Þjóðviljinn - 22.11.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 22.11.1985, Page 4
LEIÐARI Ný sókn - nýtt fólk - nýtt afl Alþýðubandalagið er nú næststærsti stjórnmálaflokkurinn á íslandi, samkvæmt skoðanakönnun sem Helgarpósturinn birti í gær. Úrslit hennar sýna, að fylgi flokksins er í ótvíræðum vexti. Samkvæmt HP hefur hann aukið fylgi sitt um rösklega helming: úr 12,6 prósentum í júlí upp í 19,2 prósent í þeirri könn- un sem birtist í gær. Auðvitað er það svo, að skoðanakönnunum er valt að treysta, og þó flokkur fagni gæfu í skoðanakönnun eins blaðs, þá er það eitt í sjálfu sér lítil ástæða til að menn stígi villtan stríðsdans. Hitt er svo annað mál, að í skoðana- könnunum felast gjarnan vísbendingar um fylg- isbreytingar. í tengslum við önnur kennileiti hins pólitíska landslags dagsins, þá segja þessar vísbendingar gjarnan merka sögu. Einmitt í Ijósi þessa er ástæða fyrir þá sem fylgja Alþýðubandalaginu að málum, að gleðj- ast. Sú vísbending sem felst í úrslitum skoðana- könnunar HP um stóraukið fylgi við flokkinn kemur ekki einsog þruma úr heiðskíru lofti, hún kemur ekki á óvart, hún helst í hendur við annað sem hefur verið að gerast. Það er alveg Ijóst, að sú snarpa, hressilega og hreinskilna málsmeðferð á landsfundi Al- þýðubandalagsins fyrir skömmu vakti mikla at- hygli fólks. Flokkurinn sýndi þar í verki að hann er opinn og lýðræðislegur og vill ekkert fela fyrir fólki. Ágreiningsmál voru rædd fyrir opnum tjöldum, fréttamenn frá öllum öðrum fjölmiðlum fengu að vera inná gafli flokksins við umræður. Þetta gerir flokkinn að sjálfsögðu miklu trú- verðugari. Á landsfundinum urðu líka ákveðnar áherslubreytingar, sem enginn skyldi vanmeta. Þær styrktu flokkinn, ekki einungis inn á við, heldur líka út á við. Þær færðu fólki heim sann- inn um, að Alþýðubandalagið getur og vill verða kjölfesta í lifandi hreyfingu lýðræðis- og félagshyggjuafla gegn ríkisstjórn, sem er að keyra bæði efnahag og sjálfsvirðingu fólks í rúst. Landsfundurinn skapaði þannig nokkurs konar vatnaskil í gengi. Alþýðubandalagsins. Vegna þeirra opnu vinnubragða sem flokkurinn hefur tekið upp, þá skiluðu umræðurnar sér gegnum fjölmiðla út til fólksins. Ekki bara á- greiningur, heldur stemmningin, baráttugleðin og lífið sem þýtur um æðar Alþýðubandalags- ins í dag, - hinar nýju áherslur og hin pólitíska umræða. Fólk fékk áhuga á Alþýðubandalaginu vegna þess að í dag er það spennandi flokkur með spennu í kringum sig. Sá blásandi byr sem menn þóttust í kjölfar landsfundar finna að fyllti voðir skútunnar er þannig staðfestur af skoð- anakönnun HP. Það sem aðgreinir andrúmsloftið í þjóðfé- laginu í dag frá erfiðleikum fyrri ára er von- leysið. Fjöldi fólks er hnepptur í skuldafjötra og sér bókstaflega enga útleið. Menn vinna lengri vinnudag en nokkru sinni fyrr, eiga sér aldrei tíma til að vera með sínum nánustu og í vaxandi mæli er fólk knúið á náðir okraranna. Alls staðar er spilling. Það þarf ekki annað en benda á Hafskipsmálið, þar sem sparifé fólksins hefur verið ausið í botnlausa hít, vegna þess að fyrir- tækið stendur í skjóli hins volduga Sjálfstæðis- flokks. Allir vita þetta, en ekkert ergert. Okrarar, sumir nafnkunnir, ganga lausir þó þeir hafi drepið hamingju fjölda fjölskyldna sem hafa lent í skuldafeni húsakaupa. Það er ekki hægt að koma höndum yfir þessa menn, en fólk veit um þá og syndahalann allann. Það eru þessir hlutir, skuldafjötrarnir, spill- ingin og misréttið, sem vekja vonleysið og brjótaniðursjálfsvirðinguna. Þaðergegn þessu sem Alþýðubandalagið vill berjast. Það vill að fólkið fái sjálfsvirðinguna og vonina aftur. Það vill uppskurð á kerfinu, ráðast gegn spillingunni sem þrífst í skjóli gamalla kerfisflokka. Það vill afnema okrið og velta burt borðum víxlaranna. Það vill koma á raunverulegu lýðræði, opnu þjóðfélagi þar sem spilling í skjóli leyndar - einsog tengsl Sjálfstæðisflokksins við Haf- skipsmálið er - getur ekki þrifist. A landsfundinum hóf Alþýðubandalagið nýja sókn, með nýju fólki. Og skoðanakönnun HP sýnir að fólk sér nú í vaxandi mæli að úr flokkn- um er hægt að gera það nýja afl sem dugar til að reisa vonina og sjálfsvirðinguna aftur. -ÖS KLIPPT OG SKORID Prófkjörsslagur Pað hefur ekki farið framhjá Reykvíkingum, að flokkur nokk- ur, sem nefnir sig Sjálfstæðis- flokkinn hefur efnt tiJ prófkjörs um næstu helgi vegna borgar- stjórnarkosninga næsta vor. Hafi einhver ekki vitað það, þá kemur hann til með að vita það núna. Þjóðviljanum hefur borist til eyrna að mikillar afbrýðisemi gæti nú meðal margra frambjóð- enda, vegna þess hve þeim sé mismunað á opinberum vett- vangi. Þannig hafa verið viðtöl í sjónvarpinu allra síðustu daga við fólk einsog Önnu K. Jónsdóttur, Pál Gíslason, Vilhjálm Vilhjálms- son, Davíð og Júlíus Hafstein meðan aðrir frambjóðendur hafa orðið að láta sér einungis nægja auglýsingar í blöðunum og dreifí- rit. Feluleikur Frambjóðendurnir eyða marg- ir hverjir miklum fjárhæðum í auglýsingar og áróður og er höfð- að til ýmissa átta. Mest er þó óljóst og margir furða sig á því hvað margt verður að feluleik í þessum slag. Hverjir stjórna þessum áróðursherferðum fyrir hina ýmsu frambjóðendur? Og hvernig stendur á því að menn sem eru mikið auglýstir og koma oft fram opinberlega eru miklir taparar? Þannig spyrja menn til dæmis um Júlíus Hafstein, sem í kosningum hefur haft lands- kunna áróðursmeistara, einsog Ingva Hrafn Jónsson í síðustu! kosningum, - af hverju tapar Júlíus með ættarnafn og lands- kunnur athafnamaðurinn? Og afþví margir frambjóðenda og aðstandenda eru reiðir vegna þess að sumum er hampað meira en öðrum í fjölmiðlum, þá hefur það einnig vakið reiði að Arni Sigfússon hefur sérstaklega verið valinn af Davíð Oddssyni, og kynnti borgarstjórinn frambjóð- andann á almennum borgara- fundi um miðbæinn á dögunum. Árni þessi hefur haft sig mikið í frammi, m.a. gefið út sérstakt blað þarsem fjöldi fólks úr flest- um örmum Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir stuðningi við drenginn. Hins vegar sakna menn af þeim lista nafns dyggasta stuðnings- mannsins, Hannesar H. Gissur- arsonar. Og Árni sem hefur rakið feril sinn langan og merkan á stuttri ævi í auglýsingablöðunum, getur þar hvergi um eitt merkasta framlag sitt til félagsmála, - hann var nefnilega stofnandi félags frjálshyggjumanna. Undarlegt lítillæti þegar það er haft í huga hvað annað er tínt til á afreka- skrána. Hollusta í greinum og auglýsingapésum er átakanlegt að horfa uppá holl- ustuyfírlýsingar frambjóðend- anna við Davíð borgarstjóra. Engu er líkara en þetta fólk eigi von á því að verða sett útaf sakra- mentinu ef það syngi ekki þessum Kimilsung Reykjavíkuríhaldsins lof og prís í öðru hverju orði. Eða er þetta til marks um að fram- bjóðendurnir liggi undir grun um| að sýna foringjanum ekki til- hlýðilega hollustu, hlýðni og undirgefni? Meira að segja Haraldur Blöndal lögfræðingur og útvarps- ráðsmaður, sérvitur „royalisti“ segja þeir í Sjálfstæðisflokknum og einnig þar sagður alræmdur andstæðingur Davíðs, sér ástæðu til að skrifa sérstaka grein þarsem hann segir framboð sitt vera „al- vöru framboð“ og að borginnb hafi verið „vel stjórnað undir for- ystu Davíðs Oddssonar". Ef svo er, hvers vegna þurfa þá Harald- ur og þau hin með hollustueiðana að vera að bjóða sig fram? „Pað er ástæða til að ítreka það að Da- víð Oddsson fái sýndan þann stuðning sem hann á skilið og að 1. sætið sé honum ætlað“, segir Björn Vernharðsson í harðs- keyttri grein um „númerað próf- kjör“ í Mogganum í gær. Einsog áður sagði fer ekki mikið fyrir því að frambjóðend- urnir taki afstöðu til mikilvægra mála - eða viðkvæmra. Þannig hef ég ekki rekist á neitt um ís- búr-fyrirtækið eða ísfilm, sem eru meðal þeirra mála sem fólk vill fá að vita um afstöðu fram- bjóðenda til. Byrgjum brunnínn Einnig reynir mjög á þá hina ljóðrænu taug lesenda slíkra áróðursgreina, því allir vilja frambjóðendurnir tala í rími, - eða alténd myndríkt mál. Grein Júlíusar í Mogga miðvikudagsins heitir „Byrgjum brunninn“, en fjallar að mestu leyti um það hversu gervigrasið í Laugardal hafi reynst vel. Árni Sigfússon er á myndríku nótunum og skrifar grein sem heitir „Brugghús hug- mynda“, - og segir brýnt að ná „samstöðu á Alþingi fyrir stefnu- mótun að brugghúsi hugmynda“. Á hinn bóginn er vísast að þetta myndmál sé lævíslegur krókur á móti því bragði sem er af Guttormi P. Einarssyni forstjóra brugghússins Ámunnar, en sá er einnig í framboði. Frægt var kjörorðið úr síðustu kosningum „Þörf fyrir Þórunni" en í grein í Mogganum var greini- lega búið að breyta þessu í „Þór- unni í þriðja sætið“. Kjósum Katrínu. Einn af átta! Og fjöl- margir eru auglýstir sem „dug- miklir athafnamenn", (gefandi í skyn að þeir sem fyrir eru séu einhverjar lufsur). Einn miða sá ég öðruvísi en hina. Þar var fram- bjóðandinn auglýstur sem „fersk- ur valkostur" og sagður þekktur fyrir „ábyggilegheit“. Ég endaði með hefðbundnum hætti: Kjós- um Kristínu. Og nú skrúfum við fyrir brugghús hugmyndanna. -óg DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ; Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqman, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvar8la: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Ölöf Húnfjörð. Ðílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Augiýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsíngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.