Þjóðviljinn - 19.10.1985, Side 15
Minning
Anna Runólfsdóttir
frá Fáskrúðsfirði
Fœdd: 12. júlí 1900. Dáin: 12. okt. 1985
Komin eru leiðarlok langrar og
farsællar ævigöngu. Kær tengda-
móðir mín hefur kvatt okkur. Til
hennar kom dauðinn með líkn og
lausn frá þjáningum, þráðan frið.
Henni er nú heitum muna
þökkuð mæt samfylgd frá fyrstu
kynnum.
Hún hafði sannarlega lært að
kenna á lífsins reynslu, en æðru-
leysi, rósemi og einlægt trúar-
traust hjálpuðu henni að yfirstíga
erfiðleika og áföll og veittu henni
innra þrek og glaða og ljúfa lund
alla ævitíð.
Heilsa hennar varð fyrir alvar-
legu áfalli á besta aldri hennar,
fyrir nær þrem áratugum varð
hún að sjá á bak atorku- og um-
hyggjusömum eiginmanni, yngri
son sinn missti hún sviplega frá
sér og nú síðustu árin höfðu tvær
dætur hennar kvatt lífið eftir erf-
iða sjúkdómsbaráttu. í ellinni
varð hún sjálf fyrir slysum og eftir
beinbrot og aðgerð í fyrra náði
hún sér aldrei.
í ljósi þessa alls mætti ímynda
sér, að ekki hefðu bjartsýni og
lífsgleði verið förunautur hennar,
en svo var þó svo sannarlega.
Þessir eðliskostir fóru saman við
mikla hlýju og kærleik til sinna,
sáttfýsi við náungann og um-
hverfi allt. Hún barst aldrei á, fór
ekki með neinni háreysti, en
hetjulund átti hún ærna.
Hún var fædd 12. júlí árið 1900
á Klöpp, Reyðarfirði. Foreldrar
hennar voru hjónin Jónína Ein-
arsdóttir frá Fjallsseli í Felia-
hreppi og Runólfur Jónsson frá
Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu.
Hún ólst upp með foreldrum sín-
um og síðar móður sinni á ýmsum
stöðum austanlands. 18 ára fer
hún að Eyri við Fáskrúðsfjörð og
tvítug gengur hún í hjónaband
með Þóroddi Magnússyni frá
Víkurgerði í Fáskrúðsfirði og þar
búa þau allt til ársins 1945 að þau
flytjast inn í kauptúnið að Búð-
um.
Mann sinn missti Anna 1956,
en bjó áfram á Búðum með böm-
um sínum og um tíma ein þar
eystra. Hingað suður fer hún svo
alfarin árið 1976 og er hjá dætrum
sínum allt þar til fyrir þrem áram
að hún fór á Hrafnistu, þar sem
hún dvaldi til æviloka.
Böra þeirra Pórodds, sem upp
komust: Málfríður, látin, hennar
maður var Jóhann Þórlindsson;
Skafti búsettur á Fáskrúðsfirði,
hans kona er Kristín Þórlinds-
dóttir; Jónína, látin, hennar mað-
ur var Aðalsteinn Tryggvason;
Sigfríð búsett í Reykjavík, Jó-
Sagnasafn
Guðjóns
Albertssonar
Skákprent hefur gefiö út bók
eftir Guðjón Albertsson sem
nefnist Uppreins í garðin-
um. Hér er um að ræða sex
stuttar sögur sem allar gerast
á íslandi nútímans og „fjalla
um sígild og sammannleg
efni, séð af nýjum sjónarhól"
eins og segir í bókarkynningu.
Þetta er þriðja bók Guðjóns
Albertssonar. Fyrsta bók hans
var skáldsagan Osköp sem út
kom hjá Almenna bókafélaginu
1971 en önnur bókin var sagna-
safnið Breiðholtsbúar sem út
kom 1979 og hlutu bækurnar góð-
ar viðtökur.
hanna, búsett á Reyðarfirði, gift
undirrituðum; og Bjöm, látinn.
Ekki verður ævisaga hennar
rakin hér, en hún var hlutskipti
sínu trú sem húsmóðir og móðir
og gerði svo sannarlega skyldu
sína.
Það er klökkvi í muna ástvina
hennar nú á kveðjustund, þökkin
hugarheit ræður ríkjum ofar
öðru, þökk fyrir alúðarfullt ást-
ríki og umhyggjusaman kærleik
alla tíð. Móður og ömmu eru
sendar ástúðarkveðjur við ieiðar-
lok með hjartahlýrri þökk fyrir
allt og allt.
Margt afburðagott á ég henni
að þakka, þá gjöf, sem þar er
dýrst, fæ ég aldrei endurgoldið.
Heilsteypt og hugumprúð
heiðurskona er kvödd með þakk-
læti og virðingu. Minning hennar
mun lifa með okkur, sem áttum
hana að.
Blessuð sé sú munarbjarta
minning.
Helgi Sefjan.
Norrœna húsið
Tónleikar
í d-moll
Á mánudagskvöld kl. 20.30
halda Szymon Kuran fiðluleikari
og Marc Tardue píanólcikari tón-
leikari í norræna húsinu.
Á efnisskránni er Partita fyrir
einleiksfiðlu eftir Bach, píanós-
ónata eftir Beethoven og sónötur
fyrir fiðlu og píanó eftir Brahms
og Finn Torfa Stefánsson. Öll
þessi verk eru í d-moll og segir
Szymon Kuran að sér finnist d-
moll tilheyra haustinu.
Miðar verða seldir við inn-
ganginn.
fillllU
þegar vöxturinn er hraður
* Mjólk: nýmjólk, léttmjólk,
undanrenna eða mysa.
Unglingar verða að fá uppbyggilegt fæði vegna
þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum
árum. Þar gegnir mjólkurneysla mikilvægu
hlutverki, því án mjólkur og kaiksins sem í henni er
ná unglingarnir síður fullri hæð og styrk. Komið
hefur í Ijós að kalkneysla unglinga er oft undir því
marki sem ráðlagt er og getur þeim því verið
sérlega hætt við hinum alvarlegu afleiðingum
kalkskorts síðar á ævinni. Sérstaklega eru stúlkur í
hættu því konum er 4-8 sinnum hættara við
beinþynningu en körlum eftir því sem rannsóknir
Mjólk í hvert mál
benda til. Ófullnægjandi mataræði og kalklitlir
megrunarkúrar eru því miður oft einkenni á
neysluvenjum stúlkna í þessum aldursflokki.
Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk-
skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki
býður hættunni heim. Það er staðreynd, sem
unglingar og foreldrar þeirra ættu að festa í minni,
því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur
dýrmætur.
Helstu hetmikfn Bæklingurinn Kalk og beinþynning eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson og
Nutrition and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Calloway, Holt Ránhardt and
Winston, 1984.
Aldurshópur Ráðlagður dag- skammtur af kalki í mg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur glösum (2,5 dl glösf Lágmarks- skammtur f mjólkurglösum (2,5 dl glös)*
Börn 1-10ára 800 3 2
Ungiirtgar 11 -18 ára 1200 4 3
Ungt fólk og fulloröið 800 ★ ★★ 3 2
Ófrískarkonurog 1200 ★★★★ 4 3
★ Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk.
★★ Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem llkaminn þarf úr öðrum matvælum en mjólkurmat mjólk,
en slíkt krefst nákvæmrar þekkingar á næringarfræði. Hér er miðað við néysluvenjur eins og þær tíðkast
f dag hór á landi.
★ ★★ Margir sórfræðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tlðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag.
★ ★★★ Nýjustu staðlarfyrir RDS (Bandarlkjunum gera ráðfyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.
Mjólkinniheldur meira kalk en nær allar aðrar fæðutegundir og
auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri
efni.
Um 99% af kalkinu notar likaminn til vaxtar og viðhalds beina
og tanna. Tæplega 1 % er uppleyst í líkamsvökvum, holdvefjum
og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun,
vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið
hluti af ýmsum efnaskiptahvötum.
Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem
hann fær m.a. með sólböðum og úr ýmsum fæðutegundum t.d.
lýsi. Neysla annarra fæðutegundaen mjólkurmatar gefur
sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir
ráðlögðum dagskammti. Ur mjólkurmat fæst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk.
Mé
i-íl
MJÓLKURDAGSNEFND