Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 7
 Fatlaöir Atvinnu - ekki forsjá Kristín Halldórsdóttir í viötali við Glætuna Á döfinni er að halda nám- stefnu að Hverfisgötu 105 um at- vinnumál ungs fatlaðs fólks. Það er aeskulýðsnefnd Sjálfsbjargar í Reykjavík sem hefur undirbúið þcssa námstefnu en í nefndinni eiga sæti Jóhann Pétur Sveinsson, Ásgeir Sigurðsson og Kristín Halldórsdóttir. Glætan fékk Kristínu Halldórsdóttur til þess að segja okkur svolítið mcira frá starfi þessarar nefndar og hvað verður aðallega rætt um á nám- stefnunni. „Pessi nefnd var sett á laggirn- ar í fyrra og var meðal annars ætlað að efla æskulýðsstarf innan Sjálfsbjargarfélaganna víða um land. Okkur var einnig ætlað að kynna samnorrænt starf í tilefni af ári æskunnar úti á landi en því rniður hefur það ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að senda bréf til þeirra í sumar og biðja um uppástungur um hvað væri hægt að gera en ekki fengið nein svör. Það er eins og for- mennirnir hafi ekki trú að hægt sé að gera neitt né þeir hafi mann- skap í það en ég held að það sé stór misskilningur. Vilji er allt sem þarf. Nú, það sem við höfum gert á þessu ári æskunnar hefur aðal- lega verið í sambandi við hin Norðurlöndin og það hefur kom- ið í okkar hlut að hafa samband við þau. Það var ákveðið að sam- hæfa allar aðgerðir innan land- anna og til stóð að nota 46. viku ársins til þess að vekja athygli á atvinnumálum ungs fatlaðs fólks. En við hér á Islandi fengum undanþágu til þess að byrja í sumar þar sem við höfum þetta séríslenska fyrirbæri sumarvinnu og þar af leiðandi er sumarið betri tími fyrir okkur. Við höfum haft samband við öll blöðin og beðið þau um að aðstoða okkur við.þetta átak en aðeins eitt blað hefur tekið þetta fyrir ennþá og birt viðtöl við fatlaða krakka sem annað hvort eru með vinnu eða eru atvinnulaus. Það vakti aftur meiri athygli fólks þegar við heimsóttum Öryrkjadeild ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar og sýndum fram á hvers konar að- stæður okkur er boðið upp á þar. Fatlað fólk kemst ekki einu sinni leiðar sinnar inn í húsið, hvað þá meir. Og núna ætlum við að setja endapunktinn við þessar aðgerð- ir í endir 46. viku, með því að halda námstefnu 16. nóvember. Hún verður sérstaklega helguð atvinnumálum ungs fatlaðs fólks, og yfirskriftin er „Atvinna - ekki forsjá". Það verður ókeypis aðgangur og þarna verða haldnir um 12-14 fyrirlestrar unr efnið frá ýmsum sjónarhornum. Til dæmis verður lítillega fjallað um tryggingakerf- ið og hvort það er vinnuletjandi eða ekki. Það er nefnilega þannig að þegar maður fer að þéna yfir 21.000 krónur á mánuði þá missir maður alla tekjutryggingu og flest hlunnindi. Full tekjutryg- ging fyrir 75% öryrkja er í dag 7.844 krónur. Sé maður svo „óheppinn" að ■ fá vel borgaða vinnu þá þarf maður auðvitað að borga skatta og fyrir flesta kemur dæmið þannig út að það borgar sig varla að fara að vinna nema að hafa mun hærra kaup því þeir koma verr út úr því og hafa sára- litla möguleika á að auka tekj- urnar. Þettaermjögóréttlátt. Og fyrir utan þetta þá er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn í trygg- ingakerfið aftur ef það missir vinnuna af einhverjum ástæðum. Þetta er ein hlið málsins en auk þess verður rætt um skólamálin og starf öryrkjadeildar ráðning- arstofu Reykjavíkur, verndaða vinnustaði og margt fleira. Og við vonum bara að sem flestir komi og kynni sér málin, það er ekki vanþörf á“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir að lokum og Glætan þakkar henni kærlega fyrir spjall- ið. -vd. Föstudagur 8. nóvember 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.