Þjóðviljinn - 01.12.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Qupperneq 5
Indjánar á Eldlandi SKIPSTJÓRNARMENN ATHUGIÐ! Það getur valdið mörgum hugarangri og kvíða þegar skip heimilisföðurins er beðið að tilkynna sig strax til næstu strandstöðvar Landssíma Islands. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA Eldlandið skiptist á milli Chile og Arg- entínu. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Þegar ég dey hverfur þjóð mfn Bráðum deyr enn ein þjóð út í heiminum. í litlum skúr á hjara veraldar bíður dauðans síðasta manneskjan sem enn lifir af Ona- þjóð, sem var önnur tveggja Indj- ánaþjóða sem byggðu Eldlandið, eyjaklasa suður af Chile og Arg- entínu. Þar með er saga þeirrar þjóðar öll. Árið 1970 voru enn á lífi átta manneskjur af þessari frægu Indjánaþjóð, sem um 9000 ára skeið hafði lifað af mjög óblíða náttúru þessa kalda og stor- mblásna lands. En nú er Enriqu- eta Varela de Santin ein eftir. Hún er sjötíu og tveggja ára. Flökkufólk Hún man enn frásögur móður sinnar af lífi fólksins frá því í byrj- un aldarinnar þegar Onaindjánar gátu enn lifað af veiðum. - Þetta var gott og fábrotið líf, segir hún. Fólkið mitt kom á vet- urna niður úr fjöllum og til strandar að veiða sæljón en á sumrin héldu menn til fjalla að veiða fugla og gúanaka. Alltaf vorum við á flakki. Gúanakar eru lítil suðuramrísk útgáfa af úlfalda, og þetta dýr hefur lifað af innrásir gullgrafara, landnema og olíuleitarmanna á Eldlandið, sem er allt á stærð við Danmörku og skiptist milli Chile og Argentínu. Onaindjánum tókst hinsvegar ekki að lifa þau áhlaup af. Fréttamaður Reuters hefur þetta hér eftir Ritu Cerballos, sem er argentínsk og prófessor í mannfræði: „Með þessari konu deyr ætt- bálkurinn út. í næstum því fimm aldir höfum við limlest Indján- ana, líkamlega og menningar- lega. Onaindjánar verða vonandi viðvörun tii okkar um þörfina fyrir að vernda þær þjóðir sem okkur er tamt að kalla náttúru- börn.” Sker myndir í tré Enriqueta Varla býr í Ushuaia, sem er suðlægasta borg í heimi. Hún heldur sig mest innan dyra, því vindar blása kaldir á þessum slóðum. Hún hefur það helst fyrir stafni að skera í tré myndir, sem geyma minningar um líf þjóðar hennar. Sjálf er hún aðeins í móðurætt Onaindjáni, faðir hennar var spánverji sem dó þegar hún var fimm ára gömul. En móðir henn- ar talaði alltaf við hana og fjóra bræður hennar á Onamáli. Hún kveðst viss um að hún gæti skilið málið ef einhver gæti yrt á hana, en sjálf man hún ekki lengur hvernig bera á fram orðin. Móðir mín, segir hún, sagði okkur systkinunum frá sólguðn- um og tunglguðnum, en hún var líka góður kaþólikki. Enn eru fáeinir Indjánar af Jaganþjóð á lífi í vesturhluta Iandsins, sem tilheyrir Chile. En einnig þeim hefur fækkað hörmu- lega eftir að þeir komust í sam- band við hvíta manninn. Þjóðamorð Indjánar Eldlands, segir Rita Ceballos, fórust vegna þess að þeir voru drepnir í hrönnum af hinum hvítu landnemum, ef þá ekki sjúkdómar og brennivín unnu verkið fyrir aðkomumenn. Ekki bætti það úr skák að upp á þá var troðið trúarbrögðum sem tortímdi þeirra verðmætum og skildi þá eftir munaðarlausa. Gamla konan, sem fyrr var nefnd, man enn frásagnir móður sinnar af því hvernig hún gekk út í skóg dag nokkurn og fann þar limlest lík Indjána, sem hvítir menn höfðu drepið. Síðast reyndu Onaindjánar að koma sér fyrir sem landbúnaðar- verkamenn á fjórða áratug aldar- innar. En það gat heldur ekki gengið. Þeirra sérstæða lífi var lokið, þótt nokkrir einstaklingar tórðu enn. „Stofninn var orðinn útþynntur eins og vatn”, segir gamla konan. Nú er allt orðið of seint, segir hún. En ýmislegt er betra en áður var. Nú er hægt að komast til læknis - ég er búin að láta skera upp á mér augun og ég get að minnsta kosti séð í kringum mig... AB endursagði Harðbýlt er á Eldlandi en víða tagurt...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.