Þjóðviljinn - 22.11.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.11.1985, Blaðsíða 9
HEIMURINN Leiðtogafundur Bíðum og sjáum hvað setur Fundurinn í Genfjók bjartsýni á bœtta sambúðþótt áþreifanlegur árangur virðist ekki mikill Genf og víðar — LeiðtogafuncSi þeirra Reagans og Gorbat- sjofs lauk í gær, tæpum sólar- hring síðar en ætlað var. Leiðtogarnir gáfu út sameigin- lega yfirlýsingu og þótt áþreifanlegur árangur af fund- inum væri Iftill ríkti almenn ánægja með hann og bjartsýni á að framundan sé tími bættra samskipta stórveldanna. Báð- ir lýstu leiðtogarnir ánægju sinni með fundinn og samherj- ar þeirra í austri og vestri tóku undir með þeim. Leiðtogarnir komu fram á blaðamannafundi í gærmorgun og skýrðu frá niðurstöðum fund- arins. Þar var líka undirritaður eini samningurinn sem gengið var Skák Sovétmenn halda forystu Genf — Sovétmenn treystu stöðu sína í efsta sæti á heimsmeistaramóti landsliða í skák sem nú fer fram í Luzern í Sviss. Það gerðu þeir þrátt fyrir naumt tap fyrir ungverjum sem voru í 2. sæti fyrir 5. um- ferðina sem tefld var í gær. Skýringin er sú að Anatolí Karpof vann skák sína við Bor- is Spasskí úr þriðju umferð. Úrslitin í 5. umferð voru þau að ungverjar sigruðu sovétmenn með 3,5 vinningum gegn 2,5, englendingar unnu kínverja 4-2 og deila nú öðru sætinu með ung- verjum. Frakkar unnu sveit Afr- íku 5-1, rúmenar unnu vestur- þjóðverja 4-2 og svisslendingar og argentínumenn skildu jafnir 2,5-2,5, en einni skák er ólokið Staðan að loknum 5 umferðurr er því þessi: 1. Sovétríkin 19,5 vinninga og 1 bið- skák 2. -3. England og Ungverjaland 19 v. 4. Rúmenía 17,5 v. 5. Frakkland 16,5 v. 6. Kína 15,5 v. 7. Vestur-Þýskaland 13,5 v. 8. Sviss 13 v.+l bið 9. Argentína 10,5 v.+2 bið 10. Afríka 4 v. Fjármál Hlunnfor Þjóðverjinn Karpof? Hamborg — Vesturþýskur út- varpsfréttamaður hefur verið handtekinn og honum gefið að sök að hafa svikið uþb. 18 milj- ónir króna út úr fyrrverandi heimsmeistara í skák, sovét- manninum Anatoíí Karpof. Útvarpsmaðurinn, Helmut Jungwirth, tók að sögn Karpofs að sér að annast milligöngu vegna greiðslna á auglýsingatekjum sem Karpof átti að fá frá fyrirtæki í Hong Kong sem framleiðir skáktölvur. Karpof gekk frá því við Jungwirth árið 1978 að féð yrði lagt inn á bankareikning þjóðverjans sem síðan átti að koma þeim áfram til Kaipofs. Jungwirth heldur því fram að hann hafi í einu og öllu staðið við samninginn en Karpof segist aldrei hafa fengið féð. Saksókn- ari í Hamborg sem fyrirskipaði handtöku Jungwirths sagði í gær að rannsókn málsins „hefði stað- ið nógu lengi til að réttlæta hand- tökuna“. frá á fundinum en hann er um samskipti á sviði lista, vísinda og menntamála. Að fundinum lokn- um hélt Gorbatsjof annan blaða- mannafund sem hann var búinn að boða áður. Þar las hann upp ávarp og svaraði spumingum fréttamanna. Að þessu loknu héldu báðir leiðtogamir til fund- ar við bandamenn sína. Gorbat- sjof hitti sína menn úr Varsjár- bandalaginu í Prag en Reagan fann sína menn að máli í höfuð- stöðvum Nató í Bmssel í Belgíu. Ljóst er af yfirlýsingu leiðtog- anna að þeir hafa ekki komist að neinu samkomulagi um afvopn- unarmál. Þar veldur fyrst og fremst sú ákvörðun Reagans að halda til streitu áætlun sinni um Stjörnustríð en sovéski leiðtog- inn hafði lýst því yfir fyrir fundinn að tómt mál væri að tala um af- vopnun fyrr en sú áætlun hefði verið lögð á hilluna. Enda tóku leiðtogarnir það fram í gær að „verulegur ágreiningur" væri milli stórveldanna á ýmsum svið- um. í yfirlýsingunni segir að leiðtogamir hafi orðið ásáttir um að hraða afvopnunarviðræðun- um í Genf og vinna að því að ná samkomulagi um helmings niður- skurð kjarnorkuvopna auk þess að kanna hvort grundvöllur sé fyrir bráðabirgðasamkomulagi um meðaldræg vopn. Ákveðið var að næsta lota samningavið- ræðnanna í Genf hefjist 16. janú- ar nk. Einnig urðu þeir ásáttir um að stuðla að því að komið yrði upp sérfræðingamiðstöðvum í höfuðborgum beggja stórvelda sem hefðu þann tilgang að koma í veg fyrir að stríð geti hafist af mis- skilningi eða slysni. Þeir vora sammála um nauð- syn þess að koma á algeru banni við framleiðslu efnavopna og að eyðileggja núverandi birgðir af slíkum vopnum. Þeir lögðu áherslu á viðræður um fækkun herja í Evrópu en þær hafa staðið í Vínarborg ámm saman. Loks má nefna að þeir urðu ásáttir um að bjóða hvor öðmm heim. Er Gorbatsjof þjáðist af kvefi þegar hann og Raisa kona hans komu til Genf. Þótt það sé hvimleiður sjúkdómur var þó huggun harmi gegn að ekki þurftu þau hjón né hin aðalhjónin í Genf að óttast um öryggi sitt, 3.500 svissneskir hermenn sáu til þess. ráðgert að Gorbatsjof fari til Bandaríkjanna á næsta ári en árið eftir kómi Reagan til Sovétríkj- anna. Má búast við að þar verði haldið áfram þeim viðræðum um afvopnunarmál sem hófust í gönguferðunum á bökkum Gen- farvatns. Reagan forseti sagði eftir fund- inn að þeir hefðu átt langar sam- ræður um önnur ágreiningsmál stórveldanna, svo sem mannréttindamál og stöðu mála á ýmsum átakasvæðum heims. í yfirlýsingunni er ekki að finna neitt um þessa málaflokka en embættismaður úr fylgdarliði sagði fréttamönnum að svo gæti farið að einhver hreyfing kæmist á lausn mála í Afganistan á næst- unni. Embættismenn og talsmenn leiðtoganna vom sammála um að gott andrúmsloft hefði ríkt á fundunum og að leiðtogunum hefði tekist að leiðrétta ýmsan misskilning og draga úr tor- tryggni sem verið hefur afar rík í samskiptum ríkjanna undanfarin ár. Þeim Reagan og Gorbatsjof virðist einnig hafa orðið vel til vina, þeir tókust innilega í hend- ur og brostu sínu breiðasta fram- an í fréttamenn. Á leiðinni til Belgíu sagði Larry Speakes blaðafulltrúi Reagans ma.: „Ég held að þeim hafi geðjast vel hvor að öðmm. Þeim lynti vel og þeir ræddust við. Ég held að báðir hafi getað sett sig inn í stöðu hins.“ Speakes var spurður hvort annar hvor þeirra hefði skipt um skoðun á fundinum: „Það kemur í ljós með tímanum. Nú tekur við tímabil þar sem við verðum að bíða og sjá hverju fram vindur.“ Ætli það sé ekki helsta niður- staða fundarins. Fellibylur Hvað gerir Kata? Pensacola — Fellibylurinn Kata hélt áfram för sinni um Mexíkóflóa í gær og stefndi upp á land á norðvestanverð- um Flórídaskaga. 90 þúsund manns flýðu heimili sín í gær af ótta við fellibylinn en fólkið Suður-Afríka 33 fallnir á tæpri viku Mamelodi — Suðurafrískar ör- yggissveitir felldu amk. sex menn þegar óeirðir blossuðu upp í blökkumannahverfinu Mameiodi skammt frá Pretoríu í gær. Hóf ust þær þegar örygg- issveitirnar vörpuðu táragasi að hópi blökkumanna sem efnt höfðu til mótmæla í hverfinu. Fólkið kom saman til að mót- mæla stefnu hverfisstjómarinnar sem lýtur fyrirmælum stjórnar- innar í Pretoríu og hefur m.a. hækkað húsaleigu í hverfinu. Einnig mótmælti fólkið hömlum á útfömm sem oftar en ekki snú- ast upp í pólitískar aðgerðir og nærvem hersveita í hverfinu. Eftir að öryggissveitirnar réðust til atlögu reisti fólkið götuvígi og Líbanon Barist um þjóðfánann Beirut — Barist hefur verið á götum í vesturhluta Beirut í Lí- banon í tvo daga vegna deilna um líbanska þjóðfánann en í fyrradag var dagur fánans í Lí- banon. Ekki er Ijóst hve mann- fall hefur verið mikið en það mun vera töluvert. Bardagamir hófust þegar sveitir drúsa fóm um og fjar- lægðu alla líbanska fána sem í augsýn voru. Rifu þeir niður fána af opinberum byggingum og fjar- lægðu pappírsfána sem víða höfðu verið hengdir upp í tilefni dagsins. Sögðu þeir fánann vera tákn um ólögmæt yfirráð krist- inna manna í stjórnkerfí landsins. Sveitir sjíta-múslima sem nefn- ast Amal hófu gagnsókn og kom til átaka víða í vesturhluta Beirut en þar ráða múslimar og vinstri- menn lögum og lofum. Harðastir urðu bardagamir úti fyrir sjón- varpsstöð borgarinnar en þar vörðust sveitir úr Amal í tvo tíma meðan drúsar reyndu að komast til að fjarlægja fánann sem blakti yfir húsinu. kveikti í húsum. Lögreglumenn meinuðu blaðamönnum að fara inn í hverf- ið og vildu engar upplýsingar gefa um mannfall eða slys á fólki. „Hér er ekkert á seyði,“ sagði Iögreglumaður einn við frétta- menn sem heyrðu skothríð innan úr hverfinu og sáu reyk leggja upp af brennandi húsum. í þeim orðum töluðum þutu framhjá brynvarðir bflar á leið inn í hverf- ið. Það voru íbúar hverfisins sem skýrðu frá mannfallinu og bættu því við að margir hefðu særst í átökunum sem urðu. Suðurafrísk lögregla skýrði frá því í gær að hún hefði skotið til bana 5 manns í Jóhannesarborg sl. mánudag. Kváðust lögregluyf- irvöld hafa gleymt að skoða skýrsluna sem skrifuð var um at- burðinn. Síðustu dagar hafa verið óvenju blóðidrifnir í Suður- Afríku. Alls hafa 33 fallið á einni viku, 27 fyrir hendi lögreglu- manna, 5 í innbyrðis átökum blökkumanna og einn fyrir hendi verslunareiganda. Fjöldi látinna í óeirðum undanfarið ár er kominn hátt á níunda hundrað. býr við ströndina. Olíufyrir- tæki fluttu í land 20 þúsund verkamenn af olíuborpöllum úti fyrir strönd Louisiana- fylkis. Kata hefur þegar valdið umtalsverðri eyðileggingu á leið sinni yfir Kúbu og eyjarnar suður af Florida. Ríkisstjórinn íFlorida hefur lýst yfir neyðarástandi í fylkinu og fólk sem býr á 480 km langri strandlengju frá Missisippi til Flórída hefur verið varað við fellibylnum. 700 þjóðvarðliðar hafa verið kallaðir út til að annast björgunarstörf ef þörf krefur. Vindhraðinn í fellibylnum hef- ur mælst vera uþb. 180 km á klukkustund og færðist lægðar- miðjan áfram með 25-30 km hraða í fyrradag. í gær hægði hún heldur á sér þegar hún nálgaðist kuldaskil sem lágu meðfram ströndinni. Vonuðust veðurfræð- ingar til að þau mundu svifta Kötu mesta kraftinum en vömðu þó við því að hætta væri á allt að fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar hennar. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUTER ...Sovéskir jarðfræðlngar hafa fundið oltu á svæði sem ekki hefur áður verið nýtt tll olíuvinnslu. Svæðið er i Austur-Síberfu og telja sérfræðingar hugsanlegt að hefja olíuvinnslu þar árið 1990. Þessi ol- íufundur kemur sér vel fyrir sovét- menn því olfuframleiösia þeirra minnkaðl úr 616 miljónum tonna árið 1983 í 613 mlljónir tonna ífyrra og er búist vlð áframhaldandi sam- drættl í ár... Föstudagur 22. nóvember 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.