Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 1
FISKIMÁL
GLÆTAN
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
Sjúkdómar
Refaræktinni stefnt í voða
íslenskur villirefur notaður til kynblöndunar á aliref. íslenski villirefurinn haldinn veirusýki
sem veldur lifrarbólgu. Refabœndur taka mikla áhœttusegja sérfrœðingar
Með því að nota villirefinn ís-
lenská til kynblöndunar við
aliref, jafnvel aðeins það að láta
þá ganga saman í búri, taka ís-
lenskir refabændur mikla
Óvœnt
Æ, hvernig
leit hann út?
Melbourne — Evelyn Stewart,
þriggja barna móðir og heima-
vinnandi í Melbourne í Ástralíu,
fékk óvæntan glaðning með póst-
inum nú í vikunni. Hann bar
henni bréf þar sem sagði að Evel-
yn hefði erft eignir og lausafé að
upphæð rúmlega 4 miljónir
króna.
Sá sem hugsaði svo hlýtt til
Evelyn á banastundinni var ein-
búi nokkur, Laurie Delaney, sem
með þessu vildi þakka henni fyrir
að dansa við sig á balli fyrir 45
árum. Arfleiddi hann Evelyn að
bóndabæ sínum sem metinn er á
2,6 miljónir króna og 1,5 miljón-
um króna á bankareikningum.
Evelyn sagði að kynni þeirra
hefðu verið afar lausleg. „Við
hvorki föðmuðumst né kysst-
umst, það var engin rómantík í
þessu,“ sagði hún og bætti því við
hversu mikið sem hún reyndi gæti
hún ekki komið því fyrir sig
hvernig Laurie leit út.
Hún sagðist ætla að nota pen-
ingana til að breyta býlinu í dval-
arstað fyrir dauðvona börn.
-ÞH/reuter
Pórshöfn
Loðnuverk-
smiðja næsta
haust
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn
áformar að endurbyggja gamla
beinaverksmiðju í þorpinu og
hefja framleiðslu gufuþurrkaðs
mjöls sem heppilegt er í laxa- og
loðdýrafóður. Áætlað er að
verksmiðjan geti tekið til starfa
næsta haust og afkastað 500-600
tonnum á sólarhring. -gg
Fiskimál
Ráðherra
í órétti
Hinn kunni dálkahöfundur
Þjóðviljans, Jóhann J.E. Kúld,
skrifar í blaðinu í dag grein um
aðför sjávarútvegsráðherra að
Ríkismati sjávarafurða og vitnar
hann þar m.a. í álitsgerð Sigurðar
Líndal prófessors í lögum þar
sem fram kemur efi um að löglegt
sé að fela öðrum en Ríkismatinu
yfirmat sjávarafurða til útflutn-
ings. - Þessi grein Jóhanns átti að
birtast í blaðinu í gær en af óvið-
ráðanlegum orsökum gat hún
ekki birst fyrr en í dag.
Sjá bls. 5.
áhættu. Ástæðan er sú, að ís-
lenski villirefastofninn er sýktur
af veiru sem veldur heilabólgu í
refum. Alirefurinn er svo til laus
við þessa veiru, aðeins eitt tilfelli
hefur fundist hér á landi og það
bú er í einangrun. Nokkrir refa-
bændúr hafa ekki viljað hlusta á
varnaðarorð í þessu máli og nota
villiref til kynblöndunar í von um
að fá fram stofn með sérstökum
feldi, sem er í háum verðflokki.
En það tekur í það minnsta 2-3
ættliði að ná fram þeim feldi og þá
eiga þeir á hættu að allur refa-
stofn þeirra sé orðinn sjúkur.
Þetta kom fram í samtali sem
Þjóðviljinn átti við þá Stefán Að-
alsteinsson hjá RALA og Eggert
Gunnarsson dýralækni á Keld-
um, en þeir eru að rannsaka þetta
mál.
Eggert sagði að veiran hefði
lýst sér sem lifrarbólga í hundum,
en hér áður sem heilabólga í
refum, en nú hin síðari ár hefði
hún einnig valdið lifrarbólgu í
refum. Hann sagði það mjög
áhættusamt að taka villireflnn
inní refabúin, vegna þess að
grunur léki á að hann væri hald-
inn enn fleiri sjúkdómum, en litl-
ar rannsóknir hefðu farið fram á
villirefnum hér á landi.
f vor er leið var 120 villiyrð-
lingum safnað saman á Möðru-
völlum í Hörgárdal og þar kom
fram að veiran sem veldur lifrar-
og heilabólgu í refum er til stað-
ar. Af þeim dýrum sem smitast
deyja á bilinu 10% til 40%, hinir
sem lifa sjúkdóminn af verða
áfram smitberar en sjúkdómur-
inn er ólæknandi. Mesta hættan
felst í því að dýr sem eru smitber-
ar smiti nýfædda yrðlinga, sem
aftur þýðir það að menn lenda í
því ár eftir ár að missa þetta 10%
til 40% af þeim yrðlingum sem
fæðast.
-S.dór
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur ræðu sína í gær fyrir troðfullu Austurbæjarbíói. Ljósm.: E.ÓI.
Landsfundur AB
Vísum bjartsýn
til nýirar aldar
Landsfundur AB settur ígœr. Svavar Gestssonformaður AB: Undirstrikum
samstöðuna. Mótumskýrsvörviðkröfum dagsins. Búumfólkinubjartaframtíð.
Ungtfólk skapi sjálft forsendur hins nýja þjóðfélags.
Verkefni Landsfundarins eru
að undirstrika samstöðu Al-
þýðubandalagsins um stefnu okk-
ar - að móta skýr svör og hvöss
við kröfum dagsins - að afhjúpa
blekkingar gróðahyggjunnar, að
sýna hvernig framtíð við viljum
búa fólkinu í landinu, framtíð
sem vísar bjartsýn og baráttuglöð
til nýrrar aldar,“ sagði Svavar
Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins m.a. í setningará-
varpi sínu á Landsfundi AB í gær-
kvöldi.
í niðurlagi setningarræðu sinn-
ar vék formaður Alþýðubanda-
lagsins að því að unga fólkið ætti
að skipa áberandi sess á fram-
boðslistum flokksins.
„Meirihluti kjósenda í vor er
undir 35 ára aldri. Þetta er kyn-
slóðin sem nú er á götunni, sem
húsnæðislánakerfið hefur hafn-
að. Þessi kynslóð þarf strax í
næstu sveitarstjórnarkosningum
að fá verulegt rúm á framboðs-
listum þannig að hún geti sjálf
skapað forsendur þess nýja
þjóðfélags sem mætir okkur senn
með nýrri öld“.
„Það eru 14 ár, þar til ný öld
gengur í garð. Verði farið að
efnahagsáætlun Alþýðubanda-
lagsins og tillögum um nýja sókn í
atvinnulífinu þá getum við skilað
næstu kynslóð til framtíðar stolt
og bjartsýn í senn.
Ég vona að þessi landsfundur
hjálpi flokknum og þar með
þjóðinni áleiðis í rétta átt. Það
sem þarf að einkenna landsfund-
inn er samstaða, bjartsýni, bar-
áttuvilji og gleði yfir því hlut-
skipti sem við höfum kosið okk-
ur: Að leiða sósíaliska hreyfingu
á íslandi fram til sigurs".
Sjá bls. 3.