Þjóðviljinn - 22.11.1985, Side 16
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663.
MðÐVIUINN
Föstudagur 22. nóvember 1985 270. tölublað 50. örgangur
Kollafjarðarstöðin
Aftur vart við nýmaveikina
Klakfiskur sem tekinn var í haust hefur reynst sjúkur. Málið
er í athugun og óvíst hvort öllum hrognunum verður hent
Nýrnaveiki hefur aftur orðið
vart í laxi í Laxeldisstöð ríkis-
ins í Kollafirði. Veikinnar varð
vart í þeim klakfiski sem tekinn
var í haust og gæti verið að sá
fiskur hafi farið smitaður frá
stöðinni á sínum tíma.
Sem kunnugt er varð nýrna-
veiki í laxi vart í Kollafjarðar-
stöðinni fyrr á þessu ári og var þá
gripið til þess ráðs að eyða seiða-
hrognum og seiðum frá haustinu
áður. Ákvörðun var tekin um að
eyða eins árs gömlum seiðum,
enda reyndist sýking lítil meðal
þeirra við ýtarlega rannsókn, að-
eins 0,5% til 0.6%. Þeim seiðum
hefur nú verið sleppt í sjó.
íhaldsprófkjör
Okkur
er
mismunað
Þeir sem ekki hafa
komiðfram í
sjónvarpinu segja að
þeim sem þar hafa
komið sé hyglað.
Fréttastjóri sjónvarps
Ingvi Hrafn: Hafi
mennfréttirfram að
fœra segir sjónvarpið
frá því
Viðtalið við Vilhjálm Þ. á mið-
vikudagskvöidið var hámarkið
hjá sjónvarpinu, sagði einn fram-
bjóðandi í prófkjöri íhaldsins sem
fram fer um helgina, en mikil ólga
er nú í röðum frambjóðenda
vegna misnotkunar borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins á frétta-
stofu sjónvarps.
Á undanförnum 2 vikum hafa í
sjónvarpi birst viðtöl við Davíð
Oddsson, Vilhjálm Þ. Vilhjálms-
son, Pál Gíslason, Júlíus Haf-
stein, Önnu K. Jónsdóttur og
Magnús L. Sveinsson, og telja
menn það enga tilviljun, þar sem
sjónvarpið hefur hingað til ekki
sýnt minnsta áhuga á málefnum
borgarinnar. Sem dæmi er tekið
viðtalið við Pál Gíslason, þar sem
hann kynnti í löngu máli „tillögu“
um nýbyggingu á homi Garða-
strætis og Vesturgötu sem ætlað
væri að hýsa heilsugæslustöð og
íbúðir fyrir aldraða. Þessi tillaga
hefur hvergi verið kynnt í borgar-
kerfinu.
„Þetta er eins og hver önnur
fjarstæða. Sé boðað til blaða-
mannafundar og menn, hverjir
sem það em, hafa fréttnæmt fram
að færa, þá er sagt frá því, svo
einfalt er það. Sjónvarpið getur
ekki flokkað það niður hvort ein-
hversstaðar er prófkjör eða ekki
prófkjör, þegar fréttir eru ann-
arsvegar", sagði Ingvi Hrafn ný-
ráðinn fréttastjóri sjónvarpsins
um þetta mál í gær.
S.dór/-v.
Sigurður Helgason fisksjúk-
dómafræðingur að Keldum,
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær að ekki hefði verið ákveðið
til hvaða ráða yrði gripið nú, mál-
ið væri enn í rannsókn og að
menn myndu sjá til hvað gert yrði
þar til henni væri lokið.
Þá sagði Sigurður að verið væri
að rannsaka mjög stórt úrtak af
öllu landinu, hvort nýmaveikin
væri til staðar víðar. Þessari rann-
sókn er hvergi nærri lokið og því
ekkert hægt að fullyrða enn hvort
veikin finnst annarsstaðar, en
enn sem komið er hefur hennar
ekki orðið vart í rannsókninni.
-S.dór
Enn er nýrnaveiki komin upp í Lax-
eldistöð ríkisins í Kollafirði. Sigurður
Helgason (innfellda myndin) segir
ekki vitað hvort veikin hafi komið upp
annars staðar. Ljósm. Sig.
Grandi h.f.
Kært til félagsmálaráðuneytis
Minnihlutinn í borgarstjórn mun leita úrskurðar félagsmálaráðuneytisins um lögmœti
vinnubragða borgarstjóra við skipun stjórnar Granda. Sigurjón Pétursson: Þetta er siðlaust
ogmun ekki standast lög. Stangast á við reglugerðir.
Eg lýsi því hérmeð yfir fyrir
hönd fulltrúa minnihlutans í
borgarstjórn að við munum leita
úrskurðar fél-
agsmálaráðuneytisins um lög-
mæti þeirra vinnubragða sem
beitt hefur verið af meirihlutan-
um við skipun stjórnar Granda
h.f., sagði Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins á fundi borgarstjórnar í gær-
kvöldi.
Sigurjón mótmælti því harð-
lega að fulltrúar borgarinnar í
stjórn Granda, sem eins og kunn-
ugt er var stofnað úr sambræðingi
BÚR og ísbjamar, hafa verið
skipaðir án nokkufs samráðs við
borgarfulltrúa minnihlutans.
Reykjavíkurborg á þrjá fulltrúa í
stjórn. Engin grein hefur verið
gerð fyrir skipaninni í borgar-
stjórn. „Ég mótmæli þessum
gerræðislegu vinnubrögðum
meirihlutans. Þetta er siðlaust og
mun ekki standast lög,“ sagði
Sigurjón.
Hann vitnaði í reglugerðir um
stjórn borgarinnar, þar sem segir
að það sé hlutverk borgarstjómar
að fjalla um eignir borgarinnar og
borgarstjórn og borgarráð eigi að
fara með framkvæmdastjórn
borgarinnar. Minnihlutinn telur
þessar reglugerðir hafa verið
brotnar.
Þá var bent á hvernig er með
svona mál í öðmm sveitarfé-
lögum og bar Sigurjón vinnu-
brögð íhaldsins í Reykjavík sam-
an við hvemig málum er háttað á
Akureyn. Akureyrarbær á meiri-
hluta í Útgerðarfélaginu og kosið
er um fulltrúa bæjarins í stjórn
þess fyrirtækis. Sama gildir um
fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn
Slippstöðvarinnar, þar sem bær-
inn á að vísu ekki meirihluta.
Davíð Oddsson minnti á að
þegar borgarritari lýsti yfir því í
borgarráði að borgarstjóri myndi
fara með umboð borgarstjórnar
við skipun í stjórn Granda hafi
enginn andmælt, en Sigurjón
kvað orð borgarritara ekki taka
af tvímæli um lög og reglugerðir.
-gg
Fjárlög
Meira í hemaðarmálin
íslenskur fulltrúi hjá NATO í Brussel með herfrœðilega þekkingu.
Tekur til starfa í mars. Kostar hálfa aðra miljón
Hækkun á framlagi ríkissjóðs
til varnarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins samkvæmt
fjárlögum fyrir næsta ár er nær
100%. Ástæðan er ráðning fjög-
urra nýrra starfsmanna, þar af
þriggja á skrifstofunum í Reykja-
vík og einn herfræðilegur fulltrúi
hjá aðalstöðvum NATO í Brussel.
Á aðalskrifstofu í Reykjavík
verða tveir nýir ritarar ráðnir og
auk „hermálasérfræðings“ eins
og segir í fjárlagafrumvarpinu, en
eins og komið hefur fram í frétt-
um hefur Amór Sigurjónsson
liðsforingi úr norska hemum ver-
ið ráðinn í það embætti, en veitti
víkingasveit lögreglunnar áður
forstöðu. Kostnaður vegna þess-
ara nýju embætta er áætlaður
1250 þús. kr.
Þá verður ráðið í stöðu sem ber
heitið „Fulltrúi í Bmssel“. Hér er
um að ræða stöðu fulltrúa með
hertæknilega þekkingu sem á að
hefja störf 1. mars. n.k. hjá „Int-
ernational Military Staff“ í aðal-
stöðvum NATO í Brussel.
Kostnaður við þessa stöðu her-
fulltrúans verður 1.475 þús. kr.
að meðtöldum rekstrargjöldum
að því er fram kemur í fjárlaga-
fmmvarpinu.
-lg-