Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 3
______________FRETTIR
Borgarspítalinn
Skák
Hóla yfirvinnubanni
Starfsfólkið vill breytingu á útborgunardögum yfirvinnu.
Yfirvinna sem unnin erl. nóvember greidd út 15. desember
Starfsfólk Borgarspítalans hef-
ur sent forstjóra sjúkrahúss-
ins undirskriftalista, þar sem það
fer framá að tilhögun útborgunar
á aukavöktum og yfirvinnu verði
færð til samræmis við það sem er
á ríkisspítölunum. Það fyrir-
komulag var áður hjá Borgarspít-
alanum, en því var breytt fyrir
rúmu ári síðan og er starfsfólkið
óánægt með nýja fyrirkomulagið.
Sem dæmi um hvernig þetta er
á Borgarspítalanum má nefna að
aukavinna sem unnin er 1. nóv-
ember er ekki greidd út fyrr en
15. desember. Starfsfólk Borgar-
spítalans sem sendi frá sér undir-
skriftalistana segist muni hætta
að vinna eftirvinnu frá og með 1.
nóvember, þ.e. ámorgun, ef ekki
verður orðið við óskum þess.
Jóhannes Pálmason forstjóri
Borgarspítalans sagði í samtali
við Þjóðviljann í gær að í dag yrði
haldinn fundur um málið þar sem
reynt verður að leysa þennan
hnút. Hann sagði að ýmsir ann-
markar væru á því vegna tölvu-
vinnslu og fl. en allt yrði gert til að
reyna að ná s.amkomulagi. Sér
þætti þó frestur sá sem starfsfólk-
ið gaf 'of stuttur. _ S.dór.
Fjölskyldan
Einstæðir foreldrar
með 7.646 böm
Guðrún Helgadóttir flytur tillögu um að mæðra- og
feðralaun verði greidd til 18 ára aldurs barna
október s.l. fengu 5474 ein-
■ stæðar mæður mæðralaun
frá Tryggingastofnun ríkisins og
356 einstæðir feður. Þessir ein-
stæðu foreldrar hafa samtals
7646 börn á framfæri.
Þessar upplýsingar komu fram
í máli Guðrúnar Helgadóttur á
alþingi í gær, þegar hún mælti
Fósturskólinn
Aukin
eftir-
menntun
Fósturskóli íslands held-
urll mismunandi endur-
menntunarnámskeið
í vetur
Þörfm fyrir endurmenntun
fóstra er gífurleg þar sem starfs-
svið fóstra hefur breyst mikið
bæði vegna þjóðfélagsbreytinga,
uppeldishlutverkið hefur færst
yfir á stofnanir, og vegna nýrra
laga sem hafa aukið ábyrgð og
starfssvið fóstra, sagði Gyða Jó-
hannsdóttir skólastjóri Fóstur-
skóla íslands þegar kynnt voru
víðtæk endurmenntunarnám-
skeið fyrir fóstrur.
Fósturskólanum hefur verið
gert fjárhagslega kleift að auka til
muna endurmenntun fóstra og í
vetur verður boðið uppá 11 mis-
munandi námskeið. Aðsókn á
námskeiðin hefur verið mjög góð
og þarf að endurtaka sum þeirra
tvisvar.
fyrir frumvarpi sínu um að greiða
skuli mæðra- og feðralaun með
börnum fram til 18 ára aldurs eins
og nú er gert með meðlag og
barnalífeyri. Guðrún sagði að
mæðra- og feðralaun næmu nú
um 20 miljónum króna á mánuði
og samræming á aldursmarki
myndi kosta 2,5 miljónir til við-
bótar. Taldi hún útilokað að sá
kostnaður yxi mönnum í augum,
öðru eins væri eytt í óþarfa.
Guðrún fjallaði í ræðu sinni um
uppeldisskilyrði barna í þjóðfé-
lagi okkar þar sem báðir foreldr-
l ar verða að vinna úti og einstæðar
| mæður í láglaunastörfum þurfa
| tvöfalda vinnu til að sjá fyrir
börnum. Hún lagði áherslu á að
slík uppeldisskilyrði kæmu til
vegna ákvarðana stjórnvalda en
ekki af sjálfu sér og það væri lág-
marksmerki um að alþingi væri
ekki sama um velferð barna að
samþykkja frumvarpið. Það
myndi auðvitað ekki leysa allan
vanda einstæðra foreldra en létta
verulega undir með þeim ef
mæðra- og feðralaun yrðu greidd
í tvö ár í viðbót. Enda sagði hún
engin rök fyrir því að þessi laun
væru greidd í styttri tíma en með-
lag og barnalífeyrir.
Guðrún Agnarsdóttir tók
undir með nöfnu sinni og Ragn-
hildur Helgadóttir heilbrigðis-
ráðherra vakti athygli á að
mæðralaun hefðu hækkað um
1074% eða úr 175 krónum í 2055
krónur á mánuði með einu barni
frá 1. júní 1982. Þetta væri merki
um að alþingi og ríkisstjórnin
sinntu þörfum barnafjölskyldna.
í máli ráðherrans kom ekki neitt
fram um afstöðu hennar til frum-
varpsins.
- ÁI
" ' ; , °,M umieroaræo noiuoDorgarsvaeöisins oa bes
nfefhniiITafR ■jarfsmenn^borgarinnar aö því að breikka eystri akrein hennar. Einnig m
nyja bruin af Bustaðavegmum verða tekin í gagniö innan tíöar. Ljósm. E.ÓI. 9
Húsnœðisnefndin
Fulltrúi BJ gekk út
Guðlaugur Ellertsson í milliþinganefnd um húsnœðisvandann sagði sig úr henni í
gœr vegna óánægju með störfin. Fleiri óánœgðir.
Guðlaugur Eliertsson fulltrúi
Bandalags jafnaðarmanna í
milliþinganefnd um húsnæðis-
vandann sagði sig úr nefndinni í
gær vegna óánægju með störf
hennar. Samkvæmt heimildum
Þjóðviljans um málið telur Guð-
laugur að hlutverk nefndarinnar
hafi ekki verið skýrt nægilega vel,
auk þess sem afstaða fulltrúa
stjórnarflokkanna hafi verið til
að hindra störf hennar.
Nefndin sem um ræðir var
skipuð í vor eftir viðræður stjórn-
ar og stjórnarandstöðu um vanda
húsbyggjenda, og var henni ætlað
að koma með tillögur til úrbóta.
„Óánægja með þessa nefnd er
ekkert einkamál fulltrúa BJ. Ég
hef þó ákveðið að sitja þarna
áfram þar sem ég tel enn ekki
fullreynt um árangur starfa henn-
ar. Það eru ýmsir vankantar á
störfum nefndarinnar, þau ganga
allt of hægt miðað við hve mál-
efnið er mikilvægt, auk þess sem
ósamkomulag meðal fulltrúa
stjórnarinnar hefur spillt fyrir
framgangi mála. Þá virðist stjórn-
in nú ætla að skera niður fjár-
magn til þessara mála án þess að
nefndin hafi verið spurð eða hún
upplýst um forsendur fyrirhugaðs
niðurskurðar. Það er verið að
vinna að skýrslu nefndarinnar og
ég tel afar brýnt að fyrsta áliti
verði skilað þegar í byrjun nóv-
ember“, sagði Guðni Jóhannes-
son fulltrúi Alþýðubandalagsins í
nefndinni í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
í nefndinni sitja 3 fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, 2 frá Fram-
sókn og einn fulltrúi frá hverjum
stjórnmálaflokki.
Ekki náðist í Guðlaug í gær.
gg
Timman,
Talog
Júsupoff
Þrír nokkuð öruggir í
Montpellier.
Hörð barátta
um fjórða sœtið
Sovétmennirnir Tal og Jusúp-
off eru ásamt hollendingnum
Timman jafnir og efstir á áskor-
endamótinu í Montpellier. Fjórir
efstu menn á mótinu heyja með
sér einvígi um hver teflir við
næsta áskoranda, Karpoff eða
Kasparoff, um rétt til að glíma
við næsta heimsmeistara.
Að lokinni tólftu umferð (af
15) er staðan þannig í mótinu:
1.-3. Júsúpoff, Tal, Timman 7*/2
v., 4.-6. Sókóloff, Spasskí, Vag-
anjan 6Vi v., 7.-10. Beljavskí,
Portisch, Smysloff, Tsjernin 6 v.,
11.-13. Kortsnoj, Nogueiras,
Short 51/2 v., 14.-15. Ribli,
Seirawan 5 v., 16. Spraggett 31/2
Frammistaða Tal hefur komið
á óvart í mótinu. Hann er af flest-
um talinn einn merkasti skák-
maður núlifandi en hefur átt við
vanheilsu að stríða og því var
ekki búist við afrekum þaðan.
Annar fyrrverandi heimsmeist-
ari, Spasskí, hefur einnig komið á
óvart eftir slaka byrjun, og á væn-
an möguleika á einu af fyrstu
fjórum sætunum.
Kortsnoj hefur hinsvegar
gengið heldur illa, fékk flensu í
miðju móti og tefldi stappfullur
af pensilíni.
Stjarna mótsins hingaðtil er
hinn hálfþrítugi Júsúpoff sem er
rétt nýlega orðinn frægur meðal
skákáhugamanna, - hann hefur
verið í forystusveit á mótinu frá
upphafi.
Mótinu lýkur á laugardag.
- m/SG
Patreksfjörður
Laxeldi
í sjávar-
tjöm
Bárður Árnason
fiskifrömuður: Rœðst
mikið afveðurfari
hvernig tekst til.
Stefnt að slátrun í janúar
í sjávartjörn utan við Patreks-
fjörð er nú verið að gera tilraun
með eldi á laxi. Wi árs fiski var
sleppt í tjörnina í sumar og hefur
hann dafnað vel. Stefnt er að því
að slátra fiskinum í janúar n.k.
„Ég er að gera tilraun þarna
með nokkra fiska en það ræðst
mikið af veðurfari hvernig til
tekst og hvort hægt verður að
hafa laxinn í tjörninni fram f jan-
úar“, sagði Bárður Árnason á
Patreksfirði sem stendur fyrir
laxeldinu. Tilraunir með laxeldi
voru gerðar fyrir nokkrum árum í
þessari sömu sjávartjörn en þær
lánuðust ekki.
„Ég vona að það komi eitthvað
jákvætt út úr þessu en tjörnin á að
geta gefið af sér um 10 tonn af
sláturfiski“, sagði Bárður.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3