Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 14
VIÐHORF Ný fiskveiðistefna - eða áframhaldandi ofveiði Skúli Alexandersson skrifar Snögg viðbrögð við fréttum Þjóðviljans 13. og 14. þ.m., af tillögum mínum um breyttar og nýjar leiðir í stjórn bolfiskveiða komu mér nokkuð á óvart en eru mér um leið ánægjuefni. Það kom mér á óvart að menn þyrftu að flýta sér við það að koma á framfæri jafn neikvæðum og órökstuddum umsögnum um tillögurnar og Hjörleifur Gutt- ormsson lét hafa eftir sér í viðtali í Þjóðviljanum daginn eftir að fyrri fréttin birtist og Hörður Bergmann í grein í Þjóðviljanum 17. þ.m. Hitt er mér ánægjuefni að til- lögurnar skuli hafa komið af stað svo snöggri umræðu, til þess voru þær ætlaðar. Símaviðtöl úr öllum landshlut- um hafa reyndar upplýst mig um allt aðrar undirtektir og jákvæð- ari en þeirra Harðar og Hjörleifs. Ég þakka allar upphringingarnar — haldið því áfram. Þeir sem gagnrýna vilja tillögurnar ættu líka að lofa mér að heyra í sér. Pá er það Hjörleifur Hann segist vera „í hópi þeirra sem telja lagfæringa þörf á núver- andi stjórnun fiskveiða" og telur „nauðsynlegt að menn átti sig á því hvað skuli taka við áður en þeir hrópa af núverandi fiskveiði- stjórnun í heild sinni.“ Við Hjörleifur erum sem sagt sammála um það að breyta þurfi til og laga þurfi núverandi stjórn fisk- veiða. Það sem skilur á milli okkar er það að ég legg fram tillögur um það hvað skuli taka við áður en við „hrópum af“ núverandi kerfi — Hjörleifur ekki. Þá er haft eftir Hjörleifi í nefndu viðtali: „Ég hygg, að útvegsmenn nyrðra og eystra muni hugsa sig vel um áður en þeir taka undir kröfur Vestfirðinga og fleiri um grundvallarbreytingar á núver- andi stjórnun, eins og Skúli Alex- andersson er að viðra í sínum hug- myndum og kjördæmisráð Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum setti fram kröfur um.“ Ég get ekki ætlað Hjörleifi það, að hann hafi ekki lesið tillögur mínar, en engu er það líkara út frá þeim samjöfnuði, sem hann gerir. Fram komnar hugmyndir mínar voru ekki í neinum tengslum við samþykktir kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins. Það mætti kanns- ki segja að Framsóknarmenn á Vestfjörðum vilji „hrópa aP‘ nú- verandi fiskveiðistjórn án þess að koma með tillögur um hvað skuli taka við — þau framsóknarvinnu- brögð hefi ég ekki tileinkað mér — ekki heldur þau vinnubrögð að ýta undir landshlutaríg með því að láta í það skína að afstaða manna til fiskveiðimála sé bundin búsetu. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins gerði á fundi sínum 9.—10. Símaviðtöl úr öllum landshlutum hafa reyndar upp- lýstmigum allt aðrar undirtektir og jákvæðari en þeirra Harðar og Hjörleifs - ég þakka ykkur allar hringingarnar júlí sl. svohljóðandi samþykkt um stjórn bolfiskveiða: „Stjórn bolfiskveiða verði endurskoðuð með það fyrir augum sérstaklega að auka gæði og bæta nýtingu aflans.“ Þetta var ný stefnumörkun hjá þingflokknum — og að mínu mati mjög góð og tímabær. Ég hefi ver- ið að leita svara við þeirri spurn- ingu hvernig vinna skuli að því „að auka gæði og bæta nýtingu aflans". Tillögurnar eru mitt svar og því í beinum tengslum við markaða stefnu þingflokks Alþýð- ubandalagsins. Pá Hörður Hjá Herði er af mörgu að taka og því miður kemur víða fram „einföldun" á hlutunum í grein hans. í lok greinarinnar ræðir hann um sættanleg markmið og ósættanleg. Þar segir m.a.: „Markmið, sem erfitt er að sætta, eru iðulega sett fram í sam- bandi við fiskveiðistefnuna. Menn ætla bæði að koma í veg fyrir of- veiði, halda uppi fullri atvinnu og auka útflutningsverðmæti sjávara- furða. Raunar sé ég ekki betur en slíkir annmarkar séu einmitt á þeim markmiðum sem Þjóðviljinn segir Skúla Alexandersson hafa með tillögum sínum um fisk- veiðistjórnun, þar er talað um „ ... að tryggja og stórauka atvinnu— og félagsleg réttindi fiskimanna og fiskvinnslufólks" og „ ... að koma í veg fyrir ofveiði". Það liggur í augum uppi að ein meginforsenda þess að unnt verði að auka atvinnu og bæta kjör þeirra, sem veiða fisk og vinna hann, er fólgin í því að byggja fiskistofnana upp — hugsa til framtíðar. Til þess að svo megi verða þarf að draga úr sókn í bili — og þar með vinnu við fiskveiðar ogfiskvinnslu. A.m.k. þurfum við að vera við því búin.“ Hér er ýmislegt við að athuga. Það liggur ekki í augum uppi að það sé nægilegt til þess að auka atvinnu og bæta kjör — ekki kannski aðeins sjómanna og fisk- vinnslufólks að byggja fiskistofn- ana upp. Við höfum takmarkað gagn af þeim fiski sem er skemmdur við veiðar og í vinnslu. Það verður ekki búbót fyrir okkur þótt við vi- tum af fiski í sjónum en getum ekki veitt hann, vegna þess að of fáir fáist til þess að veiða hann og vinna. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Staðreyndin er sú að enginn einn þessara þátta er meginfor- senda. Þeir verða ekki lengur að- skildir — eins og gert er með nú- verandi stjórn fiskveiða. Ég legg til að með nýrri fisk- veiðistefnu verði reynt að ná þremur aðalmarkmiðum — en þau eru 1. Atvinnu- og félagsleg réttindi fiskimanna og fiskvinnslufólks verði tryggð og stóraukin frá því sem nú er. 2. Sókn í fiskistofna verði tak- mörkuð og skipulögð til þess að koma í veg fyrir ofveiði og til að stuðla að góðri nýtingu afla - fangstilatvinnuöryggis og verð- mæta. 3. Stefnt verði að hámarksgæðum á afla jafnt á veiðum sem á vinnslu. Þetta eru mjög vel sættanleg markmið. Aðrir þættir tillagna minna eru framkvæmdaatriði til að ná þess- um markmiðum. Þar verður að vera um margháttaðan sveigjan- leika að ræða. Þar geta ýmsar aðr- ar leiðir verið góðar, nema sú leið sem nú er farin, hún takmarkar ekki einu sinni aflasóknina. Þetta að lokum: I. Ofveiði=Öflug sókn, sem gengur of nærri fiskistofn- um. Það þarf að koma í veg fyrir slíkt. Allir eru sammála um það. II. Ofveiði=ÓskipuIeg sókn sem skilar lélegu hráefni að landi. Afli eyðileggst í fisk- verkunarstöðvum. Starfs- fólk hverfur frá atvinnu- greininni vegna skipulags- Ieysis sem veldur vinnu- þrældómi, eyðileggingu hátíða og helgidaga atvinnuleysi. Á ekki að horfa yfir allt sviðið og leita úrbóta? Skúli Alexandcrsson. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Landsþing ÆFAB í Ölfusborgum Landsþing ÆFAB verður nú um helgina í Ölfusborgum við Hvera- gerði. Þingið er opið öllum félögum Æskulýðsfylkingarinnar. Gist verður í húsum verkalýðsfélaganna og fundað í félagsheimili þeirra á staðnum. Farið verður með rútu frá BSÍ, stefnt er að því að sem flestir taki rútu kl. 18.00 en hins vegar eru rútuferðir frá sama stað sama kvöld kl. 20.00 og 23.30. Landsþingsskattur verður 800.00 kr. og er innifalið í því matur á laugardagskvöldið ásamt gistingu og fleira. Þátttakendur verða að hafa einhvern mat með sér sjálfir. Æskulýðsfylkingin hvetur alla félaga til að koma og taka þátt í stefnumótun hreyfingarinnar. Bráðnauðsynlegt er vegna undir- búningsins aö félagar láti skrá sig á þingið. Skrifstofan er opin frá kl. 10.00 til 18.00 að Hverfisgötu 105, sími 17500. Dagskrá þingsins Föstudaginn 27. 18.00 Rúta frá BSÍ 20.00 Þingið sett og skipan starfsmanna Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram - umræður - Lagabreytingar - umræður - Framsögur: Stefnuplagg um áhersluatriði ungs fólks Stefnuplagg um utanríkismál. - umræður - 23.00 Fundi frestað Laugardaginn 28. 10.00 Nefndarstörf 15.00 Afgreiðsla lagabreytinga 16.00 Umræður um Alþýðubandalagið, hvar stöndum við? - hvert stefnum við? 21.00 Kvöldbæn að hætti Fylkingarfélaga Sunnudaginn 29. 13.00 Niðurstöður nefnda kynntar Umræður og afgreiðsla Kosningar Internationalinn Þingslit ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar í Reykjavík 5.-6. október. Fundurinn verður að Hverfisgötu 105 og hefst hann laugardaginn 5. október kl. 10.00 árdegis. Áætlað er að fundinum Ijúki um kl. 16 sunnudaginn 6. október. Dagskrá fundarins verður: 1. Utanríkismál: Frummælendur: Alþingismennirnir Guðrún Helgadóttir og Hjörleifur Guttormsson. 2. Alþýðubandalagið - Starfshættir og starfsstíll. , Frummælendur: Svavar Gestsson og Kristín A. Olafsdóttir. í hádeginu á laugardag verður léttur hádegisverður í flokksmiðstöð. Þá mun Neo Mnumzana for- maður nefndar Afriska Þjóð- arráðsins (African National Congress, ANC) hjá Sam- einuðu þjóðunum ávarpa fundarmenn. En hann verð- ur staddur hér á landi þessa daga í boði Alþýðubanda- lagsins og nokkurra annarra félagasamtaka til að kynna ástandið í Suður-Afríku. Miðstjórnarmenn eru hvattir til að sækja þennan fund miðstjórnarinnar en tilkynna skrifstofu um forföll. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins Miðstjórnarfundur AB Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar dagana 4.-6. október að Hverfisgötu 105. Þar verður rætt um undirbúning landsfundar, stöðu flokksins og utanríkismál. Dagskrá nánar aug- lýst síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.