Þjóðviljinn - 19.10.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Síða 2
____________________________FRÉTTIR_____________ Kvennafrí Bjartsýnar á þátttökuna 5 listsýningar kvenna opnaðar á Akureyri. Samfelld dagskrá allan 24. október. Mikill hugur í konum Hugmyndin hlaut í fyrstu mis- jafnar undirtektir. Síðustu dagana hefur henni aukist mjög fylgi og við erum mjög bjartsýnar á þátttöku, sagði Elín Stephensen kennari á Akureyri. Hún hefur ásamt félögum úr öllum stéttarfé- lögum og stjórnmálafélögum á staðnum undirbúið 24. október á Akureyri, en þar hafa konur ver- ið hvattar til að leggja niður vinnu allan daginn. Fimmtudaginn 24. október verður samfelld dagskrá allan daginn og langt fram á kvöld í Alþýðuhúsinu nýja. í>ar blandast saman skemmtidagskrá, kynning á stærstu stéttarfélögum kvenna, umræða um kjör kvenna og sagði Elín að ætlunin væri að reyna að sameinast um ályktun um þau efni. Einnig verða kynnt úrslit í ljóða- og smásagnasamkeppni Sem efnt var til af þessu tilefni, fluttir leikþættir og ræður hald- nar. „Við höfum hvatt konur ein- dregið til að taka sér frí frá störf- um þennan dag og ræða sín kjara- mál,“ sagði Elín, „og í Degi í dag birtist stór auglýsing frá helstu at- vinnurekendum í bænum og for- ystumönnum stærstu stéttarfé- laganna, sama efnis.“ í dag verða í tilefni loka kvennaáratugar opnaðar 5 list- Flugfreyjur Líkur á verktalli Nýr sáttafundur á mánudagsmorgun. Verkfall boðað á miðnætti þriðjudag. Margrét Guðmundsdóttir form. Flugfreyjufélagsins: Sýnist ástandið ansi dapurt Töluverðar líkur eru til þess að til verkfalls flugfreyja hjá Flugleiðum komi á miðnætti á að- fararnótt miðvikudags n.k. en sáttafundir hafa ekki borið neinn árangur ennþá. Ríkissáttasemj- ari hefur boðað til nýs sáttafund- ar með deiluaðilum kl. 10 árdegis á mánudag. „Mér sýnist ástandið ansi dap- urt og það þarf mikið að gerast svo deilan leysis fyrir boðað verk- fall,“ sagði Margrét Guðmunds- dóttir formaður Flugfreyjufé- lagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Komi til verkfalls fellur nið- ur allt flug hjá Flugleiðum bæði innanlands og utan. Áætlunarflug hjá Arnarflugi mun hins vegar halda áfram, þar sem ekki hefur verið boðað verk- fall á flugfreyjur félagsins. Að sögn Margrétar standa yfir við- ræður við forráðamenn Arnar- flugs og eru þær skammt á veg komnar. „Við erum fyrst og fremst að fara fram á viðurkenningu á okk- ar vinnutíma auk þess að fá greitt vaktaálag. Flugleiðamenn hafa ekkert þokast nær okkar kröfum ennþá og við höfum heldur ekki slegið neitt af,“ sagði Margrét Guðmundsdóttir. -*g- sýningar kvenna á Akureyri: þrjár samsýningar á myndlist sem um 30 konur taka þátt í, einka- sýning Rutar Hansen og handa- vinnusýning. Þeim Iýkur 24. okt- óber og verður tónlistarflutning- ur og ljóðalestur á sýningarstöðu- num. Þá verður á morgun, sunn- udag haldin sýning á verkum eyfirsku skáldkonunnar Kristínar Sigfúsdóttur í Hrafnagilsskóla. Hún verður aðeins opin þennan eina dag. -ÁI Þeir vélsalta í plasttunnur hjá Haraldi Böðvarssyni &Co. á Akranesi, fyrir gyðingana í New York, segja þeir. Mynd. Sig. TORGIÐ, KannsKi getur barnabarna- barnið mitt notað Þjóðarbók- hlöðuna? Akranes Sfldin komin Skírnir AK16 kom í vikunni með 140 tonn afhreinustu demantssíld sem fékkst í einu kasti Sfldarvertíðin er hafin á Akra- nesi. Á miðvikudaginn kom Skírnir AK 16 inn með 140 tonn af stórri og feitri sfld sem þeir höfðu fengið í Isafjarðardjúpi á aðfararnótt þriðjudagsins. „Við fengum þetta í einu kasti,“ sagði Árni Aðalsteinsson stýrimaður á Skírni. Árni sagði að það væri mikil sfld þarna núna og þeir færu strax aftur. Sfldarsöltun var í fullum gangi hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. og sagði Guðmundur Sveinsson, verkstjóri að þegar best léti af- kö.stuðu þau rúmlega 100 tunnum á klukkustund þar sem þeir væru búnir að vélvæða söltunina. „Sig- urborgin kom hér inn með síld á sunnudaginn síðasta en það var bara prufukeyrsla. Nú erum við að byrja fyrir alvöru.“ Og þar með var hann rokinn. IH Húshjálp óskast til almennra heimilisstarfa, virka daga eftir samkomu- lagi. Uppl. í síma 53758. Styrkir til náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi á námsárinu 1986- 87. 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1986. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs há- skólanámi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykajvík, fyrir 22. nóvember n.k. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. október 1985. Landsvirkjun 2.5 miljarða lántaka 872 miljónirfara íframkvœmdir íár. Afgangurinn til að greiða upp eldri skuldir Landsvirkjun tók í gær scxtíu niiljón dollara lán sem reiknast á núverandi gengi 2491 miljón íslenskra króna. Stærstan hlut lánsins á að nota til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán eða 1619 miljónir króna en 872 milj- ónum verður varið til fram- kvæmda í ár. Það voru þeir Halldór Jónat- ansson forstjóri og Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri sem undirrituðu víxilinn í London. Lánið er tekið með opinberri skuldabréfaútgáfu í London og er lánstími 15 ár. Vextir eru sk. sex mánaða millibankavextir í Lond- on eins og þeir eru á hverjum tíma að viðbættu vaxtaálagi. Vextirnir í dag eru 8.4%. -v Ráðstefna Fjárlögin skeggrædd Forystumenn ASÍog VSÍá opinni ráðstefnu umfjárlög nœsta árs og efnahagsstefnu stjórnarinnar Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur boðað til ráðstefnu um nýframlögð fjárlög ríkisstjórnarinnar og efnahags- mál á þriðjudaginn kemur. Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra flytur ávarp og Magnús Péturs- son hagsýslustjóri fjallar um fjár- lög fyrir næsta ár auk þess sem hagfræðingarnir Þór Einarsson, Ásmundur Stefánsson forseti ASI og Vilhjálmur Egilsson form. SUS og starfsmaður VSÍ munu segja álit sitt á fjárlögunum. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með þátttöku þeirra Björns Björns- sonar hagfræðings ASÍ, Harðar Sigurgestssonar forstjóra Eim- skips, Sigurður B. Stefánssonar hjá Kaupþingi, Þorvalds Gylfa- sonar prófessors og Sigurðar R. Helgasonar forstjóra Björgunar h/f. Umræðustjóri verður Þórður Friðjónsson efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Ráðstefnan verður í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 13.45._jg, Félagsmiðstöðvar Nýir for- stöðumenn Tvcir nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir til félagsmiðstöðva Æskulýðsráðs Reykjavíkur og var gengið frá ráðningu þeirra í borgarráði fyrir skömmu. Jónas Kristinsson var ráðinn til Þróttheima. Hann er fæddur árið 1960, hefur unnið í Fellahelli sl. ár og nýkominn frá námi í Gauta- borg. Tómas Ó. Guðjónsson var ráðinn til nýrrar félags- miðstöðvar við Frostaskjól. Hann er fæddur árið 1959, lauk nýlega námi frá HÍ í líffræði. Hann hefur unnið hjá Æskulýðs- ráði frá 1977. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.