Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Úr Kjarvalsþættinum: Birna Ólafsdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Arndís Egilsdóttir, Þórður Þórsson. Björn Gunnlaugsson, Sigríður Stefánsdóttir, Gunnar Hansson og (sofandi) Þorsteinn Örn Andrésson. Myndir: Sig. Kjarval og Lorca Leiksinnaðir nemendur í Hamrahlíð fara sem fyrr eigin leiðir í verkefnavali. A þriðju- dagskvöld frumsýnir leikfélag skólans tvö stutt verk, annað eftir hinn spænska Lorca, hitt eftir meistara Kjarval. Sam- heiti leiksýningarinnar er Listin?/Ástin?, og til leikstjórn- ar er fengin Ingunn Ásdísar- dóttir sem nú stendur við þann stjórnvöl í fyrsta skipti. Leikur Jóhannesar Kjarvals heitir Einn þáttur, gefinn út af leikskáldinu árið 1938, en hið „ástleitna smáverk" Lorca fjallar um Ást Don Perlimplíns til Belísu í garði hans frá 19.31. Ingunn leikstjóri segir okkur í stuttu spjalli að í þætti sínum leiði Kjarval hugann að listinni og eðli hennar. Skáld sofnar, og í draumi vitja hans náttúruandar og hefja rökræður um álit þess á sjálfu scr og list sinni, sem ekki sé fyrir list- ina heldur eitthvað annað; spennandi verk, segir Ingunn, en erfitt og óvenjulega byggt. Lorca er aftur að hugsa um ástina og ýmsar gerðir hennar: hina líkamlegu jarðbundnu og hina upphöfnu andlegu; heiður, sæmd og fórnir. Angurvær lítill harmleikur. Þýðingin er Guð- bergs Bergssonar og mun verkið nú sett á íslenskt svið í fyrsta sinn. - Verkin eru ólík, segir leikstjórinn, en eiga það sam- eiginlegt að vera afskaplega draumkennd, og ég hef reynt að draga það fram við uppsetning- una. í þeim báðum eru yfirnátt- úrlegar verur, náttúruandar og húmvofur, og hafa hvorartveggju talsverð áhrif á gang mála. Þáttur Kjarvals er nú fluttur öðru sinni svo vitað sé, - hann mun hafa verið fluttur einu sinni áður í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir um tuttugu árum og léku þá aðalhlutverk þeir Guðjón Friðriksson, Sverrir Hólmarsson og Þórhallur Sig- urðsson. Listin?/Ástin? verður frum- sýnd á þriðjudag, næstu sýningar á miðvikudag, fimmtudag, laug- ardag og sunnudag, og síðan nán- ast á hverju kvöldi út mánuðinn. Sýnt er í norðurkjallara Hamra- hlíðarskólans. -m Barnahjálpin Þrenns konar verk Sjöfn Haraldsdóffír í Gallerí Borg Tónlist og friður Helga Þórarinsdóffir lágfiðluleikari valin fulltrúi íslands í alþjóðlega sin- fóníuhljómsveitsem leikurí Sfokk- hólmi í nœsfa mánuði fil styrlóar BarnahjálpSameinuðu þjóðanna Þann 8. desember veröur haldin í Stokkhólmi risastór tónlistarhátíö undir nafninu „Tónlist og friöur” og kemur þarfram ífyrstasinnalþjóðleg sinfóníuhljómsveit, skipuö fremstu tónlistarmönnum 50 þjóðlanda úr öllum heimsálf- um. Tónleikunum verður sjónvarpaö beint um allan heim. Ágóðatónleikanna verðurvariðtil Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en þeir eru helgaðir minningu Alfreds Nobel og verða nóbelshafarn- ir 1985 meðal gesta. Einn ís- lenskur hljóðfæraleikari, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðlu- leikari á sæti í alþjóðlegu sin- fóníuhljómsveitinni sem skipuð hefurveriðog mun leika áttundu sinfóníu Bruc- knersátónleikunum. - Ég fékk að vita um þetta í júní og fannst auðvitað mjög ánægju- legt að fá að spila sem fulltrúi íslands í hljómsveitinni. Fram- takið sjálft er stórkostlegt og markmið tónleikanna háleitt. Ég hlakka ákaflega mikið til að fara utan, en er jafnframt spennt. því við fáum aðeins 5-6 daga til að spila saman. Hljómsveitarstjór- inn, Carlo Maria Giulini, er mjög virtur og það verður áreiðanlega lærdómsríkt að spila undir hans stjórn, sagði Helga þegar við náðum tali af henni í gær. Hefurðu leikið þessa sinfóníu áður? - Nei, ég er búin að kaupa plötuna og byrjuð að hlusta á hana. Nóturnar fæ ég ekki fyrr en ég kem út og þá verður maður að æfa sig hverja mínútu. Við búum öll á glænýju hóteli í Stokkhólmi, Viking hótel, og það verður áreiðanlega spilað í hverju horni hefur nytjalistin srnám saman þrengt sér inn á svið frjálsrar list- tjáningar. Sjöfn Haraldsdóttir fer bil beggja, nytjalistarinnar og högg- myndalistarinnar, í þeim verkum sem hún sýnir nú í Gallerí Borg-. Þetta er önnur einkasýning henn- ar, en fyrir fimm árum sýndi hún í Djúpinu, Hafnarstræti. Sjöfn hefur verið búsett í Kaupmanna- höfn um árabil, þar sem hún hef- ur stundað nám og unnið að list sinni. Verkunum á sýningunni skiptir hún í þrennt; keramísk málverk sem hún kallar „Hugarrót"; hvít- ar flísar sem hún nefnir „Hvítar melódíur"; og ker og skálar. Fyrstu tveir flokkarnir eru lág- myndir, málaðar og ómálaðar. Þetta eru ekki tilþrifamikil verk og einhvern veginn skortir þau allan sannfæringarkraft. Sjöfn fer hér afar hefðbundnar leiðir og tekst ekki á við neinar nýjungar. Skálar hennar og leirker eru mun tilþrifameiri, einkum vegna stærðarinnar. Fjögur leirker sem standa í hnapp á gólfi sýningar- salarins, máluð með blárri rönd við opið, bera með sér að Sjöfn getur gert kraftmikla hluti þegar hún kafar undir yfirborð listar- innar. Enn sem komið er, eru þessir hlutir þó of fáir miðað við þann fjölda sem hún sýnir. En ekkert er því til fyrirstöðu að þeim fjölgi. Minni sýndar- mennska og meiri einlægni er nefnilega allt og sumt sem Sjöfn þarf að temja sér til að vegna bet- ur í framtíðinni. HBR Leirkeragerð er fremur ung listgrein á Islandi, en í seinni tíð hefur hlaupið í hana mikill vöxtur og gróska, svo heita má að allar greinar hennar og hliðagreinar séu hér stundaðar í einhverjum mæli. Að undanförnu hefur mikið borið á keramiki sem telja má til höggmyndalistar og þannig Helga er þegar byrjuð að undirbúa sig. Hún veit ekki hvar hún verður í röð lágfiðluleikaranna í alþjóðlegu hljómsveitinni en um það verður dregið daginn fyrir tónleikana. Ljósm. Sig. HALLDÓR á milli samæfinga með hljóm- sveitarstjóranum. Ég veit ekki enn hvar ég verð í röðinni meðal lágfiðluleikaranna. Mér skilst að það verði dregið um það daginn fyrir tónleikana, svo þetta er allt mjög spennandi. Nú er þetta fólk frá öllum heimshlutum. Heldurðu að það heyrist á flutningunum? - Það verður að reyna á það. Mér skilst að þetta hafi aldrei ver- ið reynt fyrr, amk. ekki með svona stóra alþjóðlega hljóm- sveit atvinnuhljóðfæraleikara. Auðvitað hafa menn misjafna „skóla”. Rússneskur hornleikari spilar öðru vísi en bandarískur. Þarna reynir á stjórnandann, - að ná þessu öllu saman í eina heild. Þarna verður fólk af öllum kyn- stpfnum, ungt fólk og eldra, alls 90 hljóðfæraleikarar. Ég býst fastlega við að verða með þeim yngstu og karlmenn verða áreið- anlega í miklum meirihluta, sagði Helga að lokum. Tónleikarnir verða haldnir í Tónleikahöllinni í Stokkhólmi og auk nóbelshafanna verða sænsku konungshjónin meðal gesta. í frétt frá Stokkhólmi kemur fram að ætlunin sé að þessi al- heimshljómsveit komi fram ár- lega í framtíðinni og haldi tón- leika til styrktar einhverri góð- gerðarstarfsemi. Má segja að þetta sé hliðstætt framlag og „Live Aid” tónleikarnir í sumar, sem söfnuðu milljónum fyrir bág- stadda í Afríku. þs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.