Þjóðviljinn - 01.12.1985, Síða 7
hlaupa úr vinnunni á fund og eru
sífellt með mörg járn í eldinum.
Þessi skilgreining í A og B menn
varð eiginlega til á sjúkrahúsi í
Bandaríkjunum á hjartaverndar-
deild, - þar sem menn með of
háan blóðþrýsting komu til rann-
sóknar. Einhver tók eftir því að
stólarnir í setustofunni slitnuðu
öðru vísi en aðrir stólar á sjúkra-
húsinu, þ.e. aðeins fremst á set-
unni og á fótunum. Af hverju?
Jú, menn gáfu sér það að þeir sem
þarna voru að bíða væru
spenntir, að þeir gætu aldrei sest
almennilega upp í stólana, heldur
tylltu sér svo rétt fremst af því að
þessir önnum köfnu athafna-
menn máttu ekki vera að því að
eyða tímanum á biðstofu. Þetta
er skemmtileg saga og sjálfsagt
eitthvað til í henni. Að minnsta
kosti er vitað að tengsl eru milli
streitu og of hás blóöþrýstings."
Er streita
„hvítflibbasjúkdómur“
„Nei, það er algjör misskiln-
ingur. I rauninni er streita ekki
stéttbundin - hún leggst á allar
stéttir, en mismikið. Nýrri athug-
anir benda til þess að starfsfólk
sem litlu ræður um aðstreymi
vinnunnar, t.d. dyraverðir, síma-
verðir - og blaðamenn - sem
dæmi, séu í meiri hættu en þeir
sem geta stjórnað sinni vinnu.
Fólk í frystihúsum er líka oft þjáð
af vöðvabólgu og mjög spennt.
Yfirmenn hafa fremur möguleika
á að bjarga sér fyrir horn, láta sig
hverfa stundarkorn og fara t.d. í
gufubað ef þeir eru mjög þjakað-
ir. Eða þá þeir panta sér bara
vetrarfrí á Spáni. Fólk sem vinn-
ur við flug finnur mikið fyrir
streitu, en í þessu er ákveðin
þversögn, því sá sem er spenntur
sækir oftast í meiri spennu. Þetta
verður fíkn. Streitan er eins og
snjóbolti, sem hleður endalaust
utan á sig meðan hann rúllar.“
„Hvað segirðu þá um bónus-
vinnu - er yfirleitt tekið nægjan-
legt tillit til þessara þátta t.d. í
kjarasamningum?"
„Það er ekki hugsað nægjan-
lega fyrir þessum þáttum í samfé-
laginu, hvorki í skólakerfinu - í
menntuninni almenn - né heldur
á vinnumarkaðinum. Þó held ég
að menn séu að vakna til betri
vitundar um að starfsfólk sem er í
góðu andlegu og líkamlegu formi
er ánægðara og skilar betri vinnu.
Uppbygging vinnunnar er líka
andleg ekki síður en líkamleg.
Erlendis er algengt að sálfræðing-
ar séu með í ráðum við hönnun
verksmiðja, við gerð vinnuáætl-
ana og við starfsmannaráðning-
ar. Vinnuhópar skila t.d. oftast
betri árangri við einhæf störf, en
ef hver og einn er í sínu horni.
Afkastahvetjandi launakerfi -
bónus - getur tvímælalaust verið
jákvætt fyrir starfsfólk ekki síður
en atvinnurekendur, ef rétt er á
málum haldið. Ef ekki er gengið
út frá manninum sjálfum, and-
legu og líkamlegu ástandi hans og
getu, er hins vegar hætt við því að
bónusinn valdi mikilli streitu og
vanlíðan.“
íslendingar óeðlilega
stressaðir?
„Heldurðu að íslendingar séu
stressaðri en gengur og gerist
meðal þjóða á Vesturlöndum?"
„Þegar ég kom heim eftir langa
dvöl erlendis fannst mér sláandi
hvað fólk var spennt. Vöðva-
bólga er mjög algeng á íslandi,
fólk vinnur mikið og er á stöðug-
um þeytingi. Miðað við stærð
samfélagsins held ég að streita á
íslandi sé óeðlilega og óþarflega
mikil. Hér við bætist auðvitað hið
stöðuga bygginga- og fjármála-
basl á fólki, og verðbólgan sem
fólk getur ekki stjórnað. Þú veist
sjaldnast hvað bíður þín í glugga-
umslögunum í póstkassanum.“
Og hvað er svo hægt að gera til
að vinna gegn streitunni?"
„Það er nú sitt af hverjúxVið
verðum að skoða daglegt líf oitk-
ar og breyta um venjur. Sumt get-
um við ekki ráðið við nema að
takmörkuðu leyti. Aðalatriðið t r
að skoða stöðuna, - hvað er hvers
virði. Við verðum að taka mark á
boðum líkamans, ef við erum
aum í öxlum og höfuðið að
springa erum við trúlega með
vöðvabólgu. Við verðum að
kanna af hverju hún stafar; er
stóllinn of lágur, er hávaði í ljós-
unum fyrir ofan okkur í vinnunni,
eða erum við einfaldlega spennt
og stíf í öxlum vegna þess að við
höfum áhyggjur af næstu afborg-
un af íbúðinni eða af því að við
vitum ekki hvort við verðum
endurráðin í vinnunni?
Skipulagning skiptir miklu, að
skipuleggja dagleg störf. Þó er
æskilegt að skipulag gangi ekki
framúr hófi. Það er t.d. ágætt að
fara í frí sem er ekki of skipulagt.
Hreyfing og mataræði er líka
mikilvægt. Ef við borðum mikið
salt og fitu, reykjum, erum of
þung og hreyfum okkur lítið er
augljóst að við verðum að taka
okkur á. Líkamleg hreyfing er
ótrúlega þýðingarmikil í þessu
sambandi. Öll hreyfing kallar á
þreytu, í kjölfar hennar fylgir
slökun. Líkamleg áreynsla er
miklu líklegri til árangurs gegn
streitu en að fá sér neðan f því,
eins og margir gera þegar þeir eru
mjög spenntir. Auðvitað er mis-
jafnt hvað hver kýs að gera til að
ná bestri slökun, einn vill hlusta á
tónlist, hann nær þannig andlegri
hvíld sem er honum nauðsynleg
til að ná líkamlegri slökun. Við
erum mjög mismunandi og
streitan birtist í ýmsum myndum
eftir störfum okkar og persónu-
gerð. Þess vegna duga ekki sömu
ráð á alla. En það er óhætt að
benda öllum á að hugsa vel um
mataræðið og alla líkamlega ár-
eynslu. Aukið þol eykur úthald-
ið, kvíðaþolið hækkar, við finn-
um fyrir aukinni vellíðan, og
verðum ónæmari fyrir spennu.
Við þurfum einnig að læra að
slaka á og byrja á önduninni.
Rétt öndun er grundvallaratriði
og við eigum að taka okkur stutta
stund á hverjum degi til að slaka
á, ekki endilega í hvíldarstöðu
heldur gjaman í vinnunni. Við
þurfum líka að læra að temja hug
okkar og hleypa ekki óþarfa
áhyggjum að okkur, sem aðeins
auka spennuna. Við skulum
heldur reyna að leysa vandamálin
sem áhyggjunum valda.“
„Er til hið fullkomna
jafnvægi?“
„Fullkomið jafnvægi er ekki til
á meðan við lifum. En það er ekki
þar með sagt að við eigum að gef-
ast upp í glímunni við streituna.
Við þurfum að læra að stjórna
okkar eigin lífi og þeirri spennu
sem við viljum hafa í því.“
ÞS
Droplaug við setningartölvuna.
„Maður œtti að
taka sér tak”
segir Droplaug Jóhannsdóttir setjari
„Ég er satt að segja skelfilega
stressuð og ætla alltaf að
hætta í þessu starfi, en það
verður aldrei af því. Ég er
mjög slæm í handleggjum og í
öxlum og fæ oft verk í augun
og höfuðið. Ég hef aldrei lært
að sitja rétt og sjálfsagt á það
sinnþáttíþessu. Efég syndi,
held ég mérallgóðri, en
streitan kemur þegar mikið
álag er íprentsmiðjunni",
sagði Droplaug Jóhannsdóttir
sem lengst hefur unnið við
tölvusetningu í Prentsmiðju
Þjóðviljans.
Hún setur á tölvu og finnst hún
verri, einkum í augum, eftir að
farið var að nota skjá, en hún var
þegar sett var upp á gamla mát-
ann með gatastrimlum.
„Við vinnum stundum langar
vaktir, og þá er álagið mikið og
það kemur fyrir að ekki er létt að
sofna fyrr en langt er liðið á nótt.
Ég hef farið nokkrum sinnum í
nudd og finnst það mjög gott, svo
er ég nokkuð dugleg við að
hreyfa mig, geng mikið og finnst
það hressa mig.“
„Ef maður tæki sér tak er sjálf-
sagt ýmislegt hægt að gera til
bóta. Ennþá nær viðleitnin ekki
nógu langt, ég fer í sund þegar ég
er sem allraverst, en geri svo ekki
nokkurn skapaðan hlut þess á
milli,“ sagði Droplaug að lokum.
Sunnudagur 1. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Þórarinn leggur af stað í Vesturbæjar-
hringinn.
Syndi, hleyp -
og dansa tangó
segir Þórarinn Eldjárn
rithöfundur
Skyldi rithöfundur, sem mest
vinnur einn, finna fyrir streitu?
Við spurðum Þórarin Eldjárn:
„Ef ég fæ að vera einn, þá er
þetta í góðu lagi. Þegar ég þarf
hins vegar að atast í mörgu í einu,
fer í verra. Ég hef enga hæfileika
til að gera margt í einu. Ég er eins
og Ford fyrrum Bandaríkjafor-
seti. Hann gat ekki gengið og
tuggið tyggjó í einu. Það reyndi
of mikið á einbeitinguna.“
„Nú setur þú orðið flest þín
verk á tölvu. Finnurðu fyrir
streitu við tölvuna?“
„Mér finnst miklu léttara að
vinna á tölvu, en skrifa á ritvél.
Allur prófarkalestur og leiðrétt-
ingar eru miklu einfaldari. Ef ég
er mjög stressaður, þá er það
fyrst og fremst vegna þess að ég
hef lent í of mörgum verkefnum í
einu. Ég er að byrja að læra að
segja nei, en oftast lendir maður í
þessu vegna þess að allir þurfa jú
á peningunum að halda.“
„Nú bjóst þú í Svíþjóð um
tíma, - finnst þér íslendingar
stressaðri en t.d. Svíar?“
„Já, ég held það. Maður fann
fyrir öðru vísi stressi úti.
Hluti af streitunni hér er vegna
húsnæðisbaslsins, sem allir
standa í. Svo er vinnuálag á fólki
óskaplegt. Það kemur bæði niður
á gæðum vinnunnar og gæðum
lífsins. f Svíþjóð var algengt að
fólk vann til kl. 4. Þá gat það gert
eitthvað skemmtilegt."
„En þú sjálfur - þú syndir og
hleypur - og dansar tangó hefur
frést?“
„Já, tangóinn er fyrst og fremst
fyrir ánægjuna. Ég og konan mín
við fórum að læra að stíga tangó á
s.l. vetri. Það er óskaplega upp-
lífgandi hressing og öðru vísi en
flest annað sem maður gerir.
Sundið byrjaði ég að stunda
þegar við komum að utan. Ég
gerði mér fljótt grein fyrir að einn
stærsti kosturinn við að búa hér í
Reykjavík er sundmenningin.
Sundlaug Vesturbæjar er án efa
ein helsta menningarstofnun
borgarinnar. Nú er ég byrjaður
að hlaupa líka. Við tökum hring í
vesturbænum nokkrir saman
þrisvar í viku. Það er mjög hress-
andi.“ ÞS
Þórdís Birna með dæturnar tvær, önnu og Björgu Ragnheiði. Ljósm. E.ÓI.
„Eins og ný
manneskja”
segir Þórey Birna Ásgeirsdóttir fóstra, sem
byrjaði íleikfimi s.l. haust
„Ég byrjaði s.l. haust í leikfimi
og hafði þá ekki tekið þátt í
neinu slíku í ein 10 ár. Mér
finnst ég miklu hressari og ég
hlakkatil tímanna, hversu
þreytt sem ég er þegar ég
fer“, sagði Þórey BirnaÁs-
geirsdóttir, 27 áragömul
fóstra sem fertvisvar í viku í
leikfimi í Djassballettskóla
Báru. Húnergift ogátvær
litlar dætur og vinnur 67%
vinnu á barnaheimilinu Kópa-
steini í Kópavoginum.
„Við ákváðum að fara saman
þrjár vinkonur; - það væri kom-
inn tími til að fara að hreyfa sig
eitthvað. Nú gæti ég ekki án
þessa verið. Ég fer eftir vinnu og
stundum er ég mjög þreytt. En
mér finnst þetta eins og afslöpp-
un og ég gæti gengið á Esju eftir
tímana.“
„Nú vinnur þú á barnaheimili,
- finnur þú aldrei fyrir vöðva-
bólgu?"
’>Ég er svo heppin að hafa
aldrei fengið vöðvabólgu. Hins
vegar finn ég mikinn mun hvað ég
er sterkari og úthaldsbetri núna,
fyrir utan hvað maður verður
stinnari og betri í vextinum. Ég er
mjög fegin að hafa drifið mig í
þetta og ráðlegg öðrum að gera
hið sama.
Ég held að fólk sem vinnur
með börnum, t.d. fóstrur og
kennarar, finni ekki síður fyrir
andlegri þreytu eftir daginn en
líkamlegri. Mér finnst ég endur-
nýjast í leikfiminni og ég fæ ein-
hverja útrás.“
„Er eitthvað annað sem þú ger-
ir þegar þú ert mjög spennt eftir
mikið álag?“
„Já, mér finnst gott að fara í
heitt bað. Svo les ég eða prjóna.
Það er mjög róandi“, sagði Þórey
Bima að lokum.
ÞS