Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 10
BÍLAR Með þessum blaðauka um bíla fylgir kynning á tólf bílateg- undum sem eru í verðflokki undir 400.000. Sagt er frá helstu nýjungum og einnig fylgja nokkrar tæknilegar upplýsingar um bílana. Það vekur helst athygli að smábílarnir svoköll- uðu virðast fara stækkandi ef orða má það svo. Það er nefnilega með eindæmum hvað bæta má rýmið í þeim. 12 nýir Citroen Axel Lítill en rúmgóður Þegar fólk heyrir Citroen nefndan dett- ur því sjálfsagt vökvafjöðrunin margfræga í hug. Sumum finnst að sú fjöðrun eigi ekki við hið einstæða íslenska vegakerfi. Hvað sem því líður er Citroen Axel ekki með vökvafjöðrun. Hann er ekki heldur með gormum eins og svo algengt er í bflum í dag. Að aftan er stangarfjöðrun, þ.e. stöng sem liggur þvert yfir bflinn, fest um miðjuna. Á endum hennar eru vogar- armar með áföstum hjólunum. Búnaður sem þessi hefur m.a. verið notaður í Volkswagen, bjöllunni og rúgbrauðinu. Fjöðrunin að framan er öllu óvenjulegri, eitt fjaðrablað er fest undir miðjan bílinn. Á sitt hvorum endanum eru síðan festir öxlar sem ganga fram í hjólastellið. Á öxlana kemur snúningsátak sem veldur fjöðrunarhreyfingu á fjaðrablaðinu. Þessi fjöðrun virkar afskaplega vel, ekkert síðri en vökvafjöðrunin. Ekki neinn yfirþyrmandi íburður, en franska innréttingin er alltaf skemmtileg. Citroen Axel Verð: 280.000 kr. Þyngd: 400 kg. Vélarstærð: 1130 cc. Hestöfl: 57,7 din. Gírar: 4, framdrifinn. Eyðsla: 6 lítrar á hverja 100 km. Skoda Rapid Sportlegur Skoda Það fer óðum að styttast í það að Skodinn verði aldargamall. Þessi fornvin- ur þjóðarinnar hefur verið afspyrnuvin- sæll fjölskyldubfll síðustu árin enda verðið með því lægsta sem þekkist á markaðn- um. Skodaverksmiðjurnar selja nú fram- leiðslu sína í yfir 30 löndum í Evrópu, Ameríku, Afríku og Asíu. Skodinn í dag býður upp á 8 mismunandi tegundir og fjórar mismunandi vélarstærðir með inntaksstærð frá 1050-1300 rúmcm. Hér er að finna hina vinsælu fjölskyldubfla og einnig nýja sporttýpu, Skoda Rapid 130, sérlega hannaða fyrir þá sem hafa yndi af bflum. „Við erum ekki að hanna bíla fyrir tvær eða þrjár árstíðir, heldur allt árið um kring,“ segja framleiðendur og leggja áherslu á að það sé útlitið, vélbúnaðurinn og ryðvörnin sem skipti meginmáli við hönnun Skodabílsins. Skoda Rapid 130 Verð: 263.300 kr. Þyngd: 1240 kg. Vélarstærð: 1289 cc. Hestöfl: 62 din. Gírar: 5 áfram. Eyðsla: 5.5-8.1 lítrar á hverja 100 km í bæjar- akstri. Lada Lux Endurbætt Lada Ladan er orðin Lux. Hún er nokkuð ólík fyrirrennara sínum Lada 1500 þó ytra útlit sé í meginatriðum hið sama. Að innan vekur fjórarma stýrishjólið með breiðum flautufleti fyrst athygli. Átakið á stýrið er þægilegt og bfllinn er orðinn mun léttari í stýri. Ekkert skyggir á mælaborðið og áferð glersins er mött til að koma í veg fyrir glampa. Framhlið Lödunnar er traustvekjandi, grillið er áberandi og framljósin eru stór og ferköntuð. Stuðarinn er framsettur og áberandi. Vélarlokið opnast á gasdemp- ara og útispeglana er báða hægt að stilla innanfrá. Lada Lux Verð: 263.308 Þyngd: 1.020 kg. Vélarstærð: 1442 cc. Hestöfl: 75 din. Gírar: 4, afturhjóladrifinn Eyðsla: 9.8 á hverja 100 km Daihatsu Charade TX Seat Ibiza Verð: 303.000 kr. Þyngd: 900 kg. Vélarstærð: 1.717 cc. Hestöfl: 63 din. Gírar: 4 til 5 gírar áfram. Eyðsla: 9 lítrar á hverja 100 km í bæjarakstri. Seat bflafyrirtækið spænska sem nú er í eigu spænska ríkisins (er hinsvegar í samningaviðræðum við Volkswagen um að þeir taki við rekstri fyrirtækisins) hefur undanfarin ár verið að framleiða ýmsar útgáfur af Fiat. En samningar Seat við Fiat renna út í enda þessa árs og fyrirtækið hefur verið að undirbúa sig undir þann dag síðan 1981. Seat hefur nú sínar eigin týpur og er stöðugt að bæta við. Þeir nota öll tækifæri til að bæta við sig mörkuðum, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er sjálf- sagt þess vegna sem Töggur hf. er nú far- inn að selja Seat Ibiza hér á landi. Seat eru ekki með neitt hálfkák við hlutina. Ibiza, fyrsti bfllinn frá þeim sem sækir ekkert til Fiat, er þriggja dyra smábíll sem hannað- ur er af ítalska hönnuðinum Giorgio Gi- ugiaro með vél sem þróuð er af Porche verksmiðjunum. Snotur smábíll Nissan Cherry Hagkvæmnin Nissan fyrirtækið er í mikilli sókn þessa dagana víða um lönd. Þeir eru með verk- smiðju í Bandaríkjunum og stefna í að smíða þar 1000 fleiri bíla þetta árið en þeir gerðu í fyrra. Og þeir eru á leiðinni að byggja verksmiðju í Bretlandi og þeir hafa hafið framleiðslu bfla á Indlandi. Og Niss- an kom á óvart á Frankfurt sýningunni í sfðasta mánuði með nýjum sportbfl, Mid- 4 með Turbo vél, sem fer í almenna fram- leiðslu ’86-’87, öllum á óvart. Hér á landi eru það ekki sportbílar sem seljast heldur Nissan Cherry. Við hönnun þess bfls var hagkvæmnin höfð í fyrirrúmi, fjölskyldubfll sem eyðir sem minnstu. Danska tímaritið Penge og Privatöko- nomi mun hafa gert könnun á því hvaða bfll kæmi best út í rekstri miðað við þriggja ára tímabil, 45 þúsund km akstur. Nissan Cherry kom þar best út í sínum verðflokki með meðaltalsútgjöld 3.90 kr. á hvern kflómetra. Vél frá Porche Nissan Cherry 100 3 dyra DX Verð: 360.000 kr. Þyngd: 750 kg. Vélarstærð: 988 cc. Hestöfl: 63 Gírar: 4 til 5, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn. Daihatsu verksmiðjurnar hafa alla tíð lagt mikla áherslu á smábílaframleiðsluna þar sem höfuðprýðin er Charade bílinn og þeir hafa nú endurhannað hann til sölu á næstu árum. Þó virðist sem þeir hjá Dai- hatsu verksmiðjunum ætli ekki að fylgja í fótspor margra annarra japanskra bíla- Daihatsu Charade Verð: 355.550 kr. Þyngd: 655 kg. Vélarstærð: 993 cc. Hestöfl: 75 di. Gírar:4gíra, framhjóladrifinn. Eyðsla: 6.5 I. á hundrað km. framleiðenda og stækka sínar týpur smátt og smátt. Það sem vekur kannski mesta athyglina varðandi Daihatsu Charade TX er sport- legt útlit. Stýrið er t.d. dæmigert sportbfl- astýri, þriggja arma og járnið áberandi. Og höfúðpúði með gati. Mælaborðið er allt ágætlega hannað með hagkvæmnina í fyrirrúmi. Og ekki sakar að það fylgir með fullur tankur af bensíni. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.