Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN
Ný plata frá bandarísku hljóm-
sveitinni Talking Heads þykir
sætatíðindum, jafnvel svo að
undir þann viðburð er lögð
heil síða í Time, því viður-
kenndafréttavikublaði, sem
flytur greinar af helstu
heimsviðburðum á öllum
sviðum mannlífs. Þarsegir
m.a., að á þessari nýju plötu,
Little Creatures, sé rokk-
músik eins og hún gerist
áræðnust, í níu smellnum
lögum - platan sé hlaðin létt-
leikandi gáfumannarokki,
enda þótt það sé einfaldara
og þar af leiðandi aðgengi-
legraenáfyrri plötumTalking
Heads.
Upphafið að Talking Heads
var tríóið The Artistics (Hin list-
rænu), sem þau hjónakornin
Tina Weymouth bassaleikari og
Chris Frantz trommari stofnuðu
ásamt David Byrne söngvara og
aðallagasmið og textahöfundi
Talking Heads, þegar þau voru í
listaskóla á Rhode Island. Þaðan
fluttu þau til New York og urðu
þar Talking Heads í janúar 1975
þegar til liðs við þau gekk Jerry
Harrison hljómborðs- og gítar-
leikari, sem áður hafði verið
trommari í hljómsveit Jonathans
Richmond, Modern Lovers.
Nafnið Talking Heads er runnið
undan rifjum Davids Byrne, eins
og flest í músik Talking Heads.
Hugmyndina fékk hann, er hann
var að lesa umsögn um umræðu-
þátt í sjónvarpinu þar sem talað
var um þátttakendur sem talandi
höfuð.
Talking Heads: Jerry Harrison, Chris Frantz, David Byrne, Tina Weymouth. Líklega eru Chris og Tina eina ryþmapar í heimi sem tekist hefur að fjölga
mannkyninu. Saman gerðu þau líka plötu undir nafninu Tom Tom Club. Lag af henni, „Genius of Love”, komst í efsta sæti ameríska diskólistans og í 2. sæti
ryþma & blús listans, hærra en nokkurt lag með Talking Heads hefur náð. .
Rokk með stíl
Talking Heads urðu mjög vin-
sæl íklúbbum á neðri Manhattan,
sérstaklega meðal listamanna og
skólafólks, og 1977 kom út fyrsta
breiðskífa þeirra sem var skírð í
þeirra eigin höfuð. Fékk hún
góðar móttökur gagnrýnenda,
næstu plötur sömuleiðis og hafa
jafnframt skreytt vinsældalista
víða um heim. Að vísu hefur
hljómsveitin aldrei valdið svipuð-
um hræringum og Duran Duran
meðal mannfólksins, en njóta
hinsvegar stöðugs fylgdarliðs og
virðingar meðal lærðra sem
leikra músikáhugamanna. Tina
Weymouth hefur t.d. sagt: „Við
erum öll upptekin af því að spila
vel, og Kannski fá þeir sem sjá
okkur á sviði þá hugmynd að við
séum kuldaleg og stíf; en það sem
við erum að gera með músik okk-
ar er að koma skoðunum okkar á
framfæri, enda þótt sumar séu
kannski ekki svo víðfeðmar”.
Það er einmitt það, textar og
músik Talking Heads virðast
miðast að því, að berjast gegn
hinum viðtekna og (smá)borg-
aralega hugsunarhætti, enda þótt
Alþýðulist prýðir „Little Creatures", eftir séra Howard Finster; málað 12.4.
1985, hans 4411. listaverk.
og stœl
víðs sé fjarri að um predikanir sé
að ræða. David Byrne segir
skrýtnar sögur, sem í fljótu
bragði virðast ekkert með raun-
veruleikann hafa að gera, en fá
líklega fólk til að hugsa um hvort
raunveruleiki þess sé hinn eini og
„rétti”.
En gætum okkar að verða ekki
of hátíðleg eða gáfuleg til að eyði-
leggja skemmtunina. Talking
Heads segja að þau sæki mikið í
svokallaða kúlutyggjómúsik
(bubblegum) og fluttu slík lög
áður fyrr á hljómleikum (t.d. „1,
2, 3, Red Light”, lag 1910 Fruit-
gum Companý, sem „músik-
ölsku” fólki þótti gasalega
ómerkileg -hljómsveit á 7. ára-
tugnum,flutti líka „Simon Says”-
spurjiði mömmu og pabba). Þá
telja þau sálarmúsikina (soul)
eiga part í sjálfum sér og má
nefna að árið 1978 komst lagið
Take me to the River með þeim
inn á vinsældalista, en lagið er
eftir „soul”söngvarann og -lista-
manninn A1 Greene (samdi t.d.
Let’s stay together, sem Tina
Turner gerði aftur frægt). Ekki
má svo gleyma afríkansk-
ættuðum undirtónum Talking
Heads.
Ég verð nú að segja eins og er,
að Little Creatures (Litlar verur)
hrifu mig ekki upp úr gúmmí-
hönskunum í fyrsta skiptið sem
ég heyrði hana sem undirleik við
uppvaskið. Ekki þeirra besta, var
niðurstaðan. Mörgum upp-
vöskum síðar hafa Talking Heads
sannfært mig um að einfald-
leikinn er ekki síður flókinn en
það sem virðist meira um sig,
þ.e.a.s. þegar hæft fólk á í hlut.
Little Creatures er líklega að-
gengilegasta plata Talking
Heads. Músikin er taktföst og
hljóðfæraleikur mjög markviss
og útsetningar vel út hugsaðar,
jafnvel sparlegar, og yfir þessu
öllu er þessi sérstaki stíll - eða
stæll - sem Hin talandi höfuð
hafa tamið sér; má eiginlega
segja að þau gætu ekki hafa valið
sér nafn sem á verr við músikina
sem þau flytja. Þau fara sko ekki
með neitt innantómt fleipur, eins
og talandi höfuð í umræðuþáttum
gera oftar en ekki. A
Vinsældalistar Þjóðviljans
FellaheHir 1. I’malover- Andrea 2. Part time lover - Stevie Wonder 3. Dancing in the street - Bowie/Jagger 4. You can win if you want - Modern Talking 5. Peeping Tom - Rockwell 6. Slave to love - Brian Ferry 7. Body and soul - Mai Tai 8. Endless roads -Time Bandits 9. Pop life - Prince 10. You’re in my heart - Modern Talking Grammiö 1. Little creatures -Talking Heads 2. Kona - Bubbi Morthens 3. The eternal traveller - Niels Henning 0rsted-Pedersen 4. Army arrangements - Fela Kuti 5. Naughty boys - Yellow Magic Orchestra 6. Watto Sitta - Mandingo 7. Reconstruction of the fables - REM 8. Don’t forget that beat - Fats Comet 9. Brothers in arms - Dire Straits 10. Live in Amsterdam - Miles Davis Rás 2 ( 1) 1. Dancing in the street - Bowie & Jagger ( 3) 2. Part time lover - Stevie Wonder ( 2) 3. Rock me Amadeus - Falco ( 7) 4. Unkiss that kiss - Stephen A.J. Duffy (22) 5. Maria Magdalena - Sara ( 5) 6. You can win ifyou want - Modern Talking ( 4) 7. Into the groove - Madonna ( 6) 8. Shake the disease - Depeche Mode (13) 9. Pop life - Prince (21) 10. Cherish - Kool and the Gang
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. september 1985