Þjóðviljinn - 19.10.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Side 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra verður haldið dagana 19.-20. október í orlofshúsum verklýðsfélaganna að lllugastöðum í Fnjóskadal. Dagskrá laugardaginn 19. október: 13.00 þingsetning. Venjuleg aðalfund- arstörf Adda Bára Sigfúsdóttir segir frá frumvarpi Alexanders um sveitar- stjórnarlög og þeirri umræðu og umfjöllun sem það hefur fengið í Alþýðu- bandalaginu. Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyri fjallar um félagslega þjónustu sveitarfélaga, Finnbogi Jónsson fjallar um atvinnumál, m.t.t. þátt- töku sveitarfélaga, Jóhannes Sigfússon oddviti ræðir sérstöðu minni sveitarfélaga. Fyrirspurnir og umræður verða að framsögum loknum. Starfshópar. Að loknu dagsverki verður kvöldvaka sem hefst með sam- eiginlegu borðhaldi. Sunnudagurinn 20.: Hópar starfa til hádegis. Skila af sér eftir málsverð. Þá verður tekið til við almenna stjórnmálaumræðu og mun Steingrímur J. Sigfússon hefja umræðuna. Ragnar Arnalds heimsækir þingið á sunnu- dag. Þingslit áætluð kl. 1700. Með kærri kveðju og von um að sjást á lllugastöðum. Stjórn kjördæmisraösins Rádstefna um Framhaldsskólann verður haldin laugardaginn 19. október n.k. kl. 10-17 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan er liður í stefnumótun Alþýðubandalagsins um framhalds- menntun. Dagskrá: Kl. 10-12 Skólamálahópur AB kynnir hugmyndagrunn að: markmiðum og námsskipan, stjórnun og fjármögnun framhaldsskóla. Fyrirspurnir og almennar umræður. Léttur hádegisverður á staðnum. Kl. 13-17 Starfshópar ræða hugmynda- grunninn. Kaffihlé. Niðurstöður hópa. Næstu skref ákveðin. Ráðstefnan er opin öllu stuðningsfólki Alþýðubandalagsins. Til þess að auðvelda undirbúning eru væntanlegir þátttakendur vinsamlegast hvattir til að skrá sig á skrifstofu AB í síma: 1 75 00. Skólamálahópur AB AB Norðurlandi eystra Húsvíkingar - Þingeyingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félagsheimili Húsa- víkur sunnudaginn 20. október kl. 20.30. Alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Ragnar Arnalds ræða stjórnmálaviðhorfið, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál o.fl. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Kjördæmisráð Vesturlands Aðalfundur kjördæmisráðs Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 27. október í Röðli í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. - Kjördæmisráð Ab Seltjarnanesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi verður haldinn í Tónlistar- skólanum, laugardaginn 19. okt. kl. 14.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Guðrún Þorbergsdóttir bæjarfulltrúi ræðir bæjarmálin. 3) Hilmar Ingólfsson form. Kjördæmisráðs gestur fundarins flytur ávarp. Félagar fjölmennið. Stjórnin. AB í Neskaupstað Bæjarmálaráð er boðað til fundar miðvikudaginn 23. október kl. 20.30. Á dagskrá eru bæjarmál og önnur mál. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Kaffihús 21. október Hverfisgötu 105. Miðameríka Torfi Hjartarson ræðir þróunina í Nicaragua eftir byltingu og sýnir myndir. Hólmfríður Garðarsdóttir segir frá tveggja og hálfs árs dvöl sinni í Costa Tónlist, pólitík, myndefni. Húsið opnað kl. 14.00. Láttu sjá þig. - ÆFR Skuldakreppa Rómönsku Ameríku Fundur nk. miðvikudag, 23. október. f Rómönsku Ameríku er 23. október helgaður baráttunni gegn efnahags- skipan alþjóðlegs bankaveldis og kröfunni um að neita að greiða erlendar skuldir. Afborgun af vöxtum einum saman er að ganga af efnahag þessara þjóða dauðum. Því boða Vináttufélag íslands og Kúbu (VÍK), El Salvardor- nefndin og utanríkismálanefnd Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins til fundar um þetta efni mi&vikudaginn 23. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Þar flytur Gylfi Páll Hersir erindi um skuldakreppu Rómönsku Amer- íku, en auk þess verður sagt frá ástandi mála á Kúbu og í El Salvador. Þá verður flutt kúbönsk tónlist og boðið upp á kaffi og kökur. VÍK El Salvadornefndin Utann'kismálanefnd ÆFAB ______________HEIMURINN_____________ Suður-Afríka Það ríldr stríðsástand í Suður-Afrfloi núna Aaron MnisifulltrúiAfríska þjóðarráðsins: Hjálpið okkur að svœfa sjúklinginn, síðan skulum við sjá um uppskurðinn „Afríska þjóðarráðið, ANC, er frelsishreyfing, breiðfylk- ing, sem var stofnuð árið 1912 og hefur alla tíð barist fyrir betri hag blökkumanna. Sam- tökin njóta alþjóðlegrar viður- kenningar, ma. hjá Sameinuðu þjóðunum, Einingarsamtök- um Afríkuríkja og Norðuriönd- unum,” sagði Aaron Mnisi full- trúi ANC í Kaupmannahöfn á blaðamannafundi sem hann boðaði til á fimmtudaginn en Mnisi er í heimsókn til þess að leggja áherslu á það baráttum- ál ANC að ríki heimsins, og þar með talið ísland, hætti öllum viðskiptum við stjórn hvíta minnihiutans í Suður-Afríku. Stofnun ANC fylgdi í kjölfar þess að árið 1910 fékk Suður- Afríka sjálfstæði. „En það sjálf- stæði var aðeins fyrir hvíta. ANC setti sér það markmið að sameina blökkumenn og samtökin tóku fljótlega upp samstarf við samtök indverja og annarra íbúa af asíu- kyni en forystumaður þeirra var Mahatma Gandhi. Saman börð- ust þessi samtök gegn kúgun og landstuldi hvítra. Lengst af var barátta okkar háð með friðsamlegum hætti. Við höfum alltaf viðurkennt tilvist hvítra í landinu og það hefur aldrei verið stefna okkar að hrekja þá í hafið. En við höfum barist gegn því viðhorfi hvítra að blökkumenn væru óæðra fólk. Það er svo kaldhæðni sögunnar að á sama tíma og heimurinn andaði léttar eftir að hafa lagt nasismann að velli í lok síðari heimsstyrjaldarinnar þá var nas- isminn tekinn upp sem opinber stefna í Suður-Afríku. Síðan á 6. áratugnum hefur ANC starfað innan ýmissa sam- taka blökkumanna í landinu, verkalýðssamtaka, námsmanna- samtaka osfrv., en árið 1960 var starfsemi okkar bönnuð og þá tókum við upp vopnaða baráttu gegn stjórn hvíta minnihlutans. Utan Suður-Afríku hefur ANC barist fyrir einangrun stjórnar- innar á öllum sviðum - við biðj- um allar þjóðir að hætta öllum samskiptum við Suður-Afríku, menningarlegum, viðskipta- legum og á sviði íþrótta.” Að deila og drottna „Það ríkir stríðsástand í Suður- Afríku. Fólk er skotið á götum úti, f mótmælagöngum, verkföll- um, skólabörn sem vilja sækja skóla sína jafnt og fólk sem sækir jarðarfarir. Stjórnvöld beita sömu aðferðum og hafa tíðkast í Suður-Ameríku, svo sem að halda uppi morðsveitum sem drepa baráttumenn, fólk hverfur og hús þess eru brennd án þess lögreglan aðhafist nokkuð. Það er líka reynt að kljúfa blökkumenn og aðra undirokaða hópa. Ein aðferðin var sú að veita „lituðum” kosningarétt og stofna sérstaka þingdeild fyrir þá meðan blökkumönnum var haldið utan dyra. En þetta hefur ekki gengið sem skyldi, td. tóku aðeins 40% „litaðra” þátt í kosningum til þings. Stjórnin útskýrði þessa lé- legu þátttöku með því að ANC og kommúnistar hefðu hrætt fólk frá því að kjósa og viðbrögðin voru þau sömu og vanalega: að senda lögreglu og öryggissveitir inn í hverfi blökkumanna. Þegar það gekk ekki var gripið til þess að fremja fjöldamorð og loks var lýst yfir hernaðarástandi í landinu nú í sumar. í krafti þess hefur lögreglan heimild til að handtaka fólk án dómsúr- skurðar, skjóta á fólk og ógna því á alla lund. Nú hafa uþb. 3.000 manns verið handteknir í krafti neyðarlaganna og í fangelsum landsins eru fangar pyntaðir í stórum stíl, td. með rafmagni.” Aðeins eitt skilyrði „Þrýstingur á stjórnvöld hefur aukist, ekki síst vegna efnahags- örðugleika sem stafa af ófriðn- um. Bandarískir og breskir bank- ar og stórfyrirtæki eru farin að flýja landið vegna þess að þeim finnst andrúmsloftið fjandsam- legt fyrir fjárfestingar. Botha forseti bregst við þessu með því að leggja til smábreytingar á kerf- inu sem ekki snerta við grundvelli aðskilnaðarstefnunnar. Núersvo komið að mas. Reagan vill að Botha ræði við okkur í ANC en hann þráast við. ANC er tilbúið að tala við hvern sem er og við setjum aðeins eitt skilyrði: að all- ir pólitískir fangar verði látnir lausir, þám. leiðtogi okkar Nel- son Mandela sem setið hefur í fangelsi í 23 ár. En við höfum líka gert það ljóst að við ætlum okkur ekki að semja um endurbætur á aðskilnaðarstefnunni, afnám hennar er okkar höfuðbaráttu- mál.” Mnisi var spurður út í þær frétt- ir að blökkumenn séu að rnyrða blökkumenn í suður-Afríku. Hann svaraði því til að því miður væru slíkir atburðir ekki settir í rétt samhengi. „Stjórnvöldum hefur tekist að fá örfáa blökku- menn til að ganga erinda sinna og það eru þeir sem eru drepnir, leynilegir útsendarar lögreglu, öryggissveita og hersins.” Þess vegna hika þau En Mnisi var með allan hugann við viðskiptabann: „Ef hvíta fólk- ið glatar þeim munaði sem það býr við mun það snúa baki við aðskilnaðarstefnunni. Viðskipta- bann stuðlar að því. Þess vegna biðjum við ykkur vesturlandabúa að hætta að borða suðurafríska ávexti og að reisa ekki verksmiðj- ur í landinu. Við erum ekki að biðja ykkur að berjast við hliðina á okkur. Barátta okkar fyrir einangrun landsins hefur borið árangur. Nú stendur yfir fundur bresku sam- veldislandanna og þar er Margar- et Thatcher einangruð í andstöðu sinni við refsiaðgerðir. Reagan neyddist til að grípa til refsiað- gerða vegna vaxandi andófs heimafyrir sem náði inn á þingið. Þau Reagan og Thatcher vita vel hver áhrif refsiaðgerðirnar hafa, þess vegna hika þau. Þau græða of mikið á viðskiptunum við Suður-Afríku. Ef við líkjum ástandinu við konu sem er með krabbamein í brjósti þá þarf fyrst að svæfa sjúklinginn áður en meinsemdin er skorin burt. Við erum að biðja ykkur að hjálpa okkur við að svæfa sjúklinginn, svæfa suður- afrískt efnahagslíf. Síðan sjáum við um að skera meinsemdina burt og endurreisa efnahagslíf- ið,” sagði Aaron Mnisi. -ÞH Aaron Mnisi á btaðamannafundinum í fyrradag: Ef Suður-Afríka verður sett í algera einangrun, einkum ef olíuflutningar til landsins verða stöðvaðir, tæki það okkur svona 3 mánuði að ráða niðurlögum hvítu minnihlutastjórnarinnar og afnema aðskilnaðarstefnuna. Mynd: E.OI. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.