Þjóðviljinn - 24.09.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Síða 15
HEIMURINN Frakkland Fabíus viðurkennir allt Ætlarþó greinilega að komast hjáþvíað nefnaþann seka París, London - Laurent Fabius forsætisráðherra Frakklands gaf í fyrrakvöld út yfirlýsingu þess efnis að franskir leyni- þjónustumenn hefðu komið fyrir sprengju í Rainbow Warri- or, skipi Grænfriðunga, og sökkt því í höfninni í Auckland 10. júlí sl. í gærmorgun sendi Fabius Da- vid Lange forsætisráðherra Nýja- Sjálands skeyti þar sem hann kvaðst „harmi sleginn" yfir því að þessi atburður hefði haft slæm áhrif á sambúð ríkjanna. Hins vegar var ekkert sagt um það í skeytinu hvort frönsk stjórnvöld hygðust sækja tilræðismennina til saka. Ekki baðst Fabius heldur afsökunar. Það var haft eftir Fabiusi í París í gær að hann myndi ekki sækja leyniþjónustumennina til saka fyrir að fara að fyrirmælum yfir- boðara sinna. Þetta þykir stinga nokkuð í stúf við þau ummæli Fa- REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Rainbow Warrior þá bendir það til þess að hvorki forsetinn né ríkisstjórnin hafi fulla stjórn á hernum og leyniþjónustunni", sagði Financial Times í London. Á Ítalíu eru blöðin hins vegar samdóma í því að hrósa Fabiusi fyrir það hugrekki að taka sköru- lega á málinu eftir að í óefni var komið. Svíþjóð Fríðarsamtök motmæla herskipaferdum Stokkhólmi - 25 friðarhópar í Suður-Svíþjóð hafa sent sænskum stjórnvöldum beiðni um að þau banni bandaríska orrustuskipinu lowa að sigla í sænskri lögsögu vegna þess að bandarísk yfir- völd neiti að upplýsa hvort kjarnorkuvopn séu um borð eða ekki. Iowa er eitt af stærstu herskipum í heimi og búið tveimur tegundum eldflauga, Harpoon og Tomahawk. Áætlað er að skipið sigli inn í Eyrarsund í þessari viku á leið til Kaupmannahafnar en þaðan er ferðinni heitið inn á Eystrasalt þar sem Iowa tekur þátt í sameigin- legum flotaæfingum Nató. Sænsku friðarsamtökin hvetja stjórnvöld til að taka upp sömu stefnu og nýsjálendingar, þe. að banna skipum sem búin eru kjarnorkuvopn- um siglingar um landhelgi sína. Mexíkó biusar í síðasta mánuði að ef það sannaðist að einhver franskur þegn hefði verið viðriðinn til- ræðið yrði hann sóttur til saka. f stað þess að leggja málið í hendur dómstóla kvaðst Fabius vera hlynntur því að þingnefnd Fabius forsætlsráðherra - allt fór eins og spáð var: frakkar urðu að játa glæpinn en reyna þó að sprikla eins og þeir geta. fengi málið til rannsóknar. And- stæðingar stjórnarinnar segja að með þessu sé stjórnin að koma sér hjá því að svara þeirri spurn- ingu hver hafi gefið fyrirmælin um að sökkva skipinu. Þingnefn- dir hafa takmarkaðan aðgang að skjölum nema þær starfi bak lukt- um dyrum auk þess sem þingið getur ákveðið að halda niður- stöðum þeirra leyndum. Ekki er viðbragða franskra blaða getið í fréttaskrifum en dagblöð á Englandi og í Dan- mörku voru sammála um að Mitterrand forseta hefði sett ofan við þetta mál. „Jafnvel þótt menn taki því að forsetinn hafi ekki vit- að af skipuninni um að sökkva Ibúamir sem í leiðslu Enn erlOþúsund manns leitað í rústunum íMexíkóborg Mexíkóborg - Enn er leitað þús- unda manna í rústum húsa í Mexíkóborg. Að sögn starfs- manna Rauða krossins hafa 2.800 lík þegar fundist, 400 manns hefur verið bjargað á lífi, 17.000 eru á sjúkrahúsum og enn er ailt að 10 þúsund manns saknað í Mexíkóborg og annars staðar í landinu. Um helgina urðu tveir jarð- skjálftar til viðbótar þeim stóra sem varð á fimmtudaginn og féllu mörg hús í þeim. 11 skipa er enn saknað á Kyrrahafi. Símasam- band við landið er enn ekki kom- ið á. Hjálparsveitir eru að störfum í rústunum og vinna ma. að björg- un úr rústum fjölbýlishúss þar sem 100 lík hafa fundist og óttast er að 1.200 til viðbótar séu grafnir. Ótti við farsóttir hefur gripið um sig meðal borgarbúa og reyna yfirvöld að sporna við hon- um með yfirlýsingum um að eng- in hætta stafi af þeim sem grafnir eru undir húsarústum. Líkum þeirra sem fundist hafa hefur verið ekið á helsta horna- boltavöll borgarinnar og þangað fara ættingjar þeirra sem saknað er til að athuga hvort ástvinir þeirra séu þar. Áður en þeir fá aðgang að leikvangnum fá þeir sprautu sem ver þá gegn farsótt- um. í kirkjugarði í borginni hafa verið grafnar fjöldagrafir þar sem ætlunin er að grafa þau lík sem ekki tekst að bera kennsl á. Lífið í miðborginni þar sem áhrif skjálftanna urðu mest er smátt og smátt að taka á sig eðli- legan blæ og í gær voru nokkrar Vestur-Pýskaland verslanir opnaðar að nýju. Borg- arbúar eiga þó langt í land með að jafna sig á ósköpunum og að sögn útvarpsmanns í borginni er eins og borgarbúar séu í leiðslu. Gjaldeyrismál Dollarinn snöggféll London - Bandaríkjadalur féll mjög í verði í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum eftir að fundur fjármálaráðherra og seðlabankastjóra Bretlands, Bandaríkjanna, Vestur- Þýskalands, Frakklands og Japans hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann væri skráður of hátt. Blaðakóngur fellur frá Hinn erkihœgrisinnaði Axel Springer, útgefandi Bild Zeitung, er látinn og skilur eftirsig voldugasta fjölmiðlaveldi Vestur-Evrópu Axel Springer var einkavinur hins hægrisinnaða Strauss í Bæjaralandi og deildu þeir ekki síst skoðunum á sambandi þýsku ríkjanna. Springer vildi taka Austur-Þýskaland með vopnavaldi. Bonn - I fyrrakvöld lést Axel Springer, voldugasti blaðaút- gefandi Vestur-Þýskalands. Hann varð 73 ára og lést úr hjartaslagi. Afskipti hans af út- gáfumálum hófust árið 1946 þegar hann stofnsetti blaðið Hör zu sem bírti útvarpsdag- skrár en þegar hann lést réð hann yfir mesta fjölmiðlaveldi Vestur-Evrópu. Springer fæddist í Altona, út- borg Hamborgar, árið 1912. Fað- ir hans var blaðaútgefandi og vann Axel við blöð föður síns þar til nasistar bönnuðu þau eftir að Hitler komst til valda. Hann losn- aði undan herþjónustu af heilsu- farsástæðum og vann í prentiðn- aði meðan styrjöldin stóð yfir. Að henni lokinni stofnaði hann áðurnefnt blað, Hörzu, sem náði miklum vinsældum og hefur verið mest selda vikublað í Þýskalandi í tæp 40 ár. Sex árum síðar stofnaði hann Bild, dagblað sem byggðist á has- arfréttum og slúðursögum, en Springer hugsaði það sem mót- leik gegn áhrifum sjónvarps. Þessi formúla gekk upp á mark- aðnum því Bild er nú stærsta dag- blað Þýskalands og kemur út í 6,5 miljónum eintaka daglega. Springer gefur einnig út íhalds- samt morgunblað, Die Welt, rek- ur stærsta bókaforlag landsins og er farinn að teygja anga sína út í geiminn, þe. með stofnun gervi- hnattasjónvarps. Axel Springer hélt mjög fast utan um þá fjölmiðla sem hann gaf út og gætti þess að þeir fylgdu fjórum meginreglum í pólitískri umfjöllun sinni: 1. Þeir áttu að styðja við bakið á ísraelsríki með ráðum og dáð, 2. þeir áttu að vinna að sameiningu þýsku ríkj- anna, 3. þeir áttu að halda uppi vörnum fyrir fullu markaðsfrelsi og 4. þeir áttu að berjast gegn alræði. Herská hægristefna Útkoman varð sú að saman- lagður útgáfumáttur Springers beindi sér mjög harkalega gegn Austur-Þýskalandi og þeim stjórnmálamönnum vesturþýsk- um sem reyndu að stuðla að friðsamlegri sambúð þýsku rfkj- anna. Blöð Springers hafa einnig stutt dyggilega við bakið á núver- andi stjórn íhaldsmannsins Hel- muts Kohl og er talið að fallandi gengi flaggskipsins, Die Welt, sé einmitt þeim skilyrðislausa stuðningi að kenna. Það hefur löngum verið ein- kenni á blöðum Springers að þar eru engin meðöl spöruð til að ná sér niðri á pólitískum andstæð- ingum. Slíkur málflutningur ásamt með yfirburðastöðu Springer-blaðanna á þýskum fjölmiðlamarkaði kallaði að sjálf- sögðu á harkaleg viðbrögð vinstrimanna. Á tímum stúdenta- uppreisnanna í kringum 1968 voru farnar mótmælagöngur gegn Springer og amk. einu sinni varð lögregla að umkringja höf- uðstöðvarnar í Berlín með gaddavír til að verja þær árásum. Afhjúpanir Wallraffs Sennilega tókst þó engum vinstrimanni að koma eins til- finnanlegu höggi á veldi Spring- ers og rannsóknarblaðamannin- um Gúnther Wallraff. í lok síð- asta áratugar gaf Wallraff út tvær bækur sem lýstu reynslu hans sem blaðamanns á Bild og áhrifum þeirrar ritstjórnarstefnu sem blaðið fylgir á einstaklinga sem urðu fyrir barðinu á því. Wallraff leiddi í ljós að blaðið hafði beinlínis ofsótt fólk, jafnt pól- itíkusa sem óbreytt alþýðufólk, iðulega með þeim árangri að fólkið brotnaði saman og framdi í mörgum tilvikum sjálfsmorð. Oftar en ekki byggðust þessar of- sóknir á hreinum tilbúningi og lygum eða stórum ýkjum og rang- færslum. Wallraff hafði ráðist til starfa undir fölsku nafni og Springer saksótti hann fyrir það. í ársbyrj- un 1981 var Wallraff sýknaður og rökstuddi dómarinn sýknuna með því að Wallraff hefði bent á „frávik frá reglum blaða- mennskunnar sem varðar hagsmuni almennings að séu rædd opinberlega“. Stuttu fyrir lát sitt hafði Sprin- ger selt helming hlutafjárins í samsteypu sinni og hélt aðeins eftir 26%. Nú leiða menn getum að því hvort fráfall blaðakóngsins muni hafa einhver áhrif á faglega og pólitíska stefnu þessa risa í vesturevrópskri fjölmiðlun. Gengi bandaríkjadals var uþb. 2,70 vesturþýsk mörk við lokun evrópskra gjaldeyrismarkaða í gær en var rúmlega 15 pfenning- um hærra á föstudagskvöldið. Hefur gengi dollarsins ekki verið jafnlágt og nú í 15 mánuði. Hæst komst dollarinn í 3,50 mörk í fe- brúarmánuði sl. Gjaldeyrissalar bjuggust við því að áhrif fundar- ins um helgina yrðu þau að doll- arinn félli niður í 2,40-2,50 þýsk mörk. Ekki urðu menn varir við að stjórnvöld beittu íhlutun til þess að fella gengi bandaríkjadalsins. „Þeim hefur tekist að tala hann niður", sagði einn gjaldeyrissal- inn. Hins vegar má búast við slíkri íhlutun á næstunni ef full- trúar ríkjanna fimm fylgja álykt- un sinni eftir. Þeir urðu sammála um að aðgerða væri þörf til að koma dollaranum niður á rétt stig því of há skráning hans kallaði á verndaraðgerðir einstakra rikja, kannski ekki síst í Bandaríkjun- um þar sem fylgismönnum vernd- artolla hefur vaxið fiskur um hrygg upp á síðkastið. ... 80 þúsund áhorfendur mættu og 350 mlljónir króna söfnu&ust á tónleikum sem haldnir voru í borg- Inni lllinois til styrktar bandarisk- um bændum sem hafa átt við ýmsa erflðleika að stríða að undanförnu vegna þess hve verð á landi og afurðum er lágt og erfitt með út- flutning vegna hins sterka dollars. Meðal stjarna sem fram komu voru Willie Nelson, sem áttl frum- kvæðið að Farm-Ald, Bob Dylan, John Denver, Johnny Cash, Beach Boys, Bllly Joel og Arlo Guthrie ... ... í Danmörku var líka rokkað til styrktar bágstöddum en þar fór fram um helglna níu tíma rokk- konsert sem 28 þúsund manns sóttu. Alls söfnuðust þar tæpar 30 mlljónir króna til hjálpar hungr- uðum í Eþíópíu og Súdan. Á tón- lelkunum sem haldnir voru í Kaup- mannahöfn komu fram 25 vinsæi- ustu hljómsveltir Danmerkur... r ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.