Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 3
í net veiddust í sumar um 13.100 laxar eða um 20% heildaraflans. Þetta er 20% betri netaveiði en í fyrrasumar. í Borg- arfirði var netavtjiðin í sumar 65% betri en í fyrra en netaveiðin brást nær algerlega í Hvítá og Ölfusá. Að sögn Einars Hannessonar hjá Veiðimálastofnun var heildarlaxveiðin í sumar um 5% meiri en veiðin var að meðaltali á síðasta áratug. Aðeins tvisvar áður hafa fleiri laxar komið á land hérlendis, sumarið 1978 um 80 þús. laxar og 1975 um 74 þús- und laxar. Aflahæsta laxveiðiáin í sumar var Laxá í Aðaldal með um 2000 laxa. 1550 laxar fengust í Þverá í Borgarfirði. 1482 í Laxá í Ásum, 1460 í Laxá í Dölum og um 1300 í Langá á Mýrum. Þá fengust um 1200 laxar í Grímsá og Tungná, Hofsá og Norðurá, um 1150 í Laxá í Kjós og 1147 í Elliðaánum. Laxveiðin í sumar er sú þriðja Hér er um bráðabirgðatölur að Flestir hafbeitarlaxar skiluðu Kollafirði komu 4.200 laxar á Vogum og um 1000 í Lóni í mestafráupphafi. Allskomuá ræða í sumum tilfellum. sér hjá Pólarlaxi, um 7.200. í land, um 3.900 í Lárósi, 2.600 í Kelduhverfi. -Ig land um 67 þúsund laxar. Ríflega helmingur laxanna veiddust á stöng eða um 34 þúsund laxar og er það um 45% aukning frá í fyrrasumar. Nær 30% af heildarlaxveiðinni fengust í hafbeit eða samtals um 20 þúsund laxar. Þetta er 200% aukning frá því í fyrrasumar en þá skiluðu 6.600 laxar sér í haf- beitarstöðvar og 1983 skiluðu sér um 11.000 laxar. Góðu veiðisumri er lokið. Hér stendur Gunnar Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðsins, einbeittur á svip með tveggja punda bleikju sem hann er í þann mund að draga úr Bæjará. Bleikjan sést bylta sér í vatnsborðinu. Mynd OS. 1986 Þjóðhagsspá í vinnslu Grunur um stórfelldar lántökur fyrirtækja erlendis. Stefnir á mikinn viðskiptahalla „Þjóðhagsspá fyrir 1986 er í vinnslu hjá Þjóðhagsstofnun og er frá okkar hendi ekki tilbúið gagn”, sagði Jón Sigurðsson for- stjóri þjóðhagsstofnunar þegar Þjóðviljinn leitaði uppiýsinga um gerð Þjóðhagsspár fyrir næsta ár. { Morgunblaðinu á miðviku- daginn er fullyrt að þjóðhagsspá geri ráð fyrir 3,5% viðskiptahalla við útlönd, sem samsvari um 3,5 miljörðum í viðskiptahalla. For- stjóri Þjóðhagsstofnunar kvaðst ekki geta staðfest þessar tölur. Frá stofnuninni hefði ekkert komið opinberlega um spána, en hins vegar hefði ríkisstjórnin fengið vinnuplögg. Samkvæmt upplýsingum sem ríkisstjórnin hefur gefið vegna fjárlagagerðar fyrir næsta ár munu erlend lán verða takmörkuð við afborganir á erlendum skuldum, þannig að reiknað er með miklum er- lendum lánum einkafyrirtækja á næsta ári, eftir líkum að dæma. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans í Vinnuveitendasambandinu óttast menn mjög vaxandi er- lendar lántökur fyrirtækja. -óg Gloría Hætta af fellibyl Hatteras-höfða - Viðvaranir voru gefnar út í Norður- og Suður- Karólínu og hlutum Virginíu í Bandaríkjunum í gær og þúsund- ir ferðamanna lögðu á flótta, þeg- ar fellibylurinn Gloría, einn hinn versti á þessari öld, nálgaðist austurströnd Bandaríkjanna. Um hádegi í gær var fellibylurinn staddur um 480 km fyrir sunnan Hatteras-höfða og stefndi í norð- vestur. Þá gáfu veðurfræðingar í Miami út viðvörun sem gilti fyrir allt svæðið frá Charleston í Suður-Karólínu til Cape Henry í Virginíu, en ef fellibylurinn held- ur áfram í norður er New Jersey, New York og Nýja England í hættu. Fellibylurinn blæs 210 km á klukkustund þar sem hann er sterkastur og fer hann 24 km á klukkustund. Fólki hefur verið skipað að yf- irgefa eyjar í Norður-Karólínu og hafa sérstakar ferjur verið teknar í notkun til að flytja menn burt. Víða er skólum lokað. Talið er að þessi fellibylur sé meðal tólf mestu fellibylja á þessari öld. Heimsmeistaraeinvígið Kasparov snýr á Karpov Kasparov virðist hafa snúið á Karpov rétt áður en níunda skákin fór í bið. Skákin sem búin var að vera óttalegt strögl allan tímann fékk á sig smá lit þegar Karpov lék slæman leik í seinasta leik fyrir bið. Reyndar var leikur- inn sá 41. og bendir það til þess að keppendurnir hafi lent í tíma- hraki í lok setunnar. Annars vakti það athygli að Karpov mætti í fjórða skipti of seint á skákstað. Það var einmitt eitt af því sem einkenndi Fischer að hann mætti oft of seint til leiks. Þetta olli óþolinmóðum andstæð- ingum hans oft miklum kvölum því það leiðinlegasta sem menn gera er að bíða. Kannski fer Karpov líka að taka skákstíl Fisc- hers sér til fyrirmyndar? Það væri óskandi því þá væri skák eins og sú sem tefld var á þriðjudaginn ekki raunhæfur möguleiki. Hvítt: Garry Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. RD Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 Karpov ék 12. - Dd7 í fimmtu skák- inni og vann um síðir. En sá vinningur var frekar að þakka óþlinmæði áskor- andans en ágæti Dd7 leiksins. 13. Bc2 Rb8 Þessum skrítna leik er oft leikið í Spánverjanum og miðast hann að því að leika c-peðinu áfram. 14. Bd3 c6 18. Dcl Kh7 15. Rfl Rbd7 19. b3 Bg7 16. Rg3 Dc7 20. Dc2 17. Bd2 g6 Það hefði verið beittara að undir- búa f4. T.d. 20. Rh4d5 21. f4exd422. e5 dxc3 23. Bxc3 Rg8 24. Rh5 Bh8 25. e6!. En mjög líklega er þetta ekki svona einfalt. 39. Bxd4 exd4 40. h5 De7 41. Dd2 c5? Slæmur leikur eins og Kasparov sýnir fram á með næsta leik sínum. Betra hefði verið að leika 41. - Dd6 þó að hvítur hafi samt betri stöðu vegna þess hve veik staða svarta kóngsins er. 42. Dc2 20. - Rf8 21. Be3 Re6 22. Hadl Hac8 23. Bfl Bf8 24. Hd2 Db8 25. Dbl Ba8 26. b4 Bb7 27. axb5 axb5 28. Hedl Dc7 29. Hcl Bg7 Þetta fer nú að verða dálítið þreytandi. Síðustu leikir hafa bara verið eilífar tilfæringar fram og til baka. 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 30. Hcdl Hcd8 31. dxe5 dxe5 32. Hxd8 Hxd8 33. Hxd8 Rxd8 34. c4 bxc4 35. Bxc4 Re8 36. Da2 Rd6 37. Bb3 Rb5 38. h4 Rd4 Svartur hefur náð að hola riddaran- um niður á d4 og hvítur neyðist til að drepa hann. Og í þessari stöðu lék Karpov biðleik. Ef hann leikur 42. - cxb4 þá má svara því með 43. hxg6+ fxg6 44. Dc4 og svartur lendir í vandræðum. Staðan í einvíginu núna er: Karpov 4'/2 - Kasparov 3'/2. Föstudagur 27. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 FRÉTTIR Laxveiði_ Þriðja besta veiðisumaríð 67þúsund laxar komu á land ísumar. Um200% aukninghjá hafbeitarstöðvum og 45% aukning á stangveiðifráfyrra sumri. Laxá í Aðaldalmeð 2000 laxa og Þverá með uml550.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.