Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Vesturbæjarskóli Hönnunamefndinkennaralaus Meirihlutinn í borgarstjórn: Kennarar eiga ekki erindi í hönnunarnefnd Vesturbæjarskólans. Miklar deilur um kennslufrœðilega könnun meðal íbúa Vesturbœjar og á Granda Tillaga borgarfulltrúa minni- hlutans á borgarstjónrarfundi á fimmtudagskvöldið um að Kennarafclag Reykjavíkur fái að tilnefna fulltrúa sinn í hönnunar- nefnd Vesturbæjarskólans fékk ekki stuðning meirihlutans og þar með felld. Nefndin verður því áfram kennaralaus. Á fundi fræðsluráðs borgarinn- ar í lok september var lagt fram bréf frá Kennarafélaginu þar sem Síldarsöltun Mikil óvissa Leiðrétting hagsörðugleika Námsgagna- stofnunar var mishermt eftir Ragnari Gíslasyni að námsgagna- stjóri hefði lofað að útvega til- skilið fjármagn vegna 9. bekkjar. Hið rétta er að námsgagnastjórn ákvað í trausti fjárveitingar- beiðni menntamálaráðuneytis til fjármálaráðuneytis að hefja kaup á gögnum vegna úthlutunar nám- sefnis til til 9. bekkjar þó svo að umbeðin aukafjárveiting hefði ekki farið fram. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessu mishermi. Menn eru að reyna að kæla tunnurnar með því að moka yfir þær ís og dæla yfir þær sjó, en það veit enginn fyrr en hitabylgj- an er gengin yfir hvort hún hefur valdið skemmdum eða ekki, sagði Jóhann Þorsteinsson hjá sfldars- öltunarstöðinni Verktakar á Reyðarfirði. Einmitt á Reyðar- firði hefur hitinn verið hvað mestur á Austfjörðum. Jóhann sagði að hann myndi vart eftir jafn miklum hita á þess- um árstíma og menn hefðu alls ekki verið viðbúnir þessari hita- bylgju. Hann sagði að ef hitinn dytti niður í það sem kallast má eðlilegt á þessum árstíma, alveg næstu daga, væri von til þess' að sfld hefði ekki skemmst en ef 15- 20 hiti dag eftir dag eins og verið hefur undanfarið heldur áfram, þá væri voðinn vís. Eins Þjóðviljinn greindi frá í gær hefur ríkismat sjávarafurða ráðlagt saltendum að breiða ein- angrunarplast yfir tunnurnar, setja ís á milli raðanna og nota svo blásara til að dreifa loftinu yfir staflann. - S.dór Breiðholt II og III í frétt Þjóðviljans á fimmtudag var ranglega haft eftir Gísla Sváfnissyni formanni Framfa- rafélags að það þyrfti undirgöng undir Breiðholtsbraut á milli Breiðholts I og II. Hið rétta er að það vantar göng á milli Fellahel- list og Seljahverfis, þ.e. Breiðholts II og III. Þá ítrekar Gísli að nauðsyn sé einnig á göngum undir Reykjanes- brautina úr Mjódd yfir í Kópavog því þar sé mikil slysahætta einnig. Úr vaktherbergi SUDUR-AFRÍKA Laugardaginn 19. október kl. 14 mun Aaron Mnisi flytja erindi og svara fyrirspurnum um S-Afríku í Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. Undirbúningsnefndin það fer fram á að fá að tilnefna fulltrúa í nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða forsend- ur hönnunar Vesturbæjar- skólans. Sjálfstæðismenn í fræðsluráði féllust ekki á þessa beiðni og því var hún tekin aftur upp í borgarstjórn. Tillaga minni- hlutans í borgarstjórn fékk 9 at- kvæði og þar með ekki stuðning. í framhaldi af því létu fulltrúar Kvennaframboðs bóka, að þær telji það óeðlilegt að í þessari nefnd skuli ekki sitja fulltrúi frá KFR. Miklar umræður spunnust á fundinum um könnun sem um- rædd nefnd er að gera á meðal foreldra barna á grunnskólaaldri og yngri í Vesturbæ og á Granda. Könnuninni er ætlað að fá fram viðhorf foreldra um ýmislegt er varðar skólastarfið, með vænta- lega hönnun skóla í huga. Hart var deilt á þessa könnun af minni- hlutanum á fundinum og var þar margt talið upp henni til hnjóðs. Engar útskýringar fylgja könn- unni né skilgreiningar á hug- tökum eins og til að mynda „op- inn skóli“, „hefðbundinn skóli“ „viðvera" o.s.frv. Könnunin er þegar komin út meðal fólks og rennur skilafrestur á svörum út á mánudaginn. Skólastjóri Vestur- bæjarskólans mun ekki hafa vitað um gerð þessarar könnunar. gg Borgarspítalinn Bætt vinnuaðstaða Breytingar á skurð- og lyflœkningadeildum Undanfarna mánuði hafa stað- ið yfir umfangsmiklar breyt- ingar á skurð- og lyflækninga- deildum Borgarspítlans. Taka þær bæði til breytinga á húsnæði og stjórnskipulagi, og eru m.a. í því augnamiði gerðar, að laða að spítalanum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Borgarspítalans, sagði vinnuaðstöðu hjúkrunar- fólks hafa verið bætta með því, að endurskipuleggja herbergja- skipun deildanna. Er starfsfólk á einú máli um að breytingarnar hafi tekist vel og deildirnar mun betri og þægilegri vinnustaður eftir en áður. Til þessa hafa sjúkradeildir spítalans verið mjög stórar og dagleg stjórn í höndum eins deildarstjóra. Það er erfitt starf og yfirgripsmikið þar sem mikil- vægt er að deildarstjórinn hafi yf- irsýn yfir sjúklinga, starfsfólk og allt annað, er varðar starfsemina. Eftir að skipulagsbreytingin er um garð gengin sagði Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkrunarfor- stjóri, að tvær sjálfstæðar deildir væru á hverjum gangi og sérstak- ur deildarsjtóri með hverja deild. Af því leiðir að hann hefur mun færri sjúklinga að sjá um eða 15- 16 í stað 32ja áður. Hér hafa því mikil umsicipti orðið til hins betra. Að undanförnu hefur Borgar- spítalinn búið við mikinn skort á hjúkrunarfræðingum. Afleiðing- in hefur orðið sú, að ógerlegt er að reka allar deildir spítalans með fullum afköstum. f spítalan- um er nú rúm fyrir 469 sjúklinga. Skiptist það þannig niður á ein- stakar deildir: Lyflækningadeild 69, skurðlækningadeild 97, gjörgæslu- og gæsludeild 20, öldr- ungardeild 103, geðdeild 91, hjúkrunar- og endurhæfingadeild 89. -mhg ANDAHÁTÍÐ UM HELGINA Veislumatur á vægu veröi. Það veröur sannkölluð andaveisla um helg- ina í Kína-eldhúsinu. Helgarréttirnir verða alls sjö, t.d. Ijúffeng Pekingönd með appelsínusosu. Kínamatur er kóngafæða Allt gos í flöskum á búðarverði. P.s. Gleddu fjölskylduna, hún á allt gott skilið. Kipptu með þér kínamat. Sími 687-455.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.