skólum í Við þolum illa að dreifa kröftum okkar í tvœr áttir í menntamálum. Stöndum vörð um sameiginlegan menntagrunn þjóðarinnar-um ríkisskólann - samskólann-sem uppeldisstofnun fyrir öll börn. fé í þágu forréttindahóps án þess nokkuð kæmi á móti. Það er sið- leysi að mínu mati. í öðrum löndum hefði skóli sem þessi þurft að standa undir sér alger- lega sjálfur. Forsvarsmenn skólans virðast aðeins ætla að framfylgja grunnskólalögum. f blöðum hefur mátt lesa að þær hafi viljað stofna skemmtilegan og skapandi skóla, auglýst var eftir kennurum sem vildu kenna „í lifandi og skemmtilegum skóla og taka þátt í að skapa jákvæðan vinnuanda..." Þær ætla að efla uppeldis- og fræðslustarf í landinu. Þar sýnist mér þær hafa sama markmið og allir aðrir skólastjórnendur. Hvaða skóla- stjóri vill ekki að skóli hans sé skemmtilegur og skapandi? Þær tala um námsefni sem „kalla má gamla drauga" og ætla að útbúa námsefni um heimilishald og stofnun heimilis. Hvaða skóli hefði ekki gjarnan viljað hafa slíkt námsefni undir höndum? Við sem hér erum vitum flest af hverju við-eigum ekki námsefni í þessum þáttum eða fjölda ann- arra þátta sem við vildum gjarnan hafa námsefni um. Svarið er áhugaleysi yfirvalda og peninga- leysi. Við sem fengist höfum við námsefnisgerð vitum líka að slíkt starf er ekki hrist fram úr erminni jafnhliða erilssamri kennslu. Talað er um tengsl við atvinnu- lífið í formi dvalar nemenda á vinnustöðum og verkefnavinnu í skólanum. Enginn segir mér að það sé nýlunda. Og það er talað um að tengja skólann nútímalífi í landinu í stað þess að sitja föst í fortíðinni. Hér er um stórmál að ræða. Ég get ímyndað mér að fjöldi manna hefði þurft að leggja fram stífa vinnu í langan tíma til þess að skipuleggja þá endur- skoðun sem hér er ýjað að. Tölvukennsla verður e.t.v. helsta sérkenni þessa skóla. Kennarasamtökin hafa margbent á mikilvægi slíkrar kennslu í grunnskólum, en það skortir kennara og aðstöðu og ekki er hægt að senda alla grunnskóla- nemendur í tölvu-einkaskóla. Mér sýnist að „nýjungar" Tjarnarskólans hafi allar verið reyndar í öðrum grunnskólum, en mjög oft hefur fjársvelti og að- stöðuleysi hindrað og hamlað því að ýmislegt sem kennarar og skólastjórar hafa gert tilraunir með, hafi fengið að njóta sín og þróast. Af framansögðu er ljóst að það er fjarri því, að hér sé um að ræða einkaskóla sem byggi á kennsluf- ræðilegri sérstöðu. Hér er greinilega allt annað en fagleg sjónarmið sem ráða ferð- inni og aðrar þarfir sem koma til. skólakerfið. Nú á að setja menntunina á markaðstorg og hagnaðarvonin er í farteskinu. Það á að fara að græða á lögboð- inni menntun barnanna í landinu. Ætlunin er að stofna til betri menntunar fyrir börn hinna efn- uðu. Afleiðingin getur orðið sú að einn daginn stöndum við uppi með tvö menntakerfi og þar með kerfisbundna mismunun; annars vegar sérstakt menntakerfi fyrir efnafólk, einhvers konur úr- valsmenntakerfi, og svo hins veg- ar menntakerfi allra hinna, lág- marksmenntakerfi, kannski rek- ið í niðurníddum ríkisskólum. Stéttaskiptingin verður enn gleggri en nokkru sinni fyrr og tvær ólíkar menningarheildir skiljast enn skýrar að. Ég er hrædd um að „úrvalsmenntakerf- ið“ nái seint út á landsbyggðina. Hér er verið að ganga í berhögg við það jafnrétti sem ríkt hefur í skólamálum á íslandi og brotin sú grundvallarregla sem mótar okk- ar grunnskólalög og segir að allir eigi að hafa jafnan aðgang að menntun án tilíits til efnahags eða búsetu. Hver var þá þörfin? Það er talað um þörfina fyrir FRELSI, en frelsi til hvers? Svar- ið er gjarnan frelsi til að velja og skapa fjölbreytni. En er það frelsi að taka okkar sameigínlega fjár- magn til að hlúa að ákveðnum sérréttindahópi sem er í reynd best settur af öllum, fjárhagslega. Og það er gert án þess að spyrja einn eða neinn sem lýðræðislegt hefði verið að spyrja. Með því að senda börn sín í einkaskóla teljar margir foreldr- ar sig vera að gera eitthvað fyrir börnin sín, aðrir kaupa hreinlega allt sem hægt er að kaupa og sumir telja börnum sínum trúlega betur borgið í framtíðinni hafi þau gengið í einkaskóla með börnum annarra stöndugra for- eldra. Þegar talað er um uppbótar- greiðslur frá foreldrum til skóla, er nefnt orðið VIÐHORF. Það að borga uppbót í ríkisrekna skólann sem barnið manns gengur í er sagt vera spurning um viðhorf og líkt við sígarettukaup, bensín á bílinn eða sólarlanda- ferðir. Það er vanþekking og jaðrar við fyrirlitningu á stöðu launafólks í landinu að segja að það sé aðeins spurning um við- horf að greiða Vs af launum í skólann með einu barni. Sumir eiga tvö og þrjú börn í grunnskóla á sama tíma. Ef allir greiddu sambærilega upphæð og hér er verið að tala um, bættust um þús- und milljónir kr (milljarður) við uppbótarskóla! Foreldrar geta og hafa alltaf getað styrkt skóla utan sinna skattframlaga og það hafa foreldrafélög úti um allt land gert. I umræðu um einkaskóla er oft talað um samkeppni og aðhald fyrir ríkisskólann. Það er augljóst að hvað varðar Tjarnarskólann og hina ríkisskólana er ólíku sam- an að jafna, en ef aðrir grunn- skólar hefðu þessar þúsund milljónir sem nefndar voru áðan, væri um samkeppnisgrundvöll að ræða. Þegar talað er um aðhald, reikna ég með að átt sé við fjár- hagslegt. Það er eins og að ríkis- skólarnir bruðli með fé en í Tjarnarskóla verði haldið á fjármálunum af skynsemi. í um- ræðunni er rekstri skóla jafnvel líkt við rekstur vegagerðar. Fólki er jafnað við sement og tjöru. Það er meira að segja sagt að uppbótarfyrirkomulagið leysi fjárhagsvanda ríkisins að hluta, ætli þetta eigi ekki líka að verða „lausrí* á kjaramálum kennara. Hámarkslaun við Tjörnina, lág- markslaun uppi í Breiðholti. Samkvæmt frjálshyggjunni á að skera niður á öllum sviðum sem lúta að félagslegum eða sam- eiginlegum útlátum þjóðar. Draga á úr samneyslu og lækka skatta. Það heitir á því fræðimáli „að spara“. Á s.l. ári var „spar- að“ í skólakerfinu. Það var skorið af kennslukostnaði úti á landi frá 1% upp í 3,2% í skólaumdæmum en 0% í Reykjavík. Tjarnar- skólinn í Reykjavík er aftur á móti alger viðbót við skólakostn- að í Reykjavík. Veitt var leyfi fyrir fimm nýjum stöðum. Nem- endur skólans koma úr nær öllum hverfum borgarinnar og einnig frá nágrannabyggðum. Hvergi sparast á móti. Fimm stöður er kannski ekki stór hluti en það hefði mátt gera ýmislegt fyrir þessa peninga. T.d. hefði mátt stofna til Vi starfs skólaráðgjafa eða náms- og starfsráðgjafa í 10 skólum; eða fækka niður í 25 nemendur úr 30 í 25 bekkjardeildum. Nemendur 25 bekkjardeilda hefðu notið góðs af eða 625 nemendur sem hefðu væntanlega notið meiri at- hygli kennara síns en ella. Svona mætti lengi telja. Það var allt í einu til ónotað skólarými í Reykjavík og þetta aukarými átti að einsetja. Hingað til hefur það verið svo að ef fækk- að hefur í skólum svo mjög að einsetning væri í sjónmáli, hefur fremur verið talað um að leggja skólana niður. Það hefur þótt bruðl að einsetja. Yngstu börnin í Þingholtunum gátu ekki fengið pláss í Miðbæjarskólanum þegar leitað var eftir því og mér er sagt að húsnæðismál Leiklistarskóla íslands hafi ekki enn verið leyst. Hér er verið að gera út á ríki og borg, pilsfaldakapitalisminn enn einu sinni. Þetta svonefnda einkafyrirtæki tekur enga fjár- hagslega áhættu. Það bætist að- eins við kostnað ríkisins. Við skattborgarar um allt land greið- um líklega 80-90% af rekstrar- kostnaði skóla forréttindahóps í Reykjavík. Kennarar standi vörð Það hefur yfir höfuð verið stað- ið vel að jslenska grunnskólanum og við íslendingar höfum lagt stolt okkar í að byggja hann upp. Kennurunum er annt um skóla- starfið og þeir leggja sig fram um að sinna sínum nemendum. En því er ekki að neita að skólastarf- ið hefur liðið fyrir aðstöðuleysi og fjármagnsskort og nú um stundir mest fyrir bág kjör kenn- ara. Ég held að kennurum sé annt um þann anda íslenskrar skóla- stefnu sem birtist í grunnskóla- lögunum og leggur áherslu á jafn- an rétt allra, um allt land, til náms. Engum er betur ljóst en einmitt kennurum hve aðstöðu- munur einstaklinganna í skólun- um er mikill, hvað varðar vega- nesti að heirnan, þótt skólarnir fari ekki á skipulegan hátt að auka enn við þann mun. Kennararnir sjá hve misjafnan aðbúnað nemendurnir hafa heima fyrir, þeirra vita vel um vinnuálag foreldranna, aðstæður einstæðra mæðra, hvernig vídeó- tækin eru notuð sem barnfóstrur, hversu væntingar foreldra til barna eru mismunandi, hvernig aðstæður lítilla skóla úti um landið geta verið erfiðar, o.s.frv. Því held ég að kennarar sem heild vilji standa vörð um og taka ábyrgð á þeirri lýðræðishefð sem hér hefur ríkt í menntamálum og vilji halda áfram að beita sér fyrir því að hlúð sé að ríkisskólanum. Það er hluti af þeirra faglega starfi. Ég held líka að kennarar sem annars aðhyllast frjálshyggj- una, séu mér sammála um að hún hentar ekki íslensku menntakerfi. Við erum fámenn þjóð, en við höfum skapað okkur þokkalegar aðstæður iil sæmilegs mannlffs í næstu framtíð ef við berum gæfu til þess að nýta okkur landið okk- ar og gæði fámennisins. En allar breytingar bæði til framfara og afturfarar verða til vegna ákvarð- ana einhverra. Það eru pólitískar ákvarðanir og ráðstafanir í kjar- amálum, skattamálum, viðskipt- amálum, o.s.fn’. sem valda mis- skiptingu á milli manna. Látum ekki menntamálin bætast þar við. Frjálshyggjan hefur nú skilið eftir sig fótspor í menntakerfinu, fleiri slík spor myndu valda óhamingju að mínu mati. Það er ekki mann- besta samfélagið, þar sem hægt er að kaupa allt fyrir peninga. Það er blekking. Við þolum illa að dreifa kröftum okkar í tvær áttir í menntamálum. Stöndum vörð um sameiginlegan menntagrunn þjóðarinnar, um ríkisskólann - samskólann - sem uppeldisstofn- un fyrir öll börn. Innan hans get- um við svo tekist á um álitamálin. Gerður G. Óskarsdóttir æfingastjóri i uppeldis- og kennslufræðum, Háskóla íslands Þriðjudagur 24. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.