Þjóðviljinn - 16.11.1985, Qupperneq 2
____________FRÉTTIR
Hafnarfjörður
Hagsmunir aldraðra víkja
Meirihluti bœjarstjórnar breytir útboðsskilmálumfyrirþjónustuíbúðir
aldraðra. Verktakinn fœr að selja áfrjálsu verði og tekuryfir
helminginn af þjónusturými bœjarins. Hörð mótmæli minnihlutans
Meirihluti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar hefur knúið
fram breytingar á áður einróma
samþykkt bæjarstjórnar um út-
boðskilmáia vegna væntanlegrar
íbúða og þjónustubyggingar fyrir
aldraða við Hjailabraut í norður-
bæ Hafnarfjarðar. I hinum nýju
útboðsskiimálum er væntan-
legum verktaka gefln heimild tii
að selja íbúðirnar á frjáisu mark-
aðsverði en fyrri skilmáii gerði
ráð fyrir að íbúðirnar yrðu seldar
til aldraðra miðað við fast verð
framreiknað samkvæmt bygging-
avísitölu.
Þá samþykkti meirihluti bæjar-
stjórnar að verktakinn eignaðist
sjálfur helminginn af því þjónust-
urými sem átti að vera í umsjón
bæjarins, og fengi að ráðstafa því
að eigin vild. Það sem eftir stend-
ur af þjónusturými sem átti að
vera í umsjón bæjarins, og fengi
að ráðstafa því að eigin vild. Það
sem eftir stendur af þjónusturými
bæjarins verður byggt fyrir fast
verð en íbúðirnar til aldraðra á að
selja á frjálsu markaðsverði eins
og áður sagði.
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjórn, Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks
mótmæltu harðlega framkomu
bæjaryfirvalda í þessu máli. í
bókun sem Rannvcig Trausta-
dóttir bæjarfulltrúi AB lagði
fram við afgreiðslu málsins sagði
hún að með þessum nýja útboðs-
skilmála væri fyrst og fremst gætt
hagsmuna væntanlegs verktaka
Alþingi
Mælt fyrir
Búseta
Steingrímur J. Sigfússon mælti
í fyrradag fyrir frumvarpi stjórn-
arandstæðinga um búseturétt en
það er sama frumvarp og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur bannað
Alexander Stefánssyni félags-
málaráðherra að leggja fram.
Steingrímur rakti í framsögu
sinni hvernig félagsmálaráðherra
hefði verið í stöðugum afturábak
gír eftir að hann lýsti því yfir vor-
ið 1984 að hann myndi sjálfur
leggja fram slíkt frumvarp. Hann
sagði þátt Sjálfstæðisflokksins í
þessu máli einstakan: Flokkurinn
gerði ekki annað en þvælast fyrir
og beitti til þess öllum tiltækum
ráðum. „Vill Sjálfstæðisflokkur-
inn yfirleit húsnæðissamvinnufé-
lög og búseturétt á íslandi eða vill
hann þau ekki?“ spurði
Steingrímur, en í klukkutíma-
iangri ræðu Halldórs Blöndals
voru engin skýr svör fremur en
fyrri daginn. _ý|
en hagsmunir þeirra sem ættu að
búa í húsinu fyrir borð bornar.
Lýsti hún undrun sinni og
hneykslan á vinnubrögðum
þeirrar undirbúningsnefndar sem
stóð fyrir breytingunum á út-
boðsskilmálunum.
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins
lýsti því yfir á fundinum að undir-
búningsnefndin hefði sýnt al-
gjöra vanhæfni í störfum og það
væri algjörlega óþolandi að sam-
þykktir bæjarstjórnar væru með-
höndlaðar af undirnefndum
bæjarkerfisins og embættis-
mönnum bæjarins eins og ómark-
tækir minnispunktar. -lg
Hrönn í hlutverki sínu í Grímudansleik.
Hrönn í Grímudansleik
Idag hefjast á ný sýningar á
Grímudansleik í Þjóðleik-
húsinu og er jafnuppselt í dag
og á allar fyrri sýningar.
Hlutverk Ulriku spákonu
er nú í höndum Hrannar Hafl-
iðadóttur og verður til loka;
Sigríður Ella Magnúsdóttir er
nú farin utan.
Hrönn hefur ekki áður
sungið í Þjóðleikhúsinu en
þeim mun meira í íslensku
óperunni: Töfraflautan, Mík-
adó, Nóaflóðið, Leðurblak-
an.
Hrönn tók einsöngvarapróf
úr Söngskólanum og lærði síð-
an í Vínarborg hjá Helene
Karusso.
Sýningum á Grímudansleik
lýkur fyrir miðjan desember.
Yfirborgaðir? - fer það eftir
stærð og gæðum verkfær-
isins?
íslandsklukkan
Eiríkur
vann í
Hæstarétti
Eiríkur J ónsson
rithöfundur vann
meiðyrðamálið gegn
dómnefnd
heimspekideildar.
Ummœlin íumsögninni
dœmd ómerk
Eiríkur Jónsson rithöfundur
vann í Hæstarétti mál gegn dóm-
nefnd Háskóla íslands, fyrir um-
mæli í álitsgerð nefndarinnar um
bók Eiríks, Rætur íslandsklukk-
unnar. Átalin ummæli fela sam-
kvæmt úrskurði Hæstaréttar í sér
siðferðisdóm, sem er meiðandi
fyrir höfundinn.
Eiríkur skaut máli þessu til
Hæstaréttar eftir að undirréttur
hafði úrskurðað þann veg í mál-
inu, að dómnefndin væri sýkn af
ákærunni.
Eiríkur Jónsson lagði bók sína,
Rætur íslandsklukkunnar, til
doktorsvarnar - og eins og venja
er, var valin dómnefnd til að
meta vísindagildi bókarinnar.
í álitsgerð hennar er umsögn,
sem Eiríkur taldi meiðandi og
höfðaði má á hendur dómnefnd-
armönnum, þeim Sveini Skorra
Höskuldssyni, Ólafi Halldórssyni
og Peter Hallberg.
Ummælin sem nú eru dæmd
dauð og ómerk eru þessi: „Hér
verður að telja að ritgerðarhöf-
undur standi tæplega full heiðar-
lega að verki,“ og „Nokkuð svip-
að virðist upp á teningnum að því
er varðar notkun ritgerðarhöf-
undar á seðlasafni Orðabókar
Háskóla íslands.“
-óg
Fyrirlestur
Dönsk tunga
í dag klukkan 13 flytur danskur
málfræðingur, Jörn Lund, fyrir-
lestur um dönskukennslu í Dan-
mörku í stofu 101 í Odda, ný-
byggingu Háskólans gegnt Nor-
ræna húsinu.
OPIÐ TIL KL.4 I DAG
rVer»«ö
VtSA
JIS
Jón Loftsson hf.
/A A ▲ ▲ ▲ ▲
Hringbraut 121 Simi 10600