Þjóðviljinn - 22.11.1985, Side 1
GLÆTAN
HELGIN
VIÐHORF
HEIMURINN
Erlend lán
300 miljónir í flugstöð
Fjárveitingin íflugstöðina nœrfimmfalt hœrri en til allra framkvœmda við sjúkrahús og heilsugæslu.
Bygginganefndin undirbýr kynningarbœkling og vœntir stóraukinnar umferðar umflugvöllinn.
r
Anæsta ári munu 300 miljónir
renna af fjárlögum til nýju
flugstöðvarbyggingarinnar á
Keflavíkurflugvelli. Öll þessi
fjárhæð er tekin í erlendum lán-
um. Hér er um að ræða nær
fimmfalt hærri fjárhæð en veitt
verður á næsta ári til allra ný-
framkvæmda við sjúkrahús,
heilsugæslustöðvar og lækna-
bústaði á öllu landinu, en eftir
nýjasta niðurskurð fjármálaráð-
herra er sú fjárhæð komin niður í
65 miljónir.
Á dögunum voru opnuð tilboð
í innréttingar í nýju flugstöðinni
og hljóðaði lægsta tilboð uppá
tæpar 600 miljónir. Inni í þeim
framkvæmdum eru hitalagnir,
loftræstikerfi, baðherbergi og all-
ar fastar innréttingar. Þessum
framkvæmdum á að vera lokið í
aprílbyrjun árið 1987 að sögn
Sverris Hauks Gunnlaugssonar
formanns byggingarnefndar flug-
stöðvarinnar. í þessum fram-
kvæmdum eru hins vegar ekki
neinar lausar innréttingar, eld-
húsbúnaður fyrir mötuneyti, lyft-
ur, rúllustigar né tengibrýr útí
flugvélar.
Heildarkostnaður íslendinga
vegna flugstöðvarbyggingarinnar
er áætlaður um 22 miljónir
bandaríkjadollara eða tæpar 900
miijónir íslenskar. Bandaríkja-
Uppskipunarbannið
VSÍ kærir
Dagsbrún
Þröstur Ólafsson:
Dagsbrún er að stíga
sama skrefog samskonar
félög í nágrannalöndum.
Fráleitthjá VSÍ
í gær barst Dagsbrún stefna frá
Vinnuveitendasambandi Islands
sökum uppskipunarbanns félags-
ins á vörur frá Suður-Afríku. VSÍ
gerir jafnframt kröfu um að
Dagsbrún greiði allan málskostn-
að.
„Ég verð að segja að mér finnst
þetta algerlega fráleit afstaða hjá
VSÍ“, sagði Þröstur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar.
„Dagsbrún er með þessu að
styðja baráttu blakkra stéttar-
bræðra í S-Afríku sem eru sann-
arlega beittir kúgun af stjórn-
völdum í heimalandi sínu. Við
erum hér að stíga sama skref og
samtök verkafólks í nágranna-
löndunum, án þess að þau hafi
fengið á sig kærur frá samtökum
atvinnurekenda í viðkomandi
löndum.
Ég á einfaldlega erfitt með að
trúa þessu. Þeir sem flytja inn
vörur frá S-Afríku hafa sýnt
þessu mikinn skilning og dregið
mjög verulega úr kaupum þaðan.
Skipafélögin hafa sömuleiðis
ekki legið á liði sínu með að
kynna þessa afstöðu Dagsbrúnar
fyrir innflytjendum", sagði Þröst-
ur að lokum. _ös
menn eiga að greiða að hámarki
um 20 miljónir dollara auk þess
sem þeir sjá um allan kostnað við
flughlað og sérstaka vegarlagn-
ingu að nýju flugstöðinni.
Byggingarnefnd flugstöðvar-
innar hyggst gefa út sérstakt
kynningarrit um nýju flugstöðina
á næsta ári og dreifa því víða er-
lendis. Að sögn Sverris Hauks
gera menn sér vonir um að nýja
flugstöðin muni draga að auknar
flugsamgöngur bæði frá vestur-
heimi og Evrópu, samfara því að
erlend flugfélög nota nú í síaukn-
um mæli minni og skammdrægari
flugvélar í millilandaflugi sem
yrðu þá í auknum mæli að notast
við Keflavíkurflugvöll á leiðinni
yfir Atlantshafið. -Ig.
Friðarganga
I þágu friðar
í Mið-Ameríku
Ari Traustason tekurþátt ísex vikna
friðargöngu um Mið-Ameríku í desember og
janúar. Pátttakendur frá 25 löndum
Eg heyrði fyrst um þessa göngu í
Mið-Ameríku í gegnum félaga
mína í El-Salvador nefndinni og
fannst þetta mjög freistandi
þannig að ég ákvað bara að skella
mér, sagði Ari Traustason vagn-
stjóri í samtali við Þjóðviljann í
gær, en hann ætlar einn Islend-
inga að taka þátt í sex vikna
friðargöngu um Mið-Ameríku
sem hefst 10. desember n.k.
Hugmyndina að göngunni áttu
norskir friðarhópar, en þátttak-
endur verða frá 25 löndum. Á
meðal þeirra sem munu ganga
með Ara eru ekki ófrægari menn
en Jessie Jackson, Daniel Ells-
berg og leikararnir Martin Sheen
og Foxworth. Margir heims-
kunnir menn styðja göngumenn í
Ari bindur skóþveng sinn og virðist
þess albúinn að takast á við kílómetr-
ana 2000. Ljósm. Sig.
baráttunni og má þar nefna Willy
Brandt, Gunter Grass, Petru
Kelly og Bibi Anderson. Gengið
verður í þágu friðar í Mið-
Ameríku.
Gangan hefst í Panama 10.
desember. Þaðan verður gengið
um Costa Rica, Nicaragua,
Honduras, E1 Salvador, Guate-
mala og hápunktur göngunnar
verður í Mexíkóborg 22. janúar á
næsta ári. Þaðan mun svo fara
sendinefnd göngumanna til Was-
hington og boða þar frið.
„Vð munum fara um 2000 kíló-
metra vegalengd og verður
reyndar ekið og gengið á víxl.
Hluti gönguleiðarinnar verður
um óróasvæði og mér er kunnugt
um að gangan hefur ekki beinlín-
is verið boðin velkomin í Guate-
mala, svo dæmi sé tekið,“ sagði
Ari.
-gg
Þingflokkur AB
Bönd á okrið
Þingflokkur
A Iþýðubandalagsins:
Bann á okurstöðvarnar
„Svör ráðherranna sýna að
ríkisstjórnin ætlar ekki að gera
neitt til að stöðva okrið og verð-
bréfabraskið. Þingflokkur Al-
þýðubandalagsins hefur því
gengið frá lagafrumvarpi um
bönd á okrið og munum við
leggja það fram á næstu dögum,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon í
umræðum á Alþingi í gær.
Utandagskrárumræðu sem
hann hóf á þriðjudag var fram-
haldið í gær og stóð hún allan
fundartíma Alþingis. Umræðan
snerist upp í almennar
stjórnmálaumræður, þar sem
fjallað var um vaxtastefnu ríkis-
stjórnarinnar og svik hennar í
húsnæðismálum.
-ÁI
Sjá bls. 3.
SÍS/Hafskip
Mikill urgur er í
kaupfélagsstjórum
Hafskip þrýstir mjög á SÍS. Valur með takmarkað umboð. Margir
kaupfélagsstjórar vilja ekki út í neitt ævintýri
Síaukinnar gagnrýni gætir hjá
ýmsum forystumönnum Sam-
bandsins á þátttöku SÍS í sam-
eiginlegum skiparekstri með
þrotabúi Hafskips. Einkum eru
það kaupfélagsstjórarnir utan af
landsbyggðinni sem eru á móti
þvl að Sambandið fari að flækja
sé I einhver ný fjármálaævintýri
með Sjálfstæðismönnum.
Þessi mál bar mjög á góma á
sérstökum fundi kaupfélagstjóra
Sambandsins sem haldinn var í
gær. Stjóm SÍS fól Vali Am-
þórssyni stjórnarformanni ein-
ungis takmarkað umboð til við-
ræðna við Hafskipsmenn um
sameiginlegt skipafélag, en
stjórnin hefur í valdi sínu að
kveða endanlega uppúr í þeim
efnum, þegar öll mál liggja skýr á
borðinu.
Hafskipsmenn leggja mikla
áherslu á að samningaviðræðum
verði hraðað og benda á að Eim-
skipafélagið bíði aðeins eftir rétta
augnablikinu til að komast yfir
eigur Hafskips, hafni Sambandið
fátttöku í íslenska skipafélaginu.
gærkvöld sátu stjómarmenn
Hafskips á fundi með yfir-
mönnum Sambandsins þar sem
þessi tnál vom til umræðu en
óvíst er að endanleg ákvörðun
Sambandsins liggi fyrir fyrr en í
næstu viku.
->g-