Þjóðviljinn - 01.12.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Page 3
Atta konur sýna í „nýrri“ Langbrók Gallerí Langbrók - textíl, nefnist nýtt gallerí sem opnað var um síðustu helgi en það er til húsa á horninu við Bókhlöðustíginn næst íþöku. Þar sýna listakon- urnar Ása Ólafsdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir, Guðrún Marín- ósdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Heiða Björk Vignisdóttir, Val- gerður Torfadóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir og Anna Þóra Karls- dóttir. Þarna eru til sölu ýmsir fallegir munir tilvaldir til jóla- gjafa, myndir, skartgripir, vefn- aður, margskonar flíkur á böm og fullorðna og eru engar tvær eins. Galleríið er opið frá 12-6 alla virka daga og frá 2-5 um helgar. Ása Ólafsdóttir og Steinunn Bergsteinsdóttir í glugganum á „nýju“ Langbrók- inni. Laugavegur166 Tilboð óskast í viðgerð á steypu og steypu utan á veggi Laugavegar 166, Víðishúss. Verkinu skal að fullu lokið 3. apríl 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000.- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. des. 1985, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Það lekur Nú eru ekki lengur í tísku spil eins og Matador, sem er sam- keppni allra gegn öllum um það, hver verður fyrst ríkur. Nú eru umhverfisvandamál á dagskrá - og í Vestur-Þýskalandi, þar sem meira er um þau mál rætt en í flestum löndum öðrum, keppast menn nú við að finna upp leiki og spil sem endurspegla baráttuna fyrir lífi skógarins og ómenguðu vatni. Jarðvatn er mengað, loftið líka, samviskulausir efnahringir fela eitraðan úrgang úti í skógi. Bilun hefur átt sér stað í kjam- orkuveri og fáir munu bjargast nema nokkrir ríkir menn sem hafa komið sér upp geislaheldum byrgjum. Upphaf leikjanna er eitthvað á þessa leið. En enn er ekki öll nótt úti. Þátttakendur í leikjunum berjast af öllu sínu hugviti gegn mengunarfólum, spilltum stjóm- málamönnum og samvisku- lausum gróðapúngum. Stöndum saman Búið er að framleiða meira en hundrað mismunandi leiki af þessu tagi og þeir njóta vaxandi vinsælda. Þeir em hugsaðir á nokkuð annan hátt en þeir leikir, komandi upp úr pappakössum, sem menn hafa einkum stytt sér stundir við til þessa. í þeim leikjum fór mest fýrir því að allir kepptu við alla. En í umhverfis- verndarleikjum verða þátttak- endur að þroska með sér sam- vinnu og samstöðu ef þeim á að takast að leysa þau verkefni sem leikurinn leggur fyrir þá. Sam- starfið er þýðingarmeira en heppni í teningskasti í leikjum eins og „Það lekur” eða „Niður með kjarnorkuverið”. Þess er t.d. krafist af þátttak- endum í leiknum „Þrjóturinn kemur” að þeir sýni verulega hugkvæmni - en í þeim leik eiga þátttakendur að koma í veg fyrir að falleg gömul jámbrautarstöð sé rifin. Þeir sem taka þátt í leiknum „Þetta er einn heimur” taka að sér hlutverk ríkjaleiðtoga og rekast þá sífellt á óumflýjan- lega árekstra milli ríkra iðnríkja og fátækra þróunarlanda. Hvern- ig á að leysa þá? Það ku oftar en ekki koma fyrir, að þeir sem hafa búið til leikina séu svo önnum kafnir við að koma á framfæri sinni grænu sannfæringu, að þeir gleymi því að menn eigi líka að hafa gaman af. En þeir leikir, sem af út- smognu hugviti eru saman settir, njóta vaxandi vinsælda. Þess er og að geta að ekki eru þetta allt bjartsýnisleikir í þeim skilningi að umhverfisvemdarmenn hljóti alltaf að sigra. AB endursagði ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 MÚSÍKFÓLK-TÓNUSTARNEMAR NÝ LEIÐ FYRIR l=Á SEM VAMTAR LEIGA MEÐ KAUPRÉTTINDUM Píanóstólar og bekkir ávallt í úrvali. Seljum og útvegum blásturs- og strengjahljóðfæri ásamt fylgihlutum frá Mittenwald í V.-Þýskalandi. Heimsþekktmerki: Schimmel • Bluthner • Zimmermann • Förster • Rönisch • Hupfeld á þessum nýju kjörum:_______ Leiðin sem við bjóðum hentar bæði til að kynnast vel hljóðfæri sem ætiunin er að eignast - og létta átakið sem til þess þarf. • Leigusamningur er gerður til a.m.k. 12 mánaða. • Verð hljóðfærisins er óbreytt allt leigutímabilið. • Leigutaki getur gert kaupsamning hvenær sem er á tímabilinu og fengið allt að 6 mánaða lefcju dregna frá kaupverðinu. • Mánaðarleigan er 2,2% af útsöluverði hljóðfærisins. MOLTÓ Lampar&glerhf Suðurgötu 3 Reykjavík Sími91-21830

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.