Þjóðviljinn - 01.12.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Síða 8
SUNNUDAGSPISTILL Unglingabœkurnar og lífsháskinn / tilefni nýrra bóka eftirAndrés Indriðason og Eðvarð Ingólfsson Þegar þessi lesandi hér byrjaði að liggja yfir bókum var miklu síður en nú hugsað um svokall- aðar sérþarfir einstakra hópa. Sérhæfingin varvanþróuð. Sem betur fer, liggur mér næst að segja. Til dæmis voru skáldsögur Dickens í styttum þýðingum barna- og unglingabækur tím- ans. Markhóparnir Nú hugsa menn miklu meira um markhópana. Sjómannabæk- ur voru snemma á ferðinni eða þá bækur um bústólpa og nú síðast hafa fljúgandi stéttir eignast flokk bóka, flestar endurminn- ingakyns, sem notið hafa mark- aðshylli. Og það er líka á síðustu árum að eflst hefur sagnasmíð, sem stílar á þann aldur þegar bernska er liðin en fullorðinsárin ekki hafin. Þetta er í takti við mikla umræðu um sérstök vanda- mál þessa aldurshóps, sem vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hangir lengur eins og í óvissu milli bernsku og fullorðinsára en fyrri kynslóðir gerðu - gerir þó miklu fleira sem „fullorðinslegt” er en áður þótti við hæfi. Andrés Indriðason og Eðvarð Ingólfsson eru þeir höfundar tveir sem mestra vinsælda hafa notið þeirra sem slíkar bækur skrifa. Þeir eru nýbúnir að gefa út nýjar bækur. „Bara stælar” eftir And- rés kemur út hjá Máli og menn- ingu og „Sextán ára í sambúð” eftir Eðvarð kemur út hjá forlagi Æskunnar. Barn er þeim fœtt Sextán ára í sambúð er fram- hald bókar sem kom út í fyrra, Fimmtán ára á föstu. Aðalper- sónur hennar, Árni og Lísa, höfðu óvart slegið í barn og í þessari bók eru þau nýfarin að búa, þótt ekki séu þau nema sex- tán ára. Líður svo einn vetur. Svo fæðist barnið og það er mikil gleði. Sambúðin unga hefur stað- ið ýmisiegt af sér, og þá helst þá freistingu sem Maríanna, sem vinnur í búð með Árna er hon- um... Höfundur leitast við að láta tungutak og áhugamál unglinga setja svip sinn á þennan sögu- heim, en honum hættir um leið til að gera þessa unglinga ansi bók- lega og merka í tali. Hann vill gjarna minna á að lífið sé ekki nein sætsúpa: Maríanna „sæt og hress” er nokkur freisting, kunn- ingjamir eru að rífast og sættast á víxí, foreldrar Lísu eru löngu skilin og þau sár era hvergi nærri gróin. Um leið hefur Eðvarð Ing- ólfsson bersýnilega mikinn hug á að setja þessi mál öll fram í ljósi bjartsýnnar uppeldisstefnu. Tónninn er einatt fræðilegur og velviljaður og má ýmislegt gott um það segja, en þetta gerist á kostnað þess, að sögð sé saga af undmm veraldar. Árni, hinn ungi húsfreyr, hann finnur jafnan á sér hvað rétt er og gefur öðmm holl ráð og er máski hinn lof- lega óleysanlegir sækir unglinga heim - eins og annað fólk. Smósagnasafn í fyrra kom út hjá Máli og menningu safn smásagna um unglinga og fyrir unglinga sem heitir „Vertu ekki með svona blá augu”. Sögur í smásagnasafni eru hver annarri svo ólíkar, að það er erfitt að alhæfa um það. En þegar á heildina er litið fer ekki hjá því að lesanda sýnist sem í því safni hafi „lífsháskinn” verið áleitnari en í skáldsögunum sem áðan vora nefndar. Bæði í stóru og smáu. Bæði í því að unglingsstúlka hef- ur séð sér þann kost vænstan að kveðja heiminn eða í sjálfstæðis- baráttu drengs, sem á sér kannski ekki mikið tilefni en verður stór í nærfærinni lýsingu á samskiptum hans við skilningsdaufan föður. Hér voru nefndar til sögur eftir Elías Snæland Jónsson og Jón Dan og það má bæta við dæmum - m.a. af verðlaunasögu Olgu Guðrúnar Árnadóttur af því myrkri hvunndagsstritsins sem hvolfist yfir unga stúlku og gerir skólann, þetta „Búr” sem öðrum hafði fundist óþolandi þræla- kista, að hinum sanna vonar- neista í hennar lífi. En nú geta menn spurt: hver ert þú að biðja um „lífsháska” í unglingasögur? Veist þú nokkuð um það hvað unglingar lesa og hvernig? Nei, það veit ég ekki, því mið- ur. Má vera að smásögurnar í safninu hafi verið sögur um ung- linga fyrir fullorðna? Má vera að skáldsögurnar, sem fyrr vom nefndar, hitti betur í unglinga- markið sjálft? Kennarar vita eitthvað um þessi mál og það væri fróðlegt að heyra meira í þeim um það hvernig unglingar lesa. Mest er auðvitað gaman að heyra í unglingunum sjálfum, ef þeir gæfu sér tíma til að segja fleira um bækur sem þeir lesa en að þessi sé fúl og hin algjört æðL meðal annars að hann er „númeri of lítill”, veimiltíta, stendur ekki út úr hnefa. Sígilt unglingavandamál reyndar: að fá ekki að vera með. En Andrés Indriðason kemur hetju sinni fljótlega út úr því, eiginlega um leið og sagan hefst. Þrautirnar og leiðindin eru fyrir framan bók. En þar byrjar sagan að strákur er í leikfimitíma fyrsta apríl og tekst þar með heppni, prakkaraskap og örvæntingar- dirfsku að snúa á leikfimikennar- ann, heldur leiðinlegan gaur og vinna sér traust og hylli félaganna - ekki síst þeirra harðjaxla sem ferðinni ráða í bekknum, geisa um á mótorhjólum og kenna sig við Svarta hauskúpu. Ekki nóg með það: Jón Agnar hinn smá- vaxni, vinnur á jafnt og þétt á öllum sviðum - frammi fyrir skólastjóra, í samskiptum við sverðasti unglingur og óskat- engdasonur - iðinn, trúaður og bindindissamur. En hann er þá lakara söguefni, sálarstríð hans verða helst til auðveld. Vel gæti hann sigrað í þeim án þess að vera svona öruggur með sig. Marí- anna, sem er ein af góðu-vondu stelpunum, er um leið miklu sannferðugri persóna. Sá útskúfaði Andrés Indriðason hafði í síð- ustu bók sinni fylgt sínum strák og stúlkunni hans alveg að þeirri stundu þar sem óléttan hjá Árna og Lísu tók við. Þar með var lokið þriggja bóka bálki og nú tekur við nýtt söguefni og nýjar persónur. í „Bara stælar”, segir frá fjórtán ára gutta sem á við hin frægu að- lögunarvandamál að stríða. Hann hefur á miðjum vetri orðið að segja skilið við félaga sína í Eyjum og flytja með foreldrum sínum til Reyicjavíkur. í nýjum skóla hefur hann verið tekinn fyrir heldur betur og geldur þess Andrés Indriðason. Spennandi? Fúl? Svona lala...? kennara (leikfimifólið er reyndar frændi stráks og besti náungi inn við beinið) og svo hefur hann á þeim vordögum sem sagan gerist unnið sér hylli bekkjarsystur úr næsta húsi, fríðrar löggudóttur, sem hann handjárnar sig við í bókstaflegri merkingu eina ljúfa nótt! Flinkur sögumaður Andrés er flinkur sögumaður og rekur söguna vel áfram, passar upp á að athyglisþolið fræga bili ekki vegna tíðindaleysis. Þetta er kostur, því allmargar íslenskar bækur fyrir yngri aldursflokka hixta á atburðaleysinu. Það er líka kostur, að þótt hann láti sögugamminn geisa gerist hann ekki reyfaralegur um of. Málfar hans er - að því er lesandi á þess- um aldri hér heldur - vel innan landhelgi hjá þeim krökkum sem lýst er. Hitt má svo gagnrýna, að höf- undur leggi sig ekki sem skyldi eftir sérkennum persóna, og sér- stöðu. Þær verði skratti mikið samstíga um að vera bestu skinn Eðvarð Ingólfsson. inn við beinið, þótt það komi kannski ekki fram alveg strax hjá öllum. Þar með er heldur ekki pláss fyrir verulegan lífsháska. Spennan er til staðar - en hún er í fléttunni og hröðum *skiptum frekar en í aðstæðum. Undir lok- in eru meira að segja þeir gaurar, sem hafa stolna hauskúpu svartmálaða uppi á hillu í leyni- klúbbshúsnæði sínu, orðnir engl- ar drottins og hermenn Pflatusar í helgileik. Þetta er réttlætt með vinfengi þeirra við stúlkur í skóla- kórnum, en ekki má miklu muna að lesandi neiti að samþykkja annað eins. Að hverju er stefnt? Þessar tvær bækur eru hvor annarri ólíkar. Andrés Indriða- son stflar meira upp á gamanmál, óvæntar uppákomur, sögugleði. Eðvarð leggur út af vandamálum í anda uppeldisvilja. Báðar þess- ar bækur geta vel átt von á vin- sældum: Þær segja frá sigursæl- um unglingum, frá þeim sem ráða við útskúfunarvandann eða ásta- málin. í þessum sögum, eins og ýmsum öðrum, kemur fram við- urkenning á því að unglingar eru ekki kynlausir og í því efni eru sögur seinni ára ólíkar mjög þeim sem fyrr voru skrifaðar. Séu þess- ar bækur skoðaðar sem dæmi um vinsæia sagnasmíð fyrir unglinga í dag, þá er einn kostur þeirra sá, að þær reyna ekki að fleyta sér á glannalegum reyfaraskap, það er stflað á sennileika sem lfldegt má þykja að unglingar geti fundið snertipunkta við. Hitt er svo ein- kenni á þessum sögum tveim eins og svo mörgum öðmm reyndar, að þar er sneitt hjá meiriháttar lífsháska. Hann er kannski ná- lægur en það er eins og farið á svig við hann. Hvort sem nú þessi lífs- háski kæmi fram í sígildum árekstmm kynslóðanna eða því að angist tilgangsleysisins eða þeirra hnúta sem sýnast gjörsam- ÁRNI BERGMANN 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Sunnudagur 1. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.