Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 1
GLÆTAN HEIMURINN UM HELGINA Uppgjör Olís og Shell í eina sæng? Landsbankinn þrýstir á Olís. Skuldar um hálfan miljarð í bankanum. Heildarskuldir olíufélaganna íríkisbönkunum rúmur 1.5 miljarður. Þórður Asgeirsson Olís: Þessi mál alltaf íumrœðu. Björn Hallgrímsson Shell: Heyri alls kyns sögur Skuldastaða olíufyrirtækjanna hjá viðskiptabönkunum hefur verið mjög slæm á undanförnum mánuðum. Einkum stendur Olíu- verslun íslands, Olís, illa að vígi en lausaskuldir félagsins hjá Landsbankanum nema hátt í hálfan miljarð. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum Þjóðvilj- ans hafa stjórnendur Landsbank- ans gefið forráðamönnum Olís í skyn að verði ekki gert átak í því að bæta fjárhagsstöðuna verði stóllinn settur fyrir dyrnar, og fé- lagið hugsanlega gert upp. Vegna þrýstings frá bankanum hafa for- ráðamenn fyrirtækisins horft til þeirra ráða að taka upp nánara samstarf við Olíufélagið Skeljung og segja heimildir Þjóðviljans að þegar sé farið að ræða hugsan- lega sameiningu Olís og Shell. Forráðamenn Olís viðurkenna í samtali við Þjóðviljann að lausafjárstaða félagsins sé mjög slæm en segja að enn sem komið er, séu engin áform uppi um sam- einingu olíufélaganna. íslendingar Enginn með alnæmi „Það er að mörgu leyti eðlilegt að fólk, sem er í einhverjum af þessum áhættuhópum sem talað hefur verið um og finnur til eitlastækkana cða slens hafí sam- band við sinn hcimilislækni og spjalli við hann“, sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í samtali við Þjóðviljann um al- næmi og hvort merkjanleg væri aukning á að fólk leitaði til læknis vegna gruns um alnæmi, ekki sist vegna skrifa ýmissa fjölmiðla um málið og lýsinga á byrjunar- einkennum. „Ég hef bara ekki yfirsýn yfir það hvort aukning hefur orðið á því upp á síðkastið. Það eru svo margir aðilar sem fólk leitar til. En hins vegar skipta sýnin hundr- uðum sem við höfum sent út til rannsóknar. Það er rétt að alnæmisveiran hefur fundist í blóði nokkurra ís- lendinga, en það hefur ekki verið alveg nógu vel skýrt fyrir fólki hvað það í raun merkir. Hið rétta er að í fáeinum einstaklingum hefur mótefni greinst, enn færri hafa svokölluð forstigseinkenni, en enginn íslendingur er með al- næmi. Það er mikilvægt að þetta komi fram. Það er mikill munur á þessum stigum. Það er verið að bæta úr aðstöðu okkar til rannsókna, en í dag fara mótefnamælingar fram á Norður- löndum og einkum í Svíþjóð. Hérna hafa rannsóknir aðallega farið fram á rannsóknarstofu Há- skólans í veirufræði“. - pv. „Við eigum töluverða sam- vinnu við Skeljung og við höfum lengi rætt um að það sé hægt að auka þá samvinnu á ýmsum svið- um. Þessi mál eru alltaf í umræðu en það að sameina þessi félög er ekki farið að ræða ennþá að minnsta kosti", sagði Þórður As- geirsson forstjóri Olís í samtali við Þjóðviljann. Björn Hallgrímsson stjórnar- Sex hundruð milljónum ís- lenskra króna hefur þegar verið varið til undirbúnings og rannsókna vegna Fljótsdalsvirkj- unar frá upphafí, en eins og ork- usérfræðingar Landsvirkjunar hafa sagt er ekki þörf fyrir þessa virkjun fyrr en eftir næstu alda- mót. Að sögn Halldórs Jónatans- sonar forstjóra Landsvirkjunar er þessi upphæð reiknuð sam- kvæmt verðlagi í lok þessa árs. formaður Skeljungs sagðist í samtali við Þjóðviljann í gæ'r ekki hafa orðið var við að þrýstingur væri á félagið að taka við Olís. „Þetta var til umræðu fyrir nokk- uð mörgum árum, um frekari samvinnu, en það hefur legið í láginni og það hefur ekki verið alvarlega talað um þessa hluti. Ég hef hins vegar heyrt alls kyns sögur sem ég kannast ekkert við og veit ekki um.“ Landsvirkjun yfirtók á sínum tíma undirbúning Fljótsdalsvirkj- unar með samningi við ríkið og var mestur hluti kostnaðarins til kominn fyrir þann tíma. Á þessu ári verður 78 milljónum varið til rannsókna og undirbúnings nýrra virkjunarframkvæmda; Fljóts- dalsvirkjunar, stækkunar Búr- fellsvirkjunar, Sultartanga og Vatnsfellsvirkjunar. Halldór sagði í samtali við blaðið, að ef ekki kæmi til ný stóriðja á íslandi Heimildir Þjóðviljans herma að Landsbankinn og Útvegs- bankinn, sem er með Shell í við- skiptum, vilji mjög gjarnan losna undan þeim viðskiptum sem séu 'bönkunum mjög erfið. Skuldir olíufélaganna þriggja í Lands- banka og Útvegsbanka nema í dag um 1.5 miljarði króna og bankarnir eru alls ekki nógu fjár- sterkir til að standa í ábyrgðum fyrir félögin, einkum þegar olíu- væri ekki þörf á að taka Blöndu- virkjun í notkun fyrr en árið 1991 og yrði orkueftirspurn þá fullnægt til aldamóta. Nú hefur Landsvirkjun aftur á móti fjóra virkjunarkosti nær tilbúna til út- boðs í lok þessa árs. Landsvirkjun mun í næsta mánuði undirrita samning um töku erlends láns að upphæð 2500 milljónir króna. Lánið er að sögn Halidórs tekið á opinberum markaði í London og greiðist í skuldir togaraflotans hrannast upp. I þeim efnum stendur Olís verst að vígi, en stærsti skuldari félagsins er ísbjörninn sem skuldar félaginu olíu fyrir á þriðja hundrað miljónir króna. Olís hef- ur hins vegar ekki gengið hart á skuldunautinn því eigendur ís- bjarnarins eru einu stærstu hlut- hafar Olís og eiga þar tvo stjórnarmenn af fimm. - Ig. dollurum. Landsvirkjun ber að greiða lánið upp á 15 árum. Láni þessu er annars vegar ætlað að fjármagna virkjanaframkvæmdir á þessu ári og hins vegar að greiða upp önnur eldri og óhagstæðari lán. 680 milljónir fara í Blöndu- virkjun og 176 milljónir fara í að ganga frá 4. áfanga Kvíslaveitu, sem á að ljúka í árslok. 1600 milljónum verður varið til að greiða upp eldri lán. -gg- Stórmeistarinn Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson og alþjóðlegu meistaratigna. - Á bls. 3 segir frá öðrum meistuium, Karpov og Kasparov, en meistararnir Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason voru heiðraðir í gær af tilefni skákskýrandi Þjóðviljans telur að Kasparov eigi ívið skárri stöðu í flóknu tafli. - Virkjanaævintýri 600 miljónir í rannsóknir Erlend lánfrá upphafi rannsóknanna í Fljótsdal komin uppíóOO miljónir. Ekkiþörfá Fljótsdalsvirkjunfyrren eftir aldamót. Landsvirkjun heldursínu striki. Fjórar virkjanir tilbúnar til útboðs. Tekur erlent lán að upphœð 2500 miljónir króna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.