Þjóðviljinn - 22.11.1985, Side 3
FRETTIR
Framsókn
Okrið er afleiðing
stjómarstefnunnar
Páll Pétursson: Hávaxtastefnan undirrótin. Matthías Bjarnason:
Vaxtastefnan samþykkt afbáðum stjórnarflokkunum.
Stjórn peningamála hefur farið
úrskeiðis hjá ríkisstjórninni.
Vextir eru of háir. Það voru mis-
tök að gefa vextina frjálsa. Þetta
sögðu þingmenn Framsóknar-
flokksins um stjórnarstefnuna á
alþingi í gær, þeir Páll Pétursson
og Haraldur Olafsson.
Páll var harðorður í garð ríkis-
stjórnarinnar. Hann sagði að hún
ætlaði sér að draga úr verðbólgu,
stöðva erlendar lántökur og reka
ríkissjóð hallalaust. Þetta væri
góðra gjalda vert, en þetta næðist
ekki nema látið væri af hávaxta-
stefnunni. Páll sagði að háir
bankavextir væru stökkpallur
sem okrarafélögin notuðu til að
krefja skuldunauta sína um enn
hærri vexti. Lánsfé væri of dýrt í
landinu og þegar svo væri,
blómstraði okurlánastarfsemi.
Það væri rétt að okur væri ekkert
nýtt, en nú væri okur almennara
og þróaðra en áður hefði verið og
það kæmi í kjölfar þeirrar stefnu
sem ríkisstjómin hefði fylgt.
Okrið væri afleiðing vaxtastefn-
unnar.
Matthías Bjarnason viðskipt-
aráðherra sagði slæmt að nú væri
Páll Pétursson heima en
Steingrímur Hermannsson á
ferðalagi. Hann sagðist vilja
minna Pál á að Framsóknarflokk-
urinn væri aðili að ríkisstjóminni
og stefna hennar væri stefna
beggja flokkanna. Vaxtastefnan
væri ákvörðun stjórnarflokkanna
beggja og á ábyrgð Framsóknar
ekki síður en Sjálfstæðisflokks-
ins.
Páll mótmælti þessum orðum
ráðherrans. Stefna ríkisstjómar-
innar væri málamiðlun milli
stjórnarflokkanna, ekki stefna
Framsóknarflokksins.
-ÁI
Reykjavík
Nýtt lag
á
Kvosinni
Sigurður Harðarson:
Prófkjörsbomba sem
enga umfjöllun hefur
fengið
Ný tillaga að deiliskipulagi
gamla miðbæjarins, Kvosarinn-
ar, er nú til sýnis í Gallerí Borg
við Pósthússtræti. Tillagan gerir
ráð fyrir að milli 20 og 30 gömul
timburhús i Kvosinni verði rifín
og í þeirra stað reist 5 hæða hús
með verslunum, íbúðum og skrif-
stofum. Austurstræti, Pósthús-
stræti og hluti Hafnarstrætis eru
sýnd sem göngugötur, en af stór-
um nýbyggingum má nefna mið-
stöð SVR, bflageymslu við Hafn-
arstræti, nýtt ráðhús við Tjarn-
arendann og menningarmiðstöð á
Steindórsplani.
„Skipulagshöfundar og aðdá-
endaklúbburinn sem var stofnað-
ur í kringum þetta skipulag í síð-
ustu viku gera sér enga grein fyrir
því að til þess að Kvosin standi sig
í samkeppni við nýja miðbæinn
verður að varðveita sérkenni
hennar og undirstrika þau“, sagði
Sigurður Harðarson, fulltrúi AB
í skipulagsnefnd. „í stað þess er
boðað niðurrif á 20-30 gömlum
húsum án þess að nokkurt mat sé
lagt á gildi þeirra fyrir umhverfið
eða tengingu við fyrri tíð. Mark-
miðið er aðeins eitt og það er að
koma fyrir sem flestum fermetr-
um í nýju verslunarhúsnæði í
Kvosinni jafnvel þótt það kosti
að öll sérkenni gamla bæjarins
verði þurrkuð út“.
„Ég hvet alla borgarbúa til að
kynna sér þessa tillögu“ sagði
Sigurður. „Þetta er prófkjörs-
bomba íhaldsins og þeim hefur
legið svo mikið á að auglýsa sjálfa
sig að þeir hafa ekki einu sinni
haft fyrir því að ræða tillöguna í
nefndum borgarinnar. Eg er
sannfærður um að það er ætlunin
að keyra þetta í gegn án nokkurr-
ar umfjöllunar, þrátt fyrir að
reynslan frá svipuðum slysum er-
lendis sýni að þetta er ekki það
sem gera á við gamlan miðbæ, ef
maður vill að hann lifi“.
-ÁI
Kristín Ólafsdóttir varaformaður AB var á meðal frummælenda á fjölmennum fundi Alþýðubandalagsins í Kópavogi sl.
miðvikudagskvöld.
Alþýðubandalagið
Fjölmenni í Kópavogi
Þetta var mjög góður fundur,
fjölmennur og baráttuglaður
og það var einróma áiit fundar-
gesta að það væri knýjandi nauð-
syn fyrir allt launafólk að koma
ríkisstjórninni frá hið bráðasta,
sagði Sigurður Magnússon for-
maður Alþýðubandalagsins í
Kópavogi, en í fyrrakvöld var þar
fyrsti fundur Álþýðubandalags-
ins í fundaröðinni Ný sókn - nýtt
fólk - nýtt afl.
„Húsfyllir var í Þinghól þetta
kvöld og tóku menn virkan þátt í
Margir gengu ífélagið ífyrrakvöld
umræðunum eftir að framsögu- harðlega þá stefnu ríkisstjórnar-
mennirnir Svavar Gestsson, innar sem birtist í vaxandi okur-
Ólafur Ragnar Grímsson og lánastarfsemi. Fundurinn skorar
Kristín Á. Ólafsdóttir höfðu lok-
ið máli sínu“, sagði Sigurður enn-
fremur.
Fundurinn í fyrrakvöld var op-
inn óflokksbundnu fólki og sagði
Sigurður að í lok hans hefði hóp-
ur manna gengið í flokksdeildina
í Kópavogi.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt: „Almennur stjórnmála-
fundur á vegum ABK fordæmir
Doktor
Einar Már
Einar Már Jónsson sagnfræð-
ingur varði doktorsritgerð við
Svartaskóla í París á þriðjudag.
Hlaut ritgerðin mjög jákvæða
umsögn þriggja andmælanda, en
fyrir þeim var Jacques Fontaine,
sérfróður um latneskar bók-
menntir miðalda.
Doktorsritgerð Einars Más
fjallar um heimspekilegan bak-
grunn og uppruna þeirrar bók-
menntagreinar sem kennd er við
„speculum“ - eða „skuggsjá". En
þess er að geta að ein bók úr þeim
flokki er Konungsskuggsjá, sem
reyndar er ekki viðfangsefni
þessarar ritgerðar.
Einar Már er fæddur 1942 og
hóf nám í Frakklandi 1962. Hann
hefur hin síðari ár verið lektor í
íslensku og íslenskum bók-
menntum við Svartaskóla og er
lesendum Þjóðviljans að góðu
kunnur fyrir skrif í blaðið. Dokt-
orsritgerð hans mun vera hluti af
stærra verki á sviði miðalda-
fræða.
á Alþingi að taka völdin úr hönd-
um ráðherranna og samþykkja
þegar í stað lög um að banna ok-
urlánastarfsemina".
Næsti fundur í fundaröð AB
verður á laugardaginn í Bolunga-
vík en þar hafa framsögu þau
Svavar Gestsson og Margrét
Frímannsdóttir gjaldkeri flokks-
ins.
-v
Borgarstjórn
Sveitastjómir
ákveði
útsvars-
álagningu
FuIItrúar Alþýðubandalagsins
,í borgarstjórn lögðu í gær fram
tillögu þess efnis að borgarstjórn
skori á Alþingi að breyta iögum
um tekjustofna sveitarfélaga á
þann veg að sveitarstjórnum
verði heimilað að hafa hundr-
aðshluta útsvarsálagningar
breytilegan eftir tekjum framtelj-
anda. Tillagan var samþykkt með
orðalagsbreytingum frá borgar-
stjóra.
Sigurjón Pétursson sagði í
ræðu á borgarstjórnarfundi í gær-
kvöldi að útsvar væri láglauna-
fólki talsverð byrði og því yrði að
stefna að því að leggja útsvar á
eftir tekjum framteljanda. Til-
lögu Alþýðubandalagsins var
breytt á þann veg að því væri
beint til Álþingis að ákvörðun-
arréttur um álagningu útsvars
yrði algjörlega í höndum
sveitarstjórnanna í landinu. ~SS
Húsafriðun
Torfusamtökin til í slaginn
Ráðstefna á morgun. Hjörleifur Stefánsson: Verður að vernda gamla miðbœinn
Það hefur verið hljótt um
Torfusamtökin undanfarið,
húsafriðunarfólk hefur lítið hist,
en með þessari ráðstefnu á
laugardaginn verður gerð nokk-
ur bót þar á. Meðal þess sem ég
vona að komi til umræðu þarna
er nýja skipulagið að miðbænum,
en þar er gert ráð fyrir að á þriðja
tug gamalla húsa verði rifín. Það
má auðvitað ekki verða, sagði
Hjörleifur Stefánsson formaður
Torfusamtakanna í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Á nokkrum seinustu árum hafa
Torfusamtökin einbeitt sér að
viðgerð og endurbyggingu hús-
anna á Bernhöfstorfunni, en
vernd þeirra hefur nú verið falin
Minjavernd. „Við vorum komin
á þá skoðun, að almennur vilji
væri fyrir því að vemda gömul
hús, en svo virðist ekki vera, eins
og nýtt miðbæjarskipulag ber
með sér. Því bjóðum við til ráð-
stefnu öllum þeim sem áhuga
hafa á þessum málum“, sagði
Hjörleifur.
Ráðstefnan verður í Litlu
Brekku á Bemhöfstorfu kl. 10.00
á morgun en síðan taka við erindi
og umræður. Flutt verða erindi
um íslenska húsfriðunarstefnu,
viðhorf arkitekta til endumýjun-
ar gamalla húsa, stefnu borgaryf-
irvalda í varðveislu gamla mið-
bæjarins og hvernig tryggja má
varðveislu gamallar byggðar.
-gg
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3