Þjóðviljinn - 08.11.1985, Page 18

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Page 18
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Viö leitum eftir heimiii fyrir átta ára gamlan dreng, sem vegna ýmissa ástæöna getur ekki búið heima hjá sér. Viö leitum aö fjölskyldu sem er tilbúin að taka viö nýjum fjölskyldumeðlim. Foreldrarnir þurfa aö hafa reynslu og ánægju af uppeldisstarfi, vilja, þrautseigju og tíma til aö sinna því af alúð og jafnframt hæfileika og aðstæður til að setja þurftarfrekum dreng traustar og hlýjar skorður. Drengurinn þarf helst að fá að vera yngstur í fjölskyldunni. Við krefjumst engrar sérstakrar menntunar, en lífsreynsla, góður vilji og jákvæð af- staða fjölskyldunnar til að taka við drengnum eru bestu meðmælin. Við viljum helst að þið búið á Suð- vesturlandinu, en það er þó ekki skilyrði. Frekari upplýsingar veitir Gunnar Klængur Gunnars- son félagsráðgjafi, Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar sími 74544. jjyfl Fjórðungssjúkrahúsið ' á Akureyri óskar að ráða: 1. Hjúkrunardeildarstjóra að Handlækningadeild. Starfið er laust 1. janúar 1986. Umsóknarfrestur til 1. des. 1985. 2. Hjúkrunardeildarstjóra að B-deild (Elli- og kven- sjúkdómadeild). Starfið er laust frá 1. janúar 1986. Umsóknarfrestur til 15. nóv. 1985. 3. Hjúkrunarfræðinga nú þegar eða síðar eftir samkomulagi að Handlækningadeild. Lyflækningadeild. B-deild. Seli I (Ellideild). Geðdeild. Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir upp- lýsingar. Sími 91-22100. Húsnæði óskast Hjón með eitt barn óska eftir 2-3 herbergja íbúð nú þegar. Erum á götunni. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli fyrir hendi. Þeir sem vildu liðsinna þessu unga fólki vinsamlegast hringi í síma 23918 e. kl. 20.30. Sigrún. Lestu oðeins stjóraarbloðh? DJðÐVIUINN Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333 Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJÚÐVILJINN Grikkland Verkföll gegn niður- skurðarstefnu Papandreus Gengi drökmunnarfellt, vísitölubœturskertar og launfryst nœstu tvö árin Grískir launþegar hafa farið í verkföll og efnt til fjölmennra mót- mælaaðgerða að undanförnu til að mótmæla kreppuráðstöfunum sósíalistastjórnar Andreasar Papandreú. Fimm mánuðum eftir mikinn kosningasigur flokks hans, PASOK, Hellenska sósíalistasambandsins, hefur hann séð sig neyddan til að fella gengi drökmunnar, frysta laun í tvö ár, draga úr dýrtíðaruppbót- um á laun og grípa til sérstakra ráðstafana til að draga úr inn- flutningi. Og launþegar þykjast illa sviknir og ætlast til annars af vinstristjórn. Verkfallabylgjan lamaði um skeið flestar atvinnugreinar og þó Grikkjum sé að sögn annað betra gefið en samstaða, þá voru þeir furðu einhuga í því að mótmæla .sparnaðaráformum ríkisstjórnar- innar hvort sem þeir höfðu fyrir fimm mánuðum gefið flokki Pap- andreús atkvæði sitt eða stutt keppinauta hans. Vandi safnast upp Á fyrsta kjörtímabili sínu stóð Papandreú fyrir umbótum og kjarabótum sem vinsælar urðu. Lægstu laun hækkuðu verulega, félagsleg þjónusta var stóraukin og orlof var lengt. Gefin voru fyrirheit um að velferðarríkið væri á næstu grösum og ekki skorti Papandreú bjartsýni í kosningaræðunum í vor. En efnahagsleg vandamál hafa um leið safnast upp og nú telur Pandreú, að því verði ekki lengur á frest skotið að glíma við þau. Iðnaðarframleiðslan er nú minni en hún var 1979 og atvinnuleysi hefur aukist og nær nú til 10% vinnandi manna. Mjög hefur dregið úr fjárfestingum í einka- geiranum. Verðbólgan nemur um 20% og er hún þrefalt hraðari en gengur og gerist í löndum Efnahags- bandalagsins. Ríkisbúskapurinn hefur verið rekinn með halla sem nú er kominn upp í um 20% vergrar þjóðarframleiðslu. Sérfræðingar Efnahagsbanda- lagsins hafa sett á langar tölur yfir Grikkjum og sakað þá um að lifa um efni fram. Og nú um miðjan október lagði Papandreú fram niðurskurðar- og aðhaldsáætlanir sínar. Ráðstafanir stjornarinnar Byrjað var á að fella gengi drökmunnar um 15%. Sú ráð- stöfun á að örva útflutning og fjölga túristum, auk þess á það að bæta stöðu grískrar vöru á heima- markaði að innfluttar vörur hækka í verði. Síðan Grikkland gekk í Efna- hagsbandalagið hefur innflutn- ingur til landsins stóraukist og viðskiptahallinn nemur nú um þrem miljörðum dollara. Til þess að rétta hann við er gengisfell- ingin ein sér ekki talin nægja. Því verða innflytjendur nú að leggja út allt að 80% af verði um 1200 vörutegunda og eru þessar inn- borganir síðar geymdar á lokuð- um reikningum í sex mánuði vaxtalausar. Sósíalistastjórnin hafði á sín- um tíma komið á vísitölubind- ingu launa, en nú verður sú trygg- ing gegn verðbólgu verulega skert. Þetta þýðir í reynd, að á næsta ári munu rauntekjur verka- manna og opinberra starfsmanna minnka um 5-10%. Papandreú vill reyna að koma því svo fyrir, að allir axli sinn hluta byrðarinnar eins og það heitir. Pví fá bændur, sem verið hafa dyggir stuðningsmenn Pas- ok, ekki þær hækkanir á afurðum sem þeir vilja og lagður verður sérstakur ágóðaskattur á einka- fyrirtæki. Ríkisstjórnin segist líka ætla að spara. Bæði á að skera niður útgjöld og ráðherrar og þingmenn munu ekki fá neinar vísitölubætur - ekki frekar en aðrir hálaunahópar. Skattfríð- indi þingmanna verða skert og pólitískir flokkar fá minni opin- beran styrk en þeir hafa notið um skeið. En eins og að líkum lætur koma þessar kreppuráðstafanir harðast við það fólk, sem gerði sér mestar vonir um Papandreú og hans flokk. Því það fylgir með í kreppupakkanum að laun verða bundin næstu tvö ár - og þetta á einnig við um þá sem lægst hafa launin. Atvinnurekendum er reyndar bannað með lögum að hækka laun meira en sem svarar til hinna skertu vísitölubóta á lægri laun. Samningsrétti verk- lýðsfélaganna er þar með kippt úr sambandi og það þykir að vonum ekki nein fyrirmyndarhegðun hjá sósíalískum forsætisráðherra. Papandreú segist gera þetta til að bjarga atvinnulífinu, en verklýðs- samtökin heimta að afturkallaðar verði ráðstafanir sem þau telja verklýðsfj andsamlegar. Kommúnistaflokkur Grikk- lands hefur gagnrýnt sósíalista- stjórnina óspart á seinni misser- um og búast má við því, að óá- nægjan með niðurskurðarstefn- una verði til þess að auka enn áhrif hans í verklýðsfélögunum, sem eru mikil fyrir. Papandreú hefur líka átt í erfiðleikum í eigin flokki. Átta menn af 45 í mið- stjórn Sambands grískra verka- manna, sem Pasok hefur tögl og hagldir í, greiddu á dögunum at- kvæði með verkföllunum gegn kreppuráðstöfunum - voru þeir þá umsvifalaust reknir úr flokkn- um. Alþjoða- mál Stundum hefur Papandreú slegið á óánægju með óvinsælar ráðstafanir innanlands með því aðminnamenn á erfðaféndurna tyrknesku eða með því að rifja það upp, að hann ætli að leggja niður bandarískar herstöðvar í Grikklandi. En í reynd kemur það æ betur fram, að í herstöðv- amálum er Papandreú bundinn í báða skó. Hann framlengdi á síð- asta kjörtímabili herstöðvasamn- ingana - með nokkrum lagfær- ingum að vísu - og þáði fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjun- um, sem hann réttlætir sem nauðsynlega til að hafa í fullu tré við Tyrki. AB byggði á Spiegel og Le Monde. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.