Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Óska eftir ódýrum tauþurrkara. Uppl. í síma 666789. Klósett óskast keypt með niðurfalli í gólfi. Uppl. í síma 36469. Til sölu tveir hátalarar og útvarpsmagnari kr. 9000.-. Á sama stað fæst gefins stór- bilaður plötuspilari. Uppl. í síma 23681. Til sölu hekluð lopateppi. Falleg gjöf til vina erlendis. Uppl. í síma 79248. Óska eftir vinnu seinnipart og til miðnættis. Uppl. í síma 41966. Notuö barnakerra til sölu. Selst ódýrt. Uppl. gefur Sig- ríður í síma 41966. Rafha suðupottur 90 lítra Rafha suðupottur fæst mjög ódýrt. Uppl. í síma 23823. Til sölu 6 raðstólar + 2 borð, nýlegt rúm 1,60x2,00 m, tvenn skíði og skíða- skór á 9-11 ára. Legó kubbar ýmsar gerðir. Allt á tækifærisverði. Uppl. í síma 16664, eftir kl. 18. Til sölu Þvottavél, Morphy Richards 1518. Falleg vél á sanngjörnu verði. Einnig til sölu gott einstaklingsrúm sem er sett saman á hliðum og er með fal- legri springdýnu. Upplýsingar í síma 19707 eftir kl. 20. Unglingar - aukapeningur Mig vantar ungling, helst búsettan í Hlíðunum, til þess að gæta 2ja og Vfe árs gamals stráks nokkur kvöld í mánuði í vetur. Hringið í síma 12646 á kvöldin, Þurý. Fender Rhodes Til sölu Fender Rhodes á kr. 15 þús- und. Upplýsingar í síma 33646. Til sölu vegna flutnings tveir svefnbekkir með bakpúðum og tveir rúmgóðir fataskápar. Allt mjög vel með farið. Upplýsingar í síma 52504 eftirkl. 18eðaísíma 651741 f. hád. Til sölu 6 manna borðstofuborð úr tekki (stækkanlegt)+ 6 stólar, verð 4000 kr. Einnig skenkur úr tekki, verð 2500 kr. Upplýsingar í síma 54708 eftir kl. 16. Ertu búinn að fá þér nýja ryksugu? Við þiggjum gjarnan þá gömlu og annað sem þú vilt losa þig við af gömlu dóti og fötum. Allt til ágóða fyrlr dýravernd. Flóamarkaður Sambands dýraverndunarfélaga Hafnarstræti 17, kjallara. Opið mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 2-6 e.h. Dúkkurúm til sölu hvít með handmáluðum rósum í tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð og límd saman og er óhætt að fyllyrða að þau endast í mannsaldur. Auður Oddgeirsdóttir, sími 611036. Til sölu hekluð lopateppi. Falleg gjöf til vina hérlendis sem erlendis. Upplýsingar í síma 79248. Gólfteppi gefins Gólfteppi fæst gefins, stærð 3,80x4,15 metrar. Óslitiðteppi. Upp- lýsingar í síma 685787 eftir kl. 7 á kvöldin. Frá félagi íslenskra námsmanna í Noregi (FÍSN) Félagið heldur haustblót laugardag- inn 16. nóv. kl. 20,30 í Risinu, Hverfis- götu 105. Þátttaka tilkynnist í símum 29738, 23484, 21647 og 21965. Húsnæði óskast Óska eftir að leigja herbergi eða ein- staklingsíbúð. Ég er reglusöm. Góðri umgengni heitið og skilvísum greiðslum. Hringið í síma 53085. Til sölu dökkblá Emmaljunga kerra með skermi og rautt burðarrúm. Uppl. í síma 50365. Flygill til söiu Gamall en nýuppgerður Hörnung og Möller flygill til sölu. Upplýsingar í síma 671037. Til sölu lítið notaður Silver Cross barnavagn, rauður af stærri gerð. Selst á 12000 kr., kostar nýr 24.900 kr. Upplýsingar í síma 74910. Vinna óskast Ég er 24 ára, hef stúdentspróf og er í námi, en óska eftir hálfsdags vinnu eftir hádegi alla daga. Upplýsingar í síma 33646. Til sölu Borðstofuborð í hnotu og 4 stólar. Einnig Kalkhoff drengjareiðhjól og skíðaskór nr. 39. Upplýsingar í síma 77932. Ýmislegt til sölu Mynd-eftirprentun af síðustu kvöld- máltíðinni í fallegum ramma, kr. 1500, stærð 80x40 cm. Vest- mannaeyjar, gömul litmynd í falleg- um ramma kr. 1500, stærð 45x35 cm. Skíðagalli, sem nýr á 5-6 ára, verð 600, tveir jólakjólar sem nýir á 5-7 ára á 600 krónur hvor og vönduð stór dúkkukerra á krónur 500. Upp- lýsingar í síma 27101. Tll sölu 1 strangi gardínuefni Ijós til sölu. Uppl. í síma 34725. Frá Auglýsingadeild Þjóðviljans Flóamarkaður Þjóðviljans er ókeypis þjónusta við áskrifendur blaðsins, sem geta hringt inn auglýsingar sínar. Þeir sem ekki eru áskrifendur þurfa að koma með auglýsinguna á auglýsingadeildina og fá hana þá þirta gegn 250 kr. gjaldi. Fólk er vin- samlegast beðið um að koma eða hringja fyrir kl. 16 daginn fyrir birtingu. Flóamarkaðurinn er í blaðinu á þriðjudögum og fimmtudögum. Þeir sem eru svo óheppnir að vera ekkí áskrifendur spyrji starfsfólk auglýsingadeildarinnar um kynning- aráskriftina vinsælu. Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333 Blikkidjan lönbúd 3, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SiÍMI 46711 BÚSÝSLAN 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. október 1985 Gulrófur Nýlega gaf félag gulrófnabænda út bækling um gulrófuna: Hér á eftir er stiklað í gegnum bæklinginn og nokkrar uppskriftir látnar fylgja Gulrófur eru ein af okkar allra ódýrustu vítamfngjöfum. Þaö sem fyrst og fremst einkennir næringrgildi gulrófna er hve þær eru c-vítamínsríkar. Vegna þess hefur gulrófan veriö kölluð „sítr- óna Noröurlanda," segir m.a. í bæklingi sem Félag gulrófna- bænda gaf út, þar stendur líka: „Úr 100 gr af gulrófum fáum við u.þ.b. 45 mg af c-vítamínum. Til samanburðar eru um 15 mg c-vítamín í 100 gr af kartöflum og 53 mg í 100 gr af sítrónum. Gul- rófur eru einnig a-vítamín- og steinefnaríkar. í þeim er lítil fita en þær eru ríkar af kolvetni. Þær eru góð megrunarfæða, aðeins 38 kal eruíhverjum 100 gr (meira en helmingi minna en í kartöflum). Einnig hafa gulrófur ágætt geymsluþol, þær eru holl íslensk framleiðsla sem til er mestan hluta ársins. Þær má nota hvort heldur er hráar, soðnar eða steiktar. Soðnar gulrófur eru ómissandi með slátri, saltkjöti, saltfiski, sviðum og hangikjöti. Hér á eftir eru nokkrar upp- skriftir þar sem rófur eru hafðar sem aðaluppistaðan: Gulrófnajafningur 1 kg gulrófur 6 dl vatn salt 30 gr smjörlíki 2 msk hveiti sykur söxuð steinselja Gulrófurnar eru flysjaðar og skornar í bita, og soðnar í salt- vatni, þar til þær eru meyrar. Smjörlíkið er hrært lint í skál og hveitinu hrært saman við (útbúin smjörbolla). Þegar gulrófurnar eru soðnar, er smjörbollan sett út í og hrært saman þar til þetta er orðið jafnt. Gætið þess að bitarnir fari ekki í sundur. Þá er sykur settur í eftir smekk og söxuð steinselja. Berið fram með kjöthring og kjöti eða með steiktum blóðmör. Ostasalat með rifnum gulrófum '/2 kg gulrófa 1 knippi radísur 1 knippi graslaukur 150 gr ostur Sósa: 3 msk olía 1 msk edik salt pipar e.t.v. hvítlaukur Grófrífið gulrófurnar, skerið radísurnar í skífur, klippið gras- laukinn smátt, og skerið ostinn í litla bita. Leggið allt í lögum í salatskál og hellið sósunni yfir, eftir að hafa blandað henni vel. Bragðast vel með steiktu kjöti og fiski. Gulrófuréttur Eftirfarandi er mýkt í potti í 3 msk. af olíu 1 niðursneiddur laukur 1 niðursneidd græn paprika 1 lítið eggaldin, skorið í litla ten- inga Blandað út í: 2 bollar niðursneiddar hrár gul- rófur, ein dós eða 2 bollar niður- sneiddir tómatar Og bragðbætt með: '/»tsk basil (eða rósmarín) Vi tsk oregano 1 tsk salt Hitið við vægan hita þar til róf- urnar eru orðnar meyrar og bragðefnin hafa blandast vel. Kannski þarf að blanda svolitlu vatni út í. Gulrófur eru ódýr og hollur matur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.