Þjóðviljinn - 16.11.1985, Qupperneq 8
MENNING
Hljómplata
Alþýðleg
sönglist
Söngdúettar, hljómpiata með söng
Bjarna Lárentsínussonar og Njáls
Þorgeirssonar við undirleik Jóhönnu
Guðmundsdóttur.
Útgefandi: Fermata.
Upptaka: Halldór Víkingsson.
Dreifing: Fálkinn.
Ef einhverntíma verður rituð
íslensk tónlistarsaga.'þá er
víst aðhluturalþýðlegrar
sönglistar verður ekki smár í
þvíverki, svo ríkan þátthefur
hún átt í mótun tónmenningar
okkar. Kirkjukórar, karlakórar,
samkórar, kvartettar, tríó, dú-
ettar, lúðrasveitir, allt hópar
áhugafólks úr hinum ýmsu
atvinnugreinum þjóðfélags-
ins, sem lætur sér ekki nægja
að vera einvörðungu hlust-
endur, heldurkemursaman-
oft eftir langan vinnudag - og
gleðst af því að finna lag mót-
ast.
En því er á þetta minnst hér, að
upp í hendur mér hefur borist ein
sérlega ánægjuleg hljómplata
með söng tveggja landsmanna
sem ekki eru skólaðir í „akademí-
um“ heimsins, en syngja samt af
guðs náð og innileik með sínum
náttúruröddum, alltaf smekklega
og oft bráðvel.
Efnisskráin eru íslenskir og er-
lendir húsgangar, lög sem sungin
eru á hverju alþýðuheimili þar
sem söngur er á annað borð við
hafður. Svanasöngur Kaldalóns,
Vöggukvæði Emils, Hrísla og
lækur Inga T, Á vegamótum
Eyþórs, Játning Fúsa, svo nefnd
séu nokkur af þeim 17 lögum sem
hljómplatan geymir og í hugann
koma.
•
Þeir félagar Bjarni Lár-
entsínusson og Njáll Þorgeirsson
mega vel við una, þeirra framlag
til eflingar alþýðusönglistar í
landinu verður áreiðanlega vel
metið af því fjölmarga fólki sem
ann fallegum söng og leggur á sig
að mæta á söngæfingar á þeim
tíma er flestir sitja heima og safna
kröftum fyrir næstu lotu þess allt
of langa vinnudags er viðgengst
hér á landi.
Jóhanna Guðmundsdóttir að-
stoðar þá félaga, og er með leikur
hennar með miklum ágætum.
Upptöku annaðist Halldór
Víkingsson, og er öll vinna og frá-
gangurplötunnartil fyrirmyndar.
Klausturmorð
Rósin
kvikmynduð
Connery í gamla essinu; nú taka
við annarskonar rannsóknarstörf.
Franski leikstjórinn Jean-
Jacques Annaud og hans lið
byrjuðu í vikunni að kvik-
mynda Nafn rósarinnar, hina
frægu metsölubók Umberto
Eco. Meðal leikara eru Sean
Connery, kunnastur hingað til
fyrir James Bond-hlutverk sitt,
og Abraham Murray, sem
fékk Óskarsverðlaun síðast
fyrir leik sinn sem Salieri í Am-
adeus.
Myndin er filmuð í Kiedrich í
Vestur-Þýskalandi, 3500 íbúa,
vínþorpi á Rfnarbökkum, og
fyrst og fremst í gömlu Sistersían-
aklaustri sem leikstjórinn Ann-
aud (gerði m.a. Leitina að eldin-
um) telur heppilegastan arftaka
hins mikla bókaklausturs bókar-
innar.
Klaustrið hefur verið munka-
laust frá árinu 1803 og notað sem
geðveikrahæli, fangelsi og vín-
kjallari. Eldhús þess er nú orðið
að pyntingaklefa í þágu kvik-
myndalistarinnar og harðsnúinn
flokkur ítalskra trésmiða hefur
farið höndum um helstu innviði
aðra.
Munkspæjarinn Vilhjálmur frá
Baskerville er í höndum hins
hálfsextuga Sean Connery sem af
þessu tilefni er orðinn gráskeg-
gjaður með gleraugu. Helsta
andstæðing Vilhjálms, hinn páfa-
lega erindreka og djöflaútdrífara
Bernardo Gui, leikur Abraham
Myrray.
Annaud er miðaldafræðingur
að mennt, og hreifst undireins af
bók Umberto Eco, þótt hann hafi
sennilega ekki lesið hana í
íslenskri þýðingu Thors Vil-
hjálmssonar. Hann segist hafa
ákveðið að kvikmynda verkið
þegar hann var búinn að lesa 200
síður, frétt eftir 300 síður að ítal-
ska sjónvarpið átti réttinn, heim-
sótt Eco að 400 síðum lesnum til
að sannfæra rithöfundinn um að
kvikmyndun væri ekki hugsanleg
nema í sínum höndum, og þegar
Annaud var búinn með bókina
var búið að kaupa réttinn af ítölu-
num.
Tökur eiga að standa yfir í
fimm vikur.
-m/reuter
Tónlistaþrenning frá Stykkishólmi: Bjarni Lárentsínusson, Jóhanna Guð-
mundsdóttir, Njáll Þorgeirsson.
Kjartan Ólafsson
Plötur
Smartband
Ný fjögurra laga hljómplata
heitir Smartband og geymir
lög eftir Kjartan Ólafsson,
texta llluga Jökulssonarog
leik Kjartans og Péturs Grét-
arssonar.
Kjartan hefur um árabil lagt
stund á tónsmíðanám í Amster-
dam, og hlaut nýlega verðlaun í
tónsmíðakeppni Ríkisútvarpsins.
Hann og Pétur, lærður slagverks-
maður, skipta á milli sín hljóð-
færaleik en hafa fengið til liðs
bassaleikarann Skúla Sverrisson
og gítarleikarann Kristján Eld-
járn.
Útgefandi er Smart-Art, upp-
tökur fóru fram í Mjöt.
Ungur málari
Steingrímur Þorvaldsson í Gallerí Salurinn
Svo er þó ekki og fyllir
Steingrímur þann stóra flokk
listamanna sem einhverra hluta
vegna sýna verk sín eingöngu til
að sýna, án þess að hafa háleitari
Reyndar er það orðið alltof al-
gengt að ungir menn sýni, áður
en þeir hafa mótað sér hugmynd-
ir um það sem þeir vilja að fram
komi í verkum þeirra. Þetta tákn-
ar ekki að menn verði að hafa
fastmótaðar hugmyndir, eða að
þeir megi ekki leyfa sér óljósan
framsetningarmáta. Þetta táknar
einfaldlega að menn verða að
stefna að einhverju, í stað þess að
festa sig í ákveðinni formgerð
sem þegar hefur verið til lykta
leidd.
Steingrímur Þorvaldsson heitir
ungur málari sem sýnir um þessar
mundir verk sín í Gallerí Salnum
við Vesturgötu. Málverk hans
eru abstraksjónir, málaðar með
olíu-, akrýl-, og vatnslitum.
Steingrímur fæst við form- og
litastúdíur, eða það sem í eina tíð
var kallað komposisjónir. Svavar
Guðnason mun hafa íslenskað
orðið komposisjón og nefndi
fyrirbærið fönsun.
Einhvern veginn er það svo að
hinn mikli fjöldi myndlistarsýn-
inga á höfuðborgarsvæðinu
leggur listamönnum á herðar
ákveðnar skyldur, nefnilega þær
að þeir leitist við að bregða nýju
ljósi á það fyrirbæri og hugtak
sem venjulega kallast list. Hið
mikla framboð listaverka, sem
hér er við lýði, ætti m.ö.o. að efla
gæði og framsækni íslenskrar list-
ar.
markmið í huga. Vera kann að
Steingrímur sé enn að leita fyrir
sér um Ieiðir og það sé ástæðan
fyrir því hve ófrumlegt pródúkt
hans er. En þá getur hann beðið
með að sýna, þar til hann hefur
frá einhverju að segja sem máli
skiptir.
Það seni Steingrímur er að segja
hefur nefnilega svo margoft verið
sagt áður. Þótt myndir hans séu
misjafnar að gæðum og sumar
þess vegna betri en aðrar, er í
þeim afar lítil leit. Leitið og þér
munuð finna, sagði meistarinn og
eru það orð að sönnu. Leiti menn
ekki, finna þeir aldrei neitt.
ísafjörður
Tobacco
Road
Litii leikkiubburinn a Isafi:
lætur ekki deigan síga: á morg
er frumsýning fyrir vestan á 1
bacco Road, eftir Eugene O’N
leikstjóri Sigríður Hagalín.
Sýnt er í félagsheimilinu
Hnífsdal. Aðalhlutverk lei
Guðni Ásmundsson og Sigurbo
Benediktsdóttir.
Frá æfingu á Tobacco Road: Guðni Ásmundsson, Páll As-
geirsson og Dagmar Gunnarsdóttir í hlutverkum sínum.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1985