Þjóðviljinn - 22.11.1985, Qupperneq 2
FRETTIR
Austfirðir
Gífurlegur bræðslufnykur
EnginfiskimjölsverksmiðjaáAustfjörðum hefur starfsleyfi.
Megn óánægja heimamanna vegna loft- oggrútarmengunar.
Hollustuvernd ríkisins með kröfur um úrbœtur og ákveðin tímamörk
Hollustuvernd ríkisins hefur
nýlega lagt fyrir heilbrigðis-
ráðuneytið skilyrtar tillögur að
starfsleyfi fyrir fiskimjölsbræð-
slur á Seyðisfirði. Þá er Hollustu-
verndin að vinna að samskonar
tillögum varðandi starfsleyfi fyrir
aðrar fiskimjölsverksmiðjur á
Austfjörðum en allar verksmiðj-
urnar á Austfjörðum hafa verið
starfræktar án starfsleyfis um
nokkurt skeið.
Mikil mengun hefur fylgt
loönubræðslu verksmiðjanna
fyrir austan í haust, bæði loft- og
grútarmengun. Einna verst hefur
ástandið verið á Seyðisfirði og er
mikil og almenn óánægja meðal
Útvegsbankinn
Opinber rannsókn
á bankastjórana
Guðmundur Einarsson þing-
maður hefur óskað tafarlausrar
opinberrar rannsóknar á þeim yf-
irlýsingum bankastjóra Utvegs-
bankans frá í júní sl. sumar að
bankinn hefði fullar tryggingar
fyrir lánum sínum til Hafskips.
í júní svaraði Matthías Mathie-
sen þáverandi viðskiptaráðherra,
fyrirspurn frá Guðmundi á al-
þingi, í kjölfar blaðaskrifa um
fyrirsjáanlegt gjaldþrot Haf-
skips, um stöðu Útvegsbankans í
því sambandi. í svari sínu vitnaði
ráðherrann til bankastjóra Út-
vegsbankans sem fullyrtu þá að
tryggingar væru nægar. Nú er
fram komið að svo var alls ekki
og reyndar einnig að bankastjór-
unum hafi verið kunnugt um að
svo var á þessum sama tíma. Því
fer Guðmundur fram á opinbera
rannsókn á þessum staðhæfing-
um þeirra. - ÁI.
Dagsbrún/Vari
Enn er frestað
Baldur Ágústsson eigandi ör-
yggisþjónustunnar Vara fær-
ist enn undan því að setjast að
samningaborði með Dagsbrún og
semja á tilhlýðilegan hátt um
kaup og kjör starfsmanna sinna.
Ætlað var að hann kæmi til
fundar við fulltrúa Dagsbrúnar í
gær, en ekki varð af því. Baldur
hringdi þess í stað og bað um frest
fram á þriðjudag í næstu viku.
Frestirnir eru nú orðnir nokkuð
margir, en nokkrar vikur eru
liðnar síðan Dagsbrún fór að
nefna samninga við Baldur.
-gg
Dýrtíðin
Nýmjólk
11tr.
200%
150%
Hækkun:
165,3%
Frá því ríkisstjórnin kom til valda í maí 1983 hefur iítrinn af mjólk
hækkaö um 165,3%. Kostaði nýmjólkin 12,55 kr. þá en kostar í
dag 33,30 kr.
Á sama tíma hafa meðallaun iðnaðarmanna samkvæmt
upplýsingum Kjararannsóknarnefndar hækkað um 80.4%
(svarta súlan). Þjóðviljinn mun á næstu dögum taka
fleiri vöruflokka til samanburðar.
bæjarbúa þar sem víðar á
Austfjörðum vegna mengunar
frá verksmiðjunum. Allar verk-
smiðjurnar fyrir austan eru
komnar nokkuð til ára sinna og
eru með svokallaða beina eld-
þurrkun en henni fylgir mikil
loftmengun.
Ólafur Pétursson hjá mengun-
ardeild Hollustuverndar ríkisins
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær að ekki væri hægt að gera
kröfur varðandi mengunarvarnir
í verksmiðjunum á Austfjörðum
sem um nýjar verksmiðjur væri
að ræða en til að verksmiðjurnar
fengju starfsleyfi fyrir næstu ver-
tíð þyrfti víða að bæta úr.
í þeim starfsleyfum sem
heilbrigðisráðuneytið mun vænt-
anlega gefa út fljótlega eftir ára-
mótin koma bæði fram kröfur um
ákvæði sem beri að uppfylla hjá
viðkomandi verksmiðju og einn-
ig verða sett tímamörk á úrbæt-
umar. -Ig.
Friðarbarátta
Fagnaður
gegn kjamorkuvá
Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland efna
til vetrarfagnaðar í Félagsstofnun í kvöld
Þessi vetrarfagnaður er fyrst og
fremst til þess hugsaður að
gefa fólki, sem er þeirrar skoðun-
ar að kjarnorkuvopn séu af hinu
illa, færi á að koma saman og
gleðjast saman. Þetta á ekki að
verða neinn fræðslufundur, sagði
SigurðurÁrnason læknir í samtali
við Þjóðviljann í gær, en hann er í
stjórn Samtaka lækna gegn
kjarnorkuvá.
Samtök um kjarnorkuvopna-
laust ísland gangast fyrir vetrar-
fagnaði í Félagsstofnun stúdenta í
kvöld og hefst hann kl. 21.00.
Dagskráin verður hin fjöl-
breyttasta. Nefna má upplestur
skáldanna Þórarins Eldjársn og
Einars Kárasonar úr nýjum
bókum þeirra. Kristín Á. Olafs-
dóttir ætlar að syngja lög af ný-
útkominni plötu sinni, A morg-
un, og leikarar úr leikritinu Land
míns föður munu koma í heim-
sókn eftir sýningu og syngja lög
úr leikritinu. Þá mun fulltrúi frá
Samtökum lækna gegn kjarnork-
uvá flytja erindi í tilefni þess að
alþjóðleg samtök þeirra munu fá
friðarverðlaun Nóbels á þessu
ári.
„Það að við höfum fengið þessi
verðlaun á að vera öðrum ands-
tæðingum kjarnorkuvopna
hvatning og sýnir að með vinnu
og áhuga er hægt að hafa áhrif í
þessari baráttu," sagði Sigurður í
gær.
Fagnaður þessi er öllum opmn
og auðvitað eru allir andstæðngar
kjarnorkuvopna hvattir til að
taka þátt í skemmtuninni.
-gg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. nóvember 1985
íslenskt hervit - ný niður-
greidd útflutningsvara?
Launamál
Sérstakt
tillit til
kvenna
Borgarstjórn vill láta
farafram könnun á
launum kvenna.
Borgarstjórn samþykkti í gær
tillögu fulltrúa Alþýðubandalags-
ins um að beina því til Starfs-
mannafélags Reykjavíkur að við
gerð næstu sérkjarasamninga
verði gerð tilraun til að leiðrétta
það misvægi sem nú viðgengst í
launakjörum karla og kvenna.
„Með því að samþykkja þessa
tillögu tel ég að stórt skref hafi
verið stigið í þá átt að jafna
launamisrétti milli karla og
kvenna" sagði Guðmundur Jóns-
son er hann mælti fyrir tillögunni.
Tillagan hljóðar svo: „Borgar-
stjórn samþykkir að beina því til
Starfsmannafélags Reykjavíkur,
að samningsaðilar kanni sérstak-
lega fyrir gerð næstu sérkjara-
samninga röðun þeirra starfs-
heita í launaflokka sem að meiri-
hluta eru skipum konum. Verði
launaflokkaröðun þeirra starfs-
heita borin saman við röðun ann-
arra starfsheita. í næstu sérkjara-
samningum verði niðurstöður
framangreindrar könnunar
grundvöllur viðræðna aðila“.
Kvennaframboð lagði í sept-
ember fram tillögu um að fram
fari fyrir gerð næstu kjarasamn-
inga endurmat á störfum kvenna.
Henni var vísað til borgarráðs,
sem síðan felldi hana á forsend-
um umsagnar frá þremur emb-
ættismönnum borgarinnar. Guð-
rún Jónsdóttir deildi hart á þessa
umsögn á fundinum og taldi hana
ómerka. Fulltrúar Kvennafram-
boðs lögðu fram harðorða bókun
vegna meðferðar tillögunnar; og
umsagnar embættismannanna.
-gg
Fiskstjórnun
Tvö ár
í stað 3ja
Sjávarútvegsráðherra hefur
l lagt fram á Alþingi frumvarp til
laga um stjórnun fiskveiða.
Það var ætlun ráðherra fyrr í
haust að frumvarpið gerði ráð
fyrir stjórnun veiðanna til 3ja ára
en því hefur verið breytt og er
gert ráð fyrir að gildistími lag-
anna verði tvö ár. Þá er aðeins
hliðrað til fyrir minni bátana,
trillumar, en hvergi nærri eins og
trillukarlar hafa farið fram á.
Ekki er talið að frumvarpið fari
óbreytt í gegnum Alþingi og eru
það einkum málefni trillukail-
anna sem margir alþingismenn
vilja breytingar á.
-S.dor