Þjóðviljinn - 19.10.1985, Side 1

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Side 1
19 október 1985 laugar- dagur 241. tölublað 50. örgangur DJÖÐVIUINN HEIMURINN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Verslanahallir Gríðarleg offjárfesting Verslunarrými íReykjavík helmingi meira á hvern íbúa en ístórborgum nágrannalandanna. Sigurður E. Haraldssonform. Kaupmannasamtakanna: Erum að reisa okkur hurðarás um öxl. Langtífrá þörfá öllu þessu verslunarhúsnæði ormaður Kaupmannasamtak- anna telur að það sé Iangt í frá þörf á öllu því verslunarhúsnæði sem reist hefur verið á undan- förnum árum. Eins og komið hef- ur fram í fréttum Þjóðviljans runnu um 2,3 miljarðar úr bank- akerfinu til verslunarinnar sl. 12 Þessar litlu hnátur verða orðnar sextugar þegar þjóðarbókhlaðan verður loksins reist eftir 56 ár. Kannski þeim verði þá boðið að vera við opnunina sem fulltrúum ellilífeyrisþega? Mynd E.ÓI. Pjóðarbókhlaðan Tilbúin eflir 56 ár? Ráðstefna um Þjóðarbókhlöðuna á laugardag. Afjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 5 milljónum til Þjóðarbókhlöðunnar sem gnæfir hálfreist og gagnslaus yfir leifum Melavallarins í Reykjavík. Verði framtíðarfl árveitingar til hússins með sama örlætisbrag má búast við að framkvæmdum Ijúki árið 2041. Þessar upplýsingar koma fram í fundarboði frá Bókavarðafélagi íslands sem í tilefni aldarfjórð- ungsafmælis gengst fyrir ráð- stefnu um Þjóðarbókhlöðuna á morgun í hátíðarsal Háskólans. Húsið hefur nú verið sjö ár í smfðum, en upphafsár í þróunar- sögu hins nýja bókasafns má telja árið 1957 þegar alþingi ályktaði að steypa ætti saman Landsbók- asafni og Háskólabókasafni. Frá upphafi til 1985 hefur um 170 milljónum núkróna verið veitt til bókhlöðunnar, en enn þarf um 277 milljónir til að ljúka verkinu. Með sömu framvindu yrði safnið tilbúið árið 2002, en með fjárveitingum á borð við fjárlög næsta árs ekki fyrren 2041 einsog áður segir. Ráðstefnan á morgun hefst kl. 13.20. Þar verða flutt sjö erindi um Þjóðarbókhlöðuna frá ýmsu sjónarhorni, og síðast setjast átta bókamenn og stjórnmálamenn að pallborði. Á meðal þátttak- enda í þeim umræðum eru há- skólarektor, landsbókavörður, háskólabókavörður, arkitektar hússiris, Guðrún Helgadóttir al- þingismaður og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi mennta- málaráðherra. mánuði á sama tíma og tæpur miljarður fór til undirstöðuat- vinnuvegs þjóðarinnar, sjávarút- vegs. „Ég held að verslunin sé að lenda ofan í sama pyttinum eins og útgerðin á sínum tíma. Menn eru að reisa sér hurðarás um öxl og ekki lagast það, þegar og ef allt það kemst í notkun sem nú er í smíðum," sagði Sigurður E. Haraldsson formaður Kaup- mannasamtakanna í samtali við Þjóðviljann aðspurður um of- fjárfestingu verslunarinnar. Á síðustu tveimur áratugum jókst verslunarrými í Reykjavík um rúmlega helming eða úr 150 þús. ferm. í 330 þús. ferm. Á yfir- standandi ári og næstu árum er talið að fermetrafjöldinn aukist enn verulega og verði kominn í um 400 þús. innan fárra ára. Þetta gerir um 4 ferm. af verslun- arrými á hvert mannsbarn í Reykjavík en það er helmingi meira rými en þekkist í öllum helstu stórborgum í nágranna- löndum okkar. ____________ -lg Sjá fréttaskýringu um versl- unarhallir og fjáraustur bankakerfisins til verslunar í Sunnudagsblaði. bls. 7 Suður-Afríka Takmarkaðar refsiaðgerðir Utanríkisráðherrar Norð- urlanda gáfu í gær í Osló út sam- eiginlega yfirlýsingu um að þeir myndu banna nýjar fjárfestingar í Suður-Afríku, innflutning gullmyntarinnar Krugerrand, út- flutning á tölvum og skyldum vörum og banna allar lánveiting- ar norrænna banka, þmt. þátt- töku þeirra í alþjóðlegum lán- veitingum, til Suður-Afríku. Einnig verða öll innkaup ríkis- stofnana frá Suður-Afríku stöðv- uð. - ÞH/Reuter Sjá bls. 13-14. BSRB þingið Sjálfstæðisflokkurinn á fullu Haraldur Hannessonformaður StarfsmannafélagsReykja víkur býður sigfram gegnflokksfélaga sínum Albert Kristinssyni. Flokksforysta Sjálfstœðisflokksins komin ímálið. „Haraldur á möguleika1 Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykja- víkur hefur lýst yfir því, að hann ætli að bjóða sig fram til fyrsta varaformanns BSRB á þingi Bandalagsins í næstu viku gegn Albert Kristinssyni núverandi varaformanni. Báðir eru yfirlýst- ir Sjálfstæðismenn, en greinir mjög á um leiðir í verkalýðsbar- áttu. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur hafið afskipti af þessum málum innan verkalýðssamtak- anna. Varaformenn BSRB eru tveir, fyrsti og annar, og venjan hefur verið sú, að fyrsti varaformaður komi frá bæjarstarfsmönnum, en annar frá ríkisstarfsmönnum. Önnur hefð í Bandalaginu er að fyrsti varaformaður komi frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar, en Albert Kristinsson braut þá hefð síðast þegar kosinn var varaformaður, en hann var þá formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Nú hyggst Har- aldur vinna þetta embætti til höfuðborgarinnar aftur. „Það stefnir allt í harða kosn- ingabaráttu á þinginu, því það er mikill ágreiningur á milli þessara manna, eins og kom berlega í ljós í samningunum í fyrra vetur.. Al- bert hefur stuðning stóru félag- anna utan Reykjavíkur og ég hef ekki trú á að Haraldur eigi mögu- leika á að velta honum. Það er almenn óánægja með Harald vegna framkomu hans í kjarabar- áttunni í fyrra vetur,“ sagði einn fulltrúa á komandi þingi f samtali við Þjóðviljann í gær. Flokksforystu Sjálfstæðis- flokksins stendur ekki á sama um þessa baráttu Alberts og Har- alds. Heimildir Þjóðviljans herma að á föstudaginn í síðustu viku hafi Þorsteinn Pálsson for- maður flokksins kallað þá félaga á fund og reynt að fá annan hvorn til að falla frá framboði. Það mun hafa verið borin von hjá for- manninum, því enn munu báðir ætla fram. gg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.