Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Misbeiting ákæruvaldsins Sjálfstæöisflokkurinn hefur einbeitt sér aö því aö raða í stöður ríkisfjölmiðlanna fólki sem hann getur látiö dansa eftir flokkslínunni hvenær sem Sjálfstæöisplatan er sett á fóninn. Það þarf ekki annað en minna á umdeilda ráöningu Markúsar Arnar Antonssonar í stööu útvarpsstjóra. Mark- ús hefur síðan gegnt hlutverki hins trúa og dygga þjóns og raðað vildarvinum Sjálfstæðis- flokksins í trúnaðarstöður ríkisfjölmiðlanna, og þannig sett þá í illslítanlegt íhaldstjóður. Síðasta dæmið er auðvitað ráðning Ingva Hrafns Jóns- sonar í stöðu fréttastjóra hjá sjónvarpinu. En Ingvi Hrafn svipti sjálfur hulunni með eftirminni- legum hætti af hinni réttu ásjónu flokksins, þeg- ar hann lýsti því yfir án þess að roðna að auðvit- að hefði hann aldrei fengið umrædda stöðu ef hann hefði fylgt að málum tiltekinni stjórnmála- stefnu á vinstri vængnum. En það er ekki aðeins, að reynt sé á illa dulinn hátt að koma flokksmönnum á garðann hjá ríkisfjölmiðlunum. Kné á að fylgja kviði, starfs- mannafélögin hafa ekki brokkað í takt við trumbuslátt Sjálfstæðisflokksins, og í þeim er þar að auki að finna fólk sem lætur sig málefni launþegasamtakanna miklu varða. Fólk sem til að mynda tók mikinn og virkan þátt í verkfalli BSRB á síðasta ári. Nú á að kenna því lexíu. Því á að lærast að það er betra að kyssa á vöndinn en reyna að stöðva höndina sem reiðir hann til höggs. Þess vegna er nú búið að birta tíu stjórnarmönnum úr starfsmannafélögum út- varps og sjónvarps ákæru frá sjálfum ríkissak- sóknara fyrir verkfall sem leiddi til stöðvunar á útsendingu ríkisfjölmiðlanna í upphafi BSRB verkfallsins 1. október á síðasta ári. Um þessa ákæru er einungis þetta að segja: hún er hneisa þeim sem að henni standa. Hún er pól- itísk aðför að hinni frjálsu verkalýðshreyfingu í landinu. Hún er ekkert annað en alvarleg mis- beiting réttarkerfisins og sorglegt dæmi um að ísienskt réttarfar er á rangri leið. Rifjum upp málavöxtu: hinn 1. október fyrra árs lá í lofti að opinberir starfsmenn myndu leggja niður vinnu til að herða á kröfum sínum um bætt kjör. Fjármálaráðuneytið ákvað þá að grípa til lagabrota gegn þeim með því að greiða ekki út laun, eins og lög þó buðu og lagaskýr- endur forsætisráðherra höfðu kveðið án tví- mæla. Þessari lögleysu mótmæltu starfsmenn útvarps og sjónvarps á þann eina hátt sem gat talist viðeigandi. Þeir lögðu niður vinnu! Sú ákvörðun var ekki tekin að geðþótta þeirra tíu stjórnarmanna sem nú sitja á bekk hinna ákærðu. Hún var tekin með lýðræðislegum hætti á opnum fundi starfsmanna sjálfra. Hún túlkaði ekkert annað en fullan og frjálsan vilja þeirra, og var sjálfsagt svar við lögleysu fjár- málaráðuneytisins. Samkvæmt þessari ákvörðun stöðvuðust útsendingar ríkisfjölmiðl- anna þremur dögum fyrr en allsherjarverkfall BSRB hófst. Fyrir þessa þrjá daga er nú kært, og kæruhótunin lá að sjálfsögðu í loftinu allt frá þeim degi er Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra kom því til leiðar, að þeg- ar samþykkt var að fella niður öll ágreiningsmál, í tengslum við verkfallsframkvæmdina, þá var þetta mál þar fyrir utan. Eðli og inntak ákærunnar sem stjórnarmönn- unum tíu hefur nú verið birt er öllum Ijós: hún á að vera pólitísk hirting. Hún á að kenna starfs- mönnum ríkisfjölmiðlanna að það borgi sig ekki að reka skelegga launþegastefnu, og tíminn er valinn til þess einmitt núna, þegar stjórnvöld sigla enn lygnan sjó í kjaramálum og telja því unnt að leiða kæruna til lykta áður en kjaradeilur hefjast á nýjan leik. En þeir sem standa nú frammi fyrir pólitískri misbeitingu íslenska ákæruvaldsins standa þar ekki einir. Við hlið þeirra eru allir þeir sem telja starf frjálsra verkalýðsfélaga einhvers virði, sem vilja halda sjálfstæði verkalýðshreyfingar- innar og andæfa því að réttarkerfið í landinu sé misnotað í pólitískum tilgangi. Menn skulu gera sér grein fyrir, að hér er teflt um grundvallar- atriði og því ríður á að fólk sýni starfsmönnum útvarps og sjónvarps óskoraðan stuðning í þessu máli. Við erum ekki enn búin að kyssa á vönd- inn! -ÖS Morgunblaðinu óviðkomandi Staksteinar Morgunblaösins hafa af því nokkrar áhyggjur í gær, aö Þjóðviljinn og Alþýðu- blaðið hafa gert að umtalsefni viðtal í NT við Jón Þ. Árnason, sem hefur skrifað hundrað greina flokk í Morgunblaðið. Viðbrögð þessi eru bæði skrýtin og vand- ræðaleg. í fyrsta lagi segja Staksteinar að viðtalið við Jón um hans fas- ísku viðhorf gömul og ný sé „að sjálfsögðu Morgunblaðinu gjör- samlega óviðkomandi". Þetta er rangt að því leyti, að viðhorfin sem Jón dregur saman í viðtalinu við NT hafa margsinnis komið fram í Morgunblaðsgrein- um, þótt ekki væri með eins opin- skáum hætti. í öðru lagi segir Morgunblaðið að Þjóðviljinn hafi ekki siðferði- legan rétt til að fjalla um nasisma, af því að Stalín hafi verið líkur Hitler í glæpaverkum. Afskaplega er þetta nú aumingjalegt. Morgunblaðið birti á sínum tíma ýmislegt lofsamlegt og „jákvætt“ um Þýskaland nasismans og það er svo sem ekkert launungarmál, að mikill fjöldi Sjálfstæðismanna, ekki síst þeirra sem yngri voru, var hrifinn af nasistum einkum og sérílagi fyrir að þeir skyldu banna komma og krata og sjálfstæða verklýðshreyfingu. En engum heilvita manni dettur í hug að segja, að þar fyrir hafi Morgun- blaðsmenn okkar daga ekki rétt til að fjalla um nasisma og glæpi Hitlers. Rétt eins og þótt í gamla daga væri margt lofsamlegt skrifað um Stalín Þjóðviljann, þá verða þau viðhorf ekki með nokkru móti skrifuð á reikning Þjóðvilja- manna samtímis. Ef menn vilja hafa eitthvert lágmarksvit í umræðu, þá verður hún að byggjast á þeim viðhorf- um sem menn í raun setja fram, en ekki á því að gera mönnum upp skoðanir og punda svo á þær. Sú iðja hefur reyndar verið mikið eftirlæti Morgunblaðsmanna, og eins og Staksteinapistillinn minnir á heldur hún áfram að vera þeirra höfuðlöstur. Þeir neita að mæta andstæðingum eins og þeir eru - þeir vilja hafa þá eftir sínu höfði, rétt eins og út- varpsmenn og sjónvarpsmenn og allt annað. Ást á málfrelsi Nema hvað. Loks kemur að því, að Stakasteinar játa með nokkrum trega að „hitt er rétt hjá Þjóðviljanum, að Jón Þ. Arnason hefur fengið inni hér í blaðinu fyrir greinar sínar um þróunar- og náttúruverndarmál. Því veld- ur lýðræðisleg afstaða blaðsins“. En þar með er einmitt komið að því, sem við hér í Klippinu áður sögðum: Morgunblaðið mun sjálfsagt telja greinaflokk margnefnds Jóns bera vitni um ást á málfrelsi og lýðræði. En við tókum það strax fram, að engin ástæða væri til að bera virðingu fyrir því umburðarlyndi - vegna þess blátt áfram, að hin „lýðræð- islega afstaða“ gengur ekki yfir alla jafnt. Greinar Jón Þ. Árna- sonar koma Morgunblaðinu mjög rækilega við, vegna þeirra viðhorfa annarra manna sem úti- lokuð eru frá blaðinu eða þagað um skipulega. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan að Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, þáverandi Morgun- blaðsritstjóri og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði við höfund íslenskrar bókar um Ví- etnamstríðið: Ég ætlaði að skrifa um bókina þína, Magnús, og náttúrlega gagnrýna hana hart - en svo hætti ég við það vegna þess, að mér fannst það vekja óþarfa athygli á henni ef ég skrif- aði um hana í mitt blað! Eykon starfar að sönnu ekki lengur á Morgunblaðinu, en sú útilokunarafstaða sem í ummæl- um hans kemur fram ræður enn miklu í yfirstjórn Morgunblaðs- ins og mætti af því segja margar sögur fróðlegar. Lifendur og dauðir Lokaafsökun Staksteina fyrir nærveru Jóns Þ. Árnasonar í Morgunblaðinu er svo sú, að nas- ismi sé ekki á dagskrá á Norður- löndum um þessar undir. En, segir blaðið, „Gulagkommúnism- inn er sú hætta sem vara þarf við“. Rugl er þetta. Það má alveg eins segja að Gulagkommúnism- inn eða Stalínisminn sé ekki á dagskrá á „Norðurlöndum" (nema í innanflokksdeilum Kom- múnistaflokks Finnlands) og þes- svegna sé óþarft að ræða um hann. Þótt Stalín sé löngu dauður og sovésk fangelsi öðruvísi og marg- falt fásetnari en fyrir 40-50 árum, þá eru að sjálfsögðu enn uppi veigamiklar spurningar um mannréttindi og pólitíska fanga í flokksræðisríkjum. Segir sig sjálft. Þótt Hitler sé löngu dauður er enginn - ekki einu sinni þeir góðu Norðurlandamenn - öruggur gegn því að ekki rísi upp lýð- skrumsfól, sem notfæri sér kreppuástand til að espa til út- lendingahaturs og kynþátta- fjandskapar eða myndi morð- sveitirgegn „óæskilegum" öflum. Og þegar menn halda því fram, að fasismi geti ekki framar orðið fjöldahreyfing í Evrópu þá má spyrja: Á hvaða róli er hinn fran- ski arftaki þjóðrembunnar í Acti- on Francaise, Le Pen? Sem hefur á skömmum tíma sópað til sín 10% fylgi í Frakklandi. Það er sem betur fer rétt, að menn eru ekki sérlega smeykir við tilbrigði við nýfasisma á Norðurlöndum. Ekki eins og er. En Morgunblaðsmenn hafa sjálf- sagt lesið það í viðtalinu í NT, að Jón Þ. Árnason telur upp fjölda áhrifamanna í þjóðfélaginu, sem höfðu viðdvöl með honum í ís- lenskri nasistahreyfingu. Hann kveðst halda góðu sambandi við þessa menn. Og hann segir: Ekki veit ég til þess að nokkrum hafi snúist hugur. Við mælum með því að Stak- steinar leggi út af þeirri staðhæf- ingu næst. ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamonn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gisla- son, Mörður Arnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, SævarGuð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreið8lustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttip, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Oiga Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsverð: 40 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 400 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.