Þjóðviljinn - 19.10.1985, Side 7
Menn vilja
kannski
fá betta allt
kokkað inní
heilabúið
Rætt við Jón Arason skáld um Ijóðlist
Jón F. Arason: Ég hef talið mig, frá því ég fór að hafa áhuga á manninum, vera hlynntan samfélagsgerð sósíalisma, sem glöggt má finna stað í verkum mínum ef vel er leitað - en menn
vilja kannski fá þetta allt kokkað inní heilabúið. Ljósmynd: E.ÓI.
Þetta er minn miðill, minn tjáningar-
máti. Ég er að reyna að koma áfram-
færi og bögglast við að segja hug
minn á þennan eina hátt sem mér er
lagið, með Ijóðinu, segir Jón Friðrik
Arason skáld, þá hann kemurtil við-
tals við Þjóðviljann m.a. ítilefni Ijóða-
bókar hans Tveir fuglar og langspil,
sem kom útfyrirskömmu.
„Ég hef kannski svo margt að segja að
mér finnst ekki taka því að byrja á að
segja það,” segir Jón, „í ljóðinu get ég þó
sett það fram á margbreytilegan hátt. Eg
vil leggja aðaláhersluna á manneskjuna,
harmóníu manneskjunnar í samfélaginu
og vissulega ýmsar dægurflugur í
heimsmenningunni s.s. ógnun við
mannkynið í dag o.s.frv. Eins má segja að
með því að þjappa saman hugsun sinni í
ljóð þá kristallist betur einskonar sam-
nefnari ákveðinnar skoðunar.
Nei, ég fylgi ekki neinni flokksstefnu og
hef aldrei gert, þó það megi kannski á
vissan hátt flokka mig niður, setja mig á
vissan bás. Ég hef talið mig, frá því ég fór
að hafa áhuga á manninum, vera hlynntan
samfélagsgerð sósíalisma, sem glöggt má
finna stað í verkum mínum ef vel er leitað
- en menn vilja kannski fá þetta allt kokk-
að inní heilabúið? Ég er ekki mjög
beinskeyttur. Fólk á að geta notið ljóðsins
á sinn hátt - galdurinn á að vera fólginn í
ljóðinu sjálfu.
Tveir fuglar og langspil er önnur ljóða-
bók mín, hin fyrri, sem út kom 1971, er
Lífshvörf. Ég fór að fást við kveðskap í
gagnfræðaskóla hér í Reykjavík. Að vísu
er ég fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð,
það herrans ár 1948, en fluttist hingað
með foreldrum barnungur. í fyrstu setti
ég helst saman níðvísur um kennara mína
en fór síðan að fást við pantaðar ástar-
stökur. Eitt sumar á unglingsárum mínum
vann ég hjá lyfjaverslun ríkisins, þar
kynntist ég hagyrðingi nokkrum. Þótti
mér ruglið í honum svo leiðinlegt að ég
hef síðan verið fráhverfur því að yrkja í
bundnu máli og hneigst til óbundins kveð-
skapar, enda rímið vafist fyrir mér.
Þegar ég síðan kem í Kennaraskólann
1968 fer ég að verða mér þess meðvitaður
að ljóð mín eru meira en aðeins skens um
fólk og samfélag.”
Hve gott er
að vera tré
Segðu okkur nokkuð um bók þína Tveir
fuglar og langspil og undirtektir.
„í upphafi bókarinnar opna ég ýmsar
gáttir:
hve gott er
að vera tré
og búa fuglunum
skjól í greinum sínum
hve gott er
að vera hús
og búa fuglunum
skjól í þakskeggi sínu
hve gott er
að vera manneskja
og hafa fugla i búri
í stofu sinni
Um miðbikið er almenn umfjöllun og
bókinni lýkur með hálfstaðhæfingum í
spurnarformi:
ef væri ég vísindamaður
væri himinninn endalausar formúlur
um hugsanlega möguleika
ef væri ég heimsdrottnari
væri himinninn verustaður
hverskyns ófreskja, skrímsla
og ógna mannkyns
en er ekki himinninn blár
svo fuglar geti flogið um hann
og sungið dirrindí
öðrum læt ég eftir frekari analísu á þessu
verki.
Hvað undirtektir varðar er ekki gott að
segja mikið enn sem komið er. Fyrri ljóð-
abók mín Lífshvörf seldist hinsvegar mjög
vel eða í 1200 eintökum. Gárungarnir
segja að vísu að hún hafi ekki verið upp-
seld heldur uppgefin. Metsöluljóðabók-
in, sem fyrsta bók höfundar, mun hafa
selst í 700 eintökum.”
Eftir að þú laukst námi við Kennara-
skóla íslands 1973 hefur þú dvalist víða,
fyrir utan hér í Reykjavík, við nám og störf
á eins ólíkum stöðum, geri ég ráðfyrir, og í
Keflavík og Bercelona á Spáni. Hvaðaþátt
hefur það átt í mótun skáldskapar þíns?
„Hér er vissulega um andstæður að
ræða. Þegar menn upplifa andstæður þá
hlýtur eitthvað að gerast, uppúr þessum
tveimur heimum myndast nýr heimur.
Fjölgun mannkyns er byggð á þessari
kenningu, móthverfurnar fara saman og
árangurinn verður nýr einstaklingur. Það
er sama hvar við berum niður í lífinu, í
heimspeki, skáldskap eða í hagfræðinni.
Andstæðunum er att saman til þess að fá
út nýjan sannleika, nýjar niðurstöður,
þær eru hið skapandi afl í lífi okkar og
starfi. Hvort sem við t.d. vitnum til Sym-
posium Platons, hvar hann fjallar um
ástina og nauðsynlega aflgjafa hennar,
ellegar Móthverfa Má Sedongs formanns.
Að lóta menn
finna til
Seinni ljóðabók mín er árangur
heimspekilegra pælinga og þenkinga.
Faglega séð þá skrifaði ég hana á tiltölu-
lega skömmum tíma, nánast sem eitt sam-
fellt ljóð. Hin fyrri er tætingslegri og
spannar yfir nokkur ár. Á milli þessara
tveggja bóka hef ég verið að skrifa mig í
gegnum hina ýmsu strauma í ljóðlistinni.
Ég hef hinsvegar ekki treyst mér til þess
að gefa það út ennþá.
Stíll seinni bókarinnar er fáorður en
hún segir þó ekkert minna fyrir þær sakir.
Eins og ljóðin bera með sér þá var ætlunin
að þau yrðu einföld og auðskilin en þó
ekki harðsoðin. Ég hef leitst við framar
öllu að forðast háttalag orðháksins og að
hafa hvert orð innan takmarka hins lifandi
máls en ekki orðabókarmál. Ljóð bókar-
innar eru stutt og kannski fljótlesin - en
þurfa ekki að vera að sama skapi fljótaf-
greidd.
Ef ég yrði spurður þess hvort það væri
ætlun mín að skrifa eins bók næst, myndi
ég svara því til að ég vissi það ekki. Eitt er
víst að ég hef nú skrifað mig frá skeyta- og
heimsósómastílnum. Skáld eiga að reyna
að koma reglu á hjartslátt manna, kenna
fólki að lifa með hjartanu. Láta menn
finna til, gera sér grein fyrir umhverfi sínu
og lifa í samfélagi því sem við búum við.
Með þessum orðum má vera að ég segi
ekki neitt en þau eru þó alltént sögð.”
Þú hefur dvalið lengi á Spáni.
„Já, ég er búsettur í Barcelona ásamt
konu minni Marisu en við kynntumst þar
er ég var við bókmenntanám við há-
skólann. Ég hef sl. 10 ár verið með annan
fótinn á Spáni. Eins og þessi 10 ár gefa til
kynna þá hefur mér liðið prýðilega. Þar
hef ég kynnst öðruvísi fólki, annarri
menningu og orðið fyrir áhrifum af mann-
lífi, þjóðlífi, hugverkum eða menningu
yfirleitt. Margt af þessu hefur hrifið mig
og sett sín spor í vitund mína.“
Hvað um framtíðina, Jón?
„Hvað framtíðina snertir gæti ég ef til
vill sagt eins og gamall kunningi: Enginn
veit hvar kötturinn skeit - í gær. Eins er
mér farið, ég er ekki svo laginn við að spá í
framtíðina. Hitt veit ég þó að ég hefi á
prjónunum meiri úthaldsskrif, lengri og
styttri prósaverk, þá hef ég einnig fengist
við leikverkasmíð sem sett hafa verið upp
af áhugaleikurum. Sem dæmi má nefna
barnaleikritin Sirkus á sjó og Úlfurinn
hennar Rauðhettu, bæði leikin í Stapan-
um.
Ég er bjartsýnn á framtíðina og langar
til að snúa mér alfarið að skriftum og tel
ekki fært að stunda önnur störf með, sem
krefjast krafta minna milli 9 og 5.“ -já
Laugardagur 19. október 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7