Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 6
MINNING
Blaðberar óskast
íLeitin, Nýjamiðbæinn, Selvogsgrunn, Sporðagrunn,
Háteigsveg, Laufásveg, Smáragötu, Sóleyjargötu,
Haga og Fossvog.
Kópvog: Hvamma, Kópavogsbraut, Þingholtsbraut,
vesturhluta.
DJÓÐVIUINN
FERÐÁVASABÓk
FJÖLVÍS 1985
Við höfum meira en 30 ara reynslu i
utgafu vasabóka, og sú reynsla kemur
viðskiptavinum okkar að sjalfsögðu til
góða. Og okkur hefur tekist einkar vel
með nýju Ferðavasabokina okkar og
erum stoltir af henni. Þar er að finna
ótrúlega fjölbreyttar upplysingar, sem
koma ferðafólki að ometanlegu gagni
jafnt heima sem erlendis.
Meðal efnis t.d.: 40 islandskort - Kort
af öllum hringveginum - Heimshluta-
kort - Sendiráð og ræðismannaskrif-
stofur um allan heim - Ferðadagbók -
Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald-
eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu-
vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón-
usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska
hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt
er upp að telja.
ÓMISSANDI í
FERÐALAGIÐ!
FÓLKÁFERÐ!
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
UUMFERÐAR
RÁÐ
J
Lestu
aðeins
s(jórnari)l<>din?
DJÚÐVIIJINN
Höfuðmálgagn
stjómarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)81333
Steinþór Carl Olafsson
frá Skagaströnd
Fœddur: 18.11. 1923 - Dáinn: 18.09. 1985
Horfinn er af sviöi jarðlífsins
gamall og góður félagi frá æsku-
árum, traustur vinur sem ætíð
mundi eftir fornum kynnum. Sí-
fellt glaður og reifur. Slíkra er
gott að minnast að leiðarlokum.
Steinþór Carl var fæddur á
Skagaströnd. Voru foreldrar
hans hjónin Olafur Lárusson og
Björg Carlsdóttir Berndsen.
Samtímis Steinþóri fæddist
sonur, sem gefið var nafnið Theó-
dór Lárus. Auk þeirra bræðra
fæddust þeim hjónum dóttirin
Sigríður og sonurinn Ólafur
Arni, en hann lést af slysförum
vorið 1939, aðeins sex ára að
aldri. Var mikiil harmur kveðinn
við hið sviplega fráfall hans. For-
eldrunum var hann einkar kær,
svo og afa og ömmu sinni, Carli
Berndsen og Steinunni konu
hans. Ég minnist þessara systkina
allra. Þegar ég var á Skagaströnd
lék ég mér með tvíburunum,
Steinþóri og Theódóri. Þeir voru
yndislegir félagar. Theódór er
látinn fyrir mörgum árum. Hann
var þjónn og mjög þekktur á
þeim vettvangi. Eg var í barna-
skóla með bræðrunum, fyrst á
Skagaströnd (Hólanesi) og síðar
á Ytri-Ey. Kennari okkar var
hinn ljúfi og leiðandi maður, Sig-
urjón Jóhanncsson. Vart minnist
ég að hafa haft betri kennara um
mína daga, og hef ég þó kynnst
þeim býsna mörgum.
Skömmu áður en Steinþór féll
frá (varð bráðkvaddur heima hjá
sér), átti hann tal við mig í síma
og spurði mig að því hvort ég
mundir geta útvegað sér ljóða-
bók föður míns, Andstæður,
hann hafði glatað eintaki því er
honum hafði áskotnast frá afa
sínum, Carli Berndsen. Eintakið
var áritað af föður mínum. Þótti
vini mínum að vonum slæmt að
missa bókina. Ekki gat ég bætt úr
þessu, sem varla er von, því að
ljóðabækur föður míns, tvær að
tölu, mega nú heita ófáanlegar
hjá fornbóksölum.
Daginn eftir lagði ég leið mína,
ásamt konu minni, til Steinþórs
og konu hans, Guðrúnar Hall-
dórsdóttur, að Hábergi 14 hér í
borg. Viðtökur voru alúðlegar
mjög. Hér hittust tveir gamlir fé-
lagar. Var gaman að ræða við þau
hjón. Steinþór hafði orðið fyrir
alvarlegu umferðarslysi í fyrra-
sumar, og hafði ekki enn náð sér
eftir það. Ekki bauð mér þó í
grun, að tíu dögum síðar frétti ég
lát hans í útvarpinu. Hann hafði
tvívegis kennt alvarlegrar hjarta-
bilunar á síðustu árum, tjáði mér
kona hans er ég ræddi við hana
eftir að ég hafði heyrt láts manns
hennar getið.
Fjölskyldurnar á Skagaströnd
og á Vindhæli á Skagaströnd og ér-
Laxárdal voru mikið vinafólk.
Faðir minn og Ólafur Lárusson,
svo og Carl Berndsen, voru alúð-
arvinir. Þá Björgog Steinunn. Er
nú gott að minnast þessa ágætis-
fólks, er ævideginum er tekið að
halla.
Störf Steinþórs Carls voru
lengstaf á vegum Pósts og síma.
Ferðaðist hann um allt land á
vegum þessarar stofnunar, og
mun hafa komið svo að segja á
hvern bæ á landinu í sambandi
við þetta starf sitt. Það sagði hann
mér, er fundum okkar bar síðast
saman. Hann var traustur starfs-
maður, og sárt þótti honum ,gð
geta ekki lengur sinnt störfum á
vegum Pósts og síma. En hann
vonaði hið besta. Lundin var létt
til hinstu stundar.
Steinþór kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Guðrúnu Halldórs-
dóttur frá Blönduósi, hinn 20.
desember 1952. Eignuðust þau
fimm börn. Eru þrjú þeirra gift
og hafa stofnað eigin heimili.
Dóttir er heima og stundar há-
skólanám (í kennaraskóla ís-
lands) og sonur einnig heima. Er
hann ennþá í grunnskóla. Öll
geyma þau minningu Steinþórs í
þakklátum huga.
Far þú í friði, vinur, friður guðs
þig blessi ævinlega. Með inni-
legum samúðarkvéðjum til að-
standenda hans.
Auðunn Bragi Sveinsson frá Refs-
stöðum.
Vesturbœr
Nýr
tónskóli
Þaö er kominn nýr skóli í
Vesturbæinn í Reykjavík.
Hann er til húsa á Vestur-
götu 17 og er þessa dagana
að hefja sitt annað starfsár.
Alma Elísabet Hansen skóla-
stjóri skólans sagði í stuttu samtali
við Þjóðviljann að á síðasta ári
hefði verið gerð könnun meðal
vesturbæinga og í þeirri könnun
hefði komið fram mikill áhugi
fyrir þessari starfsemi. „Það voru
u.þ.b. 300 manns í Vesturbænum
sem lýstu yfir áhuga sínum
gagnvart þessum skóla þannig að
það virðist vera mikil eftirspurn
eftir þessari starfsemi. Þegar við
ætluðum síðan að auglýsa
skólann á síðasta hausti var
skollið á fjölmiðlaverkfall og
kynningin fórst fyrir. Það tókst
þó að halda úti forskólakennslu
og gekk það ágætlega.
Nú í vetur verður hins vegar
kennt á píanó, fiðlu, selló, þver-
flautu, klarinettu, blokkflautu,
orgel og gítar samkvæmt náms-
skrá sem menntamálaráðuneytið
lét semja fyrir tónlistarskóla
Iandsins, en einnig verður
forskólakennsla fyrir yngstu
nemendurna, 7-9 ára.
Meðal kennara verða Ásgeir
Beinteinsson sem mun kenna á
píanó, Jens Andersen sem kennir
á gítar og Ragnheiður Skjold
Rasmussen, sem kennir á píanó.
Nú, svo verður þó nokkuð af
stundakennurum og það er ekki
alveg afráðið með þá, við erum
að ganga frá þeim málum.
Kennslan verður til húsa á
Vesturgötu 17 og hljóðfæra-
kennslan kostar 10.000 krónur
fyrir árið. Forskólakennslan
kostar hinsvegar 5000 krónur
fyrirárið, sagði Alma að lokum.
-IH
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verðtilboö
SIMI 46711
Símavarsla
Þjóðviljann vantar starfsmann til símavörslu. Einhver
vélritunarkunnátta nauðsynleg. Vinnutími frá kl. 1-7.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 81333.
MÚÐVIUINN
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
póstafgreiðslumenn
til starfa við póstmiðstöðina, Ármúla 25. Nánari upp-
lýsingar verða veittar á skrifstofu póstmiðstöðvarinnar
að Ármúla 25.
Söngfólk
Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur óskar eftir fólki í
allar raddir. Upplýsingar gefa söngstjóri í síma 30807
(Guðjón) og formaður í síma 71684 (Guðmundur).