Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 3
FRETTIR
Landsfundur
Ræsum fram atorku fólksins
Nær300fulltrúar hófu landsfundarstörfígærkvöldi. Framsaga um fimm ára atvinnustefnu AIþýðubandalagsins:
Nýsókn. Spennaundir niðri. Svavar sennilega einn íformannskjöri. Óvíst umvaraformann
Eftir setningarathöfnina í Austur-
bæjarbíó hófust eiginleg störf lands-
fundar í „Rúgbrauðsgerðinni“, Borg-
artúni 6 um níuleytið, og voru nær
þrjú hundruð manns viðstaddir
fyrsta kvöldið. Aðalfuiltrúar á fund-
inum eru um 240. Svavar Gestsson
flutti setningarræðu sem sagt er frá
annarsstaðar í blaðinu, en að því
loknu höfðu þeir Ragnar Arnalds og
Össur Skarphéðinsson framsögu um
stefnu flokksins í atvinnumálum.
Þeir Ragnar og Össur kynntu
fundarmönnum tvö þingskjöl, um
fimm ára stefnu AB í atvinnumálum
þarsem vandi atvinnulífsins er kruf-
inn í stuttu máli og lagðar fram til-
lögur að leiðum til úrbóta, og um nýja
sókn þarsem raktir eru nýir mögu-
leikar sem tæknibylting undanfarinna
ára hefur opnað. „Efnahagsskipu-
lagið er vanskapnaður," sagði Ragn-
ar Arnalds meðal annars, - og Al-
þýðubandalagið verður að hafa for-
ystu um að hala það uppúr eymdinni.
Össur Skarphéðinsson sagði meðal
annars að það væri hlutverk flokksins
að ræsa fram atorku fólksins í
landinu. Alþýðubandalagið hefði nú
komið sér upp öflugri hugmynda-
banka um atvinnumál en nokkur ann-
ar flokkur, - og nú lægi fyrir að rífa
landsmenn uppúr þeirri svartagalls-
vímu sem stjórnvöld hefðu komið ís-
lendingum í.
f*á fylgdi Helga Sigurjónsdóttir úr
hlaði skýrslu starfsháttanefndar sem
birtist í heild í blaðinu í fyrradag.
Landsfundarfulltrúar eru vel bratt-
ir fyrsta fundardaginn, og má vera að
sú spenna sem ríkt hefur um þennan
landsfund eigi þar nokkurn þátt.
Augljóst er að menn vænta kröftu-
grar umræðu og jafnvel átaka um ein-
stök mál og niálaflokka, þannig var
Ásmundur Ásmundsson að leggja
fram sín eigin drög að
stjórnmálaályktun sem valkost við
hin undirbúnu þegar Þjóðviljinn
þurfti í prentun.
í lok ræðu sinna kom Össur Skarp-
héðinsson inná þetta spennuástand
með þessum orðum: Flokkurinn
verður að hafa þann stórhug að refsa
þeim ekki eða brjóta á bak aftur sem
dirfast að vera á öðru máli en hæstvirt
flokksforysta... Flokkurinn þarf bæði
stórhug og eldmóð til að geta hafið
nýja stórsókn.
Á þessu stigi máls virðist ekki lík-
legt að alvarlegt mótframboð komi
fram gegn Svavari Gestssyni í for-
mannskjöri á laugardag. Um varafor-
mannskjör er hinsvegar allt óljóst.
Kristín Ölafsdóttir mun vera að hugsa
sig um, en einnig er lagt hart að Vil-
borgu Harðardóttur að endurskoða
ákvörðun sína um að hætta varafor-
mannsstörfum á þessum landsfundi.
í dag eru á dagskrá lagabreytingar
og almennar stjórnmálaumræður til
klukkan fimm.
- m.
Halló afi! Svavar ásamt Guðrúnu Helgadóttur alþingismanni spjallar fyrir setn- Ástráð sem heldur á Oddi syni sínum ungum og lengst til hægri er dóttir
ingarfundinn í Austurbæjarbíói við son sinn Gest lengst til vinstri, tengdasoninn Svavars, Svandís. Ljósm. E.OI.
Steingrímur mættur? Nei, Jón Hjartarson leikari brá sér í gervi Steingríms
Hermannssonar og Soffía Jakobsdóttir leikkona í gervi Ragnhildar Helgadótt-
ur. Mátti vart greina mun á þeim leikurunum og hinum sem starfa við Austurvöll.
Ljósm. E.ÓI.
Fundahöld stóðu langt frameftir í gærkvöld og það var ekki verra að geta gripið i
prjónana undir ræðuhöldunum. Myndir E.ÓI.
Fæmm út land-
helgi lýðiæðisins
Svavar Gestsson ísetningarræðunni ígœrkvöldi: Samhliða nýrrisókn í
atvinnulífinu verði aukið vald til byggðarlaganna sjálfra. Þarfað knýjafram
samninga um raunverulega styttingu vinnuvikunnar
Markmiðið er að færa út land-
helgi lýðræðisins - til allra
þátta þjóðlífsins, - það er aðalat-
riðið ásamt kröfunni um jöfnun
lífskjara, sagði Svavar Gestsson
formaður Alþýðubandalagsins
m.a. í setningarræðu sinni á
landsfundinum í gærkveldi.
„Þannig tel ég nauðsynlegt að
samhliða nýrri sókn f atvinnulíf-
inu verði ákveðið að færa aukið
vald til byggðarlaganna sjálfra.
Það er ekki keppikefli aðeins af
lýðræðislegum ástæðum. Það er
líka keppikefli vegna þess að það
eykur ábyrgð og áhuga heimaað-
ila og tryggir því betri árangur en
heildarákvarðanir sem byggjast á
alls konar misjafnlega vel grund-
uðum meðaltölum.“
Svavar rifjaði upp stóru íhalds-
draumana: Erlenda stóriðju-
stefnan hefur breyst í martröð.
Markaðshlutdeild íslenska iðn-
aðarins hefur minnkað hér á
landi og útflutningur almennra
iðnaðarvara er aðeins 1% af
heildarútflutningi landsmanna, -
eitt prósent. Fjármagnsstefna nú-
verandi ríkisstjórnar er að kyrkja
'framleiðslugreinarnar í greip
sinni.
Þeirra stefna hefur þannig ekki
dugað - okkar stefna hefur sýnt
að hún dugar.“
Um vinnuþrældóminn sagði
Svavar m.a.: „Það er hægt að
hækka kaup fyrir unna vinnu-
stund verulega með aukinni
þjóðarframleiðslu og það er hægt
að stytta vinnutímann þannig að
fólk fái mannsæmandi laun fyrir
eðlilegt vinnuframlag. Að mínu
mati ætti það að vera forgangs-
verkefni verkalýðshreyfingarinn-
ar að knýja fram samninga um
raunverulega styttingu vinnutím-
ans. Lífskjaramunurinn á íslandi
og nágrannaiöndum okkar er
hvergi eins mikill og í vinnutím-
anum“.
-óg.
Svavar Gestsson flytur ræðu sína í upphafi Landsfundar í gærkvöld. Við
háborðið sitja starfsmenn fundarins, Helgi Guðmundsson, Guðrún Ágústsdótt-
ir og Sigurjón Bjarnason fundarstjórar og Gunnlaugar Haraldsson og Benedikt
Sigurðsson og Ásdís Þórhallsdóttir fundarritarar.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3