Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Örvadrífa úr kvennasmiðju Stundum þarf aö gefa mönnum ærlegt spark í bakhlutann til aö þeir skilji hlutina. Margir þeirra sem hafa lagt leiö sína í Kvennasmiðjuna sem lýkur í dag í nýja Seðlabankahúsinu fengu slíkt spark á viökvæmasta staö, og þaö aö verð- leikum. Þar geta menn séö svart á hvítu, aö þrátt fyrir aö menntun og atvinnuþátttaka kvenna hafi stóraukist á kvennaáratugnum, þá bera þær enn þann dag í dag ótrúlega lítiö úr býtum. Þessar upplýsingar æpa á gesti Kvennasmiðjunnar af veggjum og úr básum, þar sem fjölbreytilegri sýningu um kjör kvenna hefur verið komiö fyrir. I þá smiöju heföu allir, ekki síst stjórnmálaleiötogar og þeir sem semja um kaup og kjör, verulegt gagn af því aö ganga. Hvaö vita til dæmis margir, að fyrir dagvinnu við afgreiðslu- og skrifstofustörf fá konur aö meðaltali í kringum 21 þúsund krónur á mánuði, en karlar hins vegar um 30 þúsund krónur? Þetta er eigi aö síður staöreynd, þótt ótrúleg sé, og konurnar þyrftu aö meöaltali aö vinna röskum sjötíu klukkustundum lengur á mánuöi en karlarnir til aö fá einungis sömu laun! Hvers konar þjóöfélag er þaö, sem lætur svona líðast, nánast án þess aö nokkur æmti? Þegar menn skeggræöa um kvennaáratug- inn og þaö gagn sem hann hefur gert til að auka meðvitund um stööu kvenna í þjóðfélaginu, þá blasir sú nöturlega staöreynd eigi aö síður viö, að í lok hans fá konur aö meðaltali ekki nema 65 af hundraði af launum karla. En þaö er ná- kvæmlega sama hlutfall og viö upphaf kvenna- áratugarins. Karlarnir hafa meö öörum oröum engu sleppt af forskoti sínu, og það verður að segjast eins og er, aö þrátt fyrir fagurgalann ber hvergi á því aö menn reyni af alefli að sameinast um aö lyfta launum lægstu launahópanna, sem þó eru fyrst og fremst konur. Ótrúlega mikilli upplýsingadrífu um launakjör kvenna er beint skipulega aö skilningarvitum þeirra sem ganga í smiöjú til þeirra í Seðla- bankahúsinu. Þær sýna það eitt og sanna, aö konur sem vinna hin nauðsynlegustu störf eru gjörsamlega vanmetnar. Eftir 15 ára starf fær þannig matráðskona án aðstoðarfólks ekki nema rétt röskar 20 þúsund krónur á mánuði. Eftir sama starfsaldur ná konur sem hjúkra öldr- uðum ekki einu sinni 23 þúsundum á mánuði, og konur sem hafa unnið sama árafjölda viö þvottahúsastörf fá ekki nema rétt liölega 22 þúsund krónur. Til samanburðar má svo nefna, að bankastjóri, sem auðvitað er ævinlega karl, hefur um 100 þúsund krónur á mánuöi eöa fimmföld laun á viö flestar konur sem fyrr eru talin. Tæknifræöingur, sem í langflestum tilvik- um er karl, fær svo næstum því 60 þúsund á mánuði. í upphafi kvennaáratugar var nokkur áhersla lögð á aukna menntun kvenna sem þátt í því að sækja fram til jafnréttis í launamálum. Sam- KUPPT OG SKORl Þjóðviljinn klauf í Staksteinum Morgunblaösins á þriðjudaginn voru merkilegar vangaveltur um stjórnmála- flokka og örlög Bandalags jafn- aðarmanna sérstaklega. Þar segir m.a.: „Prátt fyrir mikil blaðaskrif, sem hófust að marki íPjóðviljanum og byggðust augljóslega á markvissum upplýs- ingaleka til blaðsins frá óánœgju- hópum innan bandalagsins, hefur verið ómögulegt fyrir fólk að fá botn í það um hvað þessar deilur hafa snúist“. Miklir menn erum vér á Þjóð- vilja að kljúfa stjórnmálaflokk útí bæ, - en ætli ekki liggi annað að baki? Pólitískur ágreiningur Það er mikill misskilningur að ekki sé pólitískur ágreiningur innan BJ, þó hitt sé einnig rétt, og hvimleitt, að einkamál spila inní. En Morgunblaðið segir engu að síður: „Pessar deilur hafa ekki snúist um málefni“. BJ er stofnað einsog brú milli tveggja hugmyndaheima, - en þeir eru svo ólíkir, að það þurfti nánast töframann til að halda því fram að brúin héldi - og það gat Vilmundur Gylfason af list sinni. Og þarafleiðandi var það aðeins spurning um tíma hvenær brúin hryndi í fljótið mikla sem iðar fyrir neðan misheppnaða stjórnmálaflokka, reiðubúið að gleypa þá og kaffæra. Pólitískur ágreingingur innan BJ hefur verið einkar skýr; ann- ars vegar er hópur sem vill leggja mikla áherslu á klassísk markmið jafnaðarstefnu - og hins vegar er hópur sem leggur áherslu á „fiff“ í kringum stjórnkerfið og ýmis- legt sem stundum er kennt við frjálshyggju. Og hóparnir hafa bæði innbyrðis og í fjölmiðlum verið kenndir við þessar áherslur; jafnaðarmenn og frjálshyggju- fólk. Það tjóir ekki að loka augunum fyrir þessari staðreynd: Það er djúpstæður pólitískur á- greiningur innan BJ - og per- sónulega karpið breytir engu þar Sagan Staksteinar rifjar upp söguna f þessu sambandi og segir að marg- ir flokkar hafi sprottið upp til að ná til fólks á vinstri kantinum sem ekki finnist það eiga samleið með Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi eða Framsóknarflokki. Nú er engum blöðum um það að fletta, að Sjálfstæðisflokkur- inn er mikil breiðfylking borgara- legra afla, - og að ættingi Þjóð- viljans, Alþýðubandalagið, hefur í áranna rás reynt að vera sú sam- fylking vinstri aflanna sem veitt gæti hinni borgarlegu breiðfylk- ingu nokkurt andsvar. Og þannig hafa flokkar einsog Þjóðvarnar- flokkurinn og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hætt starfsemi sinni og margir úr þeim samtökum komið til liðs við Al- þýðubandalagið. Milli Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins eru væntanlega flokkar einsog Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Hvar er þá BJ? Annars vegar við Sjálfs- tæðisflokkinn og hins vegar í námunda við Alþýðuflokkinn, Alþýðubandalag, á hinu pólitíska landakorti. Ef svo er, - þá þarf víst engan að undra, að BJ sé að klofna, að það sé pólitískur ág- reiningur og að í kaupbæti komi upp persónulegur krytur. Er það ekki lögmál þegar stofnanir eins- og stjómmálaflokkar eiga í hlut? Því miður. kvæmt þeim upplýsingum sem dynja á gesti Kvennasmiðjunnar hefur þetta alls ekki gerst. Konur hafa aö vísu sótt mjög fram á menntunarsviðinu, og í auknum mæli haslaö sér velli á heföbundnum karlasviðum. En jafnréttið viröist samt vera jafn langt undan og fyrr. Dæmi um þetta var aö finna í upplýsingum frá náttúrufræöingum Kvennasmiðjunnar. Þar kom til dæmis fram, aö í 141. launaflokki ríkis- ins, sem er ofarlega á launasviðinu, þar eru nú 48 karlkyns náttúrufræðingar en ekki nema tvær konur. Og eini launaflokkurinn þarsem kvenkyns náttúrufræðingar eru í meirihluta er auðvitað lægsti flokkurinn. Þaö er einfaldlega staöreynd einsog sést best í örvadrífu Kvennasmiöjunnar, aö hefö- bundin kjarabarátta hefur ekki megnaö aö minnka bilið milli kynjanna. Innan allra stjórnmálaflokkanna hefur jafnframt skort næg- an skilning á alvöru málsins, og meöal annars af þeim sökum hafa kvennalistar af ýmsu tagi fagnað góðu gengi. Þaö er í sjálfu sér skiljanleg þróun, meöan kjarabarátta kvenna gengur ekki betur en raun ber vitni, aö þær leiti sameigin- lega nýrra leiða sem vísa burt frá hinum hefð- bundnu pólitísku leiöum. Hins vegar er ekki jafn víst, aö uppskeran veröi meiri. Hitt er Ijóst aö vinstri flokkar veröa að taka sjálfum sér tak og beita sér af miklu hnitmiðaöra afli til að draga úr því launaórétti sem í dag er hlutskipti kvenna. - ÖS Slegist um reiturnar? Morgunblaðið veltir dálítið fyrir sér hvert þingmenn og kjós- endur BJ muni fara, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að stjórnmálasamtökin séu búin að vera. Morgunblaðið vill skipta þeim á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Jón Baldvin hafi verið með tilboð og það sé þegi ólíklegt að BJarar muni hugsa sig „vel um áður en þeir hafna því tilboði alfarið“, afþví m.a. að í því felist „vissir mögu- leikar fyrir suma þingmennina til þess að framlengja pólitískt líf sitt“. Ekki er nú álitið og virðing- in fyrir sjálfstæðri skoðun ein- staklinga mikið. Á hinn bóginn, segir Mogginn, er augljóst „að margirþeirra eiga samleið með Sjálfstœðisflokknum og raunar má segja það um ein- staka forystumenn Bandalags jafnaðarmanna einnig. Þess vegna er ekki ólíklegt að Sjálf- stceðisflokkurinn muni þegar fram ísœkir leggja nokkra áherslu á að ná til þessa kjósendahóps". Uppá hvað ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að bjóða, - vissa „möguleika fyrir suma þingmenn til að framlengja pólitískt lífsitt"? Kapphlaupið er greinilega hafið. En eigum við ekki að láta BJur- um eftir þau mannréttindi að ák- veða sjálfir hvað þeir ætla að gera, eða hvar þeir skipa sér í sveitir? Borgarstjórnar- framboð Jóns Baldvins Staksteinar segir að það hafi flogið fyrir að kratar geti hugsað sér Stefán Benediktsson sem frambjóðanda fyrir flokkinn í borgarstjórnarkosningarnar. Og fyrst við erum komin útí orðróm og kjaftasögur með Morgunblað- inu, þá hefur heyrst þytur af því að Jón Baldvin Hannibalsson leiti nú leiða til að losa sig við kjarnann úr Alþýðuflokknum í Reykjavík og hugsi gott til glóð- arinnar með samstarfi við B J-ara. Með því að stilla upp mönnum einsog Stefáni, jafnvel Valgerði Bjarnadóttur. Þar með komi hann höggi á Sigurð E. Guð- mundsson. Hins vegar hafi hon- um brugðist bogalistin í þessu einsog svo mörgu í áróð- ursmálunum að undanförnu: Valgerður hlæi að þessum mögu- leika, Stefán sé hugsi - og bramb- oltið hafi orðið til þess, að Björ- gvin Guðmundsson sé farinn af stað aftur og geti vel hugsað sér að verða Sigurði til styrktar á list- anum fyrir næstu kosningar. Þar eru og nefnd til sögunnar Óskar Hallgrímsson og Jóna Ósk Guðj- ónsdóttir og fleira gott fólk, sem orðið er þreytt á Jóni Baldvin. Og þarmeð skrúfum við fyrir mar- kvissan lekann úr Alþýðuflok- knum.... -óg felODVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar; Árni Bergman, össur Skarphédinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndlr: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Otllt: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Símvarala: Sigrfður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Ólöf HúnQörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. FramkvæmdastjórI: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Asdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblaö: 40 kr. Áskrift á mánuðl: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.