Þjóðviljinn - 16.11.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Qupperneq 6
ÍÞRÓTTIR KR varð á dögunum Reykjavíkurmeistari í 2. flokki kvenna í körfuknattleik eftir sigur á ÍR, 40-26, í úrslitaleik. Auk lukkutrölla liðsins eru á myndinni í aftari röð Ágúst Líndal þálfari, Maríanna Garðarsdóttir, Jóna Finnsdóttir og Hörnn Sig- urðardóttir og i fremri röð Guðrún Gestsdóttir, Ásta Sveinsdóttir fyrirliði og Hafdís Steingrímsdóttir. Guðrún varð stigahæst í mótinu, skoraði 13 stig, en Hrönn kom næst með 12 stig. Lerby Lék í 133 mínútur í tveimur löndum Útafíseinni hálfleik í Dublin, inná íhálfleik og lék framlengingu í Bochum Siglingar Mikil aukning Tólfta ársþing Siglingasam- bands íslands var haldið í nýju húsi ÍSÍ í Laugardal laugardag- inn 9. nóvembcr. Þingið var fjöl- mennt og endurspeglaði grósku þá sem verið hefur í siglingaí- þróttinni á þessu ári. Iðkendafjöldi hefur aukist um 27 prósent milli ára. Mest er aukningin í seglbrettum og kjölbátum en kænusiglingar hafa staðið í stað. Yfir 40 kappsigl- ingar fóru fram sl. sumar, þar af níu fslandsmót. Sæfaraverðlaunin voru að þessu sinni veitt Inga Ásmunds- syni, Ymi, sem stýrði skútu sinni farsællega til Skotlands og heim aftur. Páll Hreinsson, Ými, var kjörinn siglingamaður ársins á kænum, Jóhannes Örn Ævars- son, Ými, á seglbrettum og sig- lingamaður ársins varð Ari Berg- mann Einarsson, Brokey. Jó- hann Gunnarsson var endurkjör- inn formaður SÍL. Sören Lerby, danski knatt- spyrnumaðurinn sem leikur með Bayern Múnchen í Vestur- Þýskalandi, setti met á miðviku- daginn. Þá lék hann með danska landsliðinu gegn Irum í Dublin um miðjan dag og bikarieik með Bayern í Vestur-Þýskalandi um kvöldið. Lerby lék í 58 mínútur í Dublin en þá var honum skipt útaf- enda Handbolti Flýtt í Firðinum Leik FH og Þróttar í 1. deild karla í handknattleik sem fram fer í Hafnarfirði í dag hefur verið flýtt. Hann átti að hefjast kl. 14 en byrjar kl. 13 í staðinn. sýnt að Danir væru búnir að tryggja sér endanlega sæti í lok- akeppni HM. Hann flaug með einkaþotu til Dússeldorf, sem tók 100 mínútur, og síðan ók kunn- ingi hans honum 60 km vega- lengd þaðan til Bochum. Þangað var Lerby kominn hálftíma áður en bikarleikurinn milli Bochum og Bayern hófst. Lerby kom inná í byrjun síðari hálfleiks, leikurinn var framlengdur og hann lék því alls í 75 mínútur þar. Samtals ger- ir þetta 133 mínútur inni á velli. Lerby viðurkenndi daginn eftir að hann væri dauðþreyttur eftir þetta ævintýri og sagði að völlur- inn í Dublin hefði verið sérstak- lega erfiður. Udo Lattek, þjálfari Bayern, sagði að Lerby væri fyr- irmynd annarra knattspyrnu- manna og það hefði verið geysi- lega mikilvægt að hann skyldi geta leikið í Bochum. -VS/Reuter Spánn Real með Barcelona! Rígurinn milli spænsku borganna Madrid og Barcelona er mikill, ekki síst þegar knattspyrnulið þeirra eiga í hlut. En erkiljendurnir standa saman þegar heill Spánar cr í veði. Fyrir skömmu lék Real Madrid við sovéska félagið Odessa í borginni við Svarta- haf- og á peysur leikmanna Rcal Ma- drid var letrað nafn Barcelona! Á þeim stóð reyndar Barcelona ’92 og mcð því vill Real Madrid styðja um- sókn Barcelona um að fá að halda Ólympíuleikana árið 1992. -VS/Reuter Gullskórinn Protassov er hæstur Krankl og Van Basten fyrstir ,]vetrarmanna‘ Sovétmaðurinn Protassov sem leikur með Dnjepr hefur foryst- una í keppninni um Gullskó Adi- das sem veittur er markahæsta leikmanni Evrópu á hverju keppnistímabili. Protassov hefur skorað 24 mörk til þessa en á litla möguleika á gullskónum þar sem aðeins er eftir að leika þrjár um- ferðir í Sovétríkjunum á meðan keppni annars staðar í Evrópu er yflrleitt ekki hálfnuð enn. Þessir eru efstir: Protassov, Dnjepr 24 Andresen, Válerengen 23 Lius, llvesTampere 19 Krakl, Rapid Wien 18 VanBasten.Ajax 18 Johnsen, Mjöndalen 18 NBA-deildin Góður sigur Lakers Guðmundur bestur hjá Val. Þorbjörnsson - Valur Guðmundur og Ema Guðmundur Þorbjörnsson var á dögunum útnefndur ieikmaður ársins í meistaraflokki Vals í knattspyrnu - og kemur engum á óvart. Þá var Hilmar Harðarson heiðraður sérstaklega fyrir góða frammistöðu. Erna Lúðvíksdótt- ir var kjörin leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna og Védís Ármannsdóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir mestar framfarir. Helgi Heígason var kjörinn leikmaður ársins í 6. flokki, Dag- ur Sigurðsson í 5. flokki, Arnar Friðgeirsson í 4. flokki, Jón Þór Andrésson í 3. flokki, Snævar Hreinsson í 2. flokki, Helga Sig- ríður Eiríksdóttir í yngri flokki kvenna, Sigurður Haraldsson í eldri flokki og Óttar Sveinsson í 1. flokki. Los Angeles Lakers unnu þýð- ingarmikinn sigur á Portland Trail Blazers, 114-102, í banda- rísku NBA-deildinni í körfuknatt- leik í fyrrakvöld. Þessi lið berjast um sigur í Kyrrahafsriðlinum. Lakers hafa nú unnið 7 leiki en tapað einum, Portland hefur einnig unnið 7 leiki en hefur tapað tvcimur. -VS/Reuter Norðmennirnir Andersen og Johnsen og Finninn Lius skora ekki fleiri mörk þar sem keppni er lokið í heimalöndum þeirra. Paris St. Germain frá Frakk- landi hefur forystu í stigakeppni liða sem berjast um titilinn lið ársins. Parísarliðið er með 10 stig en síðan kom Manchester Unit- ed, Englandi, Juventus, Ítalíu og PSV Eindhoven, Hollandi, með 9 stig hvert. Diego Maradona - mark hans dugði ekki Argentínu til sigurs. Knattspyrna I Jafntefli Mexíkó og Argentínu Mexíkanar og Argentínumenn gerðu jafntefli, 1-1, í vináttulands- leik í knattspyrnu í fyrrakvöld. Leikið var á Ólympíuleikvanginum i Los Angelcs að viðstöddum 42.500 áhorfendum. Diego Maradona kom Argentínu yfir eftir 35 minútna leik en Tomas Boy náði að jafiia fyrir Mexíkó þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Þjóðimar mætast aftur í dag. -VS/Reuter Unglingalandsleikur Skoskur sigur Skotland sigraði ísland 2-0 í Evr- ópukeppni unglingalandsliða í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Stirling, skammt frá Glasgow, og þetta var sjötti og síðasti leikur Islands í keppninni. Allir leikirnir sex, gegn Englandi, írlandi og Skot- landi töpuðust. Ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leik en Skotar náðu forystunni um miðjan þann síðari. Þeir gerðu síðan útum leikinn með marki á lokamínút- unum, 2-0. -VS England 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Karate Shotokan í Geipluhúsi Meistaramótið kl. 11-15 I dag gefst áhugamönnum um karate gott tækifæri til að fylgjast með keppni í þessari íþrótt. Meistaramótið í Shotokan- karate fer fram í Gerpluhúsinu við Skemmuveg í Kópavogi og hefst kl. 11. Úrslit hefjast um kl. 13 og lýkur væntanlega um kl. 15. Keppt verður í kata karla, kata kvenna, kata unglinga og hópkata. í frjálsum bardaga verður keppt í sveitakeppni sem er nýjung á meistaramóti, og í opnum flokki karla sem er há- punktur mótsins. Keppendur koma frá fimm félögum, Þórshamri, Gerplu, Breiðabliki, Selfossi og Sttdra og verða um 50 talsins. Meðal þeirra verða nokkrir sem kepptu fyrir íslands hönd á Norður- landamótinu í Laugardalshöll á dögunum. Enn vandræði hjá Millwall og Leeds Millwall og Leeds eiga enn í úti- stöðum við enska knattspyrnu- sambandið vegna skrfisláta stuðningsmanna liðanna - nú eftir leik þeirra í 2. deild ensku knattspyrnunnar í London um síðustu helgi. Alls voru 24 af stuðnings- mönnum liðanna handteknir eftir leikinn og einn lögregluþjónn slasaðist í átökunum. Knatt- spyrnusambandið hefur ákveðið að herða mjög eftirlit með miða- sölu á leiki Millwall og Leeds þar til aganefnd hefur kannað málið til hlítar. Öllum félögum er bann- að að selja stuðningsmönnum Leeds miða á leiki og Millwall má ekki selja miða til stuðnings- manna aðkomuliða á næstunni. Bæði Millwall og Leeds voru sektuð vegna óláta á síðasta keppnistímabili, Millwall eftir bikarleik í Luton og Leeds eftir 2. deildarleik í Birmingham. -VS/Reuter V. Þýskaland Kiel vann Kiel, lið Jóhanns Inga Gunn- arssonar, sigraði Dortmund 21- 16 í vestur-þýsku Bundesligunni í handknattleik fyrr í vikunni, Kiel komst við þetta uppí 5. sæti með 11 stig. Grosswallstadt hefur 18 stig, Essen 15, Schwabing 13 og Gummersbach 12 stig. Laugardagur 16. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.