Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 11
BILAR
undir 400 þúsund
Fimmtudagur 31. október 1ð85 l|>jóí)VILJINN — SÍÐA 11
Fiat Uno 45 S
Metsölubíllinn
Fiat bíllinn er orðinn ansi algeng sjón á
götum hérlendis sem erlendis. Það seld-
ust þúsund bílar hér á landi á síðasta ári
og Fiatverksmiðjurnar seldu í mars síð-
astliðnum milljónasta bílinn eftir að hann
hafði verið aðeins ár á markaði.
Bíllinn þykir hafa ótrúlega mikið rými
miðað við stærð. Hann er 3.64m á lengd,
1.55m á breidd og hæðin er 1.43m.
Vélin er fjögurra strokka og 45’hestöfl.
Hröðunin er 17.5 sek. í hundraði. Um
þessar mundir er hins vegar verið að setja
á markað nýjan Fiat Uno 45 með endur-
nýjaðri vél sem nefnd er Fire 1000. Við
framleiðsluna hefur tölvutæknin verið
notuð til hins ýtrasta. Þessi nýja vél er
m.a. sögð 15% sparneytnari en sú fyrri og
viðhaldslítil.
Fiat Uno 45 S
Verð: 286.000 kr.
Þyngd: 700 kg.
Vélarstærð: 903 cc.
Hestöfl: 45 din.
Gírar: 4 eða 5
áfram.
Eyðsla: 7 lítrar
í bæjarakstri.
Toyota Corolla
Létt og lípur
Eins og er svo oft með japanska bíla er
stöðugt verið að koma með ýmsar nýj-
ungar, næstum því með hverri árgerð. Sú
er raunin með Toyota Corolla. Corollan
hefur verið á markaðnum í fjölda mörg ár
í ýmsum gerðum. Ein nýjungin nú er sú
að nú er vélin með tólf ventla, þrjá fyrir
hvern strokk. Slíkt skilar meiri orku
vegna aukins loftstreymis til og frá vél.
Enda sýnir það sig að Corollan er ágæt-
lega kraftmikil.
Það virðist vera þróunin með japanska
bíla að þeir eru að stækka. Þó ekki sjáist
mikill munur á Corollunum frá ári til árs
er það svo að þær eru mjög rúmgóðar
miðað við stærðarflokk.
Það heyrist oft sagt að japanskir bflar
eigi það til að ryðga nokkuð fljótt. Hvort
sem það á við rök að styðjast eða hefur
náð eyrum framleiðenda leggja fram-
leiðendur Toyota áherslu á að þeir séu
með galvaniserað stál og zink járn til að
koma í veg fyrir ryð.
En hvað sem járni líður er Corollan f.f.
létt og lipur.
Toyota Coroila DLX
Verð: 379.000 kr.
Þyngd: 860 kg.
Vélarstærð: 1295 cc.
Hestöfl: 53
Gírar: 4, framhjóladrifinn.
Eyðsla: 7.41 I.
Mazda 323
Stöðug þróun
Suzuki Swift
Kröftugur Suzuki
Fólk þekkir Suzuki kannski f.f. af mót-
órhjólunum. Suzuki hefur þó verið að
skapa sér nafn hér á landi með ágætum
smábflum og nú eru þeir með nýjan bfl,
Suzuki Swift sem þeir hafa gert í samstarfi
við General Motors í Bandaríkjunum.
Þetta er kraftmeiri útfærsla af SA 310
módelinu.
Þrátt fyrir smæðina er hann mjög rúm-
góður, innanmál hans er 1655 mm á hæð-
ina og „olnbogarýmið" er 1210 ntm.
Mælaborðið er smekklegt og mælar sjást
auðveldlega. Þess má geta að Swiftinn
varð sigurvegari í Sparaksturskeppni
BÍKR í flokki smábíla í vor.
Suzuki Swift
Verð: 328.000 kr.
Þyngd: 630 kg.
Vélarstærð: 796 cc.
Hestöfl: 39.5 din.
Gírar: 4, beinskiptur. Mögu-
leiki er á sjálfskiptingu.
Eyðsla: 7-8
Talbot Samba
Talbot Samba er einn af nýlegri bflun-
um á markaðnum. Þeir hafa verið hér á
sölu í ein tvö ár.
Úti í Frakklandi eru Peugeot, Citroen
og Talbot merkin komin undir sama hatt
og hafa verið þar í ein 4 ár. Talbot hefur
lagt undir sig gömlu Chysler verksmiðj-
urnar í Evrópu. Menn muna sjálfsagt eftir
Simcunni gömlu, hún heitir nú Talbot.
Þeir hafa einnig .komið sér fyrir í Bret-
landi með verksmiðju. Það sem einu sinni
hét Sunbeam heitir nú Talbot.
Talbot Samba er ný útfærsla á Talbot
104 línunni og liggja að baki honum
margra ára tilraunir með eyðslu sem gera
hann einn af þeim sparneytnustu.
Talbot Samba
Verð: 325.000 kr.
Þyngd: 740 kg.
Vélarstærð: 1124 cc.
Hestöfl: 50
Gírar: 4
Eyðsla: 7 I. á hverja 100 km.
Opel Corsa
Verð: 349.600 kr.
Þyngd: 735 kg.
Vélarstærð: 986 cc.
Hestöfl: 70
Gírar: 4,
framhjóladrifinn
Eyðsla: 4,9 I
á hundrað km.
Opel Corsa
Smekkvísi
Opelinn hefur fyrir mörgum verið tákn
um vestur-þýska vandvirkni. Opel Corsa
er ekki eins straumlínulagaður og Kadett-
inn en þó hefur mikið verið lagt upp úr því
að minnka vindmótstöðuna.
Innan dýra er Corsan óvenju skrautleg
af þýskum bíl að vera en þó f.f. massív,
minnir jafnvel á Benz. Mælaborðið er
einfalt og látlaust og rnaður þarf ekki að
teygja sig til að fylgjast með mælum.
Smekkvísin er í hávegum höfð.
Það sem vekur mesta athygli við hina
nýju Mözdu 323 er hve hún hefur stækkað
frá fyrirennara sínum. Hún er straumlín-
ulagaðri. Á þann þátt hefur greinilega
verið lögð mikil áhersla. Og rýmið er
mjög gott, hvort sem það er farþega- eða
farangursrými. Undir farangursrýminu er
geymt varadekk en það virðist lítið
minnka rýmið.
Vélin er af endurbættri gerð. Slag-
lengdin er stutt, með því fæst meiri orka
og snúningshraði. Vélin er hljóðlát og
kemur þar til þykk hljóðeinangrun sem
notuð er bæði í gólf og milli vélar og far-
þegarýmis.
Mazda 323 I.3L LX
Verð: 372:000 kr.
Þyngd: 860 kg.
Vélarstærð: 1296 cc.
Hestöfl: 70 din
Gírar: 4, framhjóladrifinn.