Þjóðviljinn - 16.11.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Page 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MOÐVIWNN Laugardagur 16. nóvember 1985 265. tölublað 50. órgangur Arkitektafélög S-Afríku verði vikið úr UIA Norrœnir arkitektar skora á alþjóðasamtök sín að mótmœla kynþáttaaðskilnaðinum íS-Afríku Afundi stjórna norrænu arkit- ektáfélaganna sem nýlega var haldinn í Finnlandi var ákveðið að mælast til þess við alþjóða- samtök arkitekta UIA að víkja fé- lagi s-afrískra arkitekta úr sam- tökunum meðan kynþáttaað- skilnaður væri þar við lýði. Jes Einar Þorsteinsson og Stef- án Thors sátu fundinn fyrir stjórn Arkitektafélags Islands. Á fund- inum kom m.a. fram að danskir arkitektar eru þeir einu á Norð- urlöndum sem eigá við atvinnu- leysi að stríða, en það er þó á hröðu undanhaldi. í boði finnska arkitektafélagsins verður á næsta ári haldin sýning á íslenskri bygg- ingarlist í byggingarlistasafni Finnlands í Helsinki. _ÁI Trillufloti Skagamanna liggur hér bundinn við bryggju og verður það fram í febrúar ef Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra heldur til streitu banni bið róðrum smábáta. (Ljósm.S.dór) Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3 AUGLYSIR: ^ Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að fá bllinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. Ath. eftirfarandi: Móttakan er í austurenda hússins, þar er bíllinn settur á færiband og leggur síðan af stað í ferð sína gegnum húsið. Eigendur fylgjast með honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há- þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein- indi, sandur og því um líkt, eru skoluð af honum, um leið fer hann í undir- vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þá þjónustu, því óhrein- indi safnast mikið fyrir undir brettum og sílsum. Síðan er hann þveginn með mjúkum burst- um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand- þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að sleppa burstum og fá bílinn eingöngu handþveginn. Næst fer bíliinn í bónvélina og er þar sprautað yfir hann bóni og síðan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrt- ing. 8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu, t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti, þriðji í handþvotti o.s.frv. Bíll, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og öruggari á hreinum bíl. Tíma þarf ekki að panta. Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tíma (15 mínútum). Bon-og Sigtúni 3, Sími 14820. Trillukarlar Bannið hunsað Ætla að gera eina tilraun enn til aðfá sjávarútvegsráðherra ofan afveiðibanni smábáta. Þröstur Kristóferssonformaður Fél. smábátaeigenda á Snœfellsnesi: Smábátaeigendur munu hunsa bannið og róa efráðherra tekur ekki tillit til óska okkar M smábátum að veiða frá því í nóvember og fram í febrúar er hreinlega búiið að kippa grund- vellinum undan smábátaútgerð hér sunnan fjalla. Þess vegna ætl- um við að gera eina tilraun enn með að fara á fund sjávarútvegs- ráðherra og reyna að fá hann til að breyta þessari ákvörðun sinni. Ef hann hafnar því, þá er mér kunnugt um að um 70 smábáta- eigendur af 130-140 á öllu landinu eru tilbúnir til að hunsa bann ráð- herra og róa. Þetta sagði Þröstur Kristófers- son formaður Félags smábáta- eigenda á Rifi, Hellissandi og Ól- afsvík, í samtali við Þjóðviljann í gær. Ásgeir Samúelsson stjórnar- maður í Fél. smábátaeigenda á Akranesi tók í sama streng þegar rætt var við hann í gær. Hann sagði að smábátaeigendur á Akranesi ætluðu á fund ráðherra ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn Akraness til að reyna að fá bann- inu breytt. Ef það tekst ekki muni menn róa hvað sem raular og tautar, sagði Ásgeir. Þröstur Kristófersson sagði að þetta bann skipti smábátaeigend- ur á Norður og Austurlandi engu máli vegna þess að þeir róa að- eins á vorin og sumrin. Aftur á móti er þetta dýrmætasti tími smábátaeigenda sunnanlands. Þröstur bænti á að þetta bann væri hrein eignaupptaka fyrir smábátaeigendur hér syðra vegna þess að þó þeir vildu selja báta sína og hætta þessari atvinnu væri það ekki hægt, engir kaup- endur fengjust ef bannið verður látið standa. „Það blasir gjaldþrot við mörg- um trillukarli ef banninu verður haldið til streitu. Því munu menn róa til að koma í veg fyrir gjald- þrot,“ sagði Þröstur. -S.dór. Noregur Laxeldi fyrir fimm miljarða Frá 1. janúar til 1. október í ár fluttu Norðmenn út 16.980 tonn af eldislaxi fyrir verð, frítt um borð, 944 miljónir norskra króna, - með samkvæmt skráðu gengi í íslenskum krónum 4 milj- arða 974 miljónir og 880 þúsund krónur. Yfir sama tímabil 1984 var þessi útflutningur á norskum eldislaxi til Bandaríkjanna var 37,2% meiri en á sama tímabili á fyrra ári. En 1. október í ár var búið að selja þangað 4.944 tonn af norskum eldislaxi. J.Kúld

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.