Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 13
VIÐHORF Lífskjara samningur eftir Þröst Ólafsson Eftirfarandi grein var upphaflega unnin sem rœða, er höfundur flutti áfélagsfundi í Verkamannafélaginu Dagsbrún sunnudaginn 3. nóvember Þegar við nú setjumst niður til að móta kröfur okkar vegna væntanlegra kjarasamninga ger- ist það í skugga reynslu undanfar- inna ára - ekki bara síðustu tveggja ára heldur verðum við að skyggnast aftar. Þetta segi ég vegna þess, að það er trúa mín, að við stöndum nú á vegamótum í kjarabaráttunni og stöðu verka- lýðshreyfingarinnar almennt. Þeir samningar sem gerðir verða á öndverðu næsta ári, munu móta samningagerð næsta áratugar að verulegu leyti. Því hvílir sú ábyrgð á okkur, sem hefjum fyrstir þetta starf, að vanda okkur sem best, opna alla glugga og horfa eins vítt og hátt og kostur er, því mikið er í húfi fyrir alla - einkum okkur sjálfa. Verkalýðshreyfingunni hefur verið legið á hálsi, að hún sé stöðnuð og daufheyrist við kröf- um nýs tíma og niður hins ó- komna sé henni óskiljanlegur, eins og latína ungbarni. Fátt er hættulegra hagsmuna- félögum erfiðismanna en sljóleiki gagnvart líðandi stund og skiln- ingsleysi í garð framtíðarinnar. Slíkt leiðir af sér eilífa, von- lausa varnarbaráttu sem ætíð endar í ósigri. Verkalýðshreyf- ingin má ekki hætta að vera mót- andi þjóðfélagsafl, því hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá eru það völdin í þjóðfélaginu, sem skipta sköpum um afkomu verkafólks í bráð og stöðu stéttar- innar í lengd. Þjóðir og hug- myndakerfi berjast um yfirráð yfir heiminum, stéttir takast á um yfirráð yfir þjóðunum. í ákafa okkar fyrir bættum kjörum félagsmanna, megum við aldrei missa sjónar á því, að bar- átta okkar verður geld og árang- urslítil, ef við megnum ekki að hafa áhrif á þróun samfélagsins og þær ákvarðanir sem teknar eru af valdhöfum þessa lands hverju sinni. Fagleg hreyfing verður að eiga sér pólitíska sýn og stjórnmálalegt afl til að fylgja henni eftir og tryggja árangur hinnar faglegu kjarabaráttu og móta þjóðfélagið raunsærri verkalýðshyggju. Vöntun á sterku stjórnmálaafli sem verka- lýðshreyfingin getur beitt fyrir sig í vörn og sókn er alvarlegasta hætta sem stafar að hreyfingunni nú. Ég sagði í upphafi máls míns, að við værum að vinna að kröfu- gerð í skugga reynslunnar. Um hvaða reynslu er ég að tala? Á undanförnum fimm árum höfum við búið við tvennskonar launakerfi. Annars vegar vísi- tölukerfið gamla, hins vegar óverðtryggða samninga til skamms tíma. Fyrra kerfið var vel á veg komið með að setja þjóðina á hausinn, það síðara er búið að setja alþýðuheimilin á kaldan klakann. Nú spyrja sig sumir: Hvað varðar okkur um þjóðarhag ef það gagnast okkur? Ég spyr á móti: Er ekki alþýða þessa lands um 75-80% af þjóð- inni? Ef þjóðin fer á hausinn og lendir á framfæri erlendra banka, hvernig haldið þið kjörum verka- fólks verði þá háttað? Þá er hætt við að þröngt verði fyrir dyrum hjá mörgum launamanninum. En hvað er það sem við viljum? Hverjir eru kostirnir? Við viljum ekki sömu aðstæður og ríkt hafa undanfarin tvö og hálft ár. Sú efnahagsstefna sem við höfum orðið að þola hefur sett alþýðuheimilin á hausinn án þess að bjarga þjóðarbúinu. Kjaralega stöndum við verr að vígi en nokkru sinni fyrr og áhrif verkalýðshreyfingarinnar í þjóðfélaginu minni en áður. Stéttarlegt misrétti er meira en áður og staða þeirra fjárplógs- manna sem eiga peninga og lifa á þeim aldrei veriö sterkari. Nú- verandi stefna er verkafólki mjög fjandsamleg og við munum ekki ganga þá þrautargöngu lengur. Við afneitum þessari stefnu. Um hana verður ekki samið aftur af Dagsbrún og það skal mikið á ganga innan hreyfingarinnar, ef þvinga á okkur til nýrrar samn- ingagerðar á sömu nótum og und- anfarin ár. En höldum áfram að skoða valkostina. Önnur leið sem mikið var rætt um fyrir ári síðan var svokölluð skattalækkunarleið. Á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með 2,5 milljarða halla er afar ólíklegt að slík leið geti leitt til raunveru- legra kjarabóta, því sennilega yrði skattbyrðin flutt til þannig að hún myndi á annan hátt lenda á launafólki. Ég tel því ekki ástæðu til að eyða miklum tíma í slíkar vangaveltur. Við skulum eftirláta Þorsteini niðurskurð ríkisút- gjalda. Þriðja leiðin sem við verðum að meta mjög alvarlega er hefð- bundin leið vísitöluhindingar kaupgjalds. Þessi aðferð var viðhöfð til fjölda ára. Allt frá árinu 1941- 1959 er full vísitölutrygging í sjö ár en skert í tvö ár. Árið 1960 er verðtryggingin afnumin í fjögur ár, en tekin aftur upp í samning- unum í desember 1964. Segja má að síðan hafi verið við lýði verð- trygging. Full eða skert að meiru eða minna leyti fram til ársins 1978, en sú skerðing stóð ekki nema í hálft ár. Síðan var full verðtrygging fram í maí 1983 er hún var felld úr gildi með lögum. Vísitölubinding kaupgjalds hefur á verðbólgutímum reynst vera neyðarlending verkalýðshreyf- ingarinnar, og reynslan af því kerfi verið bæði góð og miður góð. Fyrir launafólk virkar kerfið vel meðan launin ein eru verð- tryggð. Það skapar hins vegar verulegar skekkjur annars staðar í hagkerfinu einkum á peninga- markaðnum, ef sparnaður og sjóðir þjóðarinnar brenna upp á skömmum tíma og verða að engu. Með tímanum varð þessi verð- trygging æ víðtækari - fyrst laun, síðan greiðslur almannatrygginga og búvara, þar næst almennt vöruverð og að lokum peninga- greiðslur og aðrar fjármagns- skuldbindingar. Þegar svo var komið vantaði bara vísitölubind- ingu á fiskverðið og gengið, sem þó má segja að orðin væri í reynd. Þegar svo var komið tel ég vísi- tölukerfið hafa verið komið í ógöngur og gengið sér til húðar. Þótt ekki sé það orsakavaldur verðhækkana, þá veldur það að lokum því, að verðbólgan er fest í sessi og sjálfvirkni kerfisins gerir alla raunhæfa baráttu gegn verð- bólgu afar erfiða. Allar ríkis- stjórnir þurftu meira og minna að krukka í vísitöluna. Engin þeirra gat látið sjálfvirkni kerfisins ráða ferðinni. Verkalýðshreyfingin bar ekki gæfu til að semja um nýtt og breytt verðbótakerfi árið 1982, þegar það stóð til boða. Þegar vísitölukerfið var afnumið var vörnin þunnskipuð. Þetta kerfi er enn við lýði og skýtur það nokk- uð skökku við. Viðgangur verð- bólgunnar getur aldrei orðið keppikefli verkalýðshreyfingar- innar. Því ber henni skylda til að reyna til hins ítrasta samnings- leið, sem ekki endilega leiðir til vaxandi verðbólgu og efnahags- legrar upplausnar um leið og lífskjörin eru bætt. Ég fyrir mitt leyti get ekki mælt með því að setja verkafólk í harða baráttu fyrir upptöku slíks kerfis. Það er svo annað mál hvað kann að reynast þrautarlending, þegar allt annað er þrotið. Þá kann það satt að reynast, að gera verður fleira en gott þykir. Hitt er svo annað mál að vera )tann, að almenn andúð á núverandi ríkis- stjórn sé orðin svo megn meðal almennings, að samningar við hana kunni að verða fordæmdir, óháð því, hvers eðlis þeir séu. Stéttareðli hennar er of eindregið til að líklegt sé að hægt sé að ná réttlátu samkomulagi við hana. Niðurstaða mín er því sú, að engin af þeirn þremur megin að- ferðum sem ég hef dregið upp hér að framan sé æskileg forskrift kröfugerðar félagsins, hvorki leið óverðtryggðra kuuphækkana, skattalækkunarieið eða gamla vísitölulciðin. En hvað er þá til bragðs? Reynast nú góð ráð dýr? Ég ætla hér á eftir að reifa nokkuð hugmynd sem ég hef kos- ið að kalla leið til tryggingar lífs- kjara. Með henni er reynt að draga upp aðferð við gerð kjara- samninga sem tryggir og bætir Iífskjör almennings í landinu og á ekki að gefa stjórnvöldum tæki- færi til að taka til baka ávinninga samninganna. Takmarkið cr að umsamdar kjarabætur haldist og kjör batni án þess það hafi í för með sér aukna verðbólgu. Er ekki kominn tími til að reyna að semja án þess að kjarabætur étist upp á örskömmum tíma? Það er ómaksins vert að velta því vand- lega fyrir sér, hvort slíkt sé hægt m.v. núverandi aðstæður. í stór- um dráttum er gengið út frá því að semja um fleiri þætti en laun, því lífskjörin eru samansett úr mörgum fleiri þáttum, þótt launin skipti þar mestu máli. Eftirtaldir þættir gætu myndað uppistöðu í lífskjarasamning að- ila vinnumarkaðarins og hins op- inbera. 1. Laun verði hækkuð, sam- kvæmt ákveðnu ferli sem tengdist kaupmætti. Annað hvort mætti hugsa sér þetta beinlínis bundið ákveðnu kaupmáttarstigi eða tengja það fyrirfram ákveðnu verðhækkanaferli nokkurra mikilvægra lífsnauðsynja s.s. bú- vöru, fiskverði, húsaleigu, opin- berri þjónustu í víðum skilningi og bensíni, svo nokkur atriði séu nefnd. Einhvers konar tilrauna- tími yrði að koma á samninginn fyrst, með opnunarmöguleikum ef kaupmáttarmarkmið nást ekki. 2. Peningamarkaðurinn verði tekinn til gaumgæfilegrar athug- unar og okurlánahluti hans af- numinn. Bönnuð verði öll ten- ging fjárskuldbindinga við vísi- tölu og öll vísitölutenging hverju nafni sem hún nefnist verði bönnuð með lögum. í þessu sam- bandi þarf að finna leið til að háir vextir þyngi ekki um of fyrstu greiðslur af lánum. 3. Almannatryggingar skulu haldast óbreyttar og þjónustustig heilsugæslu og sjúkrahúsa verði ekki minnkað og engin frekari gjaldtaka leyfð. Sjúkragjald verði afnumið eða lækkað veru- lega. Ríki og sveitarfélög auki fram- lög sín til stofnunar og reksturs barnaheimila verulega umfram það sem nú er. Útgjöld þeirra lægst launuðu vegna barnagæslu verði niður- greidd. 4. Sameiginlegt átak verði gert í húsnæðismálum af ríki, sveitarfélögum og aðilum vinnu- markaðarins s.s. lífeyrissjóðum verkalýðsfélaganna. Markmið þess átaks verði að stytta bygg- ingartíma og lækka byggingar- kostnað, þannig að allt almennt launafólk geti fengið þak yfir höf- uðið án þess að þurfa að fórna bæði heilsu og afkomumögu- leikum til langs tíma. Um leið verður að bjarga tekjulægsta fólkinu undan marg- földu gjaldþroti og upplausn hei- mila vegna húsnæðisskulda með ókræfum framlögum. 5. Tekið verði upp stað- greiðslukerfi skatta svo fljótt sem auðið verði, en virðisaukaskatti endanlega ýtt til hliðar. Hann gagnar hvort eð er engum nema væntanlegum skattsvikurum. Undanþágum frá núgildandi söluskatti ntá hins vegar fækka að meinalausu. Til að standa straum af hluta þess kostnaðar, sem tillögur þess- ar ganga út frá, skal lagður auka- skattur á stóreignir og hæstu tekj- ur. Einnig skulu vextir skattlagðir. Auka verður skatteftirlit á vegum skattstofanna og draga verulega úr skattsvikum. Að sjálfsögðu má lengja þenn- an lista að vild, en þetta dugir að sinni. Þessar hugmyndir sem og aðrar verða að fá þá félagslegu meðhöndlun sem nauðsynleg og eðlileg er. Næstu vikur og mánuðir verða bæði vandasamir og erfiðir - það er hörð barátta framundan. f þeirri nauðsynlegu umræðu getum við orðið ósammála um ýmislegt og deilt bæði um aðferð- ir, leiðir og markmið. En eftir að rétt kjörnar stofn- anir félagsins hafa tekið ákvörð- un verða allir að standa saman sem einn. Aðeins félagslegur þroski og samstaða getur leitt til sigurs. Við hvorki megum né getum reitt okkur á neina aðra en sjálfa okk- ur þegar á hólminn er komið. Þá er Dagsbrúnarmönnum brugðið, ef þeir þurfa að láta aðra draga vagninn fyrir sig. Þetta gildir, hvort heldur sem er, við mótun kröfugerðar eða í baráttunni sjálfri. Sem sagt, af stað með fullum styrk. Þröstur Ólafsson er framkvaemdastjóri Dagsbrúnar Föstudagur 8. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.