Þjóðviljinn - 22.11.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1985, Blaðsíða 6
Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir áriö 1986 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðu- neytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðiblaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1985 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 20. nóvember 1985. Stjórn Launasjóðs rithöfunda. Auglýsing frá Reykjavíkurhöfn Eigendum smábáta, sem báta eiga í höfninni, stendur til boða upptaka og flutningur báta laugardaginn 23. nóvember frá kl. 9-18. Upptaka báta fer fram við Bótarbryggju í Vesturhöfn. Gjald fyrir upptöku og flutning á bátasvæði á landi Reykjavíkurhafnar í örfirisey er kr. 1400 og greiðist við upptöku báta á staðnum. Skipaþjónustustjóri. Aðalfundur Prentsmiðju Þjóðviljans h.f. verður haldinn fimmtu- daginn 28. nóv. kl. 18 að Síðumúla 6. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Frá Alþingi Umferðarlög Frumvarp til umferðarlaga er nú til meðferðar hjá efri deild alþingis. Þeir, sem beðnir hafa verið umsagnar um frumvarpið eða vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábend- ingum, skulu skila þeim til nefndarinnar eigi síðar en 15. desember nk. Allsherjarnefnd efri deildar. Lestu oöeins sljórnarbloðin? DJÓÐVIUINN Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333 Forseti Islands tekur við fyrsta miðanum úr hendi Jónu Gróu Sigurðardóttur, formanns Verndar. Viðstaddir afhending- una voru tveir fulltrúar úr framkvæmdastjórn Verndar, þeir Ottó Örn Pétursson og Sigurjón Kristjánsson. Happdrœtti Verndar Landaparís Félagssamtökin Vernd efna nú til happdrættis til styrktar starfsemi sinni. Happdrætti þetta gengur undir nafninu LANDAP- ARIS og eru vinningar hundrað talsins. Vinningshafar geta sjálfír valið milli 9 ferða, utanlands eða innan. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir keypti fyrsta mið- ann í vikunni sem leið en forseti íslands hefur um árabil verið verndari samtakanna. Félagssamtökin Vernd hafa það meginmarkmið að aðstoða einstaklinga sem afplánað hafa fangelsisdóm. Aðstoðin fer að miklu leyti fram í formi endur- hæfingar sem nauðsynleg er þess- um einstaklingum þegar þeir snúa á ný inn í samfélag frjálsra manna. Til þess að slík endurhæf- ing geti farið fram þurfa fé- lagssamtökin m.a. að geta boðið skjólstæðingum sínum heimili um stundarsakir og aðstoðað þá við að fá vinnu. Allir þeir sem slíkrar endur- hæfingar njóta taka þátt í henni af fúsum og frjálsum vilja og skil- yrði er algjört bindindi á áfengi og aðra vímugjafa og að viðkom- andi stundi þá vinnu sem honum býðst. Endurhæfing sem þessi hefur reynst vel og margir þeirra sem hennar hafa notið eru í dag fullnýtir þjóðfélagsþegnar. Kvenréttindafélag íslands átti á sínum tíma frumkvæðið að stofnun Verndar og í dag eru flest kvenfélög landsins aðilar að sam- tökunum. Fyrsti formaður Vern- dar var Þóra Einarsdóttir og gegndi hún því embætti í tuttugu ár. Árið 1980 tók Hilmar Helga- son við formannsstarfinu en tveimur árum síðar tók núver- andi formaður, Jóna Gróa Sig- urðardóttir við embættinu. Dregið verður í LAND APAR- ÍS þann 6. janúar, 1986. Athugasemd Athugasemd Húsameistari ríkisins ekki meir, - ekki meir Ef sjúkdóminn ónæmistæringu ber á góma er eins og allir, sem um hann fjalli glati glórunni. Smitefni, sem veirur ræktast úr, hættir að vera smitandi, jafnvel á vörum sýktra, sem kyssa lítil börn á munninn. Menn missa alla sjálfskrítik og taka hiklaust að sér rannsóknir, sem þeir hafa enga æfingu í að gera. Þetta heitir að skima, og til þess eru bara keypt erlend „kitt“. Því minna sem menn vita, því meira fullyrða þeir, og akkúrat þetta blasti við lesendum á for- síðu Þjóðviljans í morgun. Það er frá því greint, hvernig Sjálfstæð- isflokkurinn sé nú að bjarga kaupmanni einum hér í bænum með því að ætla að láta ríkissjóð kaupa af honum hús „undir rann- sóknir á ónæmistæringu". í frá- sögninni er hvergi minnst á, að kannske sé nú líka þörf á að leysa annan húsnæðisvanda, sem veirurannsóknir fyrir heilbrigðis- þjónustuna eru í og ýmsum er kunnur. Heldur ekki, að kannske mætti leysa jafnframt í þessu stóra húsi vanda annarra rannsóknadeilda á Landsspítala- lóð, til dæmis bakteríu- rannsóknadeildarinnar í bráða- birgðahúsinu, sem er á hraðri leið niður í grunninn á fyrirhugaðri K-byggingu Landspítalans. Sú deild vinnur líka fyrir allar sjúkrastofnanir og starfandi lækna í landinu, eins og veiru- rannsóknadeildin, þó að minna hafi farið fyrir umræðum um bakteríurannsóknir að undan- fömu. Öll verkleg kennsla í veiru- og bakteríufræði er nú á götunni. Það mál varðar um 500 stúdenta, sem eru að búa sig undir störf í heilbrigðisþjónust- unni, einnig í matvælafræði og ýmsum greinum líffræði. Ég gæti haldið áfram að nefna starfsemi í húsnæðisvanda, en læt þetta nægja. Sjálfstæðisflokkurinn ber nú pólitíska ábyrgð á heilbrigðis- þjónustunni í landinu og sem bet- ur fer er hann á fullu að reyna að finna lausn á þessum húsnæðis- vanda. Mér fyndist miklu ámælis- verðara, ef hann talaði ekki við kaupmenn eða aðra þá, sem aug- lýsa til sölu eða leigu aðgengileg hús á heppilegum stöðum í bæn- um. Á Landsspítalalóð er nefni- lega engin lausn í sjónmáli. Ég veit, að Hagsýslan hefur nú til athugunar tvö hús í Ármúla vegna ofangreindrar starfsemi. Annað er til sölu, hitt til leigu. Það verður enginn vandi að fylla þau bæði af nauðsynlegri starf- semi, ef sýslumennirnir sam- þykkja. Flitt er meira áhyggju- efni, að mark verði tekið á óá- byrgum blaðaskrifum. Þar sem hér á í hlut deildin, sem ég rek að minnsta kosti í mánuð enn, vil ég ekki liggja undir því að vera kannske álitin heimildarmaður að svo ómaklegu slúðri. Þessi „frétt“ á ekki sinn uppruna hér á veirurannsóknadeild og ég set þessar línur saman til að vísa henni til föðurhúsanna. Rannsóknastofu í veirufrœði 19! 11'85 Margrét Guðnadóttir, prófessor Starfa ekki fyrir Suðurvirki Eftirfarandi yfirlýsing hefur blaðinu borist frá Guðmundi Sigþórssyni skrifstofustjóra: Vegna fréttar í blaði yðar í dag föstudaginn 15. nóvember 1985 um að skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins gegni stjórnarstörfum í fyrirtækinu Suðurvirki h.f. sem er starfandi í Keflavík og þar sem undirritaður gegnir starfi skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, óskast eftirfarandi tekið fram: 1. Undirritaður gegnir hvorki stjórnarstörfum né fer með for- mennsku í stjórn fyrirtækisins Suðurvirki h.f. 2. Starfsemi Suðurvirkis h.f., sem samkvæmt frétt í blaði yðar er verktaki á Suðurnesjum fyrir varnarliðið, snertir á engan hátt starf skrifstofustjóra landbúnað- arráðuneytisins hver sem því starfi gegnir. Með kærri þökk fyrir birting- una. Reykjavík, 15. nóv. 1985 Guðmundur Sigþórsson. Frá ritstj. Samkvæmt upplýsingum frá hlutafélagaskrá er Guðmundur Sigþórsson, Sólbraut 15, Seltjarnamesi einn af 5 skráðum eigendum Suðurvirkis hf. og jafnframt skráður þar sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Suðurvirki hf. hefur hvergi skráð heimilisfang, en skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Utanríkis- ráðuneytisins sem hefur með verksamninga vegna sorphirðu á Keflavíkurflugvelli að gera vísaði blaðamanni Þjóðviljans á Guð- mund Sigþórsson skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu sem forsvarsmann Suðurvirkis. Þjóð- viljinn stendur því við frétt sína. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINn! Föstudagur 22. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.