Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 13
BÍLAR Rólegheit hjá „ Eftirlitinu ” Rætt við SigþórR. Steingrímsson, bifreiðaeftirlitsmann „Þaö er nú ekki mikið aö gera hérna þessa stundina, með minna móti, eins og maður segir. En það fer nú sjálfsagt að síga á það úr þessu.” Það er Sigþór R. Steingríms- son, bifreiðaeftirlitsmaður sem er að segja frá annríkinu í „Eftir- litinu” sem ekki er mikið þessa stundina. Við spyrjum Sigþór hvað honum finnist um þær hug- myndir sem hafa komið fram um að færa skoðunina yfir á verk- stæðin. „Ég er nú ekki hlynntur þeim hugmyndum eins og ég hef heyrt þær. Ég er nú kannski ekki hlut- laus aðili í þessu máli en mér finnst vafasamt að slengja saman peningum og öryggissjónarmið- um, með fullri virðingu fyrir hæfni og heiðarleika þeirra sem reka verkstæðin og vinna á þeim. Það hafa nú komið upp hug- Sigþór R. Steingrímsson. Mynd Sig. myndir um skoðunarstöð sem staðsett væri hér við hliðina. Húsnæðið er fyrir hendi, við fengum það í tíð fyrri ríkisstjórn- ar. Það er stórt hús sem er við Bíldshöfða 6, hér hinum megin við götuna. Nú, svo er það líklega af fjárhagsástæðum sem hvorki hefur gengið né rekið í þessu máli, eða ég veit ekki annað. Svona stöð væri þannig að bílarn- ir kæmu inn um annan endann, færu þar á n. k. færiband í gegnum nokkur stig og í hinum enda húss- ins væri síðan settur miði á þá, allt eftir ástandi þeirra. En eins og ég sagði, þá er allt í óvissu um þessi mál.” Olíuprófið er fyrir alla eigendur einka-, sendi- og leigubíla með dieselvél. Það er með léttustu prófum og undirbúningur er einungis sá að lesa lítinn bækling frá Skeljungi. Olíuprófið getur hins vegarsparað þérstórkost- leg fjárútlát vegna kostnaðar- samra viðgerða og ónauðsynlegs slits. Litlar dieselvélar vinna með 2-3 földum þrýstingi og 4-500° hærri þrýstingshita en venjulegar bensínvélar. Þess vegna gera þær sérstakar kröfur til smur- olíunnar. Olíuprófið sýnir sótmagn í smurolíunni, metur eiginleika hennar til þess að binda í sér sót, og segir þannig umsvifalaust til um efhætta erá ferðum. Þú kemur við á næstu Shellstöð, færð bækling og prófblað og getur þannig á einfaldan hátt kannað ástand olíunnar á dieselvélinni þinni. Stenst þín olía prófið? Shell SuperDiesel T er olía sem stenst prófið. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi. SVONA GERUM VID

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.