Þjóðviljinn - 19.10.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Síða 13
HEIMURINN Suður-Afríka Moloise hengdur Jóhannesarborg og víöar- Þrátt fyrir víðtæk mótmæli hvað- anæva að úr heiminum var blökkumaðurinn og skáldið Benjamin Moloise hengdur í fangelsi í Pretoríu í gærmorg- un. Aftakan hratt af stað mót- mælum og átökum sem ma. bárust inn í miðborg Jóhann- esarborgar þar sem blökku- menn gerðu aðsúg að hvítum. Fjöldi blökkumanna kom sam- an til minningarathafnar í Jó- hannesarborg eftir aftökuna og ríkti þar mikil sorg og reiði. Eftir athöfnina kom til átaka og í þeim var hvítur lögreglumaður stung- inn til bana og tveir aðrir særðir. Ótilgreindur fjöldi blökkumanna var handtekinn. Meðal þeirra sem minntust Moloise var Winn- Refsiaðgerðir Ná allt of skammt Osló - Fulltrúar samtaka gegn aðskilnaðarstefnunni sem voru samankomnir í Osló í til- efni fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna lýstu því yfir að fundinum loknum í gær að refsiaðgerðir þær sem ráð- herrarnir lögðu til næðu allt of skammt. Þeir sögðu hins vegar að líkur væru á að öll viðskipti við Suður- Afríku legðust niður á næstu vik- um í kjölfar afgreiðslubanns stéttarfélaga flutningaverka- manna sem ákveðin hafa verið. ie Mandela eiginkona Nelson Mandela en hún er það sem nefnt er „forboðin manneskja“ í Suður-Afríku. Það þýðir að hún má ekki vera útivið með fleiri en einni manneskju og blöðum er bannað að vitna í orð hennar. Afríska þjóðarráðið gaf út yfir- lýsingu eftir aftökuna þar sem því var heitið að lífláti Moloises yrði hefnt. ANC sagði að aftakan væri blökkumönnum „hvatning til að veita óvininum enn þyngri högg en fyrr og út um allt land“. Ein- ingarsamtök Afríkuríkja tóku undir með ANC og bættu því við að aftakan sýndi „að hvíta minni- hlutastjórnin í Pretoríu ætlaði sér ekki að gera neinar raunveru- legar breytingar á aðskilnaðar- stefnunni". Á Vesturlöndum brugðust ríkisstjórnir hart við aftökunni og það var álit flestra þeirra að hún myndi kalla á hertar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Fulltrúar á bresku Samveldisráðstefnunni sem nú stendur yfir í Nassau á Bahamaeyjum sögðu að aftakan myndi styrkja málstað þeirra sem krefðust samræmdra refsiað- gerða en breska stjórnin hefur barist gegn því að til þess komi. Laurent Fabius forsætisráð- herra Frakklands tók þátt í einn- ar mínútu þögn úti fyrir sendiráði Suður-Afríku í París í gær. Að henni liðinni sagði hann: „Þessi aftaka sýnir glöggt hve algert skeytingarleysi kynþáttastjórnar- innar í Pretoríu um mannréttindi er.“ í Bandaríkjunum sagði Larry Speakes blaðafulltrúi Hvítahúss- ins að aftakan myndi auka á spennuna sem ríkir milli kynþátta í Suður-Afríku. Contraskæruliðum hefur nýlega borist 27 miljón dollara aðstoð frá Bandaríkjunum og hafa þeir aukið umsvif sín á landamærum Hondúras og Costa Rica. Nicaragua Astandiö er eðlilegt Cesar Baez sendiráðsritari Nicaragua í Stokkhólmi í viðtali við Þjóðviljann: Aðgerðir til varnar gegn öngþveiti í landinu mannréttinda. Það helsta sem breyttist var eftirfarandi: 1. Stjórnin hefur áskilið sér rétt til að flýta í dómskerfinu meðferð á málum manna sem sannað þyk- ir að hafi gerst brotlegir við lög. Þetta er gert í ljósi þess hve seinvirkt dómskerfið er. En rétt- ur hins ákærða er í engu skertur, hann getur eftir sem áður áfrýjað máli sínu til hæstaréttar. valið sér verjanda osfrv. 2. Eftir sem áður er öllum frjálst að ferðast innanlands og inn og út úr landinu. Hins vegar hefur stjórnin tekið sér rétt til að fylgjast með og takmarka ferða- frelsi einstakra manna sem brotið hafa lög. 3. Fyrir kosningamar í fyrra Það vakti nokkra athygli í fyrradag þegar fréttastofur skýrðu frá því að mannréttindi hefðu verið afnumin í Nicarag- ua. í fréttaskeytum voru talin upp þau réttindi sem afnumin voru en engar nánari skýringar gefnar. Síðan hefur lítið verið í fréttum frá Nicarauga hjá Reut- er. Þess vegna slógum við á þráðinn til sendiráðs Nicarag- ua í Svíþjóð og spurðum Cesar Baez sendiráðsritara hvað væri að gerast í landinu. „Það sem gerðist var að nokkr- ar lagagreinar sem fjalla um mannréttindi voru numdar úr gildi og aðrar settar í staðinn, sumar í átt til takmörkunar Sjórán Enn glímt við eftirmálin Washington, Róm og víðar - Sjóránið á Miðjarðarhafi í síð- ustu viku virðist ætla að draga á eftir sér iangan slóða í sam- skiptum ríkja beggja vegna Atlantshafsins. Nú er komið á daginn að litlu munaði að til vopnaðra átaka kæmi milli ít- alskra og bandarískra her- manna á flugvellinum í Nató- herstöðinni Sigonella á Sikiley eftir lendingu egypsku farþeg- aflugvélarinnar sem neydd var til að lenda þar. Ljóst er að atburðirnir í síðustu viku geta haft talsverð áhrif á samskipti Bandaríkjanna og ftal- íu. Eftir að flugvélin með palest- ínsku sjóræningjana fjóra var lent á Sikiley hrósaði Reagan forseti ítölum fyrir góða sam- vinnu. í gær var frá því sagt í frétt- aþætti bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CBS að Caspar Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefði hringt í kol- lega sinn Giovanni Spadolini eftir að egypska flugvélin var lent en ekki áður en það gerðist eins og áður hefur verið haldið fram í Washington. Þetta var það fyrsta sem ítalska stjórnin fékk að vita um fyrirætlanir bandaríkja- manna. Að sögn CBS óskaði Wein- berger eftir því við Spadolini að sjóræningjamir yrðu framseldir og varð Spadolini við.þeirri ósk. En á Sikiley gerðist það þegar bandarískir hermenn ætluðu að smala farþegum egypsku vélar- innar um borð í bandaríska her- flutningavél að ítalskir hermenn komu til skjalanna og varð harka- legt orðaskak á milli þeirra og bandarísku hermannanna. Eftir nokkurt þóf gáfu bandarísku her- Caspar Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna útskýrir hvernig bandarísku herþoturnar fóru í veg fyrir egypsku farþegaþotuna. mennirnir sig enda kom ekki ann- að til greina nema þá „vopnuð átök við bandamenn okkar“ eins og einn bandarísku hermann- anna orðaði það í viðtali við CBS. REUTER Flogið í óleyfl Mohamed Abbas, leiðtogi PLF sem ítalir leyfðu að fara til Júgóslavíu þrátt fyrir hávær mót- mæli bandarísku stjórnarinnar, staðfestir þessa frásögn CBS í viðtali sem haft var við hann í júgóslavnesku blaði sl. laugardag en ekki birt fyrr en í gær. Bætir Abbas því við að bandarískur liðsforingi hefði sleppt sér þegar ítalimir meinuðu honum að flytja farþegana um borð í flutningavél- ina. Æpti hann á ítalina að hann væri vel vopnum búinn og hefði ma. til umráða 200 orustuþotur, 500 skriðdreka og kjamorku- vopn. „Við spurðum hvort hon- Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON um litist ekki best á að byrja á kjarnorkuvopnunum,“ sagði Abbas. Þegar flogið var með Abbas og sjóræningjana til Rómar kom annað fyrir sem orkar tvímælis. Bettino forsætisráðherra skýrði agndofa ítölskum þingmönnum frá því að um sama leyti og vélin með Abbas og félaga hóf sig á loft á Sikiley hefði önnur flugvél, bandarísk æfingavél af gerðinni T-39, farið í loftið án þess að afla sér heimildar til flugtaks. Hefði vélin fylgt hinni vélinni lang- leiðina til Rómar. Bandarískir embættismenn sögðu að skipun um þessa fylgd hefði ekki komið frá Hvíta hús- inu né Pentagon heldur bersýni- lega frá yfirmönnum bandaríska herliðsins á Sikiley. „Hver sem tók þessa ákvörðun hefur viljað ganga úr skugga um að ekki yrði flogið með þá (palestínumenn- ina) eitthvað annað," sögðu emb- ættismennirnir sem ekki vildu láta nafna sinna getið. Hver var hlutur Abbas? Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Craxi sagt af sér fyrir hönd stjórnar sinnar eftir að Lýðveldisflokkurinn undir for- ystu Spadolinis lét af stuðningi við stjórnina. Spadolini var óá- nægður með þvað hvernig Craxi hélt á málinu, bæði að hann skyldi ekki framselja sjóræningj- ana og þó einkum að hann skyldi leyfa Abbas að fara úr landi. í áðurnefndu viðtali segist Abbas ekki hafa átt neinn þátt í undirbúningi eða framkvæmd sjóránsins. Einu afskipti hans hefðu verið að annast milligöngu þegar samið var um uppgjöf sjó- ræningjanna. Shimon Peres for- sætisráðherra ísraels sagði hins vegar í CBS-þættinum að ísraelsa leyniþjónustan hefði undir hönd- um sannanir fyrir því að PLF undir forystu Abbas hefðu undir- búið og skipulagt sjóránið. Ekki vildi Peres svara því hverjar þess- ar sannanir væru. Líkið af eina fórnarlambi sjór- ánsins, bandaríkjamanninum Leon Klinghofer, var flutt til Rómar í fyrradag en eftir bráða- birgðalíkskoðun er ekki hægt að fullyrða um dánarorsök hans. var öllum hömlum á frelsi fjöl- miðla aflétt. Nú hefur verið sett í lög að fréttir á vissum sviðum efnahags- og hermála verður að leggja fyrir stjórnvöld áður en þær birtast. Að öðru leyti ríkir óheft fjölmiðlafrelsi og helsta blað stjórnarandstöðunnar, La Prensa, kemur út á hverjum degi. 4. í lögum um funda- og verk- fallsfrelsi hafa verið sett ákvæði um mótmælagöngur sem gera skipuleggjendum skylt að til- kynna yfirvöldum um fyrirhug- aða gönguleið og eins að áætla fjölda göngumanna. Auk þess verða þeir að ábyrgjast tjón á eignum sem göngumenn kunna að valda á leiðinni. Að öðru leyti er allt óbreytt og líf almennings og atvinnulíf er með eðlilegum hætti.“ Kirkjan tvískipt ífréttum ersagtfrá því að blað á vegum rómversk-kaþólsku kirkjunnar hafi verið gert upp- tækt. „Já, það er rétt. Kaþólska kirkjan, sem 90% landamanna aðhyllast, er tvískipt. Flestir prestar eru jákvæðir í garð bylt- ingarinnar en sumir erkibiskupar hafa sýnt stjórninni fjandskap. Samningaviðræður stjórnvalda og biskupa hafa staðið yfir og andrúmsloftið er misgott. Núna er það slæmt og í vikunni ætluðu biskuparnir að gefa út blað. Þeim var bent á að um blaðaútgáfu giltu ýmis lög og reglur en þeir ákváðu að hundsa þær. Þess vegna var blaðið stöðvað. En um leið og þessar reglur verða hald- nar mun blaðið koma út.“ - Með hverju réttlœtir stjórnin þessar lagabreytingar? „Markmið þeirra er að koma í veg fyrir að Bandaríkjunum tak- ist að skapa öngþveiti í landinu og að einstaklingar geti komið af stað átökum sem stefnt gætu bylt- ingunni og öryggi borgaranna í hættu. En það eru allir frjálsir í Nicaragua og stjórnin hefur svar- ið þess eið að standa vörð um friðhelgi eignarréttarins og and- legt og pólitískt frelsi. En baksvið þessara breytinga er að frá bandarískum hernaðar- yfirvöldum heyrast nú þær raddir að það þurfi að þjarma betur að Nicaragua og beita Condatora- ríkin auknum þrýstingi. Við höf- um orðið varir við liðsflutninga á landamærum Hondúras og Costa Rica og úti fyrir ströndum lands- ins eru bandarísk herskip stöðugt á sveimi. Þá hafa skæruliðamir, Contras, nýlega fengið aukinn stuðning frá Bandaríkjunum þeg- ar stjórnvöld ákváðu að veita þeim 27 miljón dollara aðstoð. Þetta er aðalástæðan fyrir því að ákveðið var að útvíkka neyðará- standslögin sem ríkja í landinu," sagði Cesar Baez. Laugardagur 19. október 1985 ÞJÓÐVILJiNN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.