Þjóðviljinn - 22.11.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.11.1985, Blaðsíða 14
Útum hvippinn UM HELGINA Víkingurinn Steinar Birgisson: stór- leikur við Stjörnuna á laugardaginn í Kópavogi. Körfubolti Keppni í úrvalsdeild hafin aftur. Suðurnesjaslagurí Njarðvík, UMFN-ÍBK FÖ: 20.00. KA-Haukar, Haga- skólaSU: 14.00. Valur-ÍR, SeljaskólaMÁ: 20.00., 1. deild karla: Reynir-ÍS, Sandgerði FÖ: 20.00. Þór- Grindavík, Akureyri FÖ: 20.00, og aftur LA: 14.00. Fram-Breiðablik, Hagaskóla SU: 20.00. Kvennadeild: ÍR-KR, Selja- skólaMÁ:21.30. Badminton Bikarmót unglinga (íþrótta- húsinu Akureyri. Hefst FÖ: kvöld, lýkurSU. Tréfoglar Þorsteins Díómedessonar, - sýning á verkum hans verður opn- uð á laugardag í Nýlistasafninu. Kammermússík Þriðju tónleikar Kammer- músikklúbbsins á starfsár- inu. Strengjaflokkur: Guðný Guðmundsdóttir (fiðla), Sean Bradley (fiöla), John Robert Gibbons (lágfiðla), Carmel Russill (knéfiðla), Gunnar Kvaran (knéfiðla). Verk eftir Haydn, Bartók, Schubert. Bú- staðakirkju. SU: 20.30. Schubertfjórhent Tónleikar Önnu Málfríðar Sigurðardóttur og Martins Berkofsky. Verk eftir Schu- bert, fjórhent á píanó. Fyrstu tónleikar af sex í vetur. Nor- ræna húsinu. LA: 16.00. Djass í Stúdó Norrænn þjóðlagadjass. Reynir Sigurðsson og Guð- mundur Ingólfsson. Stú- dentakjallaranum við Hring- braut. FÖ:21.00. Á tjaldinu I þágu blindra Kvikmyndin Jólasveinninn/ Santa Claus frumsýnd í Háskólabíói, fyrsta almenn- ingssýning myndarinnará heimsbyggðinni. Barnamynd, leikstjóri AlexanderSalikin, leikarar m.a. John Lithow, Du- dley Moore. Allur ágóði af frumsýningunni rennurtil blindra. SU: 14.00. Síðan einsog venjulega. Cassavetes „Mánudagsmyndir alla vik- una“, Regnboganum. Ást- arstraumareftir John Cassa- vetes. Daglega 19 og 21.15. Danmörk Dönsk verðlaunamynd frum- sýnd í Regnboganum: Dísin og drekinn/Skönheden og uhyret eftir Nils Malmros, með styrk f rá Norrænu ráðherranefndinni. Aðall- eikkonan: Lina Arlien- Söborg, viðstödd. LA: 14.00. Annað gott T raustar myndir í Reykjavík samkvæmt „Tjaldi" Þjóðvilj- ans: Heiður Prizzianna (Bíó- höllinni), Amadeus (Regn- boganum), Vitnið (Regnbog- anum), Kókdrengurinn (Regnboganum), Birdy (Stjömubíó), Myrkraverk (Laugarásbíó). A vellinum Handbolti Stórleikur í 1. deild karla: Stjarnan-Víkingur. Digranesi LA: 15.15. Laugardalshöll LA: Fram-FH 20.00, KR-Þróttur 21.15. 1. deild kvenna: Einu liðin sem ekki hafa tapað stigi, Víkingur-Fram, Laugardals- höllSU: 15.15. Einu liðinsem ekki hafafengið stig, Haukar- KR, HafnarfirðiSU. 15.15. 2. deild karla: Þór-HK, Eyjum LA: 13.30. Grótta-ÍR, Sel- tjarnarnesi LA: 14.00. Afturelding-Breiðablik, Varmá, LA: 14.00. Haukar- Ármann, Hafnarfirði, SU: 14.00. Samar Fyrirlesturum listiðnað sama, sögu hans, þróun og stöðu. Maja Dunfjeld Aagárd frá Nor- egi talar í Norræna húsinu í tengslum við sýningu á sama- list.SÚ: 17.00. Amnesty Kynningarnámskeið íslands- deildar Amnesty Internation- al. Starfsemin kynnt með stuttum erindum. Lögbergi, stofu 102. LA: 13.30-17.30. Heimspeki William Boos heldur fyrirlest- ur á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki: „An interpratation of Berkeleys Unseen Tree", um nokkrar forsendur að hughyggju Berkeleys. Lögbergi. SU: 15.00. Indíamatur Indversk matargerð kynnt á Krákunni, Laugavegi 22. Gestakokkur: Joseph Fung. LA: kvöld. Barrsneiðin Skyndisýning áhugahóps um byggingu náttúrufræðisafns kringum bandarísku gjöfina í Háskólabíó. Fróðleikurog skemmtun um barrtréð eins- og vera mundi í náttúrufræði- safni.SU: 10.00-13.30. Hananú Ganga Frístundahópsins Hananú, Kópavogi. Lagtaf staðfrá Digranesvegi 12, LA: 10.00. Friður Fyrirlestrar um þjóðfélag án of beldis og heimsfrið á vegum Bahá’ía: Dr. Hossain Danesh prófessor í Ottawa. Áditoríum Hótel Loftleiða.SU: 10.00 og 14.00. Nýr matsölustaður Hér-inn, Laugavegi 72, opn- aðurFÖ. Kaffi, meðlæti, ísog sælgæti. Myndlist á veggjum, listamönnum boðið að sýna. Opið 8.30-23.30. og hvappinn Gáfnaljón og reikningshestur úr Hafnarfirði var spurður að því hvort hann vissi hvað margir menn hefðu dáið frá því að mannkynið varð til. Hafnfirðingurinn hugsaði sig um dágóða stund og spurði síðan: Erseinni heimsstyrj- öldinreiknuðmeð? BÆKUR Ástir Ævintýri tvífara Snjólaug Bragadóttirhefurnú þýtt nýja bók eftir ensku skáld- konuna Nettu Muskett, og nefnist hún Hljómur hamingjunnar. Þar segir frá kennslukonunni Anne, sem skyndilega lendir í ævintýrum þegar hún hittir tví- fara sinn, hefðarkonuna Gillian, og skiptir við hana um hlutverk. „Við það verða straumhvörf í lífi kennslukonunnar" segir í frétt frá Hörpuútgáfunni: „Hún er skyndilega orðin miðdepill sam- kvæmislífsins. Öskubuskan er orðin glæsibúin hefðarkona í hópi fjölda aðdáenda. Vandinn er mikill að sneiða hjá óvæntum uppákomum í þessu nýja hlu- tverki. Það tekst furðu vel, þar til fyrrverandi eiginmaður Gillian birtist óvænt. Við það tekur at- burðarásin nýja stefnu. Ástamál- in grípa alls staðar inn í. Fjárkúg- un og dularfullt mannslát leiða til lögreglurannsóknar ... “ Ástir Hamingjudraumar Hamingju draumar Á íslenska tungu hefur nú verið snúið sautjándu bókinni eftir Bo- dil Forsberg, og heitir hún Ham- ingjudraumar. Hörpuútgáfan gef- urút. Þetta er saga um ástamál tveggja systra, Heidi og Lindu, sem ólust upp á barnaheimilum og var síðan komið í fóstur hjá sómamönnum sem þóttu þó ekki fara sem sómasamlegast fram. Um Heidi segir eftir að hún hafði í tvö ár kvalist af angist í vistinni hjá sóknamefndarmanninum Kristni Mörk: „Að lokum sá hún enga aðra undankomuleið en flótta. „Flýðu“, sagði rödd innra með henni, „flýðu, áður en það verður of seint“. Hún ákvað að hlýða þessari rödd.“ Skúli Jens- son þýddi. Spenna Hefndarverk „Harðsvíruð og æsileg atburða- rás“ er dómur breska blaðsins Daily Mail um bókina Hefndar- verkasveitin eftir Duncan Kyle, sem Hörpu-útgáfan hefurnú gef- ið út í íslenskri þýðingu Hersteins Pálssonar. Atburðum ersvo lýst: „Flugrán - mannrán - fiótti. Það var enginn tími til umhug- sunar, aðeins skjótra athafna. Is- raelsmenn vildu ná honum vegna misheppnaðs flugráns og láta hann hverfa sporlaust. Rússai vildu ná honum, því að hann hafði rænt frægustu fimleikakonu Sovétríkjanna. Bretar vildu ná honum, því að blóðferill hans lá um allt England. Það eina sem Budzinski sjálfur vildi var að koma fram hefndum á nazista- böðlinum frá Layerhouser og draga hann fyrir dómstóla". Spenna Exocet-flugskeytin Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur gefið út bókina Exocet- flugskeytin eftir Jack Higgins, höfund bókarinnar Örninn er sestur og fleiri bóka svipaðs eðl- is. „Þetta er fyrst og fremst harð- soðin spennubók" segir í frétt frá forlaginu. „Bók sem þú lest í einni lotu“. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Á kápu segir m.a. úr bókinni: „Úr Iofti virtist kletturinn ó- kleifur, en við nánarí athugun sást erfið leið frá fjörunni. Hann tók handsprengju úr vasanum, kippti út pinnanum með tönnu- num og fleygði sprengjunni niður brekkuna ... Það varð ærandi sprenging, síðan nistandi kvala- vein ...“. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.