Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 7
 leikhópnum Vetí mamma hvað ég vil? eru 6 strákar og ein steipa sem er tæknimaður. Leikhópur- inn verður opnaður öllum þeim sem hafa áhuga á því að vera með í Félagsstofnun stúdenta sunnu- daginn 29.9 kl. 3. Glætan tók þessa krakka tali til að forvitnast um leikhópinn, fortíð hans og framtíð og um þau sjálf, þ.e.a.s. um unglingsár þeirra. „Við eigum það öll sameigin- legt að hafa verið í Hagaskóla og hafa áhuga á leiklist. Sigríður Eyþórsdóttir kenndi okkur leik- list og hún stakk upp á því að við stofnuðum okkar eigið leikhús, unglingaleikhús. Það varð ekkert úr því strax. Við höfðum nóg að gera, t.d. sýndum við leikrit á árs- hátíð Hagaskóla sem síðan var tekið upp fyrir sjónvarpið. Að vísu var það ekki allt sýnt því það þótti svo klúrt fyrir barnatímann. Einn þáttur leikritsins var sýndur og sumir hneiksluðust ægilega því orðið getnaðarvarnir kom fyrir í honum. Við kláruðum Haga- skóla en héldum alltaf hópinn með Sigríði Eyþórs, hún er eins og mamma okkar allra. Svo var það einn daginn að Sigrún Val- bergsdóttir framkvæmdastjóri. Bandalags íslenskra leikara nefndi það við okkur að það vant- aði unglinga leikhóp til þess að fara til Finnlands. Þetta tækifæri varð þess valdandi að við stofn- uðum leikhópinn og skelltum okkur til Finnlands." Hvað var að gerast í Finnlandi? „Á hverju ári er haldið leiklist- arnámskeið fyrir unglinga á Norðurlöndunum. Að þessu sinni var það í Finnlandi. Næst verður það á íslandi. En í tilefni af ári æskunnar var þetta nám- skeið mun veglegra en áður. T.d. voru sýndar leiksýningar frá öllum Norðurlöndunum. Einnig gestaleikur frá Tékkóslóvakíu. Við gátum valið um ýmsa hópa til þess að starfa í. Sum okkar fóru í götuleikhúshóp en sumir í hóp þar sem kennd var beiting líkam- ans. í þessum hópum lærði mað- ur ýmis bellibrögð og að ganga á stultum o.fl. Geðveikrahæli „Á opnunarhátíðinni sýndum við leikritið okkar Veit mamma hvað ég vil. Við þurftum að ýkja allar hreyfingar og svipbrigði því þeir sem á horfðu skildu ekki ís- lensku. Þetta vakti gífurlega lukku. Sá leikhópur sem okkur finnst eftirminnilegastur var finnskur pönkhópur. Þau sýndu leikrit sem átti að gerast á geð- veikrahæli. Og þetta var eins og á hæli, því sýningin var í kjallara- holu og um leið og þú komst inn varstu orðinn þáttakandi. Allt var svart og nöturlegt og manni var hrint til og frá. í lok verksins fengum við aldeilis ekki að klappa heldur var okkur kastað út. Þetta leikrit átti að sýna brjál- æði nútímans. Þetta gat vel verið eftir kjamorkustríð. Þetta hafði sko ekki verið hægt að sýna á elli- heimili því þetta var svo áhrifa- mikið og geðveikt." Hvað er á döfinni hjá ykkur? „Við ætlum að búa til spjald- skrá, þar sem eru myndir af öllum leikhópnum og upplýsingar um hæð o.fl. Þá geta auglýsingastof- ur gluggað í þetta ef þær vantar fólk í auglýsingar. Síðan ætlum við væntanlega að fara með leikritið okkar til Akraness og sýna það þar. Því það voru krakk- ar þaðan sem fóru með okkur til Finnlands. Auðvitað viljum við einnig sýna í Reykjavík en við Stöndum á núlli fjárhagslega og höfum ekkert húsnæði. Við gæt- um eflaust fengið inni í einhverj- um af menntaskólunum og það væri ágætt að fá að æfa þar en ömurlegt ef við þyrftum að sýna þar eingöngu. Ástæðan fyrir því að við viljum það ekki er sú að þá er áhorfendahópurinn svo þröng- ur. Við kærum okkur ekki um einhvern ákeðinn skólastimpil.“ Leikstjóri óskast „Á þessari formlegu opnun leikhópsins í Félagasstofnun verður kosin stjórn sem mun fá það verkefni m.a. að finna leik- stjóra, og húsnæði því meiningin er að koma upp sýningu fyrir jól. Við viljum nota tækifærið og auglýsa hér með eftir leikstjóra til að starfa með þessu leikhúsi unga fólksins. Við vildum gjarnan fá t.d. Guðmund Ólafsson leikara, hann var á leiklistarnámskeiðinu í Finnlandi og er frábær. Við hvetjum alla leikara og leikstjóra til að koma í Félagsstofnun og sjá hvort þeim líst á okkur.“ Um hvað var leikritið Veit mamma hvað ég vil? „Það var um unglinga sem voru leiðir á því að vera ekki viður- kenndir heima hjá sér sem sjálf- stæðir einstaklingar. Allir voru að banna þeim eitthvað. Þau máttu ekki spila hátt o.s. frv. Því tóku þau sig til þ.e.a.s. nokkrir vinir og fluttu að heiman í mann- laust hús. Allt lék í lyndi fyrst um sinn. Við gerðum allt sem við vildum, vorum frjáls. Eyþór spil- aði á selló, við slógumst og létum eins og fífl. En ekki leið á löngu þar til vandamál komu upp. Einn strákurinn fór að káfa á vini sín- um þegar stemmningin var rómó Ug lUlCg. hann hommi eða ekki? Hann vissi það varla sjálfur en pirringur kom upp í liðinu. Að lokum fóru allir heim aftur. Þetta frjálsa samfélag brotnaði. Endirinn var ekki dapur, allir voru reynslunni ríkari.“ Er erfitt að vera unglingur? „Já, það var oft erfitt að vera heima þegar við vorum svona 14- 15 ára.“ Þórir: „Ég næstum bjó í spila- sal.“ Eyþór: „Ég var alltaf í æfinga- salnum sem hljómsveitin hafði sem ég var í.“ Vilhjálmur: „Ég bjó eiginlega í skólaiium. Því ég var allur í leiklistinni." Öll voru þau sammála um það að unglingar lifa tvöföldu lífi. Þ.e. þau eruein persónameð vin- unum og önnur heima hjá for- eldrum. Líbó foreldrar „Unglingar eru svo uppteknir af því að vera töff og kúl. Flestum finnst foreldrar sínir alveg hræði- lega hallærislegir. Jafnvel líbó foreldrar fá fyrirlitningu barna sinna,“ sagði Éyþór. Hvenær byrjuðuð þið að drekka og reykja? „Það var svona í 1. bekk í gaggó en við erum öll hætt að reykja núna. Það er ekki lengur í tísku, sögðu þau einum rómi. Þegar við vorum komin í menntó fór manni að líða betur, sam- bandið við foreldrana betra og maður hætti að fara á spilasali," sagði Þórir. Eitthvað að lokum? „Já, ráð til unglinga: Ef ekki er gert nóg fyrir ykkur þá farið af stað og gerið það sjálf.“ Ráð til fullorðna fólksins: Far- ið að viðurkenna unglingana sem sjálfstæða einstaklinga, sögðu krakkamir í unglingaleikhúsinu. SA Kópavogur Agnarögn K/eggja öra Ball annað kvöld Félagsmiðstöðin Agnarögn við Fögmbrekku í Kópavogi verður tveggja ára n.k. sunnudag, 29. september. Af því tilefni verður haldinn unglingadansleikur laugardaginn 28. september og hefst hann kl. 21. Þá mun Valgeir Guðjónsson Stuðmaður Föstudagur 27. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 skemmta, hljómsveitin Band Nú- tímans leika og einnig verður danssýning og diskótek. Sunnudaginn 29. september sjálfan afmælisdaginn verður op- ið hús í Agnarögn frá kl. 16 til 19. Þá em Kópavogsbúar yngri sem eldri hvattir til að koma og skoða staðinn og þiggja kaffiveitingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.