Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 21
rr t < #>. Jt ,» i * ♦ . i * # * f. « • Nató Ráðherrar styðja Reagan Reagan vonast til að það dragi úr gagnkvæmu ofsóknarbrjálœði stórveldanna Brússel, London - Á fundi varn- í gær lýstu þeir yfir fullum armálaráðherra Nató sem lauk stuðningi við Ronald Reagan í Árekstur Svíar gera lítið úr Stokkhólmi - Sovéskur tundur- duflaslæðari lenti í minniháttar árekstri við eftirlitsskip sænska hersins á Eystrasalti í fyrrakvöld. Engan sakaði og Ónœmistœring Varaö við bjartsýni París - Þrír franskir læknar skýrðu frá því í fyrradag að þeir hefðu náð mikilvægum áfanga í leit að lækningu ónæmistæringar með lyfja- gjöf. Yfirlýsingu þeirra hefur hins vegar verið tekið með mikilli varkárni í fjölmiðlum og meðal sérfræðinga. Talsmaður Pasteur stofnunar- innar lét sér nægja að segja að árangur þremenninganna væri áhugaverður. Hún vildi ekki láta hafa neitt meira eftir sér fyrr en rannsóknirnar hefðu verið gerðar á fleiri sjúklingum og yfir lengri tíma. Frönsk blöð tóku í sama streng og dagblaðið Liberation sagði að yfirlýsing læknanna væri ótímabær og til þess fallin að vekja óheppileg viðbrögð hjá þeim sem haldnir eru ónæmistær- ingu. Læknarnir þrír sem starfa við Laennec sjúkrahúsið í París sögðust hafa gefið 38 ára gömlum sjúklingi sem var langt leiddur lyfið Cyclosporin og hefði þeim tekist að hefta framgang sjúk- dómsins. Einnig kváðust þeir hafa gefið tveimur öðrum sjúk- lingum sama lyf með góðum ár- angri. Að sögn læknanna jók lyfjagjöfin framleiðslu eitlanna á frumuhópnum T-4 sem er mikil- vægur í viðhaldi ónæmiskerfis mannslíkamans en veiran sem veldur ónæmistæringu eyðir þess- um frumuhópi. Þremenningarnir viðurkenndu að sjúklingahópurinn væri ekki stór og að rannsóknirnar hefðu ekki staðið yfir í langan tíma, meðferð sjúklinganna tveggja hafi aðeins staðið í 15 daga þegar þeir sögðu frá henni. „Við vorum afar varkárir í orðavali. Við sögðum að nú væri von á lækn- ingu og hún talsverð vegna þess hver árangurinn var góður,“ sögðu þeir. I Frakklandi hafa verið skráð uþb. 400 tilfelli af ónæmistæringu og er það hæsta hlutfall í Evrópu. í sumar ákvað franska ríkis- stjórnin að verja uþb. einum miljarði króna til að rannsaka allt gjafablóð í því augnamiði að koma í veg fyrir útbreiðslu ónæmistæringar. Stjórnin kostar einnig rannsóknir þremenning- anna. litlar skemmdir uröu á sænska skipinu og hefur sænska stjórnin varað við því að of mikið sé gert úr þessu óhappi. Sænski utanríkisráðherrann, Sten Andersson, sagði að svo virtist sem bæði skipin hefðu ver- ið á ósköp venjulegri siglingu áður en óhappið varð. „Við mun- um rannsaka hver átti sökina á því en í svona tilvikum er alltaf erfitt að skera úr um sekt og sak- leysi,“ sagði hann. Sænska eftirlitsskipið Orion hefur að undanförnu fylgst með flotaæfingum sovéskra herskipa sem eiga sér stað á alþjóðlegri siglingaleið suðaustur af sænsku eynni Gotlandi. í yfirlýsingu frá yfirstjórn sænska hersins sagði að skipin hefður siglt nærri hvort öðru í nokkra klukkutíma áður en áreksturinn varð. Ekki er vit- að um manntjón eða skemmdir á sovéska skipinu en Orion mun halda áfram eftirliti með æfingum viðræðum hans við Mikhail Gorbatsjof leiðtoga Sovétríkj- anna á leiðtogafundinum sem haldinn verður í Genf í næsta mánuði. Gengu ráðherrarnir lengra en Nató hefur áður gert í að lýsa áhyggjum sínum vegna meintra brota sovét- manna á samningum um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar. f yfirlýsingu sinni lýstu ráð- herrarnir yfir stuðningi við til- lögur Bandaríkjanna um tak- mörkun lang- og meðaldrægra kjarnorkuvopna. Hins vegar var hvergi minnst á áætlanir Reagans um stjörnustríð og er sú þögn tal- in vera liður í samkomulagi sem gert var milli stjórna Bandaríkj- anna annars vegar og Noregs fýrir hönd nokkurra banda- lagsríkja hins vegar. Varnarmálaráðherra Noregs, Anders Sjaastad, sagði að samkomulagið gerði Nató kleift að styðja heilshugar við bakið á Reagan á fundinum í Genf í þeirri von að árangur næðist í afvopnun á öllum sviðum, jafnt hvað áhrærði kjarnorku- og geimvopn. Sjaastad sagði að ekki mætti bú- ast við því að Reagan semdi um að hætta við stjörnustríðaáætlan- ir sínar en að það væri hægt að ná samkomulagi „sem vissulega hefði áhrif á þróun og uppsetn- ingu geimvarnarkerfa“. - I lok fundarins skýrði breski varnarmálaráðherrann, Michael Heseltine, frá því að hann og hinn bandaríski starfsbróðir hans, Caspar Weinberger, hefðu komist að samkomulagi um þátt- töku breta í rannsóknum sem tengjast stjörnustríði Reagans. Hann sagði að eftir væri að ganga frá í smáatriðum hvernig þátt- töku breskra fyrirtækja í rannsóknunum yrði háttað. Þeg- ar það væri búið yrði samkomu- lagið lagt fyrir stjórnir Bandaríkj- anna og Bretlands. Bretar eru fyrstir bandalagsþjóða Banda- ríkjanna til að ná samkomulagi um aðild að rannsóknum þessum sem Reagan hefur ákveðið að verja 26 miljörðum dollara til. Aðrar þjóðir hafa ýmist haldið að sér höndum vegna andstöðu al- mennings við áætlanir Reagans eða þá að samningar hafa strand- að á tregðu bandaríkjamanna til að deila þeirri tækniþekkingu sem út úr rannsóknunum kemur með öðrum. í viðtali við bresku útvarps- stöðina BBC í gær sagðist Reag- an vera fús til að deila tækniþekk- ingunni með sovétmönnum. „Ef út úr rannsóknunum koma varn- arvopn... er það hugmynd mín að sovétmanna samkvæmt áætlun. Bretland Til Spánar fyrir 1.500 krónur London - Mikið verðstríð er nú háð í Bretlandi og standa að því ferðaskrifstofur sem kepp- ast við að bjóða ferðir til Miðjarðarhafs fyrir spottprís. Stærstu ferðaskrifstofurnar bjóða nú vikuferðir í sólina fyrir allt niður í 1.500 íslenskar krónur. Verðstríðið hófst með því að ferðaskrifstofan Intasun bauð upp á 500 vikuferðir til Spánar fyrir 32 pund eða 1.920 krónur. Thomson ferðaskrif- stofan svaraði með því að b j óða j afnmargar ferð- ir til Spánar, Möltu og Grikklands fyrir 25 pund á viku eða 1.500 ísl. kr. Bæði fyrirtækin viðurkenndu að í raun væru þessi tilboð einungis auglýsingabrella enda fjöldi ferðanna aðeins smábrot af heildarsölu breskra ferðaskrifstofa á ódýrum hópferðum en hún er uþb. 3 miljónir ferða á ári. En almenn verðlækk- un er samt orðin töluverð eins og sést á því að Thomson hefur lækkað verðið um 17% að með- altali. Forseti Sambands breskra ferðaskrifstofa, Eric Sutherland, hefur lýst áhyggjum sínum af þessu verðstríði og segir að í besta falli dragi það úr gróða fyrirtækjanna en í versta falli til mikils tapreksturs og fækkunar ferðaskrifstofa. Eigendur stóru ferðaskrifstofanna fara ekki í fel- ur með að tilgangurinn sé einmitt sá að hreinsa til á markaðnum. „Þetta verður blóðtaka og það er þörf á blóðtöku. Við framleiðum orlofsferðir og það er of mikið að hafa 659 framleiðendur,“ sagði Harry Goodman einn af eigendum Intas- un. Hann bætti því við að æskilegt væri að fækka ferðaskrifstofum um svona 100 áður en næsta sumarvertíð hefst. Geysileg eftirspurn hefur verið eftir sólarland- aferðum frá Bretlandseyjum í haust, enda sumarið votviðrasamt úr hömlu. Thomson hefur selt 450 þúsund ferðir í októbermánuði sem er ineira en nokkru sinni fyrr á þessum árstíma og Intasun segir að bókanir í ferðir á þeirra vegum séu sjöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. ganga á fund bandamanna okkar, sovétmanna og annarra þjóða og segja... þetta skulum við nota sem vörn heimsins því þá getum við útrýmt öllu kjarnorkuvopna- búrum okkar,“ sagði Reagan. Reagan sagði í viðtalinu að stjórn hans myndi vonandi geta lagt fram nýjar afvopnunartil- lögur áður en leiðtogafundurinn hefst. Hann sagði að árangurinn af fundinum í Genf yrði í besta falli sá að draga úr því sem hann nefndi gagnkvæman fjandskap og ofsóknaræði stórveldanna. Um nýlegar tillögur sovétmanna um helmings niðurskurð vopna- búra stórveldanna sagði forsetinn að sumt í þeim væri aðgengilegt fyrir bandaríkjamenn en annað væri mjög óhagstætt. Um það ætti hins vegar að semja. Italía Stjómin að endurfæðast Róm - Leiðtogar flokkanna fimm sem stóðu að sam- steypustjórn á Ítalíu undir for- ystu Bettinos Craxis formanns Sósíalistaflokksins komust í gær aö samkomulagi sem að sögn Craxis mun binda endi á stjórnarkreppuna sem ríkt hef- ur í landinu frá því Lýðveldis- flokkurinn sleit stjórnarsam- starfinu 17. þm. Allar horfur eru á því að stjórn- in verði óbreytt og nær hún þá því marki um miðjan nóvember að slá met í langlífi ítalskra ríkis- stjórna eftir stríð. Sú sem lengst hefur lifað fram til þessa var við völd í 833 daga eða 2 ár og 103 daga. Eins og fram hefur komið í fréttum yfirgaf Lýðveldisflokkur- inn stjórnina vegna óánægju með hvernig Craxi hélt á eftirmálum sjóránsins á dögunum. Leiðtogi Lýðveldisflokksins, Spadolini, vildi að gengið yrði að kröfum bandarísku stjórnarinnar um framsal sjóræningjanna og hon- um fannst Craxi hafa gengið of langt þegar hann leyfði foringja þeirra, Abu Abbas, að fara úr landi. Craxi átti á dögunum fund með Ronald Reagan þegar þeir sátu afmælisfund Sameinuðu þjóð- anna í New York. Þar tókst þeim að slétta allar misfellur sem komnar voru á sambúð ríkjanna. Lýðveldismenn töldu sig í dag hafa náð viðunandi árangri í við- ræðunum við hina flokkana en aðrir stjórnmálamenn sögðu að sáralitlar breytingar hefðu verið gerðar á stjórnarsáttmálanum sem fyrri stjórn starfaði eftir. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUIER ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.